Ríkjabandalag

1.239 einstaklingar hafa nú skráð sig á lista þeirra sem eru fylgjandi því að Ísland og Noregur stofni til ríkjabandalags. Söfnun undirskrifta til stuðning málstaðnum var kynnt í Ríkisútvarpinu þann 19. ágúst.

Þessu er ég hlynntur, því þessar þjóðir eiga svo margt sameiginlegt.  Það eina sem er ólíkt er það að Ísland er á hausnum en Noregur moldríkt land.


mbl.is Þverrandi áhugi á ríkjabandalagi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhann Elíasson

Ef þú hefðir einhvern tíma verið búsettur í Noregi er ég ekki viss um að þú værir þessu hlynntur Jakob.

Jóhann Elíasson, 24.8.2009 kl. 11:53

2 identicon

Af hverju Jóhann?

Ég bý í Noregi og hef búið í nokkur ár þ.e.s.a. löngu fyrir hrun og ég er mjög hlynntur þessu. 

Júlíus 24.8.2009 kl. 12:01

3 Smámynd: Rafn Gíslason

Jóhann hvað er svona slæmt við Noreg og Norðmen? Sjálfur bjó ég í Svíþjóð í ein átta ár og var tíður gestur í Noregi, einnig starfaði ég um tíma í Noregi og verð að segja að það er margt líkt með Norðmönnum og okkur Íslendingum. Ég á einnig vini sem hafa verið búsettir í Noregi um langt skeið og hafa ekkert nema gott af dvöl sinni að segja. Þannig að mér er spurn hvað er svona slæmt við Noreg?

Rafn Gíslason, 24.8.2009 kl. 12:05

4 identicon

Er ekki í lagi með fólk! Halda menn að alvöru þjóðir vilji e h vita af þessu geðveika villimanna landi hér! Enn það má auðvitað prufa að tala við Mugabe í Zimbabe,það er svona svipað land og þetta land,td varðandi spillingu og lífsgæði!

óli 24.8.2009 kl. 12:07

5 Smámynd: Rafn Gíslason

Óli viltu þá ekki hella þér þangað, þér ætti að vera umhverfið kunnuglegt ef afstaða þín til þjóðarinnar er með þessum hætti, ég mun ekki sakna þín svo mikið er víst.

Rafn Gíslason, 24.8.2009 kl. 12:16

6 Smámynd: Jakob Falur Kristinsson

Ég hef aldrei búið í Noregi, en ferðast þar talsvert um og finnst bæði land og þjóð vera til fyrirmyndar.

Ég hef aldrei heyrt það fyrr að spilling og lífsgæði væru eins á Íslandi og í Zimbabe.  Það kom víst fram í einhverri könnun um hagvöxt og þjóðarframleiðslu að ef við tækjum á okkur þær drápsklyfjar sem koma fram í Icesave-samningnum, þá værum við við hliðina á Zimbabe.  En allir með fullu viti og búa hér núna vita auðvitað að við erum ekkert í svipuðum málum og Zimbabe. Að halda slíku fram er bara bull og vitleysa.

Jakob Falur Kristinsson, 24.8.2009 kl. 14:22

7 identicon

Rafn. Ég mun að minstakosti ekki verða hér áfram. Það er búið að ganga þannig frá málum hér að það er ekki búandi hér lengur. Það vaða hér uppi glæpamenn sem eru búnir að setja þessa þjóð á hausinn. Og það að þetta gætu 20 til 30 karlar gert er bara vegna þess að þetta er spilt land þar sem ekkert eftirlit er með einu eða neinu!

Að halda það að e h vejuleg ríki vilji eiga við okkur samskipti! Er ekki í lagi með fólk! þessir bankar okkar STÁLU af Evrópubúum miljörðum og svo er verið að biðja um bandalag við þessar þjóðir!

óli 24.8.2009 kl. 14:27

8 Smámynd: Jakob Falur Kristinsson

Ég hef ekki neinar áhyggjur þótt þú yfirgefir Ísland, það er háttur hugleysingja að flýja af hólmi þegar eitthvað bjátar á.  En passaðu þig bara á því að fara ekki til Zimbabe.  Þar yrðir þú drepinn á fyrsta sólahring.

Jakob Falur Kristinsson, 24.8.2009 kl. 14:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jakob Falur Kristinsson
Jakob Falur Kristinsson

Ég er fyrrverandi vélstjóri og útgerðarmaður en er nú 75% öryrki eftir slys á sjó 2003. Bjó lengst af á Bíldudal en flutti til Sandgerðis haustið 2005.  En er nú aftur fluttur á Bíldudal.  Að svo miklu leyti sem myndir á síðunni eru eftir Mats Wibe Lund, þá liggur fyrir tímabundið samþykki hans um birtingu hjá mér og þakka ég honum sérstaklega fyrir.  Mats á að sjálfsögðu hönundaréttin að öllum sínum myndum.  Vilja menn sjá fleiri myndir þá vísast á www.mats.is  Ég  var flokksbundinn í Frjálslynda flokknum og hef starfað þar, en sagði mig úr flokknum 24. apríl og gekk í Samfylkinguna.  Föðurætt mín er úr Arnarfirði og móðurættin frá Jökulfjörðum og Hornströndum og í báðum tilfellum, langt aftur í aldir.  Er ég því ekta Vestfirðingur.

Undir fyrirsögninni Færsluflokkar er flokkur sem heitir Vefurinn og ef smellt er á hann opnast síður þar sem ég er að skrifa ýmsar frásagnir.  Einnig er undir liðnum spaugilegt smá grín ofl. 

Ég leyfi öllum að skrifa athugasemdir við mín skrif.   En af gefnu tilefni hef ég ákveðið að þeir sem ekki kunna sér hófs í athugasemdum og nýta þær til persónulegra árása á mig og mína persónu, með allskonar skömmum og svívirðingum, mun ég hér eftir loka á slíka aðila.  Einnig mun ég henda út nafnlausum athugasemdum.  Því ég einn ber ábyrgð á því sem skrifað er á mína síðu.

jakobkr@internet.is     

GSM: 823-2954

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband