Ný kvikmynd

Það kemur sjálfsagt fáum á óvart að ungmennahrollvekjan The Final Destination var mest sótta kvikmynd liðinnar helgar, en alls fóru 2.946 á hana. Kvikmyndin var frumsýnd um helgina og segir af ungmennum sem reyna hvað þau geta að leika á dauðann með skelfilegum afleiðingum. Myndin er sú fjórða í Final Destination-kvikmyndasyrpunni.

Ég las það í Fréttablaðinu í morgun að Jón Baldvin Hannibalsson, hefði gengið út af þessari mynd og sagt hana vera viðbjóð, sem ekki væri mönnum bjóðandi.  En eiginkona hans, Bryndís Schram horfði á myndina alla, þótt henni liði ekki vel.   Það var einnig sagt frá því að á frumsýningu myndarinnar hefði fjöldi fólks ælt af viðbjóðnum sem birtist á skjánum.

Er ekki til nóg af raunverulegum viðbjóði í heiminum í dag og óþarft að gera kvikmynd um slíkt.  Ég hélt að kvikmyndir væru ætlaðar til afþreyingar og skemmtunar en ekki til að auka á vanlíðan fólks.


mbl.is Ekki svo auðveldlega á dauðann snúið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Myndin sem þú ert að tala um er Anticrist, mynd eftir Lars Von trier, ekki Final Destination

Baldur Jón Kristjánsson 15.9.2009 kl. 10:45

2 identicon

Ég las sömu frétt og mér er það algjörlega hulin ráðgáta hvernig þú finnur út að myndin sem þau Jón Baldvin og Bryndís sáu væri þessi mynd, Final Destination, því eins og Baldur segir þá stóð skýrum stöfum í fréttinni að þau voru á myndinni Antichrist eftir Lars von Trier.

Hér er t.d. fyrirsögnin á fréttinni:

"Gekk út af Antichrist á meðan Bryndís sat áfram."

Grefillinn Sjálfur - Koma svo! 15.9.2009 kl. 18:22

3 Smámynd: Jakob Falur Kristinsson

Mér þykir leitt að hafa ruglast á myndum og biðst afsökunar á því, en hryllingurinn var sá sami.

Jakob Falur Kristinsson, 16.9.2009 kl. 09:57

4 identicon

Kvikmyndir eru listform.

Þegar þú lest ljóð eða skoðar málverk ertu þá að leita að afþreyingu?

 Antichrist er ekta art-mynd með hryllingsundirtónum og er alveg gríðarlega falleg mynd á köflum en mörg atriði úr henni er líklega þau óþægilegustu og viðbjóðslegustu sem hafa sést í mynd eftir þekktann leikstjóra.

 Final Destination er unglygahryllingsmynd og það eina sem myndirnar eiga sameiginlegt er að þær eru báðar teknar upp á filmu og leikarar leika í báðum.

 Í framtíðinni skaltu gera tvennt áður en þú bloggar:

-hugsa þig um hvort að það sem þú ert að skrifa sé þess virði að skrifa það.

-Rannsaka það sem þú ert að skrifa um svo þú sért ekki óupplýstur

Ef allir bloggarar myndu gera þetta tvennt þá væri moggabloggið algerlega tómt.

http://tvtropes.org/pmwiki/pmwiki.php/Main/DidNotDoTheResearch

NM 1.10.2009 kl. 13:50

5 Smámynd: Jakob Falur Kristinsson

Ég hef nú alltaf þann hátt á mínum skrifum, að lesa yfir viðkomandi frétt og skrifa síðan eftir því.  En auðvita koma upp mistök, það er bara mannlegt.

Jakob Falur Kristinsson, 2.10.2009 kl. 06:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jakob Falur Kristinsson
Jakob Falur Kristinsson

Ég er fyrrverandi vélstjóri og útgerðarmaður en er nú 75% öryrki eftir slys á sjó 2003. Bjó lengst af á Bíldudal en flutti til Sandgerðis haustið 2005.  En er nú aftur fluttur á Bíldudal.  Að svo miklu leyti sem myndir á síðunni eru eftir Mats Wibe Lund, þá liggur fyrir tímabundið samþykki hans um birtingu hjá mér og þakka ég honum sérstaklega fyrir.  Mats á að sjálfsögðu hönundaréttin að öllum sínum myndum.  Vilja menn sjá fleiri myndir þá vísast á www.mats.is  Ég  var flokksbundinn í Frjálslynda flokknum og hef starfað þar, en sagði mig úr flokknum 24. apríl og gekk í Samfylkinguna.  Föðurætt mín er úr Arnarfirði og móðurættin frá Jökulfjörðum og Hornströndum og í báðum tilfellum, langt aftur í aldir.  Er ég því ekta Vestfirðingur.

Undir fyrirsögninni Færsluflokkar er flokkur sem heitir Vefurinn og ef smellt er á hann opnast síður þar sem ég er að skrifa ýmsar frásagnir.  Einnig er undir liðnum spaugilegt smá grín ofl. 

Ég leyfi öllum að skrifa athugasemdir við mín skrif.   En af gefnu tilefni hef ég ákveðið að þeir sem ekki kunna sér hófs í athugasemdum og nýta þær til persónulegra árása á mig og mína persónu, með allskonar skömmum og svívirðingum, mun ég hér eftir loka á slíka aðila.  Einnig mun ég henda út nafnlausum athugasemdum.  Því ég einn ber ábyrgð á því sem skrifað er á mína síðu.

jakobkr@internet.is     

GSM: 823-2954

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband