Deilur

Farið var yfir sex hektara af byggi með jarðtætara og er kornið gjöreyðilagt. Kornakurinn stendur nálægt Háfi í Þykkvabæ en deilur standa yfir milli eiganda jarðarinnar og annarra bænda á svæðinu um eignarhald yfir skikanum. Málið hefur verið kært til lögreglu.

Er þetta nú ekki full langt gengi í deilum yfir smá jarðarskika í Þykkvabænum.  Það hlýtur að vera auðvelt að fá úr því skorið hver eru hin réttu landamæri jarðarinnar Háfs.  En þetta mál enda sjálfsagt fyrir dómstólum.  Því engar deilur eru jafn heitar og deilur nágranna og ætla mætti að auðvelt væri að leysa innbyrðis.


mbl.is Farið yfir byggakur og kornið tætt niður í jörð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Af fréttinni að dæma kann þetta að virðast óþarflega harkaleg aðgerð. Staðreyndir málsins eru hins vegar með þeim hætti að eðlilegt er að menn verji eignir sínar á þennan hátt.

Í fyrsta lagi keyptu Þykkbæingar þetta land árið 1951 og hafa notað það árlega síðan undir kartöflugarða. Á þeim tíma hefur landið ekki verið nýtt af neinum öðrum hvað þá eigendum Háfs þ.e. í 58 ár !!! Í vor þegar Þykkbæingar voru búnir að vinna landið til niðursetningar kartaflna þá mætir eigandi Háfs fyrirvaralaust með sáningsvél og sáir í landið byggi. Í venjulegu árferði hefði þetta þýtt milljóna tjón fyrir bændur í Þykkvabænum. Málið var að sjálfsögðu kært til lögreglunnar og ekkert sem bendir til annars en eigandi Háfs verði ákærður.

 Í öðru lagi vil ég benda á að eigendur Háfs standa nú í málaferlum við alla nágranna sína og þar af eru tvo mál fyrir Hæstarétti. Aðeins tímaspursmál var hvenær þeir beindu spjótum sínum að Þykkbæingum til fá nú einn eitt málið fyrir dómstóla.

 Kjarni málsins er þannig sá að Þykkbæingar keyptu umrætt land 1951 og í afsali fyrir Háf frá sama ári var skýrlega tekið fram að þetta land fylgdi ekki jörðinni. Frá þeim tíma hafa allir landsmenn fengið að njóta kartaflna Þykkbæinga sem landið hefur gefið af sér. Það að gagnrýna Þykkbæinga fyrir að hafa plægt byggið niður er svipað og finna að því þegar íbúðareigenda ryksugar upp draslið eftir innbrotsþjóf.

Jón Ólafur 31.8.2009 kl. 12:18

2 Smámynd: Jakob Falur Kristinsson

Eins og þú lýsir þessu virðist eigandi Háfs vera undarlegur maður.

Jakob Falur Kristinsson, 1.9.2009 kl. 09:52

3 identicon

spurning hvenar þeir hætta þessum sandkassaleik vesturbær (í þykkvabæ) og Háfur

Tek það fram að ég er mjög tengd fólkinu í Háfi svo ég er ekki að dæma neinn, þetta er bara fyndið hvernig þeir haga sér, alveg eins og börn á leikskóla!!!

ónefnd 1.9.2009 kl. 12:32

4 Smámynd: Jakob Falur Kristinsson

Ég vil taka fram að ég þekki ekki neinn í Þykkvabænum, en tek undir það að þetta virðist vera eins og sandkassaleikur.

Jakob Falur Kristinsson, 2.9.2009 kl. 13:52

5 identicon

þetta er búið að vera svona síðustu 60 ár að þeir séu að rífast útaf engu!! Hugsa að það væri hægt að búa til vel þykka bók úr öllum sögunum sem eru til af þeim!!

ónefnd 2.9.2009 kl. 14:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jakob Falur Kristinsson
Jakob Falur Kristinsson

Ég er fyrrverandi vélstjóri og útgerðarmaður en er nú 75% öryrki eftir slys á sjó 2003. Bjó lengst af á Bíldudal en flutti til Sandgerðis haustið 2005.  En er nú aftur fluttur á Bíldudal.  Að svo miklu leyti sem myndir á síðunni eru eftir Mats Wibe Lund, þá liggur fyrir tímabundið samþykki hans um birtingu hjá mér og þakka ég honum sérstaklega fyrir.  Mats á að sjálfsögðu hönundaréttin að öllum sínum myndum.  Vilja menn sjá fleiri myndir þá vísast á www.mats.is  Ég  var flokksbundinn í Frjálslynda flokknum og hef starfað þar, en sagði mig úr flokknum 24. apríl og gekk í Samfylkinguna.  Föðurætt mín er úr Arnarfirði og móðurættin frá Jökulfjörðum og Hornströndum og í báðum tilfellum, langt aftur í aldir.  Er ég því ekta Vestfirðingur.

Undir fyrirsögninni Færsluflokkar er flokkur sem heitir Vefurinn og ef smellt er á hann opnast síður þar sem ég er að skrifa ýmsar frásagnir.  Einnig er undir liðnum spaugilegt smá grín ofl. 

Ég leyfi öllum að skrifa athugasemdir við mín skrif.   En af gefnu tilefni hef ég ákveðið að þeir sem ekki kunna sér hófs í athugasemdum og nýta þær til persónulegra árása á mig og mína persónu, með allskonar skömmum og svívirðingum, mun ég hér eftir loka á slíka aðila.  Einnig mun ég henda út nafnlausum athugasemdum.  Því ég einn ber ábyrgð á því sem skrifað er á mína síðu.

jakobkr@internet.is     

GSM: 823-2954

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband