Hætti við heimsókn

Utanríkisráðherra Svíþjóðar, Carl Bildt, hefur frestað fyrirhugaðri ferð til Ísraels, samkvæmt upplýsingum frá utanríkisráðuneyti Ísraels í dag. Ýtir þetta undir vangaveltur um eftirmála fréttar sænska dagblaðsins Aftonbladet um að ísraelskir hermenn hafi stolið og selt líkamshluta látinna Palestínumanna.

Hver sem ástæðan er fyrir að hætt er við þessa heimsókn til Ísraels.  Þá stendur eftir óhögguð sú fullyrðing Aftonbladet að ísraelskir hermenn stundi sölu á líkamshlutum úr föllnum palenstísku fólki.

Hræðilegt athæfi ef satt reynist.


mbl.is Bildt hættir við Ísraelsför
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Furðulegt að halda að utanríkisráðherra Svíþjóðar þurfi að fara til Ísraels til að afsaka það sem blað er að skrifa um Ísrael. Ísraelsmenn ásamt öðrum þjóðum á svipuðum slóðum skilja ekki hvað málfrelsi gengur út á. Svíjar eiga ekki að þurfa að afsaka sig neitt. Nægar eru hörmungarnar sem Ísraelsmenn hafa lagt á herðar Palestínuaraba. Ég ætla ekki að leggja dóm á það hvort þessar sögusagnir séu sannar eða lognar en því miður kæmi þetta mér ekki mikið á óvart því ísrelsmenn líta ekki á Palestínumenn sem mennska.

Þorvaldur þórsson 6.9.2009 kl. 14:08

2 identicon

Finnst það merkilegt hve fólk virðist trúa þessum fáránlegum ásökunum sem eru svo augljóslega lognar.En til að líffæri geti passað viðkomandi líffæraþega verður mikil og flókin rannsókn að geta farið fram til að sjá að líffærin geti passað en það er of flókið til að geta sagt það hérna.En í Ísrael í dag er talað um vaxandi gyðingahatur meðal Íslendinga og minnst á að við neituðum að taka við gyðingum í seinna í ww2.Hvað fær ykkur til að trúa þessu ???

Það er kannski fín lína á milli manngæsku og mannvonsku en að Ísraelsmenn líti á Palestínumenn sem ekki mennska er engan vegin satt.

Fyrir nokkrum árum handsömuðu palestínumenn tvo hermenn sem höfðu villst.Þeir voru teknir höndum og réðst síðan æstur múgur á þá báða.En í þeim flokki voru bæði konur,börn,gamalmenn,unglingar og fullorðnir menn.Þeim var misþyrmt þannig að þeir voru óþekkjanlegir.....þeir rifu liíffærin þeirra í burtu og sumir tættu hjörtun þeirra í sundur og einnig var lifur þeirra beinlínis etin....síðan voru líkin af þeim bundin við bíl og síðar keyrt með líkin fram og til baka meðan æstur múgurinn horfði á og hló.

kolli 6.9.2009 kl. 16:21

3 identicon

Fyrir rúmlega ári var viðtal við þekktan rabbía í Ísrael sem sagði það fullum hálsi að líf Ísraelmanns væri mörgum sinnum verðmætara en líf Palestínuaraba. Þetta segir talsvert um álit þeirra á Palestínuaröbum. Nú er ég alls ekki hrifinn af mörgu af því sem Palestínumenn hafa verið að gera og þá sérstaklega þá öfgamúslimatrú sem hefur grafið um sig þar þó sérstaklega á Gaza svæðinu. Þegar maður lítur á þessa þróun í lengra samhengi þá eru þetta skiljanleg viðbrögð fólks við slæmum aðbúnaði síðustu áratugina. Ég heyrði einn íslending segja, sem búinn er að kynna sér menningu Palestínuaraba, að Palestínu menn væru gegnheilt mjög friðsöm þjóð og vel menntuð. Menntunarstaða þeirra hefur orðið til þess að þeir eru litnir hálfgerðu hornauga af öðrum aröbum sem eru almennt ekki vel menntaðir (fyrir utan hástéttina) Ég býst við að ef öllum íslendingum hefði verið hrúgað saman á Reykjanesskaganum einum og þjarmað að þeim daglega þá væri talsverð illska í okkur eftir þá meðferð. Sjáðu bara hvað gerðist niður í bæ hjá okkur snemma á árinu. Ekki höfum við gengið í gegnum nema brot af þeim hörmungum sem Palestínumenn hafa orðið að þola í gegnum árin. Viðbrögð þeirra eru skiljanleg en samt ber alltaf að fordæma ofbeldisfull viðbrögð þá sérstaklega þegar þau berast að saklausum borgurum.

Þorvaldur Þórsson 6.9.2009 kl. 21:26

4 Smámynd: Jakob Falur Kristinsson

Það má vel vera að þetta sé logið upp á Ísraelsmenn.  En það sem einmitt gefur svona sögum byr undir báða vængi er sú afstaða Ísraels, sem þeir hafa sýnt í verki gagnvart Palestínumönnum.  Til að bæta síðan gráu ofan á svart, þá er afstaða Palestínumann gagnvart Ísrael ekkert skárri.  Þeir vilja Ísraelsríki burt hvað sem það kostar og hika ekki við að nota saklausa borgara sem skjól við árásir á Ísrael.  Þarna verður seint náð sáttum til langframa, því miður því auðvitað ættu Ísrael og Palestína að vera bæði sjálfstæð ríki og lifa í sátt á þessu svæði.

Jakob Falur Kristinsson, 7.9.2009 kl. 18:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jakob Falur Kristinsson
Jakob Falur Kristinsson

Ég er fyrrverandi vélstjóri og útgerðarmaður en er nú 75% öryrki eftir slys á sjó 2003. Bjó lengst af á Bíldudal en flutti til Sandgerðis haustið 2005.  En er nú aftur fluttur á Bíldudal.  Að svo miklu leyti sem myndir á síðunni eru eftir Mats Wibe Lund, þá liggur fyrir tímabundið samþykki hans um birtingu hjá mér og þakka ég honum sérstaklega fyrir.  Mats á að sjálfsögðu hönundaréttin að öllum sínum myndum.  Vilja menn sjá fleiri myndir þá vísast á www.mats.is  Ég  var flokksbundinn í Frjálslynda flokknum og hef starfað þar, en sagði mig úr flokknum 24. apríl og gekk í Samfylkinguna.  Föðurætt mín er úr Arnarfirði og móðurættin frá Jökulfjörðum og Hornströndum og í báðum tilfellum, langt aftur í aldir.  Er ég því ekta Vestfirðingur.

Undir fyrirsögninni Færsluflokkar er flokkur sem heitir Vefurinn og ef smellt er á hann opnast síður þar sem ég er að skrifa ýmsar frásagnir.  Einnig er undir liðnum spaugilegt smá grín ofl. 

Ég leyfi öllum að skrifa athugasemdir við mín skrif.   En af gefnu tilefni hef ég ákveðið að þeir sem ekki kunna sér hófs í athugasemdum og nýta þær til persónulegra árása á mig og mína persónu, með allskonar skömmum og svívirðingum, mun ég hér eftir loka á slíka aðila.  Einnig mun ég henda út nafnlausum athugasemdum.  Því ég einn ber ábyrgð á því sem skrifað er á mína síðu.

jakobkr@internet.is     

GSM: 823-2954

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband