Táknræn aðgerð

Mikið finnst mér það flott og táknræn aðgerð, hjá manninum sem braut niður einbýlishús sitt og gróf bílinn sinn á Álftanesi.  Ríkisstjórnin gerir ekkert í skuldavanda heimilanna, hennar vernd nær ekki yfir þá sem skulda.  Heldur verndar hún vandlega lánadrottna og gætir þess að þeir tapi ekki krónu á öllu hruninu.  Í þessu tilfelli á Álftanesi var Frjálsi Fjárfestingabankinn búinn að eignast húsið á uppboði, þrátt fyrir að ríkisstjórnin fullyrði að hún sé búin að gera ráðstafanir til þess að engin uppboð fari fram á íbúðarhúsnæði fyrir 1. október 2009.  En auðvitað þarf fólk að leita eftir slíkum fresti og aumingja maðurinn var búinn að ræða við banka um sín vandræði með afborganir af sínum lánum.  En fékk þau svör að þar væri enginn sem hefði tíma til að sinna hans málum og þess vegna fór húsið á uppboð.

Hefði nú ekki verið einfaldara hjá ríkisstjórninni að tilkynna öllum sýslumönnum landsins að ekki mætti bjóða upp íbúðarhús fyrir 1. október 2009.  Nei það var ekki gert heldur valin þessi flókna leið að láta hvern íbúðareiganda sjá um sín mál sjálfa.  Þar með var það algerlega háð duttlungum starfsmanna lánastofnanna komið, hvort íbúðarhúsnæði væri boðið upp eða ekki.

Með þessari aðgerð er maðurinn að senda stjórnvöldum mjög skýr skilaboð hvernig komið er fyrir hjá fjölda íbúðareigenda, hvað skuldir varðar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Georg P Sveinbjörnsson

Ef að hann endar í fangelsi fyrir þetta verður allt endanlega vitlaust.

Georg P Sveinbjörnsson, 19.6.2009 kl. 11:40

2 Smámynd: Jakob Falur Kristinsson

Þar er ég sammála þér.

Jakob Falur Kristinsson, 19.6.2009 kl. 11:53

3 Smámynd: Jakob Falur Kristinsson

Það skipti engu máli hvort greiðsluaðlögunin var komin eða ekki, manninum voru allar bjargir bannaðar.  Svo virkar þessi greiðsluaðlögun þannig að hún er ekki spennandi kostur fyrir neinn.  Eða hver kærir sig um að þurfa að skríða fyrir héraðsdómara og fá greiðsluaðlögun samþykkta, sem þýðir að héraðsdómari skipar tilsjónarmann með fjármálum viðkomandi.  Fólk verður ekki fjár síns ráðandi og hver kæri sig um að einhver lögfræðingur út í bæ ákveði hvað' viðkomandi fjölskylda má eyða í mat ofl.

Jakob Falur Kristinsson, 19.6.2009 kl. 18:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jakob Falur Kristinsson
Jakob Falur Kristinsson

Ég er fyrrverandi vélstjóri og útgerðarmaður en er nú 75% öryrki eftir slys á sjó 2003. Bjó lengst af á Bíldudal en flutti til Sandgerðis haustið 2005.  En er nú aftur fluttur á Bíldudal.  Að svo miklu leyti sem myndir á síðunni eru eftir Mats Wibe Lund, þá liggur fyrir tímabundið samþykki hans um birtingu hjá mér og þakka ég honum sérstaklega fyrir.  Mats á að sjálfsögðu hönundaréttin að öllum sínum myndum.  Vilja menn sjá fleiri myndir þá vísast á www.mats.is  Ég  var flokksbundinn í Frjálslynda flokknum og hef starfað þar, en sagði mig úr flokknum 24. apríl og gekk í Samfylkinguna.  Föðurætt mín er úr Arnarfirði og móðurættin frá Jökulfjörðum og Hornströndum og í báðum tilfellum, langt aftur í aldir.  Er ég því ekta Vestfirðingur.

Undir fyrirsögninni Færsluflokkar er flokkur sem heitir Vefurinn og ef smellt er á hann opnast síður þar sem ég er að skrifa ýmsar frásagnir.  Einnig er undir liðnum spaugilegt smá grín ofl. 

Ég leyfi öllum að skrifa athugasemdir við mín skrif.   En af gefnu tilefni hef ég ákveðið að þeir sem ekki kunna sér hófs í athugasemdum og nýta þær til persónulegra árása á mig og mína persónu, með allskonar skömmum og svívirðingum, mun ég hér eftir loka á slíka aðila.  Einnig mun ég henda út nafnlausum athugasemdum.  Því ég einn ber ábyrgð á því sem skrifað er á mína síðu.

jakobkr@internet.is     

GSM: 823-2954

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband