Bílalán

Um 120 milljarðar króna eru útistandandi í bílalánum, í alls 53 þúsund samningum. Þar af eru um 40 þúsund samningar í myntkörfulánum, fyrir um 112 milljarða króna. Meðalupphæð hvers samnings er um 2,3 milljónir króna en dæmi eru um eftirstöðvar bílalána upp á 12 milljónir króna. Oftast hafa lánin verið tekin til fimm ára.

Bílalán upp á 12 milljónir? 

Hvaða brjálæðingur skyldi nú hafa tekið það?


mbl.is Allt að 12 milljón króna bílalán
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Ásgeir Gunnarsson

Ég keypti einn jeppling borgað 1.8 milljón út og tók rúmar 5.2 milljón að láni 2007 í jenum og frönkum í dag er bíllinn kannski fjögurra miljóna virði en lánið komið upp í rúmar 12 milljónir. í upphafi var greiðslubyrðin 75,000 á mánuði en fór upp í 190.000 en er núna á frystingunni 105.000. Það verða bílalánin sem keyra fólk í þrot. Á dauða mínum átti ég von en ekki þessu bulli.

Gunnar Ásgeir Gunnarsson, 31.8.2009 kl. 17:00

2 identicon

Ef ég ætti 1,8 þá mundi heilbrigð skynsemi segja mér það að ég hefði ekki efni á að kaupa bíl druslu á 7.0 mil,jafnvel þó nágranninn ætti þannig bíl,en hefði ég gert það með aðstoð SP eða hvað þau heita öll þessi glæpafélög þá mundi ég skammast mín svo mikið fyrir það að ég mundi ekki segja nokkrum manni frá því......

jakob 31.8.2009 kl. 22:53

3 Smámynd: Jakob Falur Kristinsson

Þú er ekki sá eini sem bílalánin hafa leikið grátt og maður sé oft auglýsta bíla í dýrari verðflokkum og þá er kaupverðið aðeins að taka yfir bílalánið.  Sumir bjóð meira að segja að greiða með bílnum allt frá 500 þúsund upp í milljón.  2004 keypti ég mér síðast nýjan bíl og hann kostaði kr: 1.450.000,-.  Þetta var Hyundai Gets og ég staðgreiddi bílinn og man alltaf þegar ég var að ganga frá kaupunum, þá var stöðugt ýtt á mann að taka bílalán og nota mína peninga í annað.  Því miður eyðilagðist þessi bíll við útafakstur.  Núna ek ég um á 10 ára gömlum bíl sem kostaði kr: 150.000,-.  Ég lít alltaf á bíla sem tæki til að komast frá stað A til staðar B aðrar kröfur geri ég ekki.

Jakob Falur Kristinsson, 1.9.2009 kl. 09:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jakob Falur Kristinsson
Jakob Falur Kristinsson

Ég er fyrrverandi vélstjóri og útgerðarmaður en er nú 75% öryrki eftir slys á sjó 2003. Bjó lengst af á Bíldudal en flutti til Sandgerðis haustið 2005.  En er nú aftur fluttur á Bíldudal.  Að svo miklu leyti sem myndir á síðunni eru eftir Mats Wibe Lund, þá liggur fyrir tímabundið samþykki hans um birtingu hjá mér og þakka ég honum sérstaklega fyrir.  Mats á að sjálfsögðu hönundaréttin að öllum sínum myndum.  Vilja menn sjá fleiri myndir þá vísast á www.mats.is  Ég  var flokksbundinn í Frjálslynda flokknum og hef starfað þar, en sagði mig úr flokknum 24. apríl og gekk í Samfylkinguna.  Föðurætt mín er úr Arnarfirði og móðurættin frá Jökulfjörðum og Hornströndum og í báðum tilfellum, langt aftur í aldir.  Er ég því ekta Vestfirðingur.

Undir fyrirsögninni Færsluflokkar er flokkur sem heitir Vefurinn og ef smellt er á hann opnast síður þar sem ég er að skrifa ýmsar frásagnir.  Einnig er undir liðnum spaugilegt smá grín ofl. 

Ég leyfi öllum að skrifa athugasemdir við mín skrif.   En af gefnu tilefni hef ég ákveðið að þeir sem ekki kunna sér hófs í athugasemdum og nýta þær til persónulegra árása á mig og mína persónu, með allskonar skömmum og svívirðingum, mun ég hér eftir loka á slíka aðila.  Einnig mun ég henda út nafnlausum athugasemdum.  Því ég einn ber ábyrgð á því sem skrifað er á mína síðu.

jakobkr@internet.is     

GSM: 823-2954

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband