Kynlíf

Bók Bandaríkjamannanna Cindy Meston og David Buss um ástæður þess að konur sækjast eftir kynlífi hefur vakið mikla athygli. Í bókinni er því að ólíkt körlum þurfi konur að hafa sérstakar ástæður til að langa til að stunda kynlíf. Þetta kemur fram á fréttavef Jyllands-Posten.

Það væri fróðlegt ef einhver gæti upplýst það, hvaða ástæður konur hafa til að langa að stunda kynlíf.  Fyrir utan það að vilja eignast börn.


mbl.is Kynlíf fyrir heimilisfriðinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Af því mér finnst það gott. Punktur, engin önnur annarleg ástæða þar að baki.

Heiða 8.9.2009 kl. 11:22

2 Smámynd: Riddarinn

Ef kallmenn spyrja að því hvers vegna konur stundi kynlíf þá liggur það í augum uppi að engin kona hefur notið kynlífs með þeim kallmanni hingað til.

En eins furðulegt og það er þá virðast kallmennirnir vera í meirihluta þeirra sem eltast við kynlíf dags daglega og stundum þá skammast maður sín þegar maður horfir uppá hversu lágt sumir leggjast til að reyna að komast í bólið hjá kerlunum

Hvar eru gömlu góðu dagarnir þegar konur voru bara dregnar út úr hellunum á hárinu og ekki þurfti að smjaðra eða ljúga öllu milli himins og jarðar eða að vaska upp til að kerla fari úr brókunum og hleypi á skeið

Riddarinn , 8.9.2009 kl. 11:38

3 identicon

Ég áætla nú að ástæðan sé ofureinföld. Langflestum konum finnist það bara hreinlega gott.

Sigurður Eðvaldsson 8.9.2009 kl. 11:41

4 Smámynd: Egill

já segi það Sigurður, því að eyða tíma og orku í viðtöl við yfir þúsund kvenna um af hverju þær vilja stunda kynlíf, þegar einfaldara væri að bjalla í einhverja syni Eðvalds og fá ofureinfalda svarið á innan við 10 sek.

Egill, 8.9.2009 kl. 13:47

5 Smámynd: Jakob Falur Kristinsson

Þótt ég hafi varpað fram þessari spurningu og er karlmaður, þá vissi ég nokkurn veginn svarið.  Riddarinn fullyrðir að karlmaður sem spyr slíkra spurninga hafi aldrei notið kynlífs með konu.  Ég var giftur sömu konunni í um 30 ár og saman eigum við 4 börn og auðvitað kom kynlíf við sögu í því hjónabandi eins og hjá öðrum.

Jakob Falur Kristinsson, 8.9.2009 kl. 15:17

6 Smámynd: Rún Knútsdóttir

Af því að það er gott og gaman.

Rún Knútsdóttir, 8.9.2009 kl. 16:16

7 Smámynd: Sporðdrekinn

Ég segi eins og Rún, af thví ad thad er gott og gaman.... já nákvœmlega af thví ad thad er svooo gott og gaman.....

Sporðdrekinn, 8.9.2009 kl. 20:26

8 Smámynd: Jakob Falur Kristinsson

Þá telst málið upplýst og vel það.

Jakob Falur Kristinsson, 9.9.2009 kl. 09:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jakob Falur Kristinsson
Jakob Falur Kristinsson

Ég er fyrrverandi vélstjóri og útgerðarmaður en er nú 75% öryrki eftir slys á sjó 2003. Bjó lengst af á Bíldudal en flutti til Sandgerðis haustið 2005.  En er nú aftur fluttur á Bíldudal.  Að svo miklu leyti sem myndir á síðunni eru eftir Mats Wibe Lund, þá liggur fyrir tímabundið samþykki hans um birtingu hjá mér og þakka ég honum sérstaklega fyrir.  Mats á að sjálfsögðu hönundaréttin að öllum sínum myndum.  Vilja menn sjá fleiri myndir þá vísast á www.mats.is  Ég  var flokksbundinn í Frjálslynda flokknum og hef starfað þar, en sagði mig úr flokknum 24. apríl og gekk í Samfylkinguna.  Föðurætt mín er úr Arnarfirði og móðurættin frá Jökulfjörðum og Hornströndum og í báðum tilfellum, langt aftur í aldir.  Er ég því ekta Vestfirðingur.

Undir fyrirsögninni Færsluflokkar er flokkur sem heitir Vefurinn og ef smellt er á hann opnast síður þar sem ég er að skrifa ýmsar frásagnir.  Einnig er undir liðnum spaugilegt smá grín ofl. 

Ég leyfi öllum að skrifa athugasemdir við mín skrif.   En af gefnu tilefni hef ég ákveðið að þeir sem ekki kunna sér hófs í athugasemdum og nýta þær til persónulegra árása á mig og mína persónu, með allskonar skömmum og svívirðingum, mun ég hér eftir loka á slíka aðila.  Einnig mun ég henda út nafnlausum athugasemdum.  Því ég einn ber ábyrgð á því sem skrifað er á mína síðu.

jakobkr@internet.is     

GSM: 823-2954

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband