Vestmannaeyjar

Siglingastofnun er nú að smíða nýtt hafnarlíkan til að kanna möguleikana á nýrri stórskipahöfn í Vestmannaeyjum, nánar tiltekið á norðanverðu Eiðinu. Líkanið er smíðað í húsnæði Siglingastofnunar í Vesturvör. Gert er ráð fyrirniðurstöðum eftir fáeina mánuði.

Til hvers þarf stórskipahöfn í Vestmannaeyjum.  Væri ekki best að Þorlákshöfn yrði aðalhöfn fyrir Suðurlandið.  Öllu sem skipað yrði í land í Eyjum þyrfti síðan að flytja sjóleiðina til Þorlákshafnar.  Þeir eru kannski að hugsa um að stórauka útflutning sinn á óunnum fiski í gámum og skapa störf fyrir fólk í Hull og Grimsby.  En Eyjamenn flytja mest af öllum út óunnin fisk í gámum.


mbl.is Kanna nýja stórskipahöfn í Eyjum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Vestmannaeyjar er ein stærsta útflutningshöfn Íslands og þaðan er styttra til Evrópu en t.d frá Þorlákshöfn. Við Vestmannaeyjar eru einhver gjöfulustu fiskimið landsins og það þarf að flytja þann fisk bæði á markað erlendis sem og innanlands. Það eru 3 stórar fiskvinnslur í eyjum auk þess sem þar eru tvær fiskimjölsverksmiðjur sem að fullvinna aflann og þurfa að senda sínar vörur á markað.  Með tilkomu Bakkafjöru þá eiga flutningar frá eyjum eftir að stóraukast þar sem útflutningsfyritæki á suðurlandi senda  vörur sínar frekarþá með Herjólfi til eyja en að senda þær frá Reykjavík og út.

Einniog er verið hugsa um öll þaui skemmtiferðaskip sem sigla framhjá eyjum vegna þess að þau komast ekki þar í land, og þar erum við að tala um miklar tekjur fyrir bæjarfélagið.

Það er líka ágætt að kynna sér staðreyndirnar. 

Góðar stundir. 

Erlingur 17.9.2009 kl. 12:16

2 Smámynd: Jakob Falur Kristinsson

Það er auðvitað alltaf gott að kynna sér staðreyndir í hverju máli.  Ég veit að það er styttra til Evrópu frá Eyjum, en Þorlákshöfn.  Ég veit líka um hina miklu fiskvinnslu sem er í Eyjum, enda hef ég stundað sjó þaðan.

Hinsvegar er það óskhyggja að með tilkomu Bakkafjöruhafnar fari sá útflutningur sem nú fer um Reykjavíkurhöfn, allur um Bakkafjör og áfram til Eyja.  Sá sem er að flytja út vörur í dag t.d. víða á landsbyggðinni, gengur frá sinni vöru í gámi, sem síðan er innsiglaður og í framhaldinu er samið við Eimskip eða Samskip um flutning á þessum gámi frá ákveðnum stað á Íslandi til ákveðins staðar erlendis og samið um verð fyrir flutninginn.  Það er síðan ákvörðun skipafélagsins hvernig þessi gámur verður fluttur.  Í dag sendir viðkomandi skipafélag flutningabíl til að sækja gáminn og flytja til Reykjavíkur.  Þar er gámurinn síðan sendur út með flutningaskipi. Hvers vegna í ósöpunum ætti viðkomandi skipafélag að leggja í þann kostnað að flytja gáminn til Bakkafjöruhafnar og síðan til Vestmanneyja og setja hann í skip þar.  Í Reykjavík notar skipafélagið sín tæki til að koma gámnum borð í skip.  Ef sú leið yrði farin sem þú telur að komi til að vera þá fylgir því aukinn kostnaður því að í stað þess að umskipa gámnum einu sinni þarf þá að umskipa honum tvisvar.

En ég er sammála þér með skemmtiferðaskipin.

Jakob Falur Kristinsson, 18.9.2009 kl. 10:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jakob Falur Kristinsson
Jakob Falur Kristinsson

Ég er fyrrverandi vélstjóri og útgerðarmaður en er nú 75% öryrki eftir slys á sjó 2003. Bjó lengst af á Bíldudal en flutti til Sandgerðis haustið 2005.  En er nú aftur fluttur á Bíldudal.  Að svo miklu leyti sem myndir á síðunni eru eftir Mats Wibe Lund, þá liggur fyrir tímabundið samþykki hans um birtingu hjá mér og þakka ég honum sérstaklega fyrir.  Mats á að sjálfsögðu hönundaréttin að öllum sínum myndum.  Vilja menn sjá fleiri myndir þá vísast á www.mats.is  Ég  var flokksbundinn í Frjálslynda flokknum og hef starfað þar, en sagði mig úr flokknum 24. apríl og gekk í Samfylkinguna.  Föðurætt mín er úr Arnarfirði og móðurættin frá Jökulfjörðum og Hornströndum og í báðum tilfellum, langt aftur í aldir.  Er ég því ekta Vestfirðingur.

Undir fyrirsögninni Færsluflokkar er flokkur sem heitir Vefurinn og ef smellt er á hann opnast síður þar sem ég er að skrifa ýmsar frásagnir.  Einnig er undir liðnum spaugilegt smá grín ofl. 

Ég leyfi öllum að skrifa athugasemdir við mín skrif.   En af gefnu tilefni hef ég ákveðið að þeir sem ekki kunna sér hófs í athugasemdum og nýta þær til persónulegra árása á mig og mína persónu, með allskonar skömmum og svívirðingum, mun ég hér eftir loka á slíka aðila.  Einnig mun ég henda út nafnlausum athugasemdum.  Því ég einn ber ábyrgð á því sem skrifað er á mína síðu.

jakobkr@internet.is     

GSM: 823-2954

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband