Icelandair

Rúmlega þriðjungur flugmanna Icelandair eða 116 af 314, hefur fengið uppsagnarbréf eða er að vinna uppsagnarfrest, eftir því sem fram kemur í septemberútgáfu fréttabréfs Félags íslenskra atvinnuflugmanna. Icelandair sagði upp 69 flugmönnum fyrir veturinn og tók hluti uppsagnanna gildi 1. september.

Það er ekki öfundvert hlutverk að vera flugmaður hjá Icelandair.  Það er ýmist verið að segja flugmönnum upp störfum og ráða síðan aftur þegar Icelandair hentar hverju sinni.  Það er farið með flugmenn, eins og þeir séu einnota og eru endurnýjaðir eftir þörfum hverju sinni.  Icelandair á dótturfélag sem heitir Loftleiðir og það félag stundar leiguflug út um allan heim og er með margar flugvélar.  Þeim flugvélum er ekki flogið af íslenskum flugmönnum, heldur flugmönnum frá láglaunalöndum og haf þar af leiðandi mun lægri laun en íslenskir flugmenn.

Nú er svo komið að íslenska ríkið ræður yfir meirihlutafjár í Icelandair í gegnum tvo af ríkisbönkunum.  Væri nú ekki betra fyrir ríkið að beita sér fyrir því að Icelandair og Loftleiðir notuðu eingöngu íslenska flugmenn.  Íslensku flugmennirnir greiða sína skatta hér á landi á meðan hinir erlendu flugmenn greiða þá í sínu heimalandi.


mbl.is Þriðjungur á uppsagnarfresti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hvumpinn

Segðu, það hlýtur að vera augljós þjóðarhagur að koma mönnum af atvinnuleysisbótum og í vinnu sem skapar ríkinu skattekjur.  En doðinn í ríkisstjórn Íslenska Alþýðulýðveldisins er slíkur að þaðan er einskis að vænta...

Hvumpinn, 17.9.2009 kl. 10:45

2 identicon

Hvað er að því að félag eins og Loftleiðir leigi flugvélar í verkefni án áhafna,  þ.e. eingöngu flugvélina?  Eiga bílaleigur á íslandi eingöngu að leigja bíla með íslensku bílstjórum?  Menn þurfa að koma flugvélum í vinnu þannig að eitthvað fáist upp í gríðarlegar fjárskuldbindingar sem felast í flugvélum. Það standa verkefnalausar vélar um allan heim.

Þú værir hugsanlega til í að taka þátt í þeim kostnaði sem fælist í að vera með fullt af verkefnalausum flugmönnum í vinnu hjá ríkinu og skuldbindingu í flugvélum sem standa í hlaðinu? 

Ekki ég.

Borgari 17.9.2009 kl. 11:08

3 identicon

BúHúuuuu, alltaf verið að níðast á flugmönnunum sem eru með vel á aðra milljón á mánuði.  Þeir eru svo fljótir að koma þessu í fréttirnar og fjölmiðar gleypa þetta alltaf hrátt án nokkurrar gagnrýni.  Fjölmiðlar tala ekkert um þegar verið er að segja upp skrifstofufólki, verkamönnum eða sambærilegum starfskröftum hjá þessu sama félagi.  Dæmið er einfalt, flugfélagið þarf að skila hagnaði til að geta gengið og þarf að aðlaga sig að aðstæðum hverju sinn.  Þarf að geta fjölgað áhöfnum og fækkað eftir árstíðum því farþegafjöldi sveiflast og þar af leiðandi þörfin á aukinni ferðatíðni eða fækkun ferða.  Þótt Ríkið, gegnum bankana, fari núna með meirihluta í stjórn félagsins er óþarfi að félagið breytist í félagsmálastofnun fyrir hálaunamenn. Það er bara svo að í alþjóðlegu umhverfi, sem flugmenn notuðu sér til að réttlæta þessi háu laun upphaflega, þá er fjöldi flugmanna um allan heim annaðhvort atvinnulaus eða verður að taka að sér lausamennsku gegnum áhafnaleigur.  Ég styð miklu frekar að öllum flugmönnum verði sagt upp og þeir fengnir gegnum áhafnaleigur eftir þörfum.  Þannig vinna flest flugfélög sem eru að skila sem mestu hagnaði og hafa þar af leiðandi fjármuni til að endurnýja vélar, greiða arð, auka markaðssetningu og gæti Icelandair því aukið fjölda ferðamanna til landsins frekar en að þurfa endalaust að hlusta á ástíðabundið væl flugmannanna.  Við sjáum hvernig er komið fyrir flestum stóru "ríkisflugfélögunum" eins og SAS, Air France, Alitalia, KLM að ég tali ekki um bandarísku flugfélgin sem eru bundin í klafa verkalýðsfélaga flugmanna og hafa ekki efni á að endurnýja vélaflotann og fljúga vélum sem eru komnar vel á eftirlaunaaldurinn. Þau félög vestanhafs og austan sem best ganga eru þau sem eru sveigjanleg og fljót að aðlaga sig markaðsaðstæðum og árstíðum.  Þau hafa ekki efni á að vera félagsmálastofnanir og eiga alls ekki að vera slíkar.

Matthias Kjartansson 17.9.2009 kl. 11:10

4 identicon

Sæll Jakob undrandi er ég á að svona óhugsuð skrif komi frá þér manni sem sjálfur hefur staðið í stórrekstri hér áður fyrr. Í fyrsta lagi er rangt með farið hjá þér að Loftleiðir séu eingöngu með flugmenn sem séu frá láglaunasvæðum það vinna margir íslenskir flugmenn hjá Loftleiðum. Vandamálið er samt alltaf það sama reksturinn þarf að standa undir sér og að tala um að af því ríkið eigið félagið óbeint þá sé hægt að fara að ráða dýrara fólk og tryggja því vinnu á tímum þegar ekkert er að gera. Svona sjónarmið er nú bara það sama og að segja að við skattborgararnir eigum að tryggja flugmönnum sína milljón á mánuði hvað sem líður þörfinni fyrir vinnu þeirra. þetta er bara bull í þér Jakob. Ég man eftir þegar þú varst forstjóri í frystihúsinu á Bíldudal ekki borgaðir þú okkur laun eða hélst okkur í vinnu þegar enginn fiskur var til að vinna. Hvaða stefnubreyting er þetta hjá þér núna villt að við skattborgarar stöndum undir hálaunamönnum sem ekki er þörf fyrir. Hitt er svo annað mál sem flugmenn í Félagi Íslenskra atvinnuflugmanna mættu hafa í huga og það er að þeir eru alls ekki samkeppnisfærir við verktaka úti í heimi. Íslenskir flugmenn og verktakarnir eru með svipuð laun ósamkeppnishæfni íslensku flugmannanna byggist ekki á mismunandi launum heldur því að íslensku flugmennirnir skila ekki nema um 60% af þeim vinnutíma sem erlendir flugmenn í verktakavinnu gera. Jakob þú hefðir hér áður fyrr ekki viljað hafa mig í vinnu ef ég hefði bara skilað 60% af vinnuframlagi hinna í frystihúsinu.

Heiða 17.9.2009 kl. 11:18

5 identicon

"Þú værir hugsanlega til í að taka þátt í þeim kostnaði sem fælist í að vera með fullt af verkefnalausum flugmönnum í vinnu hjá ríkinu og skuldbindingu í flugvélum sem standa í hlaðinu?"- Þessi skrif lýsa vel vanþekkingu á þessum málum og dæma sig sjálf.

Það er víst nóg af verkefnum hjá dótturfélagi Icelandair sem flugmennnn Icelandair hafa áður sinnt, þannig að það væri lítið mál að koma stórum hluta af þessum mannskap í vinnu með næg verkefni.

Það er nú reyndar svo að vegna gengis krónunnar eru þessir erlendu flugmenn dótturfélags Icelandair jafnvel betur launaðir en íslenskir flugmenn. Það eina sem Icelandair sparar á því að láta erlenda verktaka fljúga þessum vélum eru launatengd gjöld.

Fritz 17.9.2009 kl. 11:26

6 identicon

Vil benda þér á Heiða að það starfa ENGIR íslenskir flugmenn hjá Loftleiðum. Íslenskir flugmenn hafa hins vegar áður sinnt störfum fyrir Loftleiði, en nú eru eingöngu erlendir flugmenn sem eru verktakar annars dótturfélags Icelandair, SmartLynx, sem vinna við verkefni á vegum Loftleiða.

Það er líka fráleitt að halda því fram að íslenskir flugmenn á kjarasamning hjá FÍA skili ekki nema 60% af vinnutíma þess sem erlendir verktakar skila. Kjarasamningarnir eru mun sveigjanlegri þegar kemur að leiguflugi og fyllilega sambærilegir þeim lögum sem verktakar verða að fljúga eftir. 

Air Atlanta hefur í borg ár verið á leiguflugsmarkaði úti í heimi sem þeir hafa mannað það með íslenskum flugmönnum á FÍA samning og gengið vel. Spurningin er af hverju vill Icelandair ekki gera þetta líka?

Fritz 17.9.2009 kl. 11:36

7 Smámynd: Margrét Elín Arnarsdóttir

"BúHúuuuu, alltaf verið að níðast á flugmönnunum sem eru með vel á aðra milljón á mánuði." Skrifað af Matthíasi!

Hvaðan fær fólk eiginlega þessar ranghugmyndir??? Ég held að einu flugmennirnir sem nái yfir milljónina séu yfirflugstjóri og þjálunarstjóri. Hinir eru margir hverjir með MIKLU lægri tekjur. Og þessir flugmenn sem hafa verið í uppsögnum eru kannski einungis að fá 3 mánuði í vinnu á mánuði, þannig að jafnvel þó svo að þeir væru með milljón á mánuði(sem þeir eru ekki) þó væri þetta samt ansi svart, eftir að fólk er vant því að hafa tekjur allt árið og búið að skuldsetja sig skv. því og kannski með stórar fjölskyldur. Ótrúleg þessi andúð í garð flugmanna alltaf hreint hjá sumum - veit ekki betur en við séum stöðugt að sjá fréttir af fjöldauppsögnum...

Margrét Elín Arnarsdóttir, 17.9.2009 kl. 11:53

8 identicon

Sæll Fritz það skildi þó ekki vera að þú sért á vegum FÍA ? Ég stend við það að effektifur vinnutími flugmanna hjá FÍA er ekki nema milli 60% og 70% af þeim flugtímum sem flugmenn meiga fljúga á ári. Skv alþjóðlegum reglum meiga flugmenn fljúga milli um 900 klst á ári og verktakar sem ráðnir eru t.d. í London skila yfirnærri 900 raunverulegum flugtímum meðan þeir hjá FÍA skila ca 650 tímum að meðaltali. Ástæðan er óbilgjarnir samningar af hálfu FÍA en í því félagi er hópur fólks sem telur að það sé merkilegra og sinni merkilegri störfum en annað fólk þó þetta séu ekkert nema "rútubílstjórar" nýrra tíma. Stærsta vandamálið við að ráða FÍA fólk í vinnu skv því sem ég heyri er að auk afar leiðinlegs viðmóts gagnvart atvinnurekanda sínum þá t.d. ferðast þetta fólk allt til og frá vinnu í launuðum vinnutíma meðan aðrir sætta sig við að koma sér til vinnu sinnar í eigin tíma. Hvernig eiga Loftleiðir að geta verið samkeppnisfærir í verðum um verkefni úti í heimi ef félagið þarf að ráða ykkur FÍA menn með þeim kjörum að vinnutími ykkar byrjar við Loftleiðahótelið en ekki t.d. á Indlandi þar sem hið raunverulega flug fer fram ? Ég vinn ekki hjá Icelandair og hef eldrei gert þó ég þekki marga sem þar vinna og eru ánægðir þó ekki séu þeir á háum flugmannalaunum. Mér ofbýður frekjan og tillitsleysið í þessu stéttarfélagi FÍA sem virðist verja mestum krafti sínum í að rífa niður fyrirtækið sem hefur flesta starfsmenn FÍA í vinnu. Mér finnst fáránleg vinnubrögð að vera stöðugt nöldrandi og hótandi verkföllum um hábjargræðistímann. Þið FÍA menn og aðrir nútíma rútubílstjórar ættuð að læra að skammast ykkar og svona um leið prófa að lifa á þeim launum og kjörum sem við hin í þessu landi þurfum að búa við.

Heiða 17.9.2009 kl. 11:54

9 identicon

Þvílík meðferð á starfsfólki á Íslandi. Gildir ekki þarna EES réttur? Eða er það bara í ESB sem starfsfólk hafa viss réttindi?
Þeir eiga vonandi rétt á góðum starfslokasamningi eins og gengur í ESB, sirka mánaðarlaun fyrir hvert ár sem þeir hafa unnið þarna.

Ísland er orðið þvílíkt láglaunaland að milljón í tekjur á mánuði er næstum því það sem konan mín er með á mánuði sem kennari (í Þýskalandi). Það voru aðrir tímar þegar krónan var og hét...

Einar Hansson 17.9.2009 kl. 11:57

10 identicon

Margrét, skoðaðu tekjublaðið hjá Frjálsri verslun.  Þú sérð ekki marga almenna skrifstofumenn flugfélaga þar, en til upplýsinga, þá verða tekjur flugfélaganna til hjá sölufólkinu, hinum almenna skrifstofumanni, ekki flugmönnunum, þótt þeir haldi það etv.  Það flýgur enginn með flugfélagi eingngu vegna flugmannanna! Flugfreyjurnar skila töluverðum tekjum gegnum söluna um borð og eru þ.a.l. verulega verðmætir starfsmenn.  Hinsvegar, þá halda flugmennirnir að félagið myndi aldrei ganga án þeirra, sem er að vissu leiti rétt, en þeir myndu heldur ekki hafa vinnu ef ekkert væri sölufólkið sem skapar tekjurnar.  Þeir eru bara eitt tannhjól í stórri vél, og verða að sætta sig við það.  Flugmenn eru verulegur kostnaðarþáttur í starfsemi félagsins, og er ekki bara talinn launakostnaður, heldur verður einnig að taka til annarra þátta svo sem þjálfunar, ferðalaga, hótelkostnaðar, o.s.frv.  Ég ætla ekki einusinni að fara inn á fríðindapakkann.  Það er fækkað í öllum deildum á haustin og bætt inn á vorin og það á að sjálfsgðu að eiga við um flugmenn eins og aðra.  Afsökun um að þeir séu búnir að skuldsetja sig miðað við eitt og annað á bara alls ekki við í þessu efni.  Ef þeir eru ráðnir tímabundið, þá er það tímabundið eins og hjá öðru vertíðarfólki.  Ég hef enga samúð með þeim eins og þú etv sérð en þeir eru samt nauðsynlegir starfsmenn, en ekki óútskiptanlegir.

Matthias Kjartansson 17.9.2009 kl. 12:16

11 identicon

Flugmenn bera mikla ábyrgð og eru meðvitað eða ómeðvitað stressaðir fyrir hvert flugtak og hverja lendingu. Þetta er starf sem kemur adrenalíninu af stað oftar en hjá einhverjum skrifstofublókum.

Fyrir þetta meðal annars er meðalaldur flugmanna styttri. Þeir eu líka útsettir frekar sterkri geislun mest allan vinnutíman sinn sem fer heldur ekki vel með líkamann.

Svo kemur ofan á það að þurfa að vakna klukkan 4 um miðja nótt til þess að fara í vinnuna, en því miður ekki reglulega. Það eru ekki allir sem geta það.

Flestir flugmenn hafa samt gaman af starfinu, a.m.k. þeir sem ég þekki.  Faðir minn fórst reyndar í flugslysi þegar ég var snáði, en ég veit að hann elskaði starfið.

Einar Hansson 17.9.2009 kl. 12:33

12 Smámynd: Margrét Elín Arnarsdóttir

Matthías, þeir eru nefininlega ekki ráðnir tímabundið. Þeir eru fastráðnir og fá síðan uppsagnarbréf, oft sama dag og þeir fá ráðninguna. Núna eru menn sem fengu fastráðnigu árið 2000 að lenda í því að fá uppsagnarbréf, búnir að vera í föstu starfi í 9 ár og því alls ekki óeðlilegt að fólk lifi skv. sínum tekjum, en það var ekki punkturinn minn, heldur var ég að gagnrýna það sem þú segir um laun flugmanna. Ég þarf ekkert að skoða tekjublaðið, ég þekki vel flesta flugmennina sem þar eru nefndir og svo bý ég með einum slíkum, veit því vel hvað flugmenn hjá Icelandair eru með í laun og bið þig endilega um að kíkja aftur í tekjublaðið og þá sérðu að ég fer með rétt mál, það eru eiginlega bara yfirlfugstjóri og þjálfunarstjóri Icelandair sem ná milljóninni...ef þú kíkir síðan neðst á listann sérðu hvað hinn "venjulegi" flugmaður hjá Icelandair er með í laun! Skrif þín eru síðan full af fordómum í garð flugmanna sem ég veit ekki hvaðan koma! Ætlarðu í alvörunni að halda því fram að þú rekir flugfélag án flugmanna?!? Ætlarðu svo að kenna flugmönnunum um hversu dýr þjálfun þeirra er? Held að flestir sem ferðast e-n tímann með flugvélum séu því fegnir að mikið sé lagt til í þjálfun og endurþjálfun þeirra!

Margrét Elín Arnarsdóttir, 17.9.2009 kl. 12:34

13 Smámynd: Margrét Elín Arnarsdóttir

Heiða þetta er einfaldlega ekki rétt hjá þér. Hámarks flugtími flugmanna Icelandair eru 85 flugstundir á mánuði, það gera jú ca. 900 flugtímar á ári ekki satt? Þessi launuðu ferðalög sem þú talar um er síðan svokallaður duty tími sem hefst við mætingu í "pikköpp" og lýkur klukkutíma eftir að flugvélin lendir(ekki eftir að áhöfnin er komin út úr vélinni eða einu sinni út úr Leifstöð). Flugmenn fá aftur á móti ekki borgað eftir duty tíma heldur fá þeir mánaðarlaun, duty tíminn er til þess að passa upp á nægan hvíldartíma, þessi málflutningur þinn fellur því um sjálfan sig!

Ef að þú vinnur hjá fyrirtæki og átt að mæta á fund í London á þriðjudagsmorgni, flýgur þ.a.l. til London á mánudegi og ert komin til baka á miðvikudegi, færðu þá bara borgað akkúrat á meðan þú ert á fundinum? Skv. þínum málflutningi finnst þér væntanlega að það ætti að draga af tekjum þínum amk 2 daga á meðan þú varst á ferðalagi fyrir atvinnurekandann þinn ekki satt?

FÍA menn eru svo bara venjuleg millitekjustétt langflestir amk. Nema hvað að flestir þeirra eru langt um meira skuldsettir heldur en "við hin sem þurfum að búa í þessu landi" og með langt um minna starfsöryggi í ofan á lagt!

Margrét Elín Arnarsdóttir, 17.9.2009 kl. 12:40

14 Smámynd: Hvumpinn

Matthías Kjartansson veit greinilega ekkert um hvað hann er að tala. Það félag vestanhafs sem best gengur (Southwest) greiðir líka ein hæstu flugmannalaunin og skiptir ekki við neinar áhafnaleigur.

Air France/KLM (Groupe Air France) gengur í raun býsna vel, og notar engar áhafnaleigur.  SAS og Alitalia eru búin að vera "basketcases" lengi. 

Áhafnaleiguflugmenn eru í dag með þessu ræfilsgengis krónunnar dýrari en íslenskir.  Hinsvegar gilti ákveðið prinsipp hjá fyrrverandi eigendum Icelandair Group (framsóknarmanninum Gunnlaugi Sigmundssyni) og sumum (vonandi) fráfarandi stjórnendum grúppunnar.  Þau prinsipp hafa kostað félagið marga milljarða og gera enn.  Það er viðurkennt af forstjóranum.

Flugmenn á fyrstu fimm starfsárum eru líklega með um 500.000 á mánuði, það skilar um 160.000 á mánuði í skatta sem er ríflega 300.000 betri þjóðhagsleg staða en að hafa þá á atvinnuleysisbótum.

Og það stefnir í að eftir mánaðamótin verði þetta 116 menn x 300.000 þ.e. 35 milljónir á mánuði. 

Bullið í Heiðu er síðan sér partur, ef flugmaður á að fljúga t.d. frá Indlandi og það tekur 2 daga að komast þangað, á hann þá að ferðast þangað á einhverjum þeirra 8 frídaga sem hann á í mánuði?

Hvumpinn, 17.9.2009 kl. 12:53

15 identicon

Margrét, ég er ekki að halda því fram að félagið gangi án flugmanna, en þeir eru bara eitt tannhjól i vélinni.  Þeir fengju ekki vinnu án sölufólksins og þeirra sem skapa tekjurnar og eru þ.a.l. ekkert mikilvægari en hinir allir, þótt þeir haldi því fram sjálfir.  Varðandi þjálfunarkostnað, þá skal upplýst að flugmenn hjá t.d.  Ryan Air þurfa að sækja sér sína þjálfun á sinn kostnað og sparar flugfélagið sér þann kostnað.  Það virðist þó ekki hindra flugmenn í að sækjast eftir starfi þar og bíða menn og konur í röðum eftir vinnu hjá þeim.  Ég er ekki fordómafullur gagnvart flugmönnum heldur finnst mér þeir ávallt upphefja sig á kostnað annarra starfsmanna félaganna sem eru alveg jafn mikilvægir. Hroki og yfirgangur er ekki til þess fallinn að skapa samúð.  Í stað þess að vera alltaf að stilla sér upp sem fórnarlömbum, eins og er árstíðabundið hjá flugmönnum, þá myndi þeim farnast betur að taka saman við stjórnendur félaganna og finna lausn á þessum árstíðabundnu sveiflum á þ örfinni.  Nei, þeir gera það ekki, þeir hafa ekki verið úti á örkinni að afla verkefna.  Það er annarra að gera það en síðan væla þeir um leið og dregur saman og fjölmiðlar gleypa fréttatilkynninguna hráa og "BúHúuuuu, við getum ekki borgað lánin okkar", og allt það.  Það eru nefnilega fleiri í sama bransa sem lenda í þvi að geta ekki borgað af lánunum sínum og margir þeirra sem hafa misst vinnuna.  Ég þekki vel til í þessum geira eftir að hafa umgengist flugmenn og aðra flugliða áratugum saman ásamt því að vera starfandi í ferðageiranum og þurfa þvi að hafa veruleg samskipti við almenna starfsmenn bæði flugfélaganna og ferðaskrifstofanna og því kemur mér þetta sjónarmið flugmanna alls ekki neitt á óvart, það er bara að að þessi korn sem falla frá þeim reglulega sem eru að nálgast það að fylla mælinn af þvílíku bulli að mér fannst ég þurfa að leggja fram mitt álit.

Matthias Kjartansson 17.9.2009 kl. 13:07

16 Smámynd: Margrét Elín Arnarsdóttir

Bíddu eru fjöldauppsagnir á skrifstofunni hjá Icelandair núna? Nei, en það er það hjá flugmönnum, þar virðist alltaf vera fyrst skorið niður og restin látin vinna á frídögum. Ef það væri fjöldauppsögn núna hjá skrifstofufólkinu þá væri líka frétt um það - myndir þú vera að saka það um væl??? Ryanair borgar endurþjálfun starfsmanna sinna sem er árlega og er mikill kostnaður fyrir þá enda eru flugmenn í stöðugri endurþjálfun(sem betur fer).

Síðan hvenær er það hroki að vera ósáttur við að missa vinnuna sína og það þegar atvinnurekandinn þinn er að ráða verktaka í massavís og það á hærri launum en þeir þyrftu að borga þér? Lestu síðan kommentið hjá Hvumpnum fyrir ofan þitt komment! Og þó að margir aðrir í sama bransa hafi líka misst vinnuna á þeim þá bara að standa á sama og þegja, þó að þeir viti að þeir þyrftu kannski ekki að vera að missa vinnuna? Og hvað veist þú um það nákvæmlega hvað FÍA er að reyna að gera og hversu MIKLU þeir hafa fórnað og gefið eftir til þess að reyna að komast til móts við stjórnendur fyrirtækisins? Er það flugmannanna að þínu mati að afla verkefna fyrir fyrirtækið? Veit ekki betur en það fullt af fólki sem fær borgað mjög há laun einmitt til þess! 

Ég er e-n veginn alveg á því að það sé alveg sama hvað stétt fái hópuppsagnir, fólki þyki það miður og almennt leiðinlegt að fólk sé að missa vinnuna. En þegar flugmönnum er sagt upp í massavís og verið að brjóta á þeim lög og reglur og þeir dirfast að hafa skoðun á því þá eru þeir hrokafullir! Það er e-ð alveg algjörlega rangt við þetta!!!

Margrét Elín Arnarsdóttir, 17.9.2009 kl. 13:26

17 identicon

Hvumpinn,

Ertu búinn að skoða Delta, United, American, og öll þau félög þar sem verkalýðsfélögin eru öflugust. Þau eru í vægast samt ömurlegri stöðu og verið er að reyna að sameina Delta og NorthWest en gengur illa vegna rosalegra öflugra verkalýðsfelaga, bæði starfsfólks á jörðu niðri sem og í loftinu. Þú gleymir líka að skoða hvernig SouthWest varð til.  Þar eru menn ekki í verklýðsfélögum flugmanna heldur eru starfsmenn að hluta til eigendur félagsins.  Ég get líka minnst á þau félög sem best ganga eins og Jet Blue vestanhafs og Easy Jet austan hafs.  Ef við skoðum stöðu flugfélaga sem næst okkur standa þá farnast þeim best sem hafa sem mestan sveigjanleika og eru fljótust að aðlaga sig breyttum aðstæðum, bæði í efnahagsumhverfi sem og á mörkuðum. Það er að hluta til ástæða þess að flugmönnum sem og öðrum fugliðum og starfsfólki er fækkað tímabundið með skjótum hætti ef markaðsaðstæður breytast eins og gerist hjá okkur á haustin og aftur á vorin.  Félög eins og Icelandair þurfa að geta brugðist við fljótt og vel.  Ég sé, hinsvegar, FIA ekki vera neitt að beita sér gagnvart sínum kollegum hjá skúffufyrirtækinu Iceland express, sem óljóst er hver á né hvernig er rekið né heldur hvernig flugmanna eða öðrum starfsmannamálum er fyrirkomið þar. Þar draga menn saman á örskotsstundu vegna breyttra aðstæðna án þess að FIA sé nokkuð að hafa samúð þar með sínum kollegum. Þar hef ég heyrt að menn fái bara greitt eftir flognum tímum, engin föst mánaðarlaun, og á þetta við um bæði flugmenn og flugliða.  Það er erfitt fyrir félag eins og Icelandair að berjast við þetta með sinn mikla fasta kostnað.

Matthias Kjartansson 17.9.2009 kl. 13:29

18 Smámynd: Margrét Elín Arnarsdóttir

Og þess má einnig geta, að Atlana, sem byggur sína starfssemi að miklu leyti á verktökum, er með þannig samninga að þeir þurfa að segja upp öllum sínum verktökum áður en þeir byrja að segja upp sínum fastráðnu starfsmönnum - sem er akkúrat öfugt við það sem Icelandair er að gera, en manni finnst akkúrat vera "eðlilega" leiðin og Icelandair ætti að fara létt með að fara!!!

Margrét Elín Arnarsdóttir, 17.9.2009 kl. 13:41

19 Smámynd: Margrét Elín Arnarsdóttir

FÍA er marg oft búið að benda á þetta IE dæmi en málið eru jú að IE er ekki með NEINA stafsmenn, þeir eru eingöngu ferðaskrifstofa. FÍA hefur síðan engin völd til að stöðva slíka starfssemi, það er búið að benda stjórnvöldum á þetta!

Margrét Elín Arnarsdóttir, 17.9.2009 kl. 13:43

20 Smámynd: Margrét Elín Arnarsdóttir

átti að sjálfsögðu að vera flugmenn ekki starfsmenn ;)

Margrét Elín Arnarsdóttir, 17.9.2009 kl. 13:48

21 identicon

Margrét, nei engar fjöldauppsagnir hjá skrifstofufólki Icelandair hérna heima nýlega heldur hefur verið sagt upp tugum starfsmanna erlendis, beggja vegna Hafsins og vinnan flutt hingað heim sem hefur reddað þeim starfsmannamálum í bili amk. Það hafa hinsvegar ekki verið neinar ráðningar þrátt fyrir aukna vinnu við það að flytja störfin hingað heim.  Heldur engar launahækkanir, bara meira vinnuálag. Algjört ráðningarbann. Símsvörun bæði frá USA og Evrópu er að megninu til flutt heim, við eigum nóg af góðu tungumálafólkii til að svara símum, og einnig eru nær öll útgáfumál ferðagagna komin hingað heim, þökk sé Netinu. Þetta er að mestu tilkomið vegna þess að það starfsfólk sem vann við þetta sá að það væri hægt að flytja þessi mál hingað til lands og vernda störf og bentu stjórnendum á þessa möguleika, öfugt við það sem þú bendir á að það sé ekki í verkahring flugmanna að benda á verkefni. Heldur sé það annarra.  Það er nefnilega svo í dag að stjórnun stórfyrirtækja er ekki bara ofanfrá og niður, heldur á hún einnig að ganga upp til stjórnenda sem þiggja leiðbeiningar og tillögur frá  lægra settum sem sjá oft aðra möguleika í stöðunni og ef það leiðir til sparnaðar og hagræðingar, þá að sjálfsögðu taka stjórnendur tillit til þess.  Það er ekki bara að sitja og væla, aftur og aftur.  Allir eru vondir við mig, BúHúuuuu.  Bendið á tillögur til lausna og á þær verður fallist ef þær "meika einhvern sens" í aurum talið

Matthias Kjartansson 17.9.2009 kl. 13:49

22 identicon

Matthias.

Þú segist þekkja vel til í þessum bransa, og þá ættir þú að vita að Iceland Express er ekki með flugrektrarleyfi. Þeir sem fljúga fyrir þá er breskt fyrirtæki, Astreus, sem er í sömu eigu reyndar. Því væri það óeðlilegt fyrir FIA að skipta sér að flugmönnun þeirra, þeir eru í öðru stéttarfélagi, BALPA, sem er séttarfélag breskra flugmanna. Veist þú eitthvað um hvort þeir hafi eitthvað verið að berjast fyrir réttindum sinna manna? Veist þú einnig hvort að þegar IE dregur saman hjá sér hvort Astreus segir sínum flugmönnum upp?

Hvað er að því að stéttarfélag berjist fyrir réttindum og kjörum sinna félagsmanna? Til þess voru þau stofnuð, og í staðin fyrir að vera úthrópa menn hér sem vælukjóa vegna þess að þeir hafa svo há laun að þínu mati, eigum við ekki frekar að standa upp og klappa fyrir því að einhverjir eru að berjast fyrir kjörum launþega. Burt séð frá hvað þér eða öðrum fynnst þeir eigi að hafa í tekjur!

Bratz 17.9.2009 kl. 13:56

23 identicon

Ég veit alveg hvernig IE er byggt upp og að Astreus flýgur fyrir þá.  FIA, sem stéttarfélag hálaunamanna, hefur helst verið að berjast við að reyna að lögsækja Icelandair fyrir að ráða flugmenn, að þeir halda án tilskilinna leyfa, til dótturfélaga Icelandair Group í Eystrasaltslöndunum og hefur mikið púður farið í það.  Flugfélagið Icelandair, hvar flestir þessir flugmenn starfa, á ekkert í þessum félögum heldur móðurfélag Icelandair, sem á einnig Loftleiðir, Icelandair Hotels og þessháttar.  Það er þvi í rauninni ekkert við flugfélagið Icelandair að sakast í þessu máli heldur eigharhaldsfélagið sem, líkt og Fengur sem á IE og Astreus, heldur mörgum höttum á lofti og hvert félag hefur sína stjórn og stjórnendur og kröfur frá móðurfélaginu um hagnað og framlegð.  Það verður ekki skilið á annan veg en að dótturfélögin hafi ekki neinum skildum að gegna gagnvart FIA þar sem samningar FIA séu við flugfélagið Icelandair en ekki Icelandair group.  Það er því ekki neitt skilyrði að dótturfélögin verði að taka við FIA flugmönnum í þau verkefni sem þau eru að vinna að.  Móralskt hugsanlega, en ekki lagalega. Þetta væri eins og ef Icelandair Hotels ættu hótel í Tallin þá bæri þeim skilda að ráða til sín starfsfólk frá Íslandi.  Hvað ef það ætti nú hótel í Kina? Hvílík firra. Það er ekkert að því að stéttarfélag berjist fyrir réttindum og kjörum sinna félagsmanna, það er þeirra verk, en það þarf þá að gerast á skynsaman hátt með samvinnu við vinnuveitendurna.  Annað er bara barátta við vindmyllur, og við vitum hvernig sú barátta fór.

Matthias Kjartansson 17.9.2009 kl. 14:37

24 Smámynd: Jakob Falur Kristinsson

Það er aldeilis að þessi skrif mín hafa komið af stað umræðum.  Ég er ekki að óska eftir að ríkið blandi sér inn í rekstur Icelandair.  En hins vegar stend ég við þá skoðun mína að í leiguverkefnum erlendis ætti frekar að nota íslenska flugmenn en erlenda.  Þetta gerir Atlanta og það er mikið betra að fá skatttekjur af flugmönnum en að þeir séu á atvinnuleysisskrá.  Og talandi um hagnað þá er gengið á krónunni þannig að erlendu flugmennirnir eru dýrari starfskraftar en innlendir.  Ef þetta flugfélag Icelandair hefði alltaf haft hagnað af leiðarljósi þá væri það ekki í dag í eigu bankanna.  Hannes Smárason eyðilagði þetta félag og besta rekstrarmanninum var vikið frá, það er Sigurði Helgasyni,yngri.  Það er hægt að rífast endalaust um tekjur flugmanna, sem ég held að séu nálægt 500-600 þúsund á mánuði.  En þótt tekjurnar væru yfir milljón á mánuði, skiptir það ekki máli ef starfstíminn er einungis nokkrir mánuðir á ári hjá mjög mörgum.

Jakob Falur Kristinsson, 17.9.2009 kl. 14:38

25 identicon

Til þess að fljúga með farþega í flugvél þarf þrjár stéttir, flugmenn, flugfreyjur og flugvirkja. Þessar stéttir gætu í raun selt miða, innritað, þrifið flugvélina og hlaðið. Þá yrði tíðni fluga hinsvegar töluvert minni! Aðrar stéttir innan flugfélaga geta hins vegar ekki gengið í störf þessara þriggja stétta vegna sérhæfingar þeirra.

Yfirleitt hafa flugmenn svo ekkert að gera með hvernig þeir eru nýttir, það eru aðrir í þeirri deild.

Í flugreksti vinna menn og tapa peningum á því hvernig skipulagið er.

Ótrúlegt að lesa hérna þessa gremju til flugmanna, væri ekki rétt að skoða málið fyrst. Engin önnur stétt sem býr við það að þurfa að sanna að hún kunni það sem hún á að kunna og standast læknaskoðanir ellegar missi menn vinnuna!

Um að gera að fljúga mönnum gjörsamlega út, sleppa hvíldarákvæðum og borga minna, þannig mæta menn örugglega einbeittir í flug! Þá myndi maður taka Norrænu!

Góðar stundir.

Haraldur Óskarsson 17.9.2009 kl. 14:45

26 Smámynd: Hvumpinn

Þakka þér fyrir þetta Jakob, ég vil benda Matthíasi á að flugmenn eru í stéttarfélagi, Southwest flugmenn eru í SWAPA, sínu eigin stéttarfélagi, Jetblue menn eru að sækja um opinbera viðurkenningu á sínu félagi og Easyjet flugmenn eru í BALPA.  Svo er nú það.

Menn hafa verulega hnýtt í IEX lengi, en þar er flugrekandinn dapurt batterí á vegum Pálma Haraldssonar sem heitir Astraeus.  Þau kjör sem ungum (sumum íslenskum sem hafa greitt stórfé fyrir tegundarréttindin) eru engum sæmandi.

Hvumpinn, 17.9.2009 kl. 15:10

27 Smámynd: Hvumpinn

Enn má benda Matthíasi á að úrskurður á sameiningu starfsaldurlista flugmanna Northwest og Delta lá fyrir í desember 2008.  Delta reiknaði aldrei með að verða með sameinað flugrekstrarleyfi frá FAA fyrr en í árslok 2009.  Það stendur enn til.

Hvumpinn, 17.9.2009 kl. 15:18

28 identicon

Ágreiningurinn stendur ekki um það að fljúga flugvél, heldur reka flugfélag, og þá þarf meira en bara þessar 3 stéttir. Vegna þess talaði ég um tannhjólin í vélinni en sumir virðast ekki skilja hvað það þýðir.  Öll tannhjónin í vélinni þurfa að vinna saman.  Ég held að það væri frekar fljótt að fara á hausinn flugfélagið sem væri bara rekið af flugmönnum, freyjum og flugvirkjum.  Þetta með sérhæfinguna er skiljanlegt, en það að flugmennirnir þurfi að vera í FIA skil ég ekki.  Það er fullt af erlendum flugmönnum sem geta sinnt þessu verki og FIA menn verða að fara að gera sér grein fyrir því.  Margir hverjir eru tilbúnir að vinna þetta í verktakavinnu á tímabasis líkt og er hjá flugmönnum sem fljúga fyrir IE og öðrum flugfélögum. Meðlimir í FIA hafa unnið á svipuðum basa erlendis um árabil. Það er þetta sem ég er að reyna að benda á. Flugfélög í rekstri í dag þurfa að hafa sveigjanlegt vinnuafl til að takast hratt á við breytingar í rekstrarumhverfi, ellegar fara á hausinn.  Flugfélag er ekki bara það að halda í rattið, skrúfa skrúfur og bjóða kaffi eða te. Sérhæfingin nær til fleiri starfsstétta en þessarra þriggja.

Matthias Kjartansson 17.9.2009 kl. 16:40

29 Smámynd: Jakob Falur Kristinsson

Ég hef nú aldrei fengið eins mikil viðbrögð við nokkurri grein sem ég hef skrifað á þessa bloggsíðu mín og eru greinarnar þó nokkuð margar.  Skipta sennilega nokkrum þúsundum frá upphafi.

Jakob Falur Kristinsson, 17.9.2009 kl. 17:45

30 identicon

Skerpum á nokkrum atriðum sem mætti ræða meira hér. 1. FÍA bannar alfarið að flugmenn séu ráðnir tímabundið og því aþrf Icelandair að segja þeim upp um leið og þeir eru ráðnir til að geta mætt samdrætti að hausti. Jakob Kristinsson og aðrir ættu að skilja að það er sitt hvað að reka fyrirtæki og láta það ekki tapa og að halda upp vinnu til að borga skatta til ríkisins. Það er kjánaskapur að blanda þessu saman og það veit Jakob Kristinsson þó hann skrifi svona.

2. engin stétt í þessu landi hefur eins oft og á eins óvæginn hátt og FÍA lagt sig eftir að skaða það fyrirtæki sem veitir flestum félagsmönnum þeirra vinnu. Alltaf skului þeir boða verkföll með gildistöku á háannatíma í fluginu. Hver vill kaupa miða með flugfélagi sem fólk á von á að fljúgi svo ekki vegna verkfalla.

3. FÍA rekur mjög harða stefnu í að Icelandair er ekki frjálst að velja hvaða flugmenn það hefur í vinnu það er FÍA með sinn aldurslista sem ákveður það og því eru þeir elstu á listanum bara í því aðv era önugir og leiðinlegir segir mér fólk hjá Icelandair því þeir gömlu eru alveg öruggir með sig sama hvað þeir rífa kjaft og úthúða vinnuveitanda sínum.

4. Dagpeningar. Hvaða rétlæting er í því að flugmaður sem flýgur t.d. til Kaupmannahafnar eða London og heim samdægurs fái hluta launa sinna greiddan sem dagpeninga ? Menn fara varla í land í flugstöðinni en samt fá þeir dagpeninga en éta þó frítt á kostnað félagsins líka. Hvar er Steingrímur J ætti henn ekki að taka fyrir svona vitleysu.

Heiða 17.9.2009 kl. 20:36

31 identicon

Mögnuð umræða og greinilegt að Matthías Kjartansson er með mjög miklar ranghugmyndir um flugmenn og FÍA yfir höfuð. Sem félagsmaður í FÍA og flugmaður hjá Icelandair verð ég nú að bera hönd fyrir höfuð mér og segja mína hlið á málinu þar sem ég á nú að hætta um næstu mánaðarmót eftir að hafa verið í starfi hjá Icelandair Group samtals í næstum 6 ár.

Til að byrja með er FÍA með kjarasamning og svokallað forgangsréttarákvæði um vinnu við Icelandair Group og Icelandair og þ.a.l. á það við um þetta blessaða félag SmartLynx. Þetta forgangsréttarákvæði kveður á um forgang félagsmanna FÍA um vinnu á flugvélum Icelandair Group með nokkrum undantekningum eins og t.d. flugi Flugfélags Íslands. Icelandair Group tók uppá því að taka verkefni sem flugmenn Icelandair höfðu verið að sinna og setja það undir SmartLynx með stéttlausum verktökum sem margir hverjir hafa ekki einusinni atvinnuréttindi á EES svæðinu.

Loftleiðir eru ekki með einn einasta flugmann í vinnu hjá sér og hafa aldrei verið. Allir flugmenn sem hafa flogið á vegum Loftleiða eru flugmenn Icelandar og eru þau flug flogin á flugrekstrarleyfi Icelandair. Loftleiðir voru upphaflega stofnaðar til að halda utan um leiguflugsrekstur Icelandair og til að afla vélum og mannskap Icelandair verkefni. Síðan þegar sá rekstur fór að vaxa að þá fannst stjórnendum Loftleiða kjarasamningur FÍA og Icelandair vera að setja þeim of strangar skorður sem fólust aðallega í flugtímahámörkum og hámarksútiveru svo dæmi séu tekin. Uppúr því var samin sérkafli í kjarasamning FÍA og Icelandair sem gildir um leiguflug. Þar eru vinnu- og flugtímamörk mjög nálægt reglugerð og því er það algjör fásinna að nýting á FÍA mönnum sé 60-70% af því sem aðrir flugrekendur geta nýtt sínar áhafnir. Það fer að sjálfsögðu eftir eðli flugsins sem stundað er hversu mikið er hægt að nýta áhafnir og þýðir ekki að bera saman epli og appelsínur í þessum efnum.
Það að flugmenn byrji ekki vinnuna sína erlendis á einhverjum tilteknum flugvelli hefur ekkert með kjarasamninginn að gera heldur er það bundið í lög að allur tími sem fer í það að ferðast til og frá vinnu telst til vakttíma þar sem það er á vegum vinnuveitandans að ferðast. FÍA kemur þar hvergi nálægt. Löggjöf um vinnu- og vakttíma flugáhafna er eðlilega nokkuð ströng og eru öll félög núna í Evrópu undir sömu reglugerð í gegnum EASA sem er undirstofnun ESB. Á Íslandi eru þessi lög nr. 1043/2008 (hvet þig Matthías að lesa þau áður en þú uppfyllir kollinn af meiri ranghugmyndum um vinnutíma flugmanna). Skemmst er frá því að segja að FÍA hefur nú nýlega gefið þá undanþágu frá kjarasamningi um að hægt sé að fljúga leiguflug eftir reglugerðinni og því er nýting FÍA manna algjörlega sambærileg við aðra hvort sem þeir eru í stéttarfélagi eða vinna sem verktakar.

Varðandi laun flugmanna, þar er Matthías algjörlega á annari plánetu en Jörðinni. Það að sjálfsögðu verður að skoða hvað liggur að baki t.d. námi flugmanna. Auk þess verður að skoða hvað liggur mikil vinna/fjarvera að baki í starfinu. Mjög algeng fjarvera flugmanns Icelandair frá heimili sínu í venjulegum mánuði er 200+ klst og stundum fer hún hátt í 500 klst á EINUM MÁNUÐI. Við erum samt alltaf á okkar föstum mánaðarlaunum. Að sjálfsögðu eru nætur á hótelum og annað slíkt inni í því en samt fjarvera frá heimili og fjölskyldu. Að örðu leiti eru laun flugmanna Icelandair töluvert lægri en gengur og gerist í sömu störfum erlendis og það er jú það sem við miðum við.

Svo er einn punktur sem lítið hefur verið talað um og það er þegar okkur er hent út á veturnar þýðir lítið fyrir okkur að reyna að fá einhverja sómasamlega atvinnu því atvinnurekendur vita jú að flugmenn vilja fljúga (eðlilega) og um leið og kallið kemur aftur að þá erum við farnir. Þannig að það sem er hvað mest gagrýnivert við þetta er að flugmennirnir sem þurfa að hætta á veturna taka þátt í að ná í mestan hagnaðinn yfir sumarmánuðina og fá svo ekki að njóta góðs af því yfir veturinn. Sveiflujöfnunin er alfarið á kostnað flugmannanna.

Málið er bara það, að það er mjög auðvellt fyrir fólk að gagrýna flugmenn og skil ég það bara mjög vel því starfið hefur í gegnum árin verið sveipað einhverjum dýrðarljóma sem ég hef aldrei skilið. En hafandi unnið við starfið í þónokkur ár að þá er á engan hátt hægt að líkja þessu starfi við neitt annnað. Þetta er sérfræðistarf sem krefst mjög mikillar sérfræðiþekkingar, kunnáttu og síþjálfun og að sjálfsögðu er farið fram á laun í samræmi við það. Ef þú ert búinn að eyða úr eigin vasa hátt í 10 milljónum (sem er ca verðmiðinn á flugnámi í dag) í eitthvað nám að þá er það að mínu mati ekki óeðlilegt að fara fram á laun í samræmi við það.

Svo til að víkja aðeins að fullyrðingum Heiðu.

1. Það er aðeins til fastráðning í kjarasamningi FÍA og Icelandair og er það samningur tveggja aðila sem báðir samþykktu þannig að það er ekki bara FÍA sem á þar hlut að máli.

2. Hvað gerist þegar t.d. kennarar, hjúkrunarfræðingar, ljósmæður, sjúkraliðar og atvinnubílstjórar boða verkfall? Á hverjum bitnar það? Það bitnar á öllum, bæði mér og þér og er verkfallsrétturinn eitthvað sem FÍA hefur farið mjög sparlega með s.l. ár svo ekki sé meira sagt. Verkfall veldur alltaf einhverjum skaða og er neyðarúrræði sem er notað sem slíkt. Flugmenn t.d. sækja ekki kjarabætur á einstaklingsgrundvelli, við erum dæmigerð taxtastétt eins og svo margar aðrar.

3. Vísa í umtal mitt hér að ofan um forgangsréttarákvæði. Að sjálfsögðu er það sanngjörn krafa um að félagsmenn FÍA sem er samningsaðili við Icelandair/Icelandair Group hafi forgang til vinnunar. Ég er ekki viss um að þú yrðir ánægð ef þú ættir alltaf á hættu að einhver "verktaki" tæki vinnuna þína afþví að hann værir tilbúinn að vinna útfyrir umsamin kjör.
Starfsaldurslisti flugmanna Icelandair er eitthvað sem fólk á líka mjög auðvellt með að misskilja og rangtúlka. Ég skal taka eitt dæmi sem snýr beint að flugöryggi. Allir flugmenn byrja sem aðstoðarflugmenn og vilja á endanum ná því að verða flugstjórar. Afhverju? Jú, hærri laun, meiri ábyrgð o.s.frv. Til þess að verða flugstjóri að þá virkar starfsaldurslistinn þannig að þú getur ekki orðið flugstjóri fyrr en röðin er komin að þér. Það fer enginn flugmaður í dag og sækir um að verða flugstjóri bara afþví að hann sé svo góður strákur/stelpa og finnst hann/hún eiga það svo innilega skilið. Áður en starfsaldurslistar komu til í flugheiminum (eru nánast allstaðar út um allan heim) að þá kom það fyrir að menn fóru út fyrir ýmis mörk oft með skelfilegum afleiðingum til þess að vinna sig fyrr upp í að verða flugstjórar. Menn flugu stundum langt út fyrir öll skynsemismörk til að koma vél á áfangastað í stað þess að snúa við eða lenda á varaflugvelli. Ekki væru það mjög eftirsóttir flugmenn í dag? Þú einfaldlega bíður eftir að röðin komi að þér.

4. Flugmenn eru nú ekki einir um að þiggja dagpeninga fyrir flug fram og til baka á Evrópu. Flugfreyjurnar fá nú dagpeninga líka fyrir þetta. Og til þess að fyrirbyggja allan misskilning að þá eru dagpeningar ekki laun, þeir eru dagpeningar. Öll flugfélög í heiminum sem ég veit um greiða áhöfnum sínum dagpeninga og byggist það eingöngu á fjarveru frá heimili.

Vonandi að þessi skrif mín leiðrétti eitthvað af misskilningnum sem hefur verið hér í gangi gagnvart flugmönnum. Er ekki að sækjast eftir samúð enda hafa kjarabaráttur flugmanna aldrei snúist um það, einungis það að bæta kjör flugmanna.

Björn 17.9.2009 kl. 22:56

32 Smámynd: Jakob Falur Kristinsson

Loksins kom maður sem skrifaði af viti um þetta mál, sem hann þekkir að eigin raun.

Jakob Falur Kristinsson, 18.9.2009 kl. 11:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jakob Falur Kristinsson
Jakob Falur Kristinsson

Ég er fyrrverandi vélstjóri og útgerðarmaður en er nú 75% öryrki eftir slys á sjó 2003. Bjó lengst af á Bíldudal en flutti til Sandgerðis haustið 2005.  En er nú aftur fluttur á Bíldudal.  Að svo miklu leyti sem myndir á síðunni eru eftir Mats Wibe Lund, þá liggur fyrir tímabundið samþykki hans um birtingu hjá mér og þakka ég honum sérstaklega fyrir.  Mats á að sjálfsögðu hönundaréttin að öllum sínum myndum.  Vilja menn sjá fleiri myndir þá vísast á www.mats.is  Ég  var flokksbundinn í Frjálslynda flokknum og hef starfað þar, en sagði mig úr flokknum 24. apríl og gekk í Samfylkinguna.  Föðurætt mín er úr Arnarfirði og móðurættin frá Jökulfjörðum og Hornströndum og í báðum tilfellum, langt aftur í aldir.  Er ég því ekta Vestfirðingur.

Undir fyrirsögninni Færsluflokkar er flokkur sem heitir Vefurinn og ef smellt er á hann opnast síður þar sem ég er að skrifa ýmsar frásagnir.  Einnig er undir liðnum spaugilegt smá grín ofl. 

Ég leyfi öllum að skrifa athugasemdir við mín skrif.   En af gefnu tilefni hef ég ákveðið að þeir sem ekki kunna sér hófs í athugasemdum og nýta þær til persónulegra árása á mig og mína persónu, með allskonar skömmum og svívirðingum, mun ég hér eftir loka á slíka aðila.  Einnig mun ég henda út nafnlausum athugasemdum.  Því ég einn ber ábyrgð á því sem skrifað er á mína síðu.

jakobkr@internet.is     

GSM: 823-2954

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband