Veikur maður

Þessa stundina er verið að hífa sextugan mann af skemmtiferðaskipi um borð um björgunarþyrlu Landhelgisgæslunnar. Maðurinn fékk hjartaáfall um borð í skipinu sem er út af Garðskaga.

Var örugglega reiknað út hvað þetta kostaði eins og gert var varðandi slys fyrir norðan fyrir stuttu.  En þá var talið ódýrara að leigja þyrlu en nota þyrlu Gæslunnar.  En sennilega greiðir útgerð skipsins allan kostnað og Gæslan kemur út með plús í þessu verkefni.


mbl.is Þyrla sækir veikan mann í skemmtiferðaskip
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll

Maður með þinn bakgrunn og lífsreynslu ætti líklega að þekkja mun á einhverjum leiguþyrlum sem ætlaðar eru til farþegaflugs og svo björgunarþyrlunum sem Gæslan hefur yfir að ráða, en þær eru m.a. með spilbúnaði til að hífa sjúklinga um borð sem venjulegar þyrlur hafa ekki og verða því að geta sest þar sem hlutir eru teknir um borð.

Kveðja að norðan

G.S.

G.S. 2.9.2009 kl. 15:56

2 identicon

Það er rétt en þarf Landhelgisgæslan alltaf að tefla fram stærstu þyrlunum sínum þó að verið sé að ná í bara 1 mann?

Á hún ekki einhverja minni þyrlu?

Mr. Jón Scout Commander 2.9.2009 kl. 16:10

3 identicon

Þetta er nú ekki alveg sanngjörn umræða sem hér er í gangi. Í þessu tilviki við Garðskagann var um að ræða einstakling sem var mjög alvarlega veikur um borð í skipi en í því tilviki fyrir norðan, sem vitnað er til, var um að ræða lík sem þurfti að koma til byggða. Þar lá í raun og veru ekkert á.

Allir voru sammála um að heppilegast var að sækja líkið með þyrlu en það var þó einnig hægt að flytja það landleiðina sem hefði þó tekið mun lengri tíma. Að mínu mati hefði ég talið eðlilegt að lögreglan hefði borið kostnað af þyrlufluginu upp á Herðubreið, en ekki Gæslan. Það er jú lögreglan sem ber ábyrgð á látnu fólki utan sjúkrastofnana og líkhúsa.

Það er ekki spáð í kostnaði þegar um er að ræða útkall til leitar, björgunar eða sjúkraflugs með þyrlum Gæslunnar. Það getur hins vegar vel verið að eftir slík flug sé það skoðað hvort hægt sé aðsenda reikning fyrir slík en í flestum siðmenntuðum ríkjum hefur það ekki tíðkast að strandgæslur rukki fyrir slík verkefni.

Guðmundur 2.9.2009 kl. 17:27

4 Smámynd: Jakob Falur Kristinsson

Er málið bara einfaldlega þannig vaxið að Gæsla er í fjársvelti og getur ekki alltaf mannað vana þyrlusveit.  Það rétt slapp fyrir horn fyrir stuttu, en þá voru kallaðir út menn sem voru i fríi og einn sem búið var að segja upp störfum í sparnaðarskyni.  Ég held að Gæslan eigi aðeins eina þyrlu, sem er stóra þyrlan og þær minni séu leiguþyrlur.

Þessi slæma fjárhagsstaða Gæslunnar er auðvitað til skammar.

Jakob Falur Kristinsson, 3.9.2009 kl. 11:30

5 identicon

Gæslan er í dag með 3 þyrlur, eina litla og tvær stórar og á gæslan aðra þeirra. Að jafnaði eru tvær áhafnir tiltækar en nú er búið að segja upp 3 nýjustu flugmönnunum og ekki víst að ávallt verði tvær áhafnir til reiðu. Þessu til viðbótar þá hafa flugmenn gefið það út að með einungis eina þyrlu tiltæka verði ekki flogið lengra á haf út en 20 sjómílur. Ástandið er því skelfilegt hjá gæslunni og skjólstæðingum hennar, sem eru ekki eingöngu sjómenn. En þetta er allt í lagi því við ákváðum að klára tónlistarhúsið sem var algert forgangsmál á þessum tímum!!!

Guðmundur 3.9.2009 kl. 17:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jakob Falur Kristinsson
Jakob Falur Kristinsson

Ég er fyrrverandi vélstjóri og útgerðarmaður en er nú 75% öryrki eftir slys á sjó 2003. Bjó lengst af á Bíldudal en flutti til Sandgerðis haustið 2005.  En er nú aftur fluttur á Bíldudal.  Að svo miklu leyti sem myndir á síðunni eru eftir Mats Wibe Lund, þá liggur fyrir tímabundið samþykki hans um birtingu hjá mér og þakka ég honum sérstaklega fyrir.  Mats á að sjálfsögðu hönundaréttin að öllum sínum myndum.  Vilja menn sjá fleiri myndir þá vísast á www.mats.is  Ég  var flokksbundinn í Frjálslynda flokknum og hef starfað þar, en sagði mig úr flokknum 24. apríl og gekk í Samfylkinguna.  Föðurætt mín er úr Arnarfirði og móðurættin frá Jökulfjörðum og Hornströndum og í báðum tilfellum, langt aftur í aldir.  Er ég því ekta Vestfirðingur.

Undir fyrirsögninni Færsluflokkar er flokkur sem heitir Vefurinn og ef smellt er á hann opnast síður þar sem ég er að skrifa ýmsar frásagnir.  Einnig er undir liðnum spaugilegt smá grín ofl. 

Ég leyfi öllum að skrifa athugasemdir við mín skrif.   En af gefnu tilefni hef ég ákveðið að þeir sem ekki kunna sér hófs í athugasemdum og nýta þær til persónulegra árása á mig og mína persónu, með allskonar skömmum og svívirðingum, mun ég hér eftir loka á slíka aðila.  Einnig mun ég henda út nafnlausum athugasemdum.  Því ég einn ber ábyrgð á því sem skrifað er á mína síðu.

jakobkr@internet.is     

GSM: 823-2954

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband