RÚV ohf.

Nú auglýsir RÚV mikið þessa daganna að það þjóni eingöngu sínum eigendum sem eru sagðir vera 319.246 þúsund einstaklingar.  Er þetta liður í að fá fólk til að skilja hinn nýja nefskatt til RÚV ohf. sem er kr. 17.200,- á ári á hvern einstakling sem greiðir opinber gjöld.  En inn í þessari tölu eru líka öll börn og gamalmenni sem ekki greiða þetta gjald.  Þannig að hluthafarnir í þessu nýja félagi eru mun færri, því þessi tala er heildarfjöldi íslensku þjóðarinnar 1. desember sl.  Það er alltaf ánægjulegt þegar maður fær að vita að ég sé orðin hluthafi í RÚV ohf. og í framhaldi af því hlýt ég að fá sent hlutabréf og fá rétt til að sitja aðalfundi þessa félags og taka þátt í að ákveða launakjör hjá þessu nýja félagi mínu.  En það er eitt af verkum aðalfundar að ákveða greiðslur til æðstu stjórnenda hvers félags, en nú er sagt að fjármálaráðherra muni fara með umboð allra hluthafa á aðalfundum RÚV ohf.  Hver hefur veitt honum slíkt umboð? Ekki hef ég veitt honum umboð til að fara með mitt atkvæði á slíkum fundum og sennilega engir af þessum eigendahópi.  En það er eitt atriði mjög skrýtið við þetta félag en gert er ráð fyrir að að það eigi að greiða fyrir hlutaféð á hverju ári þar til viðkomandi er orðin ellilífeyrisþegi og þeir sem eru að byrja í dag að greiða þetta gjald í fyrsta sinn verða búnir að greiða talsverða upphæð á 50-60 árum eða hátt í eina milljón.  Til hvers er RÚV að setja svona leikrit á svið því ekki get ég selt mín hlutabréf.  Eins er skrýtið að ellilífeyrisþegar þurfa ekki að taka þátt í þessu félagi en öryrkjar verða að gera það.  Yfirleitt hafa þessir tveir hópar fylgst að í kjörum en ekki núna jafnvel þótt öryrki sé kannski bæði blindur og heyrnarlaus þá verður hann að greiða þennan nefskatt.  Þetta leikrit hjá RÚV er kannski það eina sem það ætlar að gera í innlendri dagskrárgerð.  Hinar tvær stöðvarnar bæði Stöð2 og Skjár einn eru miklu virkari í innlendri dagskrárgerð en RÚV ohf.  Að vísu þarf að greiða fyrir áskrift að Stöð2 en hin stöðin er alveg frí.  Það er mér með öllu óskiljanlegt að útvarpsstjóri skuli hafa í laun 1,5 milljón á mánuði og hafa til umráða 10 milljón króna jeppa sem RÚV greiðir allan rekstur af.  Útvarpsstjóri er með meira en tvöfld laun yfirmanns síns, sem er menntamálaráðherra og til hvers þarf hann að hafa 10milljóna króna jeppa til afnota, sem einungis er notaður í þágu RÚV ohf. þegar hann ekur til vinnu og heim aftur öll önnur notkun er hans einkanotkun.

Hvað voru menn að hugsa þegar þetta fyrirbæri RÚV ohf. var stofnað?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jakob Falur Kristinsson
Jakob Falur Kristinsson

Ég er fyrrverandi vélstjóri og útgerðarmaður en er nú 75% öryrki eftir slys á sjó 2003. Bjó lengst af á Bíldudal en flutti til Sandgerðis haustið 2005.  En er nú aftur fluttur á Bíldudal.  Að svo miklu leyti sem myndir á síðunni eru eftir Mats Wibe Lund, þá liggur fyrir tímabundið samþykki hans um birtingu hjá mér og þakka ég honum sérstaklega fyrir.  Mats á að sjálfsögðu hönundaréttin að öllum sínum myndum.  Vilja menn sjá fleiri myndir þá vísast á www.mats.is  Ég  var flokksbundinn í Frjálslynda flokknum og hef starfað þar, en sagði mig úr flokknum 24. apríl og gekk í Samfylkinguna.  Föðurætt mín er úr Arnarfirði og móðurættin frá Jökulfjörðum og Hornströndum og í báðum tilfellum, langt aftur í aldir.  Er ég því ekta Vestfirðingur.

Undir fyrirsögninni Færsluflokkar er flokkur sem heitir Vefurinn og ef smellt er á hann opnast síður þar sem ég er að skrifa ýmsar frásagnir.  Einnig er undir liðnum spaugilegt smá grín ofl. 

Ég leyfi öllum að skrifa athugasemdir við mín skrif.   En af gefnu tilefni hef ég ákveðið að þeir sem ekki kunna sér hófs í athugasemdum og nýta þær til persónulegra árása á mig og mína persónu, með allskonar skömmum og svívirðingum, mun ég hér eftir loka á slíka aðila.  Einnig mun ég henda út nafnlausum athugasemdum.  Því ég einn ber ábyrgð á því sem skrifað er á mína síðu.

jakobkr@internet.is     

GSM: 823-2954

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband