Milljarðatap

Gagnaveitan, sem áður var Lína.net, sogar til sín peninga frá Orkuveitunni. Dregið hefur úr fjárfestingum en skuldir aukast með fallandi gengi krónunnar. Rekstrartap eftir afskriftir nemur 21 milljón króna.

Hvað getur Orkuveitan haldið þessu fyrirtæki lengi gangandi og af hverju þarf hún að eiga þetta fyrirtæki.  Væri ekki best að selja þetta fyrirtæki, sem blóðmjólkar Orkuveituna á hverju ári með skattfé borgarbúa í Reykjavík.

Annar finnst mér alltaf broslegt þegar forstjórar stórra fyrirtækja sem tapa miklu, fullyrða að allt hafi gengið vel og samkvæmt áætlun.

En samt er bara tap.


mbl.is Milljarðatap Gagnaveitunnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Viktor Úlfarsson

Ljósleiðarinn er rafveita 21. aldarinnar.  Það er alveg ljóst að rafveitan var ekki farin að skila hagnaði á fyrstu árum sínum.  Það tók áratugi en kom hins vegar smám saman.  Hér er verið að hugsa til langs tíma, áratuga.

Af hverju má ekki bara selja Gagnaveituna?

Vegna þess að markaður með ljósleiðara væri vægast sagt ófullkominn, þ.e. samkeppni á þessum markaði er útilokuð.  Það hefur ekkert venjulegt fyrirtæki efni á því að leggja tugi milljarða í ljósleiðaralagningu í hvert hús til að fá af því arð eftir 10-20 ár.  Þess vegna er útilokað að það komi 4-6 aðilar inn á markaðinn sem leggi allir ljósleiðara um allar trissur.  Það mun því aldrei skapast virk samkeppni.  Einkaaðili sem keypti Gagnaveituna gæti því blóðmjólkað markaðinn með háu verði og einokunartilburðum sem dregið gæti verulega úr samkeppnishæfni Íslands ef aðgengi að ljósleiðaranum væri takmarkað á þennan hátt.

Þar sem ekki er hægt að skapa samkeppni UM ljósleiðarann þá er ætlunin að skapa samkeppni Á ljósleiðaranum, þ.e. meðal þeirra sem framleiða þjónustu inn á hann.  Þar eru miklu fleiri um hituna.

Árið í ár er auðvitað út úr korti hjá öllum fyrirtækjum sem hafa fjármagnað sig með erlendum lánum og það er því ekki skynsamlegt að taka langtímaákvarðanir á grundvelli þessa árs.  Aðgangur viðskiptavina GR að ljósleiðaranum á sanngjörnum kjörum mun hafa gríðarleg áhrif á samkeppnishæfni Íslands næstu ár og áratugi.  Vöndum okkur og köstum ekki barninu út með baðvatninu.

Sigurður Viktor Úlfarsson, 15.9.2009 kl. 10:43

2 Smámynd: Jakob Falur Kristinsson

En er ekki Síminn með ljósleiðara um allt land?  Þann ljósleiðara lagði Kaninn í tengslum við ratsjárstöðvar sína, á Bolafjalli við Bolungarvík og einhverju fjalli nálægt Þórshöfn á Langanes.  Þessi ljósleiðari var hafður tvöfaldur til að tryggja öryggi.  Ég held að Kaninn hafi gefið íslenska ríkinu þennan ljósleiðara og nú er hann notaður af Símanum.  Það þarf að hugsa líka um landsbyggðina, ekki bara Reykjavík.

Uppgjörið í ár er fyrir árið 2008 en ekki árið í ár, sem verður örugglega enn verra.

Jakob Falur Kristinsson, 16.9.2009 kl. 09:51

3 Smámynd: Sigurður Viktor Úlfarsson

Veitusvæði Gagnaveitunnar nær frá Snæfellsnesi austur á Hvolsvöll að Reykjanesinu og Selfossi undanskildu.  Landsbyggðin að öðru leyti er á vegum Mílu, þ.e. gamla Símans.  Í fyrra var einhver umræða í gangi um ljósleiðara sem Ratsjárstofnun væri að nýta í sinni starfsemi og talað um að koma honum að einhverju leyti í almenna notkun. Ég veit ekki hver var niðurstaða þess.

2008 og 2009 verða bæði út úr korti vegna óeðlilegra gjaldeyrissveifla.  Þessi mál eru hugsuð í áratugum og hrunið núna má ekki hafa mikil áhrif á þau áform til langs tíma.

Sigurður Viktor Úlfarsson, 16.9.2009 kl. 12:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jakob Falur Kristinsson
Jakob Falur Kristinsson

Ég er fyrrverandi vélstjóri og útgerðarmaður en er nú 75% öryrki eftir slys á sjó 2003. Bjó lengst af á Bíldudal en flutti til Sandgerðis haustið 2005.  En er nú aftur fluttur á Bíldudal.  Að svo miklu leyti sem myndir á síðunni eru eftir Mats Wibe Lund, þá liggur fyrir tímabundið samþykki hans um birtingu hjá mér og þakka ég honum sérstaklega fyrir.  Mats á að sjálfsögðu hönundaréttin að öllum sínum myndum.  Vilja menn sjá fleiri myndir þá vísast á www.mats.is  Ég  var flokksbundinn í Frjálslynda flokknum og hef starfað þar, en sagði mig úr flokknum 24. apríl og gekk í Samfylkinguna.  Föðurætt mín er úr Arnarfirði og móðurættin frá Jökulfjörðum og Hornströndum og í báðum tilfellum, langt aftur í aldir.  Er ég því ekta Vestfirðingur.

Undir fyrirsögninni Færsluflokkar er flokkur sem heitir Vefurinn og ef smellt er á hann opnast síður þar sem ég er að skrifa ýmsar frásagnir.  Einnig er undir liðnum spaugilegt smá grín ofl. 

Ég leyfi öllum að skrifa athugasemdir við mín skrif.   En af gefnu tilefni hef ég ákveðið að þeir sem ekki kunna sér hófs í athugasemdum og nýta þær til persónulegra árása á mig og mína persónu, með allskonar skömmum og svívirðingum, mun ég hér eftir loka á slíka aðila.  Einnig mun ég henda út nafnlausum athugasemdum.  Því ég einn ber ábyrgð á því sem skrifað er á mína síðu.

jakobkr@internet.is     

GSM: 823-2954

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband