Fjárfestingasjóður

Fjárfestingasjóður lífeyrissjóðanna getur gegnt lykilhlutverki við að efla hlutabréfamarkaðinn. Rætt hefur verið um að sjóðurinn eigi 35 til 55 prósent í einstökum fyrirtækjum.

Hver hefur fundið það út að það sé lykilhlutverk lífeyrissjóðanna að efla hlutabréfamarkaðinn á Íslandi.  Ég hef áður skrifað um þennan sjóð og ætla engu við það að bæta nú.

En greinilegt er að verið er að misnota lífeyrissjóðina í þessu verkefni.  Það var til hér á árum áður sjóður, sem hét Fjárfestingasjóður atvinnuveganna.  En sá sjóður var settur saman af Fiskveiðasjóði Íslands, Iðnlánasjóði og fleiri sjóðum atvinnulífsins.  Forstjórinn var Bjarni Ármannsson og hann stóð fyrir því að þessi sjóður var sameinaður nýstofnaðs Íslandsbanka, sem seinn hét Glitnir.  Ætli það sama verði ekki með þennan sjóð.

Þetta er spilling og aftur spilling.


mbl.is Fjárfestingasjóður efli markaðinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Bragi Sigurðsson

Sælir.

Ég er þér jafn mikið sammála og áður. Spurningin er hvernig hægt er að stoppa þetta. Fjölmiðlar virðast hafa lítinn áhuga á hlið eigenda þessara sjóða. Ég ætla að lesa rækilega lögin um lífeyrissjóðina. Samkvæmt lögum er svona brask með lífeyrissjóðina ólöglegt eða var það alla vega. Hins vegar voru samin einhver viðbótarlög síðastliðinn desember skilst mér og væri fróðlegt að vita hvað í þeim stendur. Ég læt vita hvað kemur útúr þessu.

Jón Bragi Sigurðsson, 10.9.2009 kl. 15:53

2 Smámynd: Jón Bragi Sigurðsson

Það var sem mig grunaði að síðasta ríkisstjórn, í blankheitum og örvæntingu í byrjun þessa árs, kom í gegn lagabreytingu sem gerir lífeyrissjóðunum kleift að fara útí svona brall:

"Eftirfarandi breytingar verða á 36. gr. laganna:

a. Á eftir orðinu „verðbréfasjóðum“ í 5. málsl. 5. mgr. kemur: og fjárfestingarsjóðum.

b. Við 10. mgr. bætist: frá og með 1. janúar 2010.
2. gr. Á eftir orðinu „verðbréfasjóðum“ í c-lið 1. mgr. 36. gr. a laganna kemur: og fjárfestingarsjóðum sem hlutfall af hreinni eign."

Jón Bragi Sigurðsson, 10.9.2009 kl. 19:19

3 Smámynd: Jakob Falur Kristinsson

Það verður að fá einhvern kjarkaðan þingmann til að taka þetta mál upp á Alþingi, sem byrjar 1. október.

Því þessa vitleysu verður að stöðva sem fyrst.

Jakob Falur Kristinsson, 11.9.2009 kl. 10:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jakob Falur Kristinsson
Jakob Falur Kristinsson

Ég er fyrrverandi vélstjóri og útgerðarmaður en er nú 75% öryrki eftir slys á sjó 2003. Bjó lengst af á Bíldudal en flutti til Sandgerðis haustið 2005.  En er nú aftur fluttur á Bíldudal.  Að svo miklu leyti sem myndir á síðunni eru eftir Mats Wibe Lund, þá liggur fyrir tímabundið samþykki hans um birtingu hjá mér og þakka ég honum sérstaklega fyrir.  Mats á að sjálfsögðu hönundaréttin að öllum sínum myndum.  Vilja menn sjá fleiri myndir þá vísast á www.mats.is  Ég  var flokksbundinn í Frjálslynda flokknum og hef starfað þar, en sagði mig úr flokknum 24. apríl og gekk í Samfylkinguna.  Föðurætt mín er úr Arnarfirði og móðurættin frá Jökulfjörðum og Hornströndum og í báðum tilfellum, langt aftur í aldir.  Er ég því ekta Vestfirðingur.

Undir fyrirsögninni Færsluflokkar er flokkur sem heitir Vefurinn og ef smellt er á hann opnast síður þar sem ég er að skrifa ýmsar frásagnir.  Einnig er undir liðnum spaugilegt smá grín ofl. 

Ég leyfi öllum að skrifa athugasemdir við mín skrif.   En af gefnu tilefni hef ég ákveðið að þeir sem ekki kunna sér hófs í athugasemdum og nýta þær til persónulegra árása á mig og mína persónu, með allskonar skömmum og svívirðingum, mun ég hér eftir loka á slíka aðila.  Einnig mun ég henda út nafnlausum athugasemdum.  Því ég einn ber ábyrgð á því sem skrifað er á mína síðu.

jakobkr@internet.is     

GSM: 823-2954

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband