Sakaður um þjófnað

Forráðamaður IT ráðgjafar og hugbúnaðarþjónustunnar ehf., sem ætlaði að birta upplýsingar um tengsl fyrirtækja og einstaklinga úr fyrirtækjaskrá ríkisskattstjóra, hafði undir höndum og nýtti sér upplýsingar úr hlutafélagaskrá án heimildar. Ríkisskattstjóri segir að ekki verði betur séð en að forráðamaðurinn hafi sem fyrrum starfsmaður ríkisskattstjóra tekið upplýsingarnar án heimildar og er sá þáttur nú til sérstakrar meðferðar.

Hvað hefur ríkisskattstjóri að fela í þessu máli fyrst ekki má birta upplýsingar um tengsl fyrirtækja og einstaklinga í atvinnulífinu.  En eins og flestir vita hafa þessi tengsl verið mjög flókinn og illskiljanleg flestum. Tengsl þvers og kurrs á mörgum sviðum.  Þessi maður sem nú er ásakaður um þjófnað er búinn að hanna sérstakt forrit til að samkeyra öll þessi tengsl.  Hann ætlaði síðan að gefa Ríkisskattstjóra forritið til að auðvelda honum störf.  Einnig hafði maðurinn mikinn áhuga á að fá leyfi til að setja þetta forrit á netið svo allir gætu notað það.

Þetta er mjög fullkomið forrit og var sýnd mynd af því í Morgunblaðinu fyrir stuttu og í frétt Morgunblaðsins um þetta forrit kom fram að með því einu að skrifa nafn á einhverjum í atvinnulífinu, t.d. Jón Ásgeir, þá kæmi upp mynd um öll tengsl hans við hin ýmsu fyrirtæki.  Bæði eignatengsl og stjórnarseta í öllum félögum sem hann situr í stjórn í.  Það sama væri hægt að gera með aðra einstakling, sem hafa verið áberandi í íslensku viðskiptalífi undanfarin ár.

Samkvæmt lögum er hlutafélagaskrá öllum opin til skoðunar, hvort Ríkisskattstjóra líkar það betur eða illa.  En hvor má síðan nota þessar upplýsingar eins og þessi maður gerði, veit ég ekki.  En held þó að það þurfi leyfi fyrir slíku.  Slíkt leyfi ætti auðvitað að veita þessu fyrirtæki IT-Ráðgjafar svo allir geti skoðað hvernig íslengst viðskiptalíf þróaðist á nokkrum árum í hreina ófreskju og átti sinn þátt í öllu hruninu, sem hér varð haustið 2008.  Eru ekki allir að tala um að öll mál skuli vera gegnsæ og allt uppi á borðum.

Mér finnst þessi afstaða Ríkisskattstjóra vera til skammar.


mbl.is Grunaður um upplýsingastuld
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jakob Falur Kristinsson
Jakob Falur Kristinsson

Ég er fyrrverandi vélstjóri og útgerðarmaður en er nú 75% öryrki eftir slys á sjó 2003. Bjó lengst af á Bíldudal en flutti til Sandgerðis haustið 2005.  En er nú aftur fluttur á Bíldudal.  Að svo miklu leyti sem myndir á síðunni eru eftir Mats Wibe Lund, þá liggur fyrir tímabundið samþykki hans um birtingu hjá mér og þakka ég honum sérstaklega fyrir.  Mats á að sjálfsögðu hönundaréttin að öllum sínum myndum.  Vilja menn sjá fleiri myndir þá vísast á www.mats.is  Ég  var flokksbundinn í Frjálslynda flokknum og hef starfað þar, en sagði mig úr flokknum 24. apríl og gekk í Samfylkinguna.  Föðurætt mín er úr Arnarfirði og móðurættin frá Jökulfjörðum og Hornströndum og í báðum tilfellum, langt aftur í aldir.  Er ég því ekta Vestfirðingur.

Undir fyrirsögninni Færsluflokkar er flokkur sem heitir Vefurinn og ef smellt er á hann opnast síður þar sem ég er að skrifa ýmsar frásagnir.  Einnig er undir liðnum spaugilegt smá grín ofl. 

Ég leyfi öllum að skrifa athugasemdir við mín skrif.   En af gefnu tilefni hef ég ákveðið að þeir sem ekki kunna sér hófs í athugasemdum og nýta þær til persónulegra árása á mig og mína persónu, með allskonar skömmum og svívirðingum, mun ég hér eftir loka á slíka aðila.  Einnig mun ég henda út nafnlausum athugasemdum.  Því ég einn ber ábyrgð á því sem skrifað er á mína síðu.

jakobkr@internet.is     

GSM: 823-2954

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband