Skulda Straumi

Fasteignafélag í eigu Róberts Wessman og Björgólfs Thors Björgólfssonar skuldar Straumi rúma 9 milljarða vegna landakaupa á La Manga á Spáni. Óvíst er hvort gengið verði að persónulegum veðum sem hlaupa á milljörðum íslenskra króna.

Þessar skuldir eru tilkomnar vegna lóðakaupa félags í þeirra eigu á Spáni.  En þar átti að byggja mikið af hótelíbúðum og bæði selja og leigja út.  Hinsvegar var landið sem þeir félagar keyptu ekki skipulagt undir slíka starfsemi.  Hafa þeir því lengi staðið í stappi við yfirvöld á Spáni um að fá þetta skipulag en ekki tekist enn.  Þess vegna hefur ekkert hús verið byggt á þeirra vegum á Spáni enn sem komið er.  Þótt þeir félagar séu í persónulemum ábyrgðum er nokkuð ljóst að þeir muni ALDREI getað greitt þetta til baka.  Þá vaknar spurningin;

Hvað varð um alla þessa peninga?


mbl.is Skulda Straumi rúma 9 milljarða króna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hvað varð um þessa peninga?

Svarið er einfallt og er fremst í fréttinni. Peningarnir voru notaðir til að kaupa land á La Manga á Spáni. Og væntanlega B.T.B. og R.W. þurft að leggja eitthvað sjálfir fram við kaupinn. Málið er að þarna var fjárfest í € og fengið lánað í €

Peningarnir eru ekki alveg tapaðir þar sem landið hlýtur að vera eitthvers virði þó það standi örugglega ekki undir öllu láninu í dag.

Þorsteinn Bjarki Ólafsson 6.9.2009 kl. 14:46

2 Smámynd: Þráinn Jökull Elísson

Já, hvað varð af aurunum?

Góð spurning sem sennilega fæst seint eða aldrei svar við.

Voru keyptar snekkjur, leigðar einkaþotur eða liggja peningarnir einhvers staðar í skattaskjóli?

Svo ganga Dalton bræður lausir og gefa okkur langt nef.

Þráinn Jökull Elísson, 6.9.2009 kl. 20:07

3 Smámynd: Jakob Falur Kristinsson

Já þetta er allt ömurleg vitleysa.

Jakob Falur Kristinsson, 7.9.2009 kl. 18:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jakob Falur Kristinsson
Jakob Falur Kristinsson

Ég er fyrrverandi vélstjóri og útgerðarmaður en er nú 75% öryrki eftir slys á sjó 2003. Bjó lengst af á Bíldudal en flutti til Sandgerðis haustið 2005.  En er nú aftur fluttur á Bíldudal.  Að svo miklu leyti sem myndir á síðunni eru eftir Mats Wibe Lund, þá liggur fyrir tímabundið samþykki hans um birtingu hjá mér og þakka ég honum sérstaklega fyrir.  Mats á að sjálfsögðu hönundaréttin að öllum sínum myndum.  Vilja menn sjá fleiri myndir þá vísast á www.mats.is  Ég  var flokksbundinn í Frjálslynda flokknum og hef starfað þar, en sagði mig úr flokknum 24. apríl og gekk í Samfylkinguna.  Föðurætt mín er úr Arnarfirði og móðurættin frá Jökulfjörðum og Hornströndum og í báðum tilfellum, langt aftur í aldir.  Er ég því ekta Vestfirðingur.

Undir fyrirsögninni Færsluflokkar er flokkur sem heitir Vefurinn og ef smellt er á hann opnast síður þar sem ég er að skrifa ýmsar frásagnir.  Einnig er undir liðnum spaugilegt smá grín ofl. 

Ég leyfi öllum að skrifa athugasemdir við mín skrif.   En af gefnu tilefni hef ég ákveðið að þeir sem ekki kunna sér hófs í athugasemdum og nýta þær til persónulegra árása á mig og mína persónu, með allskonar skömmum og svívirðingum, mun ég hér eftir loka á slíka aðila.  Einnig mun ég henda út nafnlausum athugasemdum.  Því ég einn ber ábyrgð á því sem skrifað er á mína síðu.

jakobkr@internet.is     

GSM: 823-2954

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband