Fangelsi

Verið að kanna þann möguleika að nýtt fangelsi verði reist af einkaaðilum á höfuðborgarsvæðinu og Fangelsismálastofnun leigi það til langs tíma, t.d. 30-40 ára. Fangelsismálastofnun muni því ekki eiga húsnæðið, heldur reka það.

Þessa hugmynd líst mér ekki á ef fara á að einkavæða fangelsin hvar endum við þá?

Ég er með aðra hugmynd til að leysa bráðann vanda vegna yfirfullra fangelsa.  En það væri að nota einhverja eyjuna sem eru úti fyrir Reykjavík og byggja þar mörg smáhýsi sem fangar væru vistaðir í.  Ekki þyrfti að vera mikil gæsla á slíkum stað aðeins há rafmagnsgirðing umhverfis eyjuna.  Matur fyrir fanganna yrði sendur daglega út í þessa eyju og öllum kostnaði haldið í lámarki.  Nú ef einhverjum tækist að komast í land með aðstoð úr landi gerði það bara ekkert til, því margir af þessum mönnum eru alltaf lausir af og til.  En þeim sem tækist að flýja á þennan hátt yrði síðan refsað með lengri dóm, þegar pláss losnar í einhverju fangelsanna.


mbl.is Í athugun að einkaaðilar reisi fangelsi sem ríkið leigi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ekki lýst mér á þessa hugmynd þína að svipta fanga heimsóknum sinna nánustu eins og barna slíkt væri þyngri refsing en dómurinn sjálfur. Einkavæðing fangelsa er ekkert heilagt mál að einkaaðilar sjái um vörsluna eftir útboð frekar en önnur fjráls öryggisgæsla sem viðgengst í dag.

Fangar eru fólk sem lent hefur á refilstigum ýmist vegna fíknar sinnar eða annarra orsaka og væri nær að breyta lögum í þá veru að dómurum væri heimilt að dæma menn til vistunar í meðferð sem dæmi hjá SAA í stað fangelsis sem ekki er að finna í dag nema í morðmálum og þá að Sogni sem er allt annað mál.

Þór Gunnlaugsson 5.9.2009 kl. 10:30

2 identicon

Um leið og við einkavæðum fangelsin, vera glæpir að neysluvöru! Það er hættuleg þróun - í anda Björns Bjarnasonar!

Skorrdal 5.9.2009 kl. 10:59

3 Smámynd: Jakob Falur Kristinsson

Þótt fangar væru vistaðir á eyju, væri auðvelt að koma þannig við að þeir gætu fengið heimsóknir eins og aðrir fangar.

Jakob Falur Kristinsson, 6.9.2009 kl. 11:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jakob Falur Kristinsson
Jakob Falur Kristinsson

Ég er fyrrverandi vélstjóri og útgerðarmaður en er nú 75% öryrki eftir slys á sjó 2003. Bjó lengst af á Bíldudal en flutti til Sandgerðis haustið 2005.  En er nú aftur fluttur á Bíldudal.  Að svo miklu leyti sem myndir á síðunni eru eftir Mats Wibe Lund, þá liggur fyrir tímabundið samþykki hans um birtingu hjá mér og þakka ég honum sérstaklega fyrir.  Mats á að sjálfsögðu hönundaréttin að öllum sínum myndum.  Vilja menn sjá fleiri myndir þá vísast á www.mats.is  Ég  var flokksbundinn í Frjálslynda flokknum og hef starfað þar, en sagði mig úr flokknum 24. apríl og gekk í Samfylkinguna.  Föðurætt mín er úr Arnarfirði og móðurættin frá Jökulfjörðum og Hornströndum og í báðum tilfellum, langt aftur í aldir.  Er ég því ekta Vestfirðingur.

Undir fyrirsögninni Færsluflokkar er flokkur sem heitir Vefurinn og ef smellt er á hann opnast síður þar sem ég er að skrifa ýmsar frásagnir.  Einnig er undir liðnum spaugilegt smá grín ofl. 

Ég leyfi öllum að skrifa athugasemdir við mín skrif.   En af gefnu tilefni hef ég ákveðið að þeir sem ekki kunna sér hófs í athugasemdum og nýta þær til persónulegra árása á mig og mína persónu, með allskonar skömmum og svívirðingum, mun ég hér eftir loka á slíka aðila.  Einnig mun ég henda út nafnlausum athugasemdum.  Því ég einn ber ábyrgð á því sem skrifað er á mína síðu.

jakobkr@internet.is     

GSM: 823-2954

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband