19.6.2009 | 17:26
Kaus vitlaust
Andskotinn sjálfur, nú er ég að uppgötvað að ég kaus vitlaust í síðustu kosningum. Ég trúði þessum helvítis bjánum að þeir myndu standa við sín stóru orð. En nú eru þau á fullri ferð að binda Ísland á skuldaklafa um ókomna tíð með þessari Icesave-ábyrgð og leggja allt Ísland að veði. Ég var svo sem búinn að sætta mig við að gera samninga um þessa reikninga en loksins þegar þeir líta dagsins ljós skilur maður ekki að ekki hafi verið hægt að ná betri samningum fyrir Ísland. Voru þeir í þessari samninganefnd svona hræddir við Breta og Hollendinga eða voru þeir blindfullir. Það þýðir lítið að segja að ýmis ákvæði í þessum samningi, eins og vextir ofl. séu algengir í lánasamningum milli ríkja. Það er kannski þannig í frjálsum samningum en þetta eru nauðasamningar og þá hefði verið sanngjarnt að áhættan skiptist jafnt milli aðila samningsins og lánin hefðu átt að vera vaxtalaus eins og það fé var sem Bretar lokuðu inn í Englandsbanka. Við vorum í góðri samningsstöðu því að ef við neituðum að borga var hætta á að hið stórgallaða regluverk ESB um fjármálastofnanir yrði til þess að bankakerfið innan ESB hryndi eins og spilaborg.
Við áttum að neita að borga og tilkynna bæði Bretum og Hollendingum að það eina sem þeir fengju væri að þeir mættu hirða Landsbankann og allar hans eignir sem þeir gætu fundið hvar sem væri í heiminum og gætu einnig sótt allt það fé sem skotið var undan fyrir fall bankanna og þegar búið væri að greiða alla Icesave-reikninganna ættu þeir að skila okkur afganginum ef einhver væri. Einnig ættu Bretar að greiða okkur bætur vegna þess skaða sem þeir ollu okkur með setningu hryðjuverkalaganna á sínum tíma og varð til þess að Kaupþing féll.
Nú er verið að ræða á Alþingi um aukna skatta og niðurskurð til að minnka fjárlagahallann. Það hefur stöðugt verið talað um að þeim yrði hlíft sem minnst hafa. En nú kemur fram að ein af þeim breytingum sem á að framkvæma er lækkun á tekjumörkum lífeyris- og örorkuþega. Ég er ansi hræddur um að eitthvað hefði heyrst frá heilagri Jóhönnu ef einhverjir aðrir hefðu verið að ráðast svona á kjör aldraðra og öryrkja. Er þessu fólki ekkert heilagt, hvað ætli þessi skerðing á kjörum aldraðra og öryrkja skili sér síðan í tekjum til ríkissjóðs. Það skilar nákvæmlega engu því allir í þessum hópi sem voru farnir að vinna munu hætta því um leið og þetta kemur til framkvæmda. Jóhanna Sigurðardóttir sagði á Alþingi fyrir stuttu að á tímum góðæris hefði velferðarkerfið verið látið drabbast niður og er það alveg rétt. En núna ætlar hennar ríkisstjórn að ráðast á þetta kerfi sem ekki var burðugt fyrir ef marka má orð Jóhönnu. Hvað liggur svona mikið á að rétta af þennan fjárlagahalla. Er ekki allt í lagi að reka ríkissjóð með halla á meðan við erum að vinna okkur út úr kreppunni. Þetta gera Bandaríkin ár eftir ár að reka sinn ríkissjóð með miklum halla, ef Alþjóða Gjaldeyrissjóðurinn er með þá kröfu um að hér sé enginn halli á ríkissjóði, þá eigum við bara að afþakka hans aðstoð og skila þeim peningum sem hann hefur látið okkur hafa, sem mér skilst að ekki sé farið að nota ennþá.
Ég var að lesa í Víkurfréttum í morgun að sést hefði til fólks í Reykjanesbæ við að gramsa í ruslagámum, við hlið matvöruverslunar. En í þessa ruslagáma er kastað matvælum sem komin eru fram yfir síðasta söludag. Trúir því nokkur að fólkið geri þetta vegna þess að það sé svo gaman, nei ástæðan er einfaldlega að þetta fólk á ekki lengur peninga fyrir mat. Ég hef séð slíka hluti út í New York, en aldrei hér á Íslandi.
Þetta er ríkisstjórn eymdar og örbirgðar, sem ekkert veit eða ekkert getur gert af viti. Hvar er hin margumtalaða skjaldborg heimilanna sem alltaf er verið að tala um? Var hún utan um heimili mannsins, sem braut niður einbýlishús sitt á Álftanesi og gróf svo bílinn á eftir?
Það skal tekið fram að ég kaus Samfylkinguna síðast og gekk í þann flokk og nú skammast ég mín mikið fyrir að hafa gert það.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Færsluflokkar
Eldri færslur
2010
2009
2008
2007
2006
Tenglar
Ýmsir tenglar
- Arnfirðingur
- Bíldudalur
- Bolungarvík
- Bæjarins besta á Ísafirði
- Guðrún Rebekka Jakobsdóttir Edinborg
- Falið vald
- Flateyri
- Frjálslyndi flokkurinn
- Ísafjörður
- Júdit Krista Jakobsdóttir, Bíldudal
- Kristinn Ásgeirsson, Danmörku
- Kristinn H. Gunnarsson
- KVÓTASVINDLIÐ MITT
- Mats Wibe Lund
- Óvinir Ísland
- Skipamyndir Þorgeir Baldursson ljósmyndari
- Suðureyri
- Strandabyggð
- Súðavík
- Tálknafjörður
- Tíðis-fréttavefur
- Vesturbyggð
- VÍSIR.IS
SKIPAMYNDIR
- Fiskistofa Ýmsar upplýsingar
- Gísli Reyisson Aflafréttir
- Hafþór Hreiðarsson Skipamyndir
- Ragnar í Grindavík Skipamyndir
- Skip.is Ýmsar upplýsingar
- Þorgeir Baldursson SKIPAMYNDIR
- http://
Bloggvinir
- Adda bloggar
- Ágúst H Bjarnason
- Albertína Friðbjörg
- Alma Jenny Guðmundsdóttir
- Anna
- Anna Guðný
- Anna Heiða Stefánsdóttir
- Anna Pálsdóttir! :)
- Anna Sigríður Guðmundsdóttir
- Anna Ólafsdóttir Björnsson
- Apamaðurinn
- Arinbjörn Kúld
- Ásgerður Jóna Flosadóttir
- Arnlaugur Helgason
- Arnþór Helgason
- Ársæll Níelsson
- Ásdís Rán
- Ásgeir Jóhann Bragason
- Ásgeir Kristinn Lárusson
- Ásgeir Sveinsson
- Axel Jóhann Axelsson
- Baldur Smári Einarsson
- Baldvin Jónsson
- Bara Steini
- Birgitta Jónsdóttir
- Birna M
- Bjarney Bjarnadóttir
- Bjarni Baukur
- Bjarni Harðarson
- Bjarni Kristjánsson
- Bjarni Kjartansson
- Baldur Hermannsson
- Baldur Kristjánsson
- Bjarki Þór Guðmundsson
- Bjarki Steingrímsson
- Björgvin S. Ármannsson
- Björgvin Guðmundsson
- Björn Leví Gunnarsson
- Björn Finnbogason
- Bragi Sigurður Guðmundsson
- Bragi Sigurðsson
- Hommalega Kvennagullið
- Bwahahaha...
- Davíð Pálsson
- Davíð S. Sigurðsson
- Didda
- Dunni
- Edda Agnarsdóttir
- Edda Sveinsdóttir
- Eggert Þór Aðalsteinsson
- Egill Jón Kristjánsson
- egvania
- Einar B Bragason
- Einar Kristinn Guðfinnsson
- Einar Sveinbjörnsson
- Eiríkur Sjóberg
- Elinóra Inga Sigurðardóttir
- Elsa Rut Jóhönnudóttir
- Emil Örn Kristjánsson
- J. Einar Valur Bjarnason Maack
- Elín Margrét Guðmundsdóttir
- Evrópusamtökin, www.evropa.is
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Eyjólfur Ingvi Bjarnason
- FF
- FLÓTTAMAÐURINN
- Faktor
- Fannar frá Rifi
- Finnur Bárðarson
- Fjarki
- Friðrik Höskuldsson
- Frjálshyggjufélagið
- Fríða Björk Einarsdóttir
- Georg Birgisson
- Gestur Guðjónsson
- Grétar Pétur Geirsson
- Gunnar Skúli Ármannsson
- Gunnar Þór Ólafsson
- Gunnlaugur Halldór Halldórsson
- Guðjón Heiðar Valgarðsson
- Guðjón Sigþór Jensson
- Guðjón Ó.
- Guðmundur St Ragnarsson
- Guðmundur Zebitz
- Guðni Gíslason
- gudni.is
- Guðrún Hafdís Bjarnadóttir
- Guðrún Jónína Eiríksdóttir
- Guðrún Magnea Helgadóttir
- Guðrún María Óskarsdóttir.
- Guðrún Una Jónsdóttir
- Guðrún Helgadóttir
- Guðrún S Hilmisdóttir
- Guðrún Þóra Hjaltadóttir
- Guðrún Sæmundsdóttir
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Gísli Sigurðsson
- Gísli Bergsveinn Ívarsson
- Haffi
- Hafrún Kristjánsdóttir
- Hafsteinn Viðar Ásgeirsson
- Halla Rut
- Halldór Sigurðsson
- Halldór Örn Egilson
- Hallgrímur Guðmundsson
- Hallur Magnússon
- Haraldur Bjarnason
- Haraldur Davíðsson
- Haraldur Haraldsson
- Heimir Lárusson Fjeldsted
- Heiður Helgadóttir
- Helga Dóra
- Helga Sigrún Harðardóttir
- Helga Þórðardóttir
- Helgi Þór Gunnarsson
- Himmalingur
- Hilmar Sæberg Ásgeirsson
- hilmar jónsson
- Hjálmtýr V Heiðdal
- Hjalti Sigurðarson
- Hjartagullin mín
- Hinrik Þór Svavarsson
- Hörður B Hjartarson
- Hlekkur
- Huld S. Ringsted
- Hólmdís Hjartardóttir
- Hrannar Baldursson
- Hrannar Björn Arnarsson
- hreinsamviska
- Hulda Haraldsdóttir
- Hörður Halldórsson
- Hörður Hilmarsson
- Hvíti Riddarinn
- Ingunn Jóna Gísladóttir
- Ingvar Valgeirsson
- Jakob Kristinsson
- Jakobína Ingunn Ólafsdóttir
- Jens Guð
- Jens Sigurjónsson
- Jóhannes Jónsson
- Jóhanna Fríða Dalkvist
- Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir
- Jóhannes Ragnarsson
- Jóhannes Þór Skúlason
- Jón Baldur Lorange
- Jón Halldór Eiríksson
- Jón Kristófer Arnarson
- Jón Finnbogason
- Jón Ingi Cæsarsson
- Jón Snæbjörnsson
- Jón Ólafur Vilhjálmsson
- Jónína Benediktsdóttir
- Kama Sutra
- Karl Tómasson
- Karl V. Matthíasson
- Katrín
- Kjarri thaiiceland
- Kristín Katla Árnadóttir
- Kolbrún Stefánsdóttir
- Konráð Ragnarsson
- Kristinn Sigurjónsson
- Kristinn Theódórsson
- Kristján Pétursson
- Magnús Helgi Björgvinsson
- Kristín Björg Þorsteinsdóttir
- Lilja Skaftadóttir
- Lovísa
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Linda Linnet Hilmarsdóttir
- Lúðvík Lúðvíksson
- Lýður Árnason
- Maddý
- Magnús Þór Friðriksson
- Margrét Sigurðardóttir
- Marinó Hafnfjörð Þórisson
- Magnús H Traustason
- Marinó Már Marinósson
- Marzellíus Sveinbjörnsson
- Morgunblaðið
- Matthilda M. Eyvindsd Tórshamar
- Nanna Katrín Kristjánsdóttir
- Natan Kolbeinsson
- Níels A. Ársælsson.
- Ólafía Margrét Guðmundsdóttir
- Ólafur Þór Gunnarsson
- Ólafur Tryggvason Þorsteinsson
- Ólafur Ragnarsson
- Ólafur Ingi Hrólfsson
- Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir
- Ólafur Tryggvason
- Ólöf Jóhanna Pálsdóttir
- Ólöf de Bont
- Óskar Helgi Helgason
- Óskar Þ. G. Eiríksson
- Paul Nikolov
- Páll Höskuldsson
- Páll Vilhjálmsson
- Pjetur Stefánsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- percy B. Stefánsson
- Predikarinn - Cacoethes scribendi
- Rafn Gíslason
- Ragnar Borgþórs
- Ragnheiður Ólafsdóttir
- Ragnhildur Jónsdóttir
- Ragnhildur Sverrisdóttir
- Regína R
- Ruth
- Rósa Aðalsteinsdóttir
- Rúna Guðfinnsdóttir
- Rögnvaldur Þór Óskarsson
- Samtök Fullveldissinna
- Salvör Kristjana Gissurardóttir
- Samtök sjálfstæðra í sjávarútvegi
- Sigurður Sigurðsson
- Sesselja Fjóla Þorsteinsdóttir
- Sigurgeir Orri Sigurgeirsson
- Sigríður Hafdís Þórðardóttir
- Sigríður Inga Sigurjónsdóttir
- Sigurður Sigurðsson
- Sigurjón Þórðarson
- Sigurlaug Anna Jóhannsdóttir
- Sigurður Haukur Gíslason
- Sigurður Jón Hreinsson
- Sigurður Jónsson
- Sigurður Þórðarson
- Sigrún Jónsdóttir
- Snorri Bergz
- Sigurjón Sveinsson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Þorsteinn Briem
- Steinþór Ásgeirsson
- Svartagall
- Sæmundur Bjarnason
- Sævar Einarsson
- Sæþór Helgi Jensson
- Sólveig Aradóttir
- TARA ÓLA/GUÐMUNDSD.
- TARA
- Tiger
- Tinna Eik Rakelardóttir
- Tinna Gunnarsdóttir Gígja
- Tómas Ibsen Halldórsson
- Tryggvi Gunnar Hansen
- Valbjörn Júlíus Þorláksson
- Valdimar Leó Friðriksson
- Valan
- Vefritid
- Vestfirðir
- Viggó H. Viggósson
- Vilborg Auðuns
- Þórbergur Torfason
- ÞJÓÐARSÁLIN
- Þórhallur Heimisson
- Þórhallur Pálsson
- Þórarinn Þ Gíslason
- Þórður Björn Sigurðsson
- Þórður Helgi Þórðarson
- Þórir Kjartansson
- Þórólfur S. Finnsson
- Þór Jóhannesson
- Anna Sigríður Guðmundsdóttir
- Jón V. Þorsteinsson
- Sigurður Kári Kristjánsson
Spurt er
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 6
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 5
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Nýjustu færslur
- 24.1.2010 Jakob Kristinsson er látinn.
- 21.1.2010 Spakmæli dagsins
- 21.1.2010 Obama
- 21.1.2010 Icesave
- 21.1.2010 Mótmælendur ákærðir
- 21.1.2010 Norwegian
- 21.1.2010 Kaninn og RÚV
- 21.1.2010 Látinn laus
- 21.1.2010 Kína
- 21.1.2010 Hvað vill félagsmálaráðherra?
32 dagar til jóla
Nýjustu færslurnar
- Ranghugmynd dagsins - 20241122
- Syndafallið í Biblíunni - Aldingarðurinn Eden tilraunastofa, höggormurinn var sennilega sprauta með erfðabreytiefni - eins og Covid sprauturnar.
- Píratar
- Ingu Sælands ríma
- Djúp lægð
- Geti ekki brotið verkfallslög
- Vinstri hreyfingin sjálfstætt kvennaframboð.....
- Við eigum að gera betur.
- Ranghugmynd dagsins - 20241121
- Kvenfrelsunarflog Ríkisútvarpsins
Athugasemdir
Heill og sæll; Jakob minn !
En; vei þér, að svíkja okkur Guðjón Arnar - Grétar Mar, sem öll hin, með þessu háttalagi þínu, í vor; leið.
Fyrirgefningar kraftur okkar; er samt takmarkalaus - snúir þú, af þeim glötunar vegi, sem fylgisspekt þín, við hinn bölvaða S lista, hefir leitt þig, ágæti drengur.
Með; hinum beztu kveðjum - sem ætíð /
Óskar Helgi Helgason
Óskar Helgi Helgason 19.6.2009 kl. 17:45
Ég samhryggist þér innilega Jakob minn batnandi mönnum er best að lifa. Þú ert örugglega ekki sá eini sem sér eftir því að hafa ljáð þessu LANDRÁÐAFÓLKIatkvæði þitt en þú hefur það fram yfir marga aðra að þú viðurkennir mistökin.
Jóhann Elíasson, 19.6.2009 kl. 17:50
Ólafur Helgi, ég veit nú ekki hvort ég sé tilbúinn að ganga aftur til liðs við Frjálslynda Flokkinn, þótt ég muni ALDREI kjósa Samfylkinguna aftur.
Jakob Falur Kristinsson, 19.6.2009 kl. 17:56
Ég verð að viðurkenna eins og þú Jakob, að ég asnaðist til að kjósa Samfylkinguna núna, en það verður ekki gert aftur.
Ég er öryrki eins og þú og sé ekki betur en við eigum að borga sukkið, ( með hvað vorum við að sukka ?? )
Eitthvað annað skildist mér vera framundan fyrir kosningar. Ég skammast mín líka og það mikið.
Marta smarta, 19.6.2009 kl. 18:03
Það var ekki bara fyrir kosningar sem þessu var lofað Marta, allt fram að því að þetta frumvarp varlagt fram fullyrtu bæði Steingrímur J. Sigfússon og Jóhanna Sigurðardóttir að ekki yrði hreyft við kjörum aldraðra og öryrkja. En nú kemur það skýrt fram í þessu frumvarpi að öryrkjar og aldraðir eiga ekki að sleppa. Heldur eigum við að borga allt sukkið eins og aðrir.
Jakob Falur Kristinsson, 19.6.2009 kl. 18:34
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.