Icesave

Nú er því miður komið í ljós að þessi rugl-samningur um Icesave var ALDREI samþykktur í ríkisstjórn áður en hann var undirritaður.  Öll sú vinna sem fjárlaganefnd hefur verið að vinna um fyrirvara í samninginn undanfarna 3 mánuð, var tilgangslaus.  Því bæði Jóhanna Sigurðardóttir og Steingrímur J. Sigfússon, vissu að bæði Bretar og Hollendingar myndu aldrei samþykkja þessa fyrirvara  Þótt Alþingi samþykkti ríkisábyrgð á lánum sem þessu tengjast með skýrum fyrirvörum  eru þeir haldlitlir ef þeim verður hafnað og þá sitjum við uppi með hinn upprunalega samning óbreyttan þar sem búið er að undirrita hann af hálfu ríkisstjórnar Íslands og Ísland fer niður á lægsta plan meðal þjóða heims, hvað efnahag varðar og lífskjör okkar skerðast mikið.  Allt okkar velferðarkerfi myndi hrynja eins og spilaborg.  Þess vegna má Alþingi ekki samþykkja þessa ríkisábyrgð fyrr en tryggt er að bæði Bretar og Hollendingar samþykkja fyrirvarana.

Hins vegar er það mín skoðun að við eigum ekkert að greiða þessum ríkjum og getum auðveldlega komist upp með það.  Það er ekki nóg að þessar tvær þjóðir reyni að kúga okkur heldur hafa þær fengið í lið með sér Alþjóða Gjaldeyrissjóðin og Norðurlöndin, sem sumir vilja kalla frændþjóðir okkar og vini.  Við eigum aldrei að láta kúga okkur svona heldur grípa til rótækra aðgerða.  Ísland ber enga ábyrgð á meingölluðu regluverki ESB varðandi frjálst flæði fjármagns milli landa og við gátum á engan hátt komið í veg fyrir að bankarnir urðu svona stórir, því það hefði verið brot á EES-samningnum.  Samkvæmt þeim samningi var það hlutverk Fjármálaeftirlitsins í viðkomandi ríki og þar brugðust bæði Bretar og Hollendingar. Það sem nú á að gera er eftirfarandi:

1.   Tilkynna bæði Bretum og Hollendingum  að við ráðum ekkert við þessar greiðslur og það sé okkar mat að við eigum ekki að greiða þeim eitt eða neitt.  Þeir geti hirt allan Landsbankann í sínum löndum og jafnvel fengið bankastjórana fyrrverandi með í bónus.  Það var þeirra eigin ákvörðun að greiða innistæður á þessum reikningum út til eigenda sinna og kemur okkur ekkert við.

2.   Krefjast skaðabóta af Bretum vegna setningu hryðjuverkalaganna á okkur, sem varð til þess að allt bankakerfið á Íslandi hrundi og setti hér allt á hliðina.  Þær bætur verður að reikna út í hæstu hæðum og verða örugglega margföld Icesave-reikningurinn.

3.   Slíta samstarfi við Alþjóða Gjaldeyrissjóðinn þar sem hann er í raun að vinna gegn okkur en ekki með og skila þessari einu greiðslu sem sjóðurinn hefur greitt til okkar og liggur óhreyfð í Seðlabankanum.

4.   Slíta stjórnmálasamstarfi við Breta og Hollendinga og vísa starfsmönnum sendiráða þeirra úr landi.

5.   Hóta að segja okkur úr NATO

6.   Taka upp viðræður við Rússa um lán til að tryggja okkar gjaldeyrisforða.

7.   Láta leka í erlend stórblöð að við værum að hugsa um að leyfa Rússum að fá hernaðaraðstöðu á Miðnesheiði.  Þá færi allt NATO-liðið að skjálfa og Bandaríkin myndu örugglega blanda sér í málið og nú vildu þessar þjóðir allt fyrir okkur gera.  Í stað lána yrði okkur boðnir styrkir í stórum stíl til að koma efnahagslífinu hér á landi í lag, gen því að við semdum ekki við Rússa.  Þannig ynnum við þetta stríð á svipaðan hátt og við unnum öll þorskastríðin við Breta á sínum tíma.

Við eigum aldrei að samþykkja að verða nýlenda Breta og Hollendinga, eins og allt stefnir nú í.

Ísland yrði á ný virt í samfélagi þjóðanna

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jakob Falur Kristinsson
Jakob Falur Kristinsson

Ég er fyrrverandi vélstjóri og útgerðarmaður en er nú 75% öryrki eftir slys á sjó 2003. Bjó lengst af á Bíldudal en flutti til Sandgerðis haustið 2005.  En er nú aftur fluttur á Bíldudal.  Að svo miklu leyti sem myndir á síðunni eru eftir Mats Wibe Lund, þá liggur fyrir tímabundið samþykki hans um birtingu hjá mér og þakka ég honum sérstaklega fyrir.  Mats á að sjálfsögðu hönundaréttin að öllum sínum myndum.  Vilja menn sjá fleiri myndir þá vísast á www.mats.is  Ég  var flokksbundinn í Frjálslynda flokknum og hef starfað þar, en sagði mig úr flokknum 24. apríl og gekk í Samfylkinguna.  Föðurætt mín er úr Arnarfirði og móðurættin frá Jökulfjörðum og Hornströndum og í báðum tilfellum, langt aftur í aldir.  Er ég því ekta Vestfirðingur.

Undir fyrirsögninni Færsluflokkar er flokkur sem heitir Vefurinn og ef smellt er á hann opnast síður þar sem ég er að skrifa ýmsar frásagnir.  Einnig er undir liðnum spaugilegt smá grín ofl. 

Ég leyfi öllum að skrifa athugasemdir við mín skrif.   En af gefnu tilefni hef ég ákveðið að þeir sem ekki kunna sér hófs í athugasemdum og nýta þær til persónulegra árása á mig og mína persónu, með allskonar skömmum og svívirðingum, mun ég hér eftir loka á slíka aðila.  Einnig mun ég henda út nafnlausum athugasemdum.  Því ég einn ber ábyrgð á því sem skrifað er á mína síðu.

jakobkr@internet.is     

GSM: 823-2954

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband