Atvinnuleysi

Það er áætlað að 22% erlendra ríkisborgara á íslenskum atvinnumarkaði séu án atvinnu og þiggi atvinnuleysisbætur.  Dæmi munu vera um að erlent fólk sem var flutt burt af landinu, hafi komið hingað aftur.  Þar sem atvinnuleysisbætur hér á landi eru hærri en þau laun sem hægt var að fá í heimalandinu.

Hvers vegna er verið að hleypa erlendu fólki inn í landið bara til þessa að þiggja atvinnuleysisbætur?  Er Atvinnuleysistryggingasjóður ekki við það að tæmast og er það ekki nægjanlegt að greiða íslenskum ríkisborgurum atvinnuleysisbætur.  Ég hefði haldið að nægt atvinnuleysi væri á Íslandi nú þegar og óþarfi að flytja fólk inn til að auka atvinnuleysið.


mbl.is Mikið atvinnuleysi meðal erlendra ríkisborgara
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Björn Birgisson

Sammála

Björn Birgisson, 24.6.2009 kl. 11:42

2 identicon

þetta er bull og kjaftæði hjá þér

Friddi 24.6.2009 kl. 11:44

3 Smámynd: Hilmar Heiðar Eiríksson

Alltaf jafn málenfalegur hann Björn Birgisson ekki satt.!!!

Hilmar Heiðar Eiríksson, 24.6.2009 kl. 11:56

4 identicon

Ég er mjög sammála þér.

 Ennfremur væri rétt að setja grunnkunnáttu í Íslensku sem forsemdu fyrir atvinnuleysisbótum.

Hafi einstaklingur ekki kunnuáttu á Íslensku væri hægt að gefa t.d. 3 mán undanþágu gegn því að viðkomandi sæki námskeið í Íslensku.

Atvinnuleysisbætur eru ekki frí á launum. Það er allt í lagi að fólk þurfi að vinna fyrir þeim.

Pétur 24.6.2009 kl. 11:59

5 identicon

Sorry en þetta eru annaðhvort fordómar eða skilningsleysi í þér. Þér fannst væntanlega ekkert að því að taka skatt af laununum þeirra. Þegar að fólk borgar til samfélagsins þá á það rétt á réttindum sem því fylgja. Það er ekkert annað sem kemur þarna inn í. Það sem þú ert að lýsa er hægt að lýsa með einu orði og það er "þjófnaður". Og ég vil ekki lifa í landi sem bara stelur pening frá fólki.

Jón Grétar Borgþórsson 24.6.2009 kl. 12:13

6 identicon

Pétur: Það er búið að vinna fyrir þeim. við tókum himinháar prósentur af launum þeirra, tókum virðisaukaskatt af matnum þeirra og fötum, tókum gjöld af bílunum þeirra. Þetta er fólk sem er búið að vinna sér inn rétt og það er bara einfaldlega komið að skuldadögum.

Jón Grétar 24.6.2009 kl. 12:22

7 Smámynd: Jón Bragi Sigurðsson

Það er varla að maður nenni að kommenta á svona afdala-nesjamennskuþvælu og fordóma.

Er sammála síðustu ræðumönnum.

Jón Bragi Sigurðsson, 24.6.2009 kl. 16:15

8 Smámynd: Jakob Falur Kristinsson

Óskar, mér dytti aldrei í hug að flytja til annars lands án þess að vera búinn að tryggja mér örugga vinnu áður.  Ég kannaði það í fyrra haust með flutning til Danmerkur, en þar sem ég er öryrki yrði ég að sætta mig við að fá mínar örorkubætur frá Íslandi.  Ég gæti ekki fengið þær í Danmörku vegna þess að ég yrði áfram íslenskur ríkisborgari.  Ég tek það ekkert nærri mér að vera kallaður aumingi fyrir mín skrif.  Þetta er mín skoðun og við hana stend ég.  Þú fullyrðir að þessu fólki hafi verið þrælað út í störfum, sem íslendingar vildu ekki vinna og hafa þess vegna unnið sér inn rétt til atvinnuleysisbóta.  En staðreyndin er hinsvegar sú að fjöldi erlendra verkafólks sem hingað hefur komið til að vinna, hefur ALDREI greitt krónu í skatta á íslandi.  Mikið af þessu fólki var ráðið í gegnum starfsmannaleigur, sem skiluðu aldrei þeim gjöldum sem voru tekin af fólkinu.  Ég veit t.d. að hér á Suðurnesjum er fjöldi erlendra starfsmanna, sem aldrei hefur fengið atvinnuleyfi og greiðir þar af leiðandi enga skatta eða önnur gjöld.  Þetta fólk er að vinna svarta vinnu og samkvæmt þjóðskrá er það ekki til.

Íslenskt velferðakerfi á að vera fyrir Íslendinga og enga aðra.

Jakob Falur Kristinsson, 25.6.2009 kl. 11:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jakob Falur Kristinsson
Jakob Falur Kristinsson

Ég er fyrrverandi vélstjóri og útgerðarmaður en er nú 75% öryrki eftir slys á sjó 2003. Bjó lengst af á Bíldudal en flutti til Sandgerðis haustið 2005.  En er nú aftur fluttur á Bíldudal.  Að svo miklu leyti sem myndir á síðunni eru eftir Mats Wibe Lund, þá liggur fyrir tímabundið samþykki hans um birtingu hjá mér og þakka ég honum sérstaklega fyrir.  Mats á að sjálfsögðu hönundaréttin að öllum sínum myndum.  Vilja menn sjá fleiri myndir þá vísast á www.mats.is  Ég  var flokksbundinn í Frjálslynda flokknum og hef starfað þar, en sagði mig úr flokknum 24. apríl og gekk í Samfylkinguna.  Föðurætt mín er úr Arnarfirði og móðurættin frá Jökulfjörðum og Hornströndum og í báðum tilfellum, langt aftur í aldir.  Er ég því ekta Vestfirðingur.

Undir fyrirsögninni Færsluflokkar er flokkur sem heitir Vefurinn og ef smellt er á hann opnast síður þar sem ég er að skrifa ýmsar frásagnir.  Einnig er undir liðnum spaugilegt smá grín ofl. 

Ég leyfi öllum að skrifa athugasemdir við mín skrif.   En af gefnu tilefni hef ég ákveðið að þeir sem ekki kunna sér hófs í athugasemdum og nýta þær til persónulegra árása á mig og mína persónu, með allskonar skömmum og svívirðingum, mun ég hér eftir loka á slíka aðila.  Einnig mun ég henda út nafnlausum athugasemdum.  Því ég einn ber ábyrgð á því sem skrifað er á mína síðu.

jakobkr@internet.is     

GSM: 823-2954

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband