Paris Hilton

Bandaríski hótelerfinginn Paris Hilton hefur öðlast þann heiður að vera getið í nýrri útgáfu The Oxford Dictionary of Quotations þar sem haldið er til haga tilvitnunum sem vekja athygli. Ummælin, sem í bókinni eru höfð eftir Paris eru eftirfarandi: „Klæddu þig fallega hvar sem þú ferð; lífið er of stutt til að hverfa í fjöldann."

Alltaf virðist þessi kona geta haldið vakandi athygli á sjálfri sér.  En hún er fræg bara fyrir að vera fræg.  Svo er hún alltaf kölluð hótelerfingi, þrátt fyrir að Hilton-fjölskyldan hafi fyrir löngu selt öll sín hótel, þótt þau haldi áfram að vera Hilton-hótel.


mbl.is Heimskulegustu ummæli Paris
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: corvus corax

Fólk veltir sér upp úr öllu sem hugsast getur um þessa manneskju og oftar en ekki er verið að hneykslast á henni og hennar málum. Ég veit ekkert um konuna, persónuleika hennar eða gáfnafar enda þekki ég hana ekki neitt. Hún er hins vegar stórglæsileg kona á að líta og hef ég grun um að sumar svívirðingarnar sem hún fær yfir sig hjá kynsystrum sínum og örugglega heilum hópi af hommræflum séu sprottnar af öfundinni einni saman. En þetta er flott kona með glæsilegan líkamsvöxt, nóga peninga og ber sig á kynþokkafullan hátt og það er meira en öfundsjúku gervikellíngarnar af báðum kynjum geta sagt ...svo einu viðbrögð þeirra eru að kasta skít í hana.

corvus corax, 11.9.2009 kl. 13:48

2 Smámynd: Mama G

Týpískt að segja um konu að hún sé "fræg bara fyrir að vera fræg". Ef hún væri karlmaður að þá væri talað um starfstitilinn "athafnamann" eða er það ekki neitt að hafa unnið við módelstörf, leikstörf, söng, tísku og tískuhönnun?

Mama G, 11.9.2009 kl. 14:28

3 Smámynd: Jakob Falur Kristinsson

Ég þekki lítið til starfa þessara konu, hvort sem um er að ræða mótelstörf,tískuhönnun, söng og leikstörf.  Ég geri engan mun á því hvort frægt fólk er karl eða kona.  En Paris Hilton hefur mér virst alltaf vera með einhverjar furðulegar uppákomur, sem mér virðist þjóna þeim tilgangi einum að viðhalda frægðinni.  En ég get alveg viðurkennt að mér finnst Paris Hilton glæsileg kona.

Jakob Falur Kristinsson, 11.9.2009 kl. 17:59

4 identicon

Ef allir hugsuðu eins og Paris Hillton, þá sægist betur klætt fólk  á götunum.

Svíar eru gegnumsneitt verst klæddu manneskur , sem ég sé.

All flestir í sama sossa munstrinu og lítið skemmtilegt á að líta.

Það er kannski jafn heimskulegt að segja: Lífið er of stutt, til að drekka ódýr vín!

V. Jóhannsson 11.9.2009 kl. 21:38

5 Smámynd: Jakob Falur Kristinsson

Það er nú misjafn smekkur fólks á klæðnaði yfirleitt.

Jakob Falur Kristinsson, 12.9.2009 kl. 10:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jakob Falur Kristinsson
Jakob Falur Kristinsson

Ég er fyrrverandi vélstjóri og útgerðarmaður en er nú 75% öryrki eftir slys á sjó 2003. Bjó lengst af á Bíldudal en flutti til Sandgerðis haustið 2005.  En er nú aftur fluttur á Bíldudal.  Að svo miklu leyti sem myndir á síðunni eru eftir Mats Wibe Lund, þá liggur fyrir tímabundið samþykki hans um birtingu hjá mér og þakka ég honum sérstaklega fyrir.  Mats á að sjálfsögðu hönundaréttin að öllum sínum myndum.  Vilja menn sjá fleiri myndir þá vísast á www.mats.is  Ég  var flokksbundinn í Frjálslynda flokknum og hef starfað þar, en sagði mig úr flokknum 24. apríl og gekk í Samfylkinguna.  Föðurætt mín er úr Arnarfirði og móðurættin frá Jökulfjörðum og Hornströndum og í báðum tilfellum, langt aftur í aldir.  Er ég því ekta Vestfirðingur.

Undir fyrirsögninni Færsluflokkar er flokkur sem heitir Vefurinn og ef smellt er á hann opnast síður þar sem ég er að skrifa ýmsar frásagnir.  Einnig er undir liðnum spaugilegt smá grín ofl. 

Ég leyfi öllum að skrifa athugasemdir við mín skrif.   En af gefnu tilefni hef ég ákveðið að þeir sem ekki kunna sér hófs í athugasemdum og nýta þær til persónulegra árása á mig og mína persónu, með allskonar skömmum og svívirðingum, mun ég hér eftir loka á slíka aðila.  Einnig mun ég henda út nafnlausum athugasemdum.  Því ég einn ber ábyrgð á því sem skrifað er á mína síðu.

jakobkr@internet.is     

GSM: 823-2954

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband