Trúnaður

Bretar og Hollendingar hafa óskað eftir því að þær hugmyndir sem þeir hafa um fyrirvara vegna Icesave-samkomulagsins verði meðhöndlaðar sem trúnaðarmál á þessu stigi. Forsvarsmenn ríkisstjórnarinnar hafa í dag fundað með leiðtogum stjórnarandstöðunnar og kynnt þeim stöðu málsins.

Hvers vegna þarf að ríkja allur þessi trúnaður og leynd um þessa samninga.  Er þetta ekki einmitt sú ríkisstjórn, sem boðaði miklar breytingar varðandi opinber mál.  Allt átti að vera gegnsætt og allt upp á borðum.  En í flestum mikilvægum málum sem þessi ríkisstjórn hefur tekist á við, á alltaf að ríkja trúnaður og leynd.  Fólkið í landinu sem nú er verið að setja á drápsklyfjar vegna Icesave, fær ekkert að vita.  Það hefur lekið út að Bretar og Hollendingar hafi falist á alla fyrirvarana sem Alþingi setti, nema einn, sem er um lengd ríkisábyrgðirnar.  Með þessu eru þessar þjóðir að hafna samningnum og er það gott.  Nú segum við Bretum og Holllendingum, að þar sem þeir hafi hafnað samningunum verði ekki samið þá aftur.  Ef þeir séu ósáttir geti þeir sótt rétt sinn fyrir dómstólum, sem væru þá íslenskir dómstólar.  Við höfum ekkert meira að ræða við þessar þjóðir og þvingunartilraunir Alþjóða Gjaldeyrissjóðsins vegna Icesave svörum við með því að skila þessari einu greiðslu sem hann hefur greitt Íslandi og óskum eftir að hann láti okkur í frið með okkar mál.  Það eru orðnir svo breyttir tímar á alþjóða fjármálamörkuðum að enginn vandi er að fá lán fyrir Ísland til að styrkja okkar gjaldeyrisforða.


mbl.is Óska eftir trúnaði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jakob Falur Kristinsson
Jakob Falur Kristinsson

Ég er fyrrverandi vélstjóri og útgerðarmaður en er nú 75% öryrki eftir slys á sjó 2003. Bjó lengst af á Bíldudal en flutti til Sandgerðis haustið 2005.  En er nú aftur fluttur á Bíldudal.  Að svo miklu leyti sem myndir á síðunni eru eftir Mats Wibe Lund, þá liggur fyrir tímabundið samþykki hans um birtingu hjá mér og þakka ég honum sérstaklega fyrir.  Mats á að sjálfsögðu hönundaréttin að öllum sínum myndum.  Vilja menn sjá fleiri myndir þá vísast á www.mats.is  Ég  var flokksbundinn í Frjálslynda flokknum og hef starfað þar, en sagði mig úr flokknum 24. apríl og gekk í Samfylkinguna.  Föðurætt mín er úr Arnarfirði og móðurættin frá Jökulfjörðum og Hornströndum og í báðum tilfellum, langt aftur í aldir.  Er ég því ekta Vestfirðingur.

Undir fyrirsögninni Færsluflokkar er flokkur sem heitir Vefurinn og ef smellt er á hann opnast síður þar sem ég er að skrifa ýmsar frásagnir.  Einnig er undir liðnum spaugilegt smá grín ofl. 

Ég leyfi öllum að skrifa athugasemdir við mín skrif.   En af gefnu tilefni hef ég ákveðið að þeir sem ekki kunna sér hófs í athugasemdum og nýta þær til persónulegra árása á mig og mína persónu, með allskonar skömmum og svívirðingum, mun ég hér eftir loka á slíka aðila.  Einnig mun ég henda út nafnlausum athugasemdum.  Því ég einn ber ábyrgð á því sem skrifað er á mína síðu.

jakobkr@internet.is     

GSM: 823-2954

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband