Byggingarlóðir til sölu

Reykjavíkurborg hefur auglýst eftir umsóknum um lóðir fyrir íbúðarhúsnæði í Úlfarsárdal og við Reynisvatnsás. Í boði eru lóðir fyrir einbýlishús, parhús, raðhús og fjölbýlishús. Verð á byggingarrétti er óbreytt frá því sem var haustið 2007. Býður borgin áhugasömum upp á hagstæðari greiðslukjör en áður.

Það skiptir engu máli þótt boðin verði hagstæð greiðslukjör á þessum lóðum.  Því enginn með fullu viti er að hugsa um nýbyggingar núna eða neitt á næstunni.


mbl.is Lóðir auglýstar til sölu í Úlfársdal og Reynisvatnsás
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Snæbjörnsson

borgin á svo mikið land að hún gæti hæglega gefið lóðir - reyna þannig að ná i nýja Reykvíkinga ekki veitir af

Jón Snæbjörnsson, 11.9.2009 kl. 11:44

2 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Hvenig væri að reyna fyrst að finna kaupendur að öllu umframhúsnæðinu sem þegar er búið að byggja?

Guðmundur Ásgeirsson, 11.9.2009 kl. 11:59

3 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Það er greinilega svolítið í það að 2007 hugsunarhátturinn yfirgefi þá hjá ríki og bæ.  Sennilega eiga þeir hjá borgini eftir að selja OR áður en þeir hreifa við stjórnkerfinu í sparnaðarskini.

Magnús Sigurðsson, 11.9.2009 kl. 12:11

4 Smámynd: Jón Snæbjörnsson

það virðist enn ríkja 2007 hugsunarháttur - þetta fólk gefur ekkert eftir - eru þetta börn ?

Jón Snæbjörnsson, 11.9.2009 kl. 12:13

5 identicon

Hvað er málið, það eru fullt af nágrannasveitafélögum sem gefa lóðir... af hverju er Reykjavíkurborg að selja lóðrinar sínar?

Agnar Guðmundsson 11.9.2009 kl. 12:31

6 Smámynd: Marilyn

Mér finnst nú merkilegast að verðið er óbreytt frá því 2007 - eins og fasteignamarkaðurinn hefur þróast hlýtur það að teljast mesta vitfyrra.

Marilyn, 11.9.2009 kl. 12:34

7 Smámynd: Jakob Falur Kristinsson

Þótt borgin ætlaði að gefa þessar lóðir er ég ekki viss um að neinn myndi þiggja þær.  Það er búið að byggja svo mikið af íbúðarhúsnæði að þær íbúðir munu metta markaðinn næstu 2-3 árin.  Ég er sammála ykkur öllum um að þetta er hugsunarháttur frá 2007.

Jakob Falur Kristinsson, 11.9.2009 kl. 18:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jakob Falur Kristinsson
Jakob Falur Kristinsson

Ég er fyrrverandi vélstjóri og útgerðarmaður en er nú 75% öryrki eftir slys á sjó 2003. Bjó lengst af á Bíldudal en flutti til Sandgerðis haustið 2005.  En er nú aftur fluttur á Bíldudal.  Að svo miklu leyti sem myndir á síðunni eru eftir Mats Wibe Lund, þá liggur fyrir tímabundið samþykki hans um birtingu hjá mér og þakka ég honum sérstaklega fyrir.  Mats á að sjálfsögðu hönundaréttin að öllum sínum myndum.  Vilja menn sjá fleiri myndir þá vísast á www.mats.is  Ég  var flokksbundinn í Frjálslynda flokknum og hef starfað þar, en sagði mig úr flokknum 24. apríl og gekk í Samfylkinguna.  Föðurætt mín er úr Arnarfirði og móðurættin frá Jökulfjörðum og Hornströndum og í báðum tilfellum, langt aftur í aldir.  Er ég því ekta Vestfirðingur.

Undir fyrirsögninni Færsluflokkar er flokkur sem heitir Vefurinn og ef smellt er á hann opnast síður þar sem ég er að skrifa ýmsar frásagnir.  Einnig er undir liðnum spaugilegt smá grín ofl. 

Ég leyfi öllum að skrifa athugasemdir við mín skrif.   En af gefnu tilefni hef ég ákveðið að þeir sem ekki kunna sér hófs í athugasemdum og nýta þær til persónulegra árása á mig og mína persónu, með allskonar skömmum og svívirðingum, mun ég hér eftir loka á slíka aðila.  Einnig mun ég henda út nafnlausum athugasemdum.  Því ég einn ber ábyrgð á því sem skrifað er á mína síðu.

jakobkr@internet.is     

GSM: 823-2954

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband