ESB

Þeir sem eru á móti aðild Íslands að ESB, þurfa hvorki að óttast skerðingu á sjálfstæði okkar eða eign okkar á auðlindum.  Hvað varðar sjávarútveginn, þá miðar ESB við hverjir hafa nýtt fiskimiðin hvað varðar staðbundna stofna.  Það hefur engin þjóð nýtt Íslandsmið sl. 30-40 ár en Íslendingar og þess vegna munum við áfram ráða yfir þeirri auðlind.  Öðru máli gegnir um flökkustofna, en þar munu opnast nýir möguleikar fyrir íslenskar útgerðir.  Þótt endanleg ákvörðun verði í Brussel, munu íslenskir fiskifræðingar stýra veiðum við Ísland.

Hvað landbúnaðinn varðar þá eru hvergi greiddir hærri styrkir til bænda en hjá ESB-löndunum.  En bændur verða þá komnir í frjálsa samkeppni við aðra bændur í Evrópu og verða lausir undan einokun og óþarfa milliliðum.  Þannig mun þeirra hagur batna verulega hvað varðar kjötframleiðslu og mjólkurafurðir.

Svo má ekki gleyma hinni öflugu byggðastefnu sem ESB rekur og er miðuð við svæði norðan við 62. breiddarbaug.  Á Íslandi væri þetta svæði fyrir norðan Snæfellsnes í vestri og norðan Reyðarfjarðar í austri.  Þannig að mörg smærri byggðalög, sem hafa misst frá sér allan veiðirétt og eru við það að þurrkast út, þau munu fá tækifæri til að blómstra á ný.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Annað sagði sjávarútvegsráðherra Spánar í Spegli Ríkisútvarpsins í gærkvöldi.

Hann fullyrti að Íslendingar gætu ekki látið sér detta í hug, að þeir sætu einir að Íslandsmiðum, eftir inngöngu í ESB. 

Spánverjar ætla sér stóran hlut í þeim miðum í framtíðinni.  Reglan um hlutfallslegan stöðugleika myndi ekki gilda, nema í nokkur ár. 

Axel Jóhann Axelsson, 3.9.2009 kl. 16:29

2 Smámynd: Jakob Falur Kristinsson

Spánverjar hafa enga veiðireynslu á Íslandmiðum og þótt ráðherrann hafi sagt þetta, þá er það bara hans óskhyggja og draumórar.  Reglan um hlutfallslegan stöðuleika er komin til að vera og ESB hefur reyndar sótt eftir þekkingu Íslands um stjórn fiskveiða og talið að ESB gæti lært margt af Íslandi.  Þannig að okkar rödd verður mjög sterk innan ESB þegar rætt verður um fiskveiðar og stjórnun þeirra.

Jakob Falur Kristinsson, 4.9.2009 kl. 17:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jakob Falur Kristinsson
Jakob Falur Kristinsson

Ég er fyrrverandi vélstjóri og útgerðarmaður en er nú 75% öryrki eftir slys á sjó 2003. Bjó lengst af á Bíldudal en flutti til Sandgerðis haustið 2005.  En er nú aftur fluttur á Bíldudal.  Að svo miklu leyti sem myndir á síðunni eru eftir Mats Wibe Lund, þá liggur fyrir tímabundið samþykki hans um birtingu hjá mér og þakka ég honum sérstaklega fyrir.  Mats á að sjálfsögðu hönundaréttin að öllum sínum myndum.  Vilja menn sjá fleiri myndir þá vísast á www.mats.is  Ég  var flokksbundinn í Frjálslynda flokknum og hef starfað þar, en sagði mig úr flokknum 24. apríl og gekk í Samfylkinguna.  Föðurætt mín er úr Arnarfirði og móðurættin frá Jökulfjörðum og Hornströndum og í báðum tilfellum, langt aftur í aldir.  Er ég því ekta Vestfirðingur.

Undir fyrirsögninni Færsluflokkar er flokkur sem heitir Vefurinn og ef smellt er á hann opnast síður þar sem ég er að skrifa ýmsar frásagnir.  Einnig er undir liðnum spaugilegt smá grín ofl. 

Ég leyfi öllum að skrifa athugasemdir við mín skrif.   En af gefnu tilefni hef ég ákveðið að þeir sem ekki kunna sér hófs í athugasemdum og nýta þær til persónulegra árása á mig og mína persónu, með allskonar skömmum og svívirðingum, mun ég hér eftir loka á slíka aðila.  Einnig mun ég henda út nafnlausum athugasemdum.  Því ég einn ber ábyrgð á því sem skrifað er á mína síðu.

jakobkr@internet.is     

GSM: 823-2954

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband