Frysting eigna

Skilanefnd Kaupþings hefur látið frysta jafnvirði 50 milljarða króna í félögum, sem tengjast kaupsýslumanninum Robert Tchenguiz á eyjunni Tortola. Þetta kom fram í fréttum Sjónvarpsins.

Af hverju er þessi eini maður tekin fyrir og eignir frystar?  Hvað með alla hina bankaræningjanna?


mbl.is 50 milljarðar frystir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhann Elíasson

Ætli hann hafi nokkuð svona "gott tengslanet" á Íslandi og hinir bankaræningjarnir?

Jóhann Elíasson, 23.8.2009 kl. 17:14

2 Smámynd: Jón Sveinsson

 SÆLL JAKOP FALUR

Einhverstaðar verður að byrja en þetta er bara sýndarmennska hjá þessari ríkisstjórn hún bíður eftir því að hinir geti öruglega falið sitt fé,

það er ekki stefna þessarar ríkisstjórnar að upplýsa spillinguna heldur að fela hana annars hefði hún sett skír lög um það.

það væri búið að henda samningnum við Breta og hollendinga og allir útrásarvíkingar bak við lás og slá væri stjórnin hliðholl þjóð sinni´, þau hunsa öll rök um lög sem eru gegn samningnum.

Jón Sveinsson, 23.8.2009 kl. 17:23

3 Smámynd: Jakob Falur Kristinsson

Það er einmitt það.

Jakob Falur Kristinsson, 23.8.2009 kl. 17:37

4 identicon

Jón lestu fréttina aftur,,,,það var skilanefnd kaupþings sem lét frysta ekki ríkistjórnin,,,,,,,,,,,,,,,,,

Enda held ég að jóhanna og steini hyn marg umræddu hafi ekki þekkingu né tíma í það,,,,,,,,,

Jóhann menn eins og þú glymja eins og tómar tunnur,,,,,,,,

Ég á páfagauk sem er eins,endurtekur alltaf það sama og meinar ekkert með því ,,,,,,,,,hann verður í framboði næst hann fær kanski þitt atkvæði.

Sigurður Helgason 23.8.2009 kl. 19:39

5 Smámynd: Jakob Falur Kristinsson

Sigurður, ég skal veita páfagauknum mitt atkvæði ef hann fer í framboð, því ef hann endurtekur alltaf sömu rulluna og meinar ekkert með því, þá er hann eins og þeir þingmenn sem eru mest í ræðustól Alþingis þessa daganna.

Jakob Falur Kristinsson, 24.8.2009 kl. 01:29

6 identicon

þar er ég sammála þér........

þjóðin á vonarvöl og menn geta haldið áfram að rífast um allt og ekki neitt.

Flokkur þetta og flokkur hitt eins og þessir flokkar megi ekki missa sig.

það er fólkið í landinu sem skiftir máli en ekki flokkar og við eigum að standa saman allir sem einn, en ég er hræddur um að við getum það ekki.

páfagaukurinn er kominn með síðu á feisinu :)

skoðaðu hann og athugaðu hvort þér lítist ekki vel á þingmannin...

sammi á þing er linkurinn   

SH 24.8.2009 kl. 04:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jakob Falur Kristinsson
Jakob Falur Kristinsson

Ég er fyrrverandi vélstjóri og útgerðarmaður en er nú 75% öryrki eftir slys á sjó 2003. Bjó lengst af á Bíldudal en flutti til Sandgerðis haustið 2005.  En er nú aftur fluttur á Bíldudal.  Að svo miklu leyti sem myndir á síðunni eru eftir Mats Wibe Lund, þá liggur fyrir tímabundið samþykki hans um birtingu hjá mér og þakka ég honum sérstaklega fyrir.  Mats á að sjálfsögðu hönundaréttin að öllum sínum myndum.  Vilja menn sjá fleiri myndir þá vísast á www.mats.is  Ég  var flokksbundinn í Frjálslynda flokknum og hef starfað þar, en sagði mig úr flokknum 24. apríl og gekk í Samfylkinguna.  Föðurætt mín er úr Arnarfirði og móðurættin frá Jökulfjörðum og Hornströndum og í báðum tilfellum, langt aftur í aldir.  Er ég því ekta Vestfirðingur.

Undir fyrirsögninni Færsluflokkar er flokkur sem heitir Vefurinn og ef smellt er á hann opnast síður þar sem ég er að skrifa ýmsar frásagnir.  Einnig er undir liðnum spaugilegt smá grín ofl. 

Ég leyfi öllum að skrifa athugasemdir við mín skrif.   En af gefnu tilefni hef ég ákveðið að þeir sem ekki kunna sér hófs í athugasemdum og nýta þær til persónulegra árása á mig og mína persónu, með allskonar skömmum og svívirðingum, mun ég hér eftir loka á slíka aðila.  Einnig mun ég henda út nafnlausum athugasemdum.  Því ég einn ber ábyrgð á því sem skrifað er á mína síðu.

jakobkr@internet.is     

GSM: 823-2954

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband