Minnisvarði

Fulltrúar Samfylkingarinnar í borgarráði leggja til á fundi ráðsins í dag borgarráð samþykki að skipulags- og byggingarsviði verði í samráði við menningar- og ferðamálaráð falið að gera tillögu að staðsetningu minnisvarða um Helga Hóseasson á horni Langholtsvegar og Holtavegar.

Þótt þessi tillaga sé mjög skynsöm og eigi mikinn hljóm hjá borgarbúum, verður hún örugglega felld af meirihlutanum.  Því hvorki var Helgi Sjálfstæðis- eða Framsóknarmaður og á því engan rétt til þess að gerð verði af honum stytta á horninu fræga.


mbl.is Borgin geri tillögu um stað fyrir minnisvarða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég er viss um að Helgi væri ekki sáttur ef borgin eða ríkið reisti minnisvarða um hann, væri ekki nær að þjóðin tæki sig saman og safnaði fyrir honum sjálf!!

Ebílaset fyrir lesblinda 10.9.2009 kl. 10:27

2 Smámynd: Jakob Falur Kristinsson

Það er rétt hjá þér að best væri að þjóðin safnaði fyrir þessari styttu og ríki og borg kæmu þar hvergi nærri.

Jakob Falur Kristinsson, 10.9.2009 kl. 10:34

3 identicon

Hvurslags múgæsing er þetta eiginlega? Maðurinn hefur ekkert gert sem verskuldar að reist sé stytta af honum. Hvað um það þótt maðurinn hafi haft allt of mikinn frítíma og hangið á götuhornum?

Björn 10.9.2009 kl. 11:02

4 Smámynd: Jakob Falur Kristinsson

Þetta er engin múgæsing, heldur vilji fólks til að reisa þessum merka manni minnisvarða.  Þú segir Björn að Helgi hafi ekkert gert, en hann er nú samt frægasti mótmælandi Íslands.  Auðvitað höfðu mótmæli Helga sitt að segja, þótt stjórnvöld hafi ekki tekið þau alvarlega frekar en annað sem er þeim ekki þóknanlegt.

Jakob Falur Kristinsson, 10.9.2009 kl. 11:34

5 Smámynd: Jón Valur Jensson

Ég tek undir með Birni, enda snerust mótmæli Helga mest um það að mótmæla því, að hann hafi ekki verið þurrkaður úr kirkjubók. En hversu mjög sem einhverjum kynni að vera við t.d. fyrrverandi maka, þá er ekki leyfilegt að þurrka út færslu um hjónavígslu þeirra í embættisbókum, þó að viðkomandi hafi fengið lögskilnað. Það sama gildir um orð kirkjubókar um skírnina, með númeri, fæðingardegi (og stað, nú orðið), skírnardegi, nöfnum foreldra, heimilisfangi þeirra og starfi, nöfnum guðfeðgina (og uppl. um þau) og hvort skírt sé heima eða í kirkju. Allt er þetta fróðlegt og á að standa þar eins og stafur á bók.

Jón Valur Jensson, 10.9.2009 kl. 11:59

6 Smámynd: Jón Valur Jensson

En hversu mjög sem einhverjum kynni að vera í nöp við ... vildi ég sagt hafa.

Jón Valur Jensson, 10.9.2009 kl. 12:01

7 Smámynd: Jakob Falur Kristinsson

Þótt þetta hafi verið þau mótmæli Helga, sem mesta athygli vöktu, Jón Valur.  Þá mótmælti hann mörgu fleira og staða hans á horinu fræga í öll þessi ár, er næg ástæða til að reisa af honum styttu.

Jakob Falur Kristinsson, 11.9.2009 kl. 10:37

8 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Helgi vildi láta gera þá smávægilegu breytingu að bóka að hann hefði ógilt skírnarsáttmálann.  Af hverju fer það í taugarnar á einhverjum?

Sigurður Þórðarson, 11.9.2009 kl. 12:53

9 Smámynd: Jón Valur Jensson

Það er misskilningur á því sáttmálahugtaki, að þeim sáttmála sé hægt að "segja upp"; hér er um skírnarsakramenti að ræða, sem er gjöf Guðs, en ekki verk manna. Hins vegar geta menn afneitað þessum sáttmála eða skírninni prívat og persónulega, en losna þó aldrei við skírnina sem slíka. Maður sem fellur i dauðsynd, nýtur þá ekki lengur gjafar eða m.ö,o, guðsbarnaréttindinda skírnar sinnar; en þó að hann láti sættast við Guð og fái hans fyrirgefningu, er hpnum engin þörf á nýrri skírn, því að eðli skírnarinnar er óafmáanlegt. Helgi gat hins vegar verið afslappaður yfir því, að hann gat vel valið það sjálfur að fara ekki til himnaríkis (ef honum var það kappsmál), hvað sem foreldrar hans og skírnarpresturinn gerðu. Svo er nú það, Sigurður minn.

Jón Valur Jensson, 11.9.2009 kl. 17:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jakob Falur Kristinsson
Jakob Falur Kristinsson

Ég er fyrrverandi vélstjóri og útgerðarmaður en er nú 75% öryrki eftir slys á sjó 2003. Bjó lengst af á Bíldudal en flutti til Sandgerðis haustið 2005.  En er nú aftur fluttur á Bíldudal.  Að svo miklu leyti sem myndir á síðunni eru eftir Mats Wibe Lund, þá liggur fyrir tímabundið samþykki hans um birtingu hjá mér og þakka ég honum sérstaklega fyrir.  Mats á að sjálfsögðu hönundaréttin að öllum sínum myndum.  Vilja menn sjá fleiri myndir þá vísast á www.mats.is  Ég  var flokksbundinn í Frjálslynda flokknum og hef starfað þar, en sagði mig úr flokknum 24. apríl og gekk í Samfylkinguna.  Föðurætt mín er úr Arnarfirði og móðurættin frá Jökulfjörðum og Hornströndum og í báðum tilfellum, langt aftur í aldir.  Er ég því ekta Vestfirðingur.

Undir fyrirsögninni Færsluflokkar er flokkur sem heitir Vefurinn og ef smellt er á hann opnast síður þar sem ég er að skrifa ýmsar frásagnir.  Einnig er undir liðnum spaugilegt smá grín ofl. 

Ég leyfi öllum að skrifa athugasemdir við mín skrif.   En af gefnu tilefni hef ég ákveðið að þeir sem ekki kunna sér hófs í athugasemdum og nýta þær til persónulegra árása á mig og mína persónu, með allskonar skömmum og svívirðingum, mun ég hér eftir loka á slíka aðila.  Einnig mun ég henda út nafnlausum athugasemdum.  Því ég einn ber ábyrgð á því sem skrifað er á mína síðu.

jakobkr@internet.is     

GSM: 823-2954

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband