Skólaganga barna

Það hefur verið ömurlegt að fylgjast með fréttum af því að margir foreldrar hafi ekki efni á að senda börnin sín í skóla vegna fjárhagserfiðleika.  Þótt allir tali um að börnin þurfi ekki að eltast alltaf við það nýjasta þegar kemur að skólavörum.  Þá er það nú einu sinni staðreynd að barn sem sker sig úr stórum hópi verður fyrir einelti og flosnar upp úr skólagöngu.  Hvað skyldnámið varðar þá er ríkisvaldið skyldugt til að sjá til þess að allir sitji við sama borð varðandi námið.  Hinsvegar er það erfiðara þegar komið er í framhaldsskóla eins og fréttin um móður tilkynnti son sinn veikan á fyrsta degi þegar hann átti að hefja menntaskólanám, vegna þess að móðirin hafði ekki efni á að kaupa allar skólabækurnar, sem þurfti.  Margar fjölskyldur hafa leitað til Hjálparstofnunar kirkjunnar um aðstoð og einnig til Fjölskylduhjálpar Íslands.  Báðar þessar stofnanir gera sitt besta en þær geta ekki sinnt öllum beiðnum.

Þess vegna var ánægjulegt að sjá frétt í blöðunum í dag að nokkrir aðilar hafa haft samband við Ásgerði Jónu Flosadóttur, sem veitir Fjölskylduhjálp Íslands forstöðu.  Þessir aðilar vildu koma því á framfæri að þeir ætluðu að styrkja nemendur til náms, sem væru í vanda vegna fjárskorts og vildu fá uppgefna bankareikninga til að greiða inn á.  Eins munu fyrrverandi nemendur MR búnir að stofa sjóð við þann skóla til að aðstoða fátæka nemendur við bókakaup og vonandi fylgja fleiri í kjölfarið í öðrum framhaldsskólum.

Ég sem er 75% öryrki og tekjur eftir því, er að styrkja ungan dreng til náms á Indlandi og greiði ég kr:3.990,- á mánuði og það dugar fyrir skólagöngu hans.  Hann sendir mér oft bréf, þar sem hann er að lýsa því hvað þetta hafi gerbreytt hans möguleikum í lífinu og þakkar mikið fyrir.

Fyrst ég get klárað þetta þá er ég viss um að fjöldi Íslendinga geta hjálpað íslenskum börnum til skólagöngu.  Það þarf ekki mjög stóran hóp sem greiddi mánaðarlega kr: 4.000,- til Fjölskylduhjálpar Íslands og myndaði sjóð til að nota til að styrkja þá nemendur sem eru í erfiðleikum vegna fjárskorts að stunda framhaldsskólanám.

Það er oft talað um að ein af okkar auðlindum sé velmenntað fólk á flestum sviðum og þótt nú sé kreppa og erfitt hjá mörgum, má ALDREI það ske að ungt fólk hrökklist frá námi vegna fjárskorts.

Stöndum vörð um menntun íslenskra barna og unglinga.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jakob Falur Kristinsson
Jakob Falur Kristinsson

Ég er fyrrverandi vélstjóri og útgerðarmaður en er nú 75% öryrki eftir slys á sjó 2003. Bjó lengst af á Bíldudal en flutti til Sandgerðis haustið 2005.  En er nú aftur fluttur á Bíldudal.  Að svo miklu leyti sem myndir á síðunni eru eftir Mats Wibe Lund, þá liggur fyrir tímabundið samþykki hans um birtingu hjá mér og þakka ég honum sérstaklega fyrir.  Mats á að sjálfsögðu hönundaréttin að öllum sínum myndum.  Vilja menn sjá fleiri myndir þá vísast á www.mats.is  Ég  var flokksbundinn í Frjálslynda flokknum og hef starfað þar, en sagði mig úr flokknum 24. apríl og gekk í Samfylkinguna.  Föðurætt mín er úr Arnarfirði og móðurættin frá Jökulfjörðum og Hornströndum og í báðum tilfellum, langt aftur í aldir.  Er ég því ekta Vestfirðingur.

Undir fyrirsögninni Færsluflokkar er flokkur sem heitir Vefurinn og ef smellt er á hann opnast síður þar sem ég er að skrifa ýmsar frásagnir.  Einnig er undir liðnum spaugilegt smá grín ofl. 

Ég leyfi öllum að skrifa athugasemdir við mín skrif.   En af gefnu tilefni hef ég ákveðið að þeir sem ekki kunna sér hófs í athugasemdum og nýta þær til persónulegra árása á mig og mína persónu, með allskonar skömmum og svívirðingum, mun ég hér eftir loka á slíka aðila.  Einnig mun ég henda út nafnlausum athugasemdum.  Því ég einn ber ábyrgð á því sem skrifað er á mína síðu.

jakobkr@internet.is     

GSM: 823-2954

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband