Grunaður maður

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur handtekið karlmann sem er grunaður að hafa kveikt í Laugarásvídeói aðfararnótt sunnudags. Maðurinn var yfirheyrður í morgun og sleppt í framhaldinu. Skv. upplýsingum frá lögreglu hefur maðurinn réttarstöðu grunaðs.

Hvers vegna er mönnum alltaf sleppt þegar búið er að yfirheyra þá og þeir jafnvel búnir að játa á sig afbrot.  

Sá sem kveikti í Laugarásvídeói stofnaði einnig fjölda manns í lífshættu, sem bjó á hæðunum fyrir ofan vídeóleiguna.


mbl.is Einn með réttarstöðu grunaðs
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: corvus corax

Auðvitað er þeim alltaf sleppt eftir yfirheyrslu svo þeir geti haldið áfram í glæpabransanum sbr. skriðdýrin úr Barðastrandarinnbrotinu. Þeir hafa sér til skemmtunar að níðast á smábörnum og unglingum aumingjarnir og þurfa alltaf að vera fleiri saman. Þeir hafa ekki kjark í maður á mann þessir ræflar og löggan sleppir þeim jafnóðum með velþóknun.

corvus corax, 3.9.2009 kl. 17:03

2 Smámynd: Arnór Baldvinsson

Sæll Jakob,

Ég er ekki sérlega lögfróður, en mér skilst að það sé vegna þess að það er dómstóla að kveða á um sekt eða sakleysi.  Jafnvel þó sakborningur hafi játað þá er það dómstóla að kveða upp dóm um sekt eða sýknu.  Ef ekki er farið fram á gæsluvarðhald þá verður að sleppa viðkomandi þar til dómur hefur fallið.

Kveðja

Arnór Baldvinsson, 3.9.2009 kl. 17:05

3 Smámynd: Sverrir Einarsson

Arnór: Hví eru þeir ekki bara yfirheyrðir, leiddir  fyrir dómara og dæmdir, síðan beint í grjótið með þá. Það sama á við um glæpahyski af erlendum uppruna. Draga það fyrir dómar og dæma og setja svo upp í næstu vél og senda þetta pakk til síns heima......ef þeir ættu von á að afplána í heimalandinu held ég að þeir missi mikið til áhugann á að lenda í löggunni hér, fangelsin hér eru nefnilega eins og 5 stjörnu hótel miðað við flest heimalönd þessarar glæpaklíka.

Njótið svo dagsins

Sverrir Einarsson, 3.9.2009 kl. 17:22

4 identicon

Það er ekki við lögregluna að sakast.

Kynnið ykkur bara lögin ! Þá þarf ekki að vera að skjóta óþarfa að lögreglu.

Lögin eru svona !

BTG 3.9.2009 kl. 17:39

5 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Maðurinn er grunaður en hefur ekki enn verið fundinn sekur. Það er ekki hægt að loka menn inni sem ekki hafa verið fundnir sekir, nema að undangengnum gæsluvarðhaldsúrskurði og þá í takmarkaðan tíma. Vonandi tekst samt að ljúka rannsókn sem fyrst og dæma hinn seka, hvort sem það er þessi eða einhver annar.

Guðmundur Ásgeirsson, 3.9.2009 kl. 17:46

6 identicon

Þetta komur alltaf upp í umræðunni þegar afbrotamönnum er sleppt eftir yfirheyrslur - kanski þyrfti að breyta lögum, en þá koma vandamál vegna vöntunar á fangelsum

Eða þá að hætt verði að segja frá því að þeim hafi verið sleppt að loknum yfirheyrslum

Eyþór Örn Óskarsson 3.9.2009 kl. 22:16

7 identicon

fyrirgefðu - það átti að standa "þetta kemur alltaf upp"

Eyþór Örn Óskarsson 3.9.2009 kl. 22:17

8 identicon

Það virðis því miður vera svo að lögin verndi afbrotamannin fremur en aðra. Ef ég ræðst á einhvern, lem hann illilega, drýf mig á lögreglusöð, játa, þá eru líkur á að ég geti byrjað að berja næstamann áður en sá fyrri er búin hjá bráðamóttöku. En þetta eru lögin, saklaus uns dómur er fallin.

Kjartan 4.9.2009 kl. 09:40

9 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Kjartan, það er hægt er hægt að úrskurða menn sem hafa játað á sig afbrot í gæsluvarðhald ef talið er það sé nauðsynlegt í ljósi almannahagsmuna. Vandamálið er bara að það er stundum takmarkað pláss í steininum og þarf að forgangsraða vegna niðurskurðar.

Guðmundur Ásgeirsson, 4.9.2009 kl. 14:55

10 Smámynd: Jakob Falur Kristinsson

Ef lögin eru svona hliðholl glæpamönnum, er þá ekki einfaldast að breyta lögunum.  Það er alveg rétt að öll fangelsi eru yfirfull og úr því verður að bæta.

Mér dettur nú í hug allir hinir gömlu héraðsskólar, sem flestir standa auðir.  Mætti ekki breyta þeim í fangelsi, þetta þarf ekki og á ekki að vera neinn lúxus í fangelsum landsins.

Jakob Falur Kristinsson, 4.9.2009 kl. 16:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jakob Falur Kristinsson
Jakob Falur Kristinsson

Ég er fyrrverandi vélstjóri og útgerðarmaður en er nú 75% öryrki eftir slys á sjó 2003. Bjó lengst af á Bíldudal en flutti til Sandgerðis haustið 2005.  En er nú aftur fluttur á Bíldudal.  Að svo miklu leyti sem myndir á síðunni eru eftir Mats Wibe Lund, þá liggur fyrir tímabundið samþykki hans um birtingu hjá mér og þakka ég honum sérstaklega fyrir.  Mats á að sjálfsögðu hönundaréttin að öllum sínum myndum.  Vilja menn sjá fleiri myndir þá vísast á www.mats.is  Ég  var flokksbundinn í Frjálslynda flokknum og hef starfað þar, en sagði mig úr flokknum 24. apríl og gekk í Samfylkinguna.  Föðurætt mín er úr Arnarfirði og móðurættin frá Jökulfjörðum og Hornströndum og í báðum tilfellum, langt aftur í aldir.  Er ég því ekta Vestfirðingur.

Undir fyrirsögninni Færsluflokkar er flokkur sem heitir Vefurinn og ef smellt er á hann opnast síður þar sem ég er að skrifa ýmsar frásagnir.  Einnig er undir liðnum spaugilegt smá grín ofl. 

Ég leyfi öllum að skrifa athugasemdir við mín skrif.   En af gefnu tilefni hef ég ákveðið að þeir sem ekki kunna sér hófs í athugasemdum og nýta þær til persónulegra árása á mig og mína persónu, með allskonar skömmum og svívirðingum, mun ég hér eftir loka á slíka aðila.  Einnig mun ég henda út nafnlausum athugasemdum.  Því ég einn ber ábyrgð á því sem skrifað er á mína síðu.

jakobkr@internet.is     

GSM: 823-2954

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband