Aðgangur að mat

Í mörgum ríkjum Afríku gæti verið til nægt af matvælum ef rétt væri staðið að málum.  T.d. í Zimbabe, þar er eitt gróður mesta svæði álfunnar og hægt væri að rækta þar mikil magn matvæla.  En því miður hefur stjórnarfarið í landinu verið með þeim hætti að stór hluti íbúanna sveltir.  Þar voru hvítir bændur hraktir af jörðum sínum og þær látnar í hendur manna sem ekkert kunnu til verka.  Þetta land flutti áður út matvæli en er nú háð matvælaaðstoð Sameinuðu Þjóðanna.  Víða undan ströndum Afríku eru gjöful fiskimið en þau eru ekki nýtt nema af litlum hluta af íbúum álfunnar, heldur erlendum ríkjum.  Í Namibíu er talsverð útgerð og fiskvinnsla og þar hafa íslendingar komið við sögu til að aðstoða og kenna heimamönnum, bæði í útgerð og fiskvinnslu.  Það sama á einnig við um Viktoríuvatn, sem er fullt af fiski.

Ég held að matvælavandi Afríku verði ALDREI leystur með stöðugum matvælasendingum frá hinum ýmsu ríkjum.  Það sem þarf að gera er að aðstoða íbúa Afríku og kenna þeim ræktun matvæla svo þeir geti verið sjálfum sér nægir með mat.  Eins þarf að skapa þeim möguleika á að flytja út hinar ýmsu afurðir sem er að finna í Afríku og fá þannig gjaldeyrir til að geta stundað eðlileg viðskipti við önnur lönd.  Því auðvitað verða þeir að getað flutt inn það sem ekki er hægt að rækta og framleiða í Afríku.

Það fyrirkomulag sem nú er að vera með stöðugar sendingar af matvælum til Afríku er eins og að moka í botnlausa tunnu.  Afríka hefur alla kosti og burði til að sjá íbúum sínum fyrir nægum mat í framtíðinni, ef rétt er á málum haldið.


mbl.is Aðgangur að mat vandamál
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

þetta er svo sannarlega rétt sem þú segir. Veröldin öll á að standa saman og kenna hvor öðrum að lifa af því sem jörðin gefur. það er mín innilega sannfæring.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 18.6.2009 kl. 00:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jakob Falur Kristinsson
Jakob Falur Kristinsson

Ég er fyrrverandi vélstjóri og útgerðarmaður en er nú 75% öryrki eftir slys á sjó 2003. Bjó lengst af á Bíldudal en flutti til Sandgerðis haustið 2005.  En er nú aftur fluttur á Bíldudal.  Að svo miklu leyti sem myndir á síðunni eru eftir Mats Wibe Lund, þá liggur fyrir tímabundið samþykki hans um birtingu hjá mér og þakka ég honum sérstaklega fyrir.  Mats á að sjálfsögðu hönundaréttin að öllum sínum myndum.  Vilja menn sjá fleiri myndir þá vísast á www.mats.is  Ég  var flokksbundinn í Frjálslynda flokknum og hef starfað þar, en sagði mig úr flokknum 24. apríl og gekk í Samfylkinguna.  Föðurætt mín er úr Arnarfirði og móðurættin frá Jökulfjörðum og Hornströndum og í báðum tilfellum, langt aftur í aldir.  Er ég því ekta Vestfirðingur.

Undir fyrirsögninni Færsluflokkar er flokkur sem heitir Vefurinn og ef smellt er á hann opnast síður þar sem ég er að skrifa ýmsar frásagnir.  Einnig er undir liðnum spaugilegt smá grín ofl. 

Ég leyfi öllum að skrifa athugasemdir við mín skrif.   En af gefnu tilefni hef ég ákveðið að þeir sem ekki kunna sér hófs í athugasemdum og nýta þær til persónulegra árása á mig og mína persónu, með allskonar skömmum og svívirðingum, mun ég hér eftir loka á slíka aðila.  Einnig mun ég henda út nafnlausum athugasemdum.  Því ég einn ber ábyrgð á því sem skrifað er á mína síðu.

jakobkr@internet.is     

GSM: 823-2954

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband