Fyrningarleiðin

Mörg sveitarfélög hafa verið að senda frá sér ályktanir gegn fyrirhugaðri fyrningarleið í sjávarútvegi.  Mörg þessara sveitarfélaga eru mjög skuldsett og hafa verið að leita til ríkisins um aðstoð, eins hafa þau flest nýtt sér þá heimild að hafa útsvarsprósentu í hámarki.  Þessi afstaða sveitarfélaganna er nánast óskiljanleg í því ljósi að fyrningarleiðin felur það í sér að innkalla 5% af aflaheimildum árlega og leigja síðan aftur út gegn hóflegu gjaldi.  Það gjald á síðan að renna í svokallaðan Auðlindasjóð og af tekjum þess sjóðs á þriðjungur að renna til sveitarfélaganna.  Ég hefði haldið að sveitarfélögin myndu fagna allri aukningu á sínum tekjum.  En svo virðist ekki vera heldur taka þau undir grátkór LÍÚ um að allt fari til fjandans ef þessi leið verður farin.  Fyrir stuttu síðan svaraði Jón Bjarnason sjávarútvegsráðherra skriflegri fyrirspurn frá Einari K. Guðfinnssyni um að milli 80-90% af veiðiheimildunum væru á landsbyggðinni.  Við það tækifæri sagði Einar Kristinn að þetta staðfesti sem hann hefði alltaf vitað.  Til hvers var Einar K. Guðfinnsson fv. sjávarútvegsráðherra að eyða tíma Alþingis í að spyrja um atriði sem hann vissi fyrir.

Þótt 80-90% af öllum aflaheimildunum séu á landsbyggðinni er ekki þar með sagt að þau skiptis jafnt á allar byggðir.  Miklar aflaheimildir eru við Eyjafjörð, á Snæfellsnesi, á nokkrum stöðum á Austfjörðum, í Vestmannaeyjum, í Þorlákshöfn, á Akranesi.  En víða á landsbyggðinni eru lítil sjávarþorp með nánast engar aflaheimildir.  Öll sjávarþorp á landsbyggðinni byggðust upp á sínum tíma vegna þess að þar var hagkvæmt að stunda sjósókn og vinnslu aflans.  Nú hefur þetta verið tekið af mörgum byggðalögum og þar eru fólki allar bjargir bannaðar.  Þetta vandamál er hinni svokölluðu fyrningarleið ætlað að leysa.  En um leið og eigandi allra aflaheimilda ætlar að breyta hvernig þær eru nýttar verður allt vitlaust og útgerðarmenn segja að þetta sé þeirra eign.  Mér þætti fróðlegt að vita hvernig LÍÚ ætlar að sanna eignarrétt útgerðanna á fiskveiðiauðlindinni.

Hvenær hefur ríkið afsalað sér sínum eignarétti?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jakob Falur Kristinsson
Jakob Falur Kristinsson

Ég er fyrrverandi vélstjóri og útgerðarmaður en er nú 75% öryrki eftir slys á sjó 2003. Bjó lengst af á Bíldudal en flutti til Sandgerðis haustið 2005.  En er nú aftur fluttur á Bíldudal.  Að svo miklu leyti sem myndir á síðunni eru eftir Mats Wibe Lund, þá liggur fyrir tímabundið samþykki hans um birtingu hjá mér og þakka ég honum sérstaklega fyrir.  Mats á að sjálfsögðu hönundaréttin að öllum sínum myndum.  Vilja menn sjá fleiri myndir þá vísast á www.mats.is  Ég  var flokksbundinn í Frjálslynda flokknum og hef starfað þar, en sagði mig úr flokknum 24. apríl og gekk í Samfylkinguna.  Föðurætt mín er úr Arnarfirði og móðurættin frá Jökulfjörðum og Hornströndum og í báðum tilfellum, langt aftur í aldir.  Er ég því ekta Vestfirðingur.

Undir fyrirsögninni Færsluflokkar er flokkur sem heitir Vefurinn og ef smellt er á hann opnast síður þar sem ég er að skrifa ýmsar frásagnir.  Einnig er undir liðnum spaugilegt smá grín ofl. 

Ég leyfi öllum að skrifa athugasemdir við mín skrif.   En af gefnu tilefni hef ég ákveðið að þeir sem ekki kunna sér hófs í athugasemdum og nýta þær til persónulegra árása á mig og mína persónu, með allskonar skömmum og svívirðingum, mun ég hér eftir loka á slíka aðila.  Einnig mun ég henda út nafnlausum athugasemdum.  Því ég einn ber ábyrgð á því sem skrifað er á mína síðu.

jakobkr@internet.is     

GSM: 823-2954

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband