Þjófnaður

Fimmtíu gróðurhúsalömpum stolið í nótt úr gróðrarstöðinni Espiflöt í Laugarási í Árnessýslu. Aðfaranótt síðastliðins þriðjudags var einnig brotist inn í gróðrarstöðina og 28 lömpum stolið.

Þessa lampa á örugglega að nota til að rækta plöntur sem notaðar eru til að búa til fíkniefni.  Það er ósköp mannlegt að reyna að bjarga sér.  Nú er verð á tóbaki orðið það hátt að margir snúa sér þá í að reykja hass eða marijúana.  Tóbakið á eftir að hækka enn meira.  Væri nú ekki nær að hafa þessi efni lögleg á Íslandi og lækka tóbaksverð.  Þá myndu svona þjónaðir alveg leggjast af.


mbl.is Gróðurhúsalömpum stolið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

hvurslags bull er nú þetta,,lögleiða þessi efni,þú hefur greinilega ekki þurft að kljást við afleiðingar ,þessara efna ,hugsaðu þig um tvisvar áður en þú kastar svona fram vinur,eigðu gott líf.

pétur þór 14.9.2009 kl. 11:58

2 identicon

Mikið er ég sammála þér. Ég held þegar öllu er á botnin hvolft þá eru þeir einu sem tapa á þessum endalausu böstum bændurnir sem eru rændir til þess að laga skaðan frá síðasta bösti.

 Afleiðingar þessara efna hafa ekkert með lögleiðingu að gera eins og sést best á því að þær eru til staðar þótt þetta sé ólöglegt. 

Gunnar 14.9.2009 kl. 12:24

3 Smámynd: Jakob Falur Kristinsson

Nei ég hef sem betur fer ekki þurft að takast á við slíkar afleiðingar sjálfur.  En systir mín og hennar maður þurftu þess svo sannarlega, en þau misstu elsta son sinn rúmlega tvítugan vegna þessara efna.  Hann var hreinlega drepinn.  Sjálfur er ég stór-reykingamaður og mér svíður orðið verið á tóbaki.  Með lögleiðingu fíkniefna yrði betur hægt að taka á vandamálunum og fyrr en nú er gert.  Þá væri allt uppi á yfirborðinu og neðanjarðarhagkerfið sem þessi efni fæða, legðist af.

Jakob Falur Kristinsson, 14.9.2009 kl. 16:16

4 identicon

Það er ekkert smá fyndið að sjá hvað íslendingar eru þröngsýnir. Í guðs bænum hættið að dæma allan hópinn þó það sé einn til tveir svartir sauðir.http://420spjall.net/viewtopic.php?f=10&t=100 kíkið á þetta og hér sjáið hvað heildin segir um þetta.

Ef þið eruð svona rosalega gáfuð og ekki þröngsýn finnið þá betri svör við þessum spurningum:

http://kannabis.net/flokkar/reynslusogur/

svo bendi ég endilega á kannabis.net og þar sjáið þið fyrir hverju við erum að berjast.

Emil 18.9.2009 kl. 19:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jakob Falur Kristinsson
Jakob Falur Kristinsson

Ég er fyrrverandi vélstjóri og útgerðarmaður en er nú 75% öryrki eftir slys á sjó 2003. Bjó lengst af á Bíldudal en flutti til Sandgerðis haustið 2005.  En er nú aftur fluttur á Bíldudal.  Að svo miklu leyti sem myndir á síðunni eru eftir Mats Wibe Lund, þá liggur fyrir tímabundið samþykki hans um birtingu hjá mér og þakka ég honum sérstaklega fyrir.  Mats á að sjálfsögðu hönundaréttin að öllum sínum myndum.  Vilja menn sjá fleiri myndir þá vísast á www.mats.is  Ég  var flokksbundinn í Frjálslynda flokknum og hef starfað þar, en sagði mig úr flokknum 24. apríl og gekk í Samfylkinguna.  Föðurætt mín er úr Arnarfirði og móðurættin frá Jökulfjörðum og Hornströndum og í báðum tilfellum, langt aftur í aldir.  Er ég því ekta Vestfirðingur.

Undir fyrirsögninni Færsluflokkar er flokkur sem heitir Vefurinn og ef smellt er á hann opnast síður þar sem ég er að skrifa ýmsar frásagnir.  Einnig er undir liðnum spaugilegt smá grín ofl. 

Ég leyfi öllum að skrifa athugasemdir við mín skrif.   En af gefnu tilefni hef ég ákveðið að þeir sem ekki kunna sér hófs í athugasemdum og nýta þær til persónulegra árása á mig og mína persónu, með allskonar skömmum og svívirðingum, mun ég hér eftir loka á slíka aðila.  Einnig mun ég henda út nafnlausum athugasemdum.  Því ég einn ber ábyrgð á því sem skrifað er á mína síðu.

jakobkr@internet.is     

GSM: 823-2954

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband