Búinn að fá nóg

Nú er ég algerlega búinn að fá nóg af allri þessari skattahækkunum, sem boðaðar eru, hjá öldruðum og öryrkjum.  Það hefur aldrei áður skeð að grunnlífeyrir fólks sé skertur, sama hvaða stjórn hefur setið í landinu.  En nú hefur núverandi ríkisstjórn, sem boðaði að koma hér á velferðarkerfi að norrænni fyrirmynd ákveðið að skerða grunnlífeyririnn.  Ekki er nú hægt að segja að það sé í nokkru samræmi við norrænt velferðakerfi.

Ég horfði í gærkvöld á þá Guðlaug Þór Þórðarson alþm. og Árna Pál Árnason, félagsmálaráðherra, ræða þessi mál.  Helstu rök Árna voru þau að fyrst flest allir yrðu að taka á sig skerðingu þá yrði slíkt hið sama að ganga yfir aldraða og öryrkja.  Þvílík andskotans þvæla hjá ráðherranum, það hefði alveg verið hægt að skerða kjör annarra og láta aldraða og öryrkja í friði.  Það er ekkert lögmál sem segir að ef kjör eins eru skert verði að gera slíkt hið sama hjá öllum.

Ég var fyrr á þessu ári búinn að ákveða að flytja aftur til Bíldudals, en hef undanfarið verið að endurskoða þá ákvörðun mína og ætlaði að semja við Búmenn um þau vanskil sem ég er kominn í vegna minnar íbúðar.  Þegar ég flutti hingað í desember 2005 var mánaðargreiðslan af íbúðinni rúm 50 þúsund á mánuði fyrir utan rafmagn og hita, en er í dag komin upp í rúm 80 þúsund, sem byggist á því að lánið hefur verið að hækka og þar með vextirnir.  Ég fæ engar húsaleigubætur þar sem þetta er kaupleiguíbúð en ég fæ vaxtabætur.  Mínar örorkubætur eftir skatta eru um 85 þúsund og þær duga fyrirmánaðargreiðslunni og rafmagni og hita.  Ég fæ einnig um 70 þúsund á mánuði í örorkubætur frá lífeyrissjóði eftir skatta.  Það eru því einu peningarnir sem ég hef til að lifa af í hverjum mánuði.  Af þeirri upphæð verð ég síðan að greiða síma, sjónvarp, rekstur á bíl og kaupa mat. Einnig hef ég tekið að mér ýmis bókhaldsverkefni hjá fyrirtækjum, sem hafa fært mér auknar tekjur en slíkt er ekki fyrir hendi í dag í öllu því atvinnuleysi sem er hér á Suðurnesjum.

Þar sem nú á að skerða mínar bætur verð ég tilneyddur að nota vaxtabæturnar sem ég fæ í ágúst og ætlaði að nota til að lagfæra stöðu mína hjá Búmönnum, að nota þær til að flytja aftur til Bíldudals, þar sem ég get fengið óbúð á leigu á hóflegu verði.  Væri ekki nær fyrir þessa vitleysinga sem nú eru í ríkisstjórn að bjóða öldruðum og öryrkjum að fá sprautu til að deyja, frekar en að ætla að svelta þennan hóp til bana.

Hvað verður svo næst hjá þessari andskotans ríkisstjórn?

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jakob Falur Kristinsson
Jakob Falur Kristinsson

Ég er fyrrverandi vélstjóri og útgerðarmaður en er nú 75% öryrki eftir slys á sjó 2003. Bjó lengst af á Bíldudal en flutti til Sandgerðis haustið 2005.  En er nú aftur fluttur á Bíldudal.  Að svo miklu leyti sem myndir á síðunni eru eftir Mats Wibe Lund, þá liggur fyrir tímabundið samþykki hans um birtingu hjá mér og þakka ég honum sérstaklega fyrir.  Mats á að sjálfsögðu hönundaréttin að öllum sínum myndum.  Vilja menn sjá fleiri myndir þá vísast á www.mats.is  Ég  var flokksbundinn í Frjálslynda flokknum og hef starfað þar, en sagði mig úr flokknum 24. apríl og gekk í Samfylkinguna.  Föðurætt mín er úr Arnarfirði og móðurættin frá Jökulfjörðum og Hornströndum og í báðum tilfellum, langt aftur í aldir.  Er ég því ekta Vestfirðingur.

Undir fyrirsögninni Færsluflokkar er flokkur sem heitir Vefurinn og ef smellt er á hann opnast síður þar sem ég er að skrifa ýmsar frásagnir.  Einnig er undir liðnum spaugilegt smá grín ofl. 

Ég leyfi öllum að skrifa athugasemdir við mín skrif.   En af gefnu tilefni hef ég ákveðið að þeir sem ekki kunna sér hófs í athugasemdum og nýta þær til persónulegra árása á mig og mína persónu, með allskonar skömmum og svívirðingum, mun ég hér eftir loka á slíka aðila.  Einnig mun ég henda út nafnlausum athugasemdum.  Því ég einn ber ábyrgð á því sem skrifað er á mína síðu.

jakobkr@internet.is     

GSM: 823-2954

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband