Borgarahreyfingin

Greinilegt er af bloggfærslum félaga í Borgarahreyfingunni, sem sátu landsfund flokksins í gær, að ekki eru allir á eitt sáttir. Ýmsir verða til þess að gagnrýna þingmenn hreyfingarinnar fyrir að sitja ekki fundinn eftir að tillaga að lagabreytingum, sem þeir stóðu að ásamt fleirum var felld.

Hvað er að ske í þessum flokki, sem spratt upp úr mótmælunum á Austurvelli sl. haust. Þessi flokkur boðaði ný vinnubrögð á Alþingi og að þingmennirnir yrðu í stöðugu sambandi við grasrótina.  En nú lýsa þingmenn Borgarahreyfingarinnar því yfir að þeir geti ekki starfað eftir samþykkt landsfundar flokksins.  Þráinn Bertelsson er búinn að segja sig úr þingflokki Borgarahreyfingarinnar og starfar sem óháður þingmaður.  Ef hinir 3 þingmenn sem eru eftir geta ekki starfað samkvæmt samþykkt á landsfundi, þá hljóta þeir að segja af sér þingmennsku, eða starfa sem óháðir þingmenn.  Annars virðist hver höndin uppi á móti annarri hjá þessum flokki.  Meira að segja í sjónvarpsfréttum í gær þegar rætt var við formann Borgarhreyfingarinnar og Birgittu Jónsdóttur alþm. fóru þau að rífast í beinni útsendingu, svona er nú andinn á þessum bæ.  Þingmenn stjórnmálafls sem ekki getur setið landsfund ef allt er ekki eftir þeirra höfði eiga ekkert erindi á Alþingi.

Ég held að Borgarhreyfinginn eigi aðeins eitt verk eftir, sem er að leggja sjálfa sig niður og hætta afskiptum af stjórnmálum.


mbl.is Þingmenn Borgarahreyfingarinnar gagnrýndir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Af hverju eiga þingmenn að starfa eftir samþyktum fyrrum Sjálfstæðisfloksmanna? Þingmenn BorgaraHreyfingar hafa verið að að standa sig vel ´a Alþingi. Í nýrri stjórn Borgararhreyfginar eru menn sem eki komust inn á þing og eru ósáttir við það.

Rósa 13.9.2009 kl. 11:03

2 Smámynd: Jakob Falur Kristinsson

Ég hvorki veit eða vill vita neitt um þetta fyrirbæri, sem kallast Borgarahreyfingin.

Jakob Falur Kristinsson, 13.9.2009 kl. 12:50

3 identicon

Það er samt ekert mál fyrir þig að skrifa blogg um eitthvað sem þú vilt ekkert vita um :/

Andri Sigurðsson 13.9.2009 kl. 14:37

4 Smámynd: Jakob Falur Kristinsson

Ég hef sagt mitt síðasta orð um þessa hreyfingu, og hef engu við að bæta.

Jakob Falur Kristinsson, 13.9.2009 kl. 15:57

5 Smámynd: Jakob Falur Kristinsson

Smá viðbót, ég skrifa nú um ýmislegt þótt, ég vilji helst ekkert að því vita.

Jakob Falur Kristinsson, 13.9.2009 kl. 16:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jakob Falur Kristinsson
Jakob Falur Kristinsson

Ég er fyrrverandi vélstjóri og útgerðarmaður en er nú 75% öryrki eftir slys á sjó 2003. Bjó lengst af á Bíldudal en flutti til Sandgerðis haustið 2005.  En er nú aftur fluttur á Bíldudal.  Að svo miklu leyti sem myndir á síðunni eru eftir Mats Wibe Lund, þá liggur fyrir tímabundið samþykki hans um birtingu hjá mér og þakka ég honum sérstaklega fyrir.  Mats á að sjálfsögðu hönundaréttin að öllum sínum myndum.  Vilja menn sjá fleiri myndir þá vísast á www.mats.is  Ég  var flokksbundinn í Frjálslynda flokknum og hef starfað þar, en sagði mig úr flokknum 24. apríl og gekk í Samfylkinguna.  Föðurætt mín er úr Arnarfirði og móðurættin frá Jökulfjörðum og Hornströndum og í báðum tilfellum, langt aftur í aldir.  Er ég því ekta Vestfirðingur.

Undir fyrirsögninni Færsluflokkar er flokkur sem heitir Vefurinn og ef smellt er á hann opnast síður þar sem ég er að skrifa ýmsar frásagnir.  Einnig er undir liðnum spaugilegt smá grín ofl. 

Ég leyfi öllum að skrifa athugasemdir við mín skrif.   En af gefnu tilefni hef ég ákveðið að þeir sem ekki kunna sér hófs í athugasemdum og nýta þær til persónulegra árása á mig og mína persónu, með allskonar skömmum og svívirðingum, mun ég hér eftir loka á slíka aðila.  Einnig mun ég henda út nafnlausum athugasemdum.  Því ég einn ber ábyrgð á því sem skrifað er á mína síðu.

jakobkr@internet.is     

GSM: 823-2954

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband