19.9.2009 | 10:31
Umhverfismál
Áhugi á umhverfismálum hefur aldrei verið eins mikill á Íslandi og nú. Sprenging hefur orðið í framboði á uppákomum er varða málaflokkinn og tvöföldun er í aðsókn að námi í umhverfisfræðum. Alltaf eru Íslendingar samir við sig þegar einhver málaflokkur fær athygli. Nú eru það umhverfismálin og allir ætla að verða umhverfisfræðingar í framtíðinni.
Nú má ekkert framkvæma á Íslandi nema að fram fari umhverfismat á hinu og þessu. Þetta tefur nú þegar fyrir uppbyggingu atvinnulífsins. Það liggur við að fólk geti varla farið á klósettið nema að fá leyfi fyrir því hjá Umhverfisstofnun.
Auðvitað þurfa umhverfismálin að vera í lagi, en öllu má nú ofgera. Ég er einn af þeim sem er alveg sáttur við hlýnun jarðarinnar og vill að við virkjum allar okkar orkuauðlindir sem hægt er að virkja og efla með því atvinnulífið og okkar útflutningstekjur.
Grænn farmiði inn í framtíðarlandið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Færsluflokkar
Eldri færslur
2010
2009
2008
2007
2006
Tenglar
Ýmsir tenglar
- Arnfirðingur
- Bíldudalur
- Bolungarvík
- Bæjarins besta á Ísafirði
- Guðrún Rebekka Jakobsdóttir Edinborg
- Falið vald
- Flateyri
- Frjálslyndi flokkurinn
- Ísafjörður
- Júdit Krista Jakobsdóttir, Bíldudal
- Kristinn Ásgeirsson, Danmörku
- Kristinn H. Gunnarsson
- KVÓTASVINDLIÐ MITT
- Mats Wibe Lund
- Óvinir Ísland
- Skipamyndir Þorgeir Baldursson ljósmyndari
- Suðureyri
- Strandabyggð
- Súðavík
- Tálknafjörður
- Tíðis-fréttavefur
- Vesturbyggð
- VÍSIR.IS
SKIPAMYNDIR
- Fiskistofa Ýmsar upplýsingar
- Gísli Reyisson Aflafréttir
- Hafþór Hreiðarsson Skipamyndir
- Ragnar í Grindavík Skipamyndir
- Skip.is Ýmsar upplýsingar
- Þorgeir Baldursson SKIPAMYNDIR
- http://
Bloggvinir
- Adda bloggar
- Ágúst H Bjarnason
- Albertína Friðbjörg
- Alma Jenny Guðmundsdóttir
- Anna
- Anna Guðný
- Anna Heiða Stefánsdóttir
- Anna Pálsdóttir! :)
- Anna Sigríður Guðmundsdóttir
- Anna Ólafsdóttir Björnsson
- Apamaðurinn
- Arinbjörn Kúld
- Ásgerður Jóna Flosadóttir
- Arnlaugur Helgason
- Arnþór Helgason
- Ársæll Níelsson
- Ásdís Rán
- Ásgeir Jóhann Bragason
- Ásgeir Kristinn Lárusson
- Ásgeir Sveinsson
- Axel Jóhann Axelsson
- Baldur Smári Einarsson
- Baldvin Jónsson
- Bara Steini
- Birgitta Jónsdóttir
- Birna M
- Bjarney Bjarnadóttir
- Bjarni Baukur
- Bjarni Harðarson
- Bjarni Kristjánsson
- Bjarni Kjartansson
- Baldur Hermannsson
- Baldur Kristjánsson
- Bjarki Þór Guðmundsson
- Bjarki Steingrímsson
- Björgvin S. Ármannsson
- Björgvin Guðmundsson
- Björn Leví Gunnarsson
- Björn Finnbogason
- Bragi Sigurður Guðmundsson
- Bragi Sigurðsson
- Hommalega Kvennagullið
- Bwahahaha...
- Davíð Pálsson
- Davíð S. Sigurðsson
- Didda
- Dunni
- Edda Agnarsdóttir
- Edda Sveinsdóttir
- Eggert Þór Aðalsteinsson
- Egill Jón Kristjánsson
- egvania
- Einar B Bragason
- Einar Kristinn Guðfinnsson
- Einar Sveinbjörnsson
- Eiríkur Sjóberg
- Elinóra Inga Sigurðardóttir
- Elsa Rut Jóhönnudóttir
- Emil Örn Kristjánsson
- J. Einar Valur Bjarnason Maack
- Elín Margrét Guðmundsdóttir
- Evrópusamtökin, www.evropa.is
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Eyjólfur Ingvi Bjarnason
- FF
- FLÓTTAMAÐURINN
- Faktor
- Fannar frá Rifi
- Finnur Bárðarson
- Fjarki
- Friðrik Höskuldsson
- Frjálshyggjufélagið
- Fríða Björk Einarsdóttir
- Georg Birgisson
- Gestur Guðjónsson
- Grétar Pétur Geirsson
- Gunnar Skúli Ármannsson
- Gunnar Þór Ólafsson
- Gunnlaugur Halldór Halldórsson
- Guðjón Heiðar Valgarðsson
- Guðjón Sigþór Jensson
- Guðjón Ó.
- Guðmundur St Ragnarsson
- Guðmundur Zebitz
- Guðni Gíslason
- gudni.is
- Guðrún Hafdís Bjarnadóttir
- Guðrún Jónína Eiríksdóttir
- Guðrún Magnea Helgadóttir
- Guðrún María Óskarsdóttir.
- Guðrún Una Jónsdóttir
- Guðrún Helgadóttir
- Guðrún S Hilmisdóttir
- Guðrún Þóra Hjaltadóttir
- Guðrún Sæmundsdóttir
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Gísli Sigurðsson
- Gísli Bergsveinn Ívarsson
- Haffi
- Hafrún Kristjánsdóttir
- Hafsteinn Viðar Ásgeirsson
- Halla Rut
- Halldór Sigurðsson
- Halldór Örn Egilson
- Hallgrímur Guðmundsson
- Hallur Magnússon
- Haraldur Bjarnason
- Haraldur Davíðsson
- Haraldur Haraldsson
- Heimir Lárusson Fjeldsted
- Heiður Helgadóttir
- Helga Dóra
- Helga Sigrún Harðardóttir
- Helga Þórðardóttir
- Helgi Þór Gunnarsson
- Himmalingur
- Hilmar Sæberg Ásgeirsson
- hilmar jónsson
- Hjálmtýr V Heiðdal
- Hjalti Sigurðarson
- Hjartagullin mín
- Hinrik Þór Svavarsson
- Hörður B Hjartarson
- Hlekkur
- Huld S. Ringsted
- Hólmdís Hjartardóttir
- Hrannar Baldursson
- Hrannar Björn Arnarsson
- hreinsamviska
- Hulda Haraldsdóttir
- Hörður Halldórsson
- Hörður Hilmarsson
- Hvíti Riddarinn
- Ingunn Jóna Gísladóttir
- Ingvar Valgeirsson
- Jakob Kristinsson
- Jakobína Ingunn Ólafsdóttir
- Jens Guð
- Jens Sigurjónsson
- Jóhannes Jónsson
- Jóhanna Fríða Dalkvist
- Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir
- Jóhannes Ragnarsson
- Jóhannes Þór Skúlason
- Jón Baldur Lorange
- Jón Halldór Eiríksson
- Jón Kristófer Arnarson
- Jón Finnbogason
- Jón Ingi Cæsarsson
- Jón Snæbjörnsson
- Jón Ólafur Vilhjálmsson
- Jónína Benediktsdóttir
- Kama Sutra
- Karl Tómasson
- Karl V. Matthíasson
- Katrín
- Kjarri thaiiceland
- Kristín Katla Árnadóttir
- Kolbrún Stefánsdóttir
- Konráð Ragnarsson
- Kristinn Sigurjónsson
- Kristinn Theódórsson
- Kristján Pétursson
- Magnús Helgi Björgvinsson
- Kristín Björg Þorsteinsdóttir
- Lilja Skaftadóttir
- Lovísa
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Linda Linnet Hilmarsdóttir
- Lúðvík Lúðvíksson
- Lýður Árnason
- Maddý
- Magnús Þór Friðriksson
- Margrét Sigurðardóttir
- Marinó Hafnfjörð Þórisson
- Magnús H Traustason
- Marinó Már Marinósson
- Marzellíus Sveinbjörnsson
- Morgunblaðið
- Matthilda M. Eyvindsd Tórshamar
- Nanna Katrín Kristjánsdóttir
- Natan Kolbeinsson
- Níels A. Ársælsson.
- Ólafía Margrét Guðmundsdóttir
- Ólafur Þór Gunnarsson
- Ólafur Tryggvason Þorsteinsson
- Ólafur Ragnarsson
- Ólafur Ingi Hrólfsson
- Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir
- Ólafur Tryggvason
- Ólöf Jóhanna Pálsdóttir
- Ólöf de Bont
- Óskar Helgi Helgason
- Óskar Þ. G. Eiríksson
- Paul Nikolov
- Páll Höskuldsson
- Páll Vilhjálmsson
- Pjetur Stefánsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- percy B. Stefánsson
- Predikarinn - Cacoethes scribendi
- Rafn Gíslason
- Ragnar Borgþórs
- Ragnheiður Ólafsdóttir
- Ragnhildur Jónsdóttir
- Ragnhildur Sverrisdóttir
- Regína R
- Ruth
- Rósa Aðalsteinsdóttir
- Rúna Guðfinnsdóttir
- Rögnvaldur Þór Óskarsson
- Samtök Fullveldissinna
- Salvör Kristjana Gissurardóttir
- Samtök sjálfstæðra í sjávarútvegi
- Sigurður Sigurðsson
- Sesselja Fjóla Þorsteinsdóttir
- Sigurgeir Orri Sigurgeirsson
- Sigríður Hafdís Þórðardóttir
- Sigríður Inga Sigurjónsdóttir
- Sigurður Sigurðsson
- Sigurjón Þórðarson
- Sigurlaug Anna Jóhannsdóttir
- Sigurður Haukur Gíslason
- Sigurður Jón Hreinsson
- Sigurður Jónsson
- Sigurður Þórðarson
- Sigrún Jónsdóttir
- Snorri Bergz
- Sigurjón Sveinsson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Þorsteinn Briem
- Steinþór Ásgeirsson
- Svartagall
- Sæmundur Bjarnason
- Sævar Einarsson
- Sæþór Helgi Jensson
- Sólveig Aradóttir
- TARA ÓLA/GUÐMUNDSD.
- TARA
- Tiger
- Tinna Eik Rakelardóttir
- Tinna Gunnarsdóttir Gígja
- Tómas Ibsen Halldórsson
- Tryggvi Gunnar Hansen
- Valbjörn Júlíus Þorláksson
- Valdimar Leó Friðriksson
- Valan
- Vefritid
- Vestfirðir
- Viggó H. Viggósson
- Vilborg Auðuns
- Þórbergur Torfason
- ÞJÓÐARSÁLIN
- Þórhallur Heimisson
- Þórhallur Pálsson
- Þórarinn Þ Gíslason
- Þórður Björn Sigurðsson
- Þórður Helgi Þórðarson
- Þórir Kjartansson
- Þórólfur S. Finnsson
- Þór Jóhannesson
- Anna Sigríður Guðmundsdóttir
- Jón V. Þorsteinsson
- Sigurður Kári Kristjánsson
Spurt er
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 6
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 5
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Nýjustu færslur
- 24.1.2010 Jakob Kristinsson er látinn.
- 21.1.2010 Spakmæli dagsins
- 21.1.2010 Obama
- 21.1.2010 Icesave
- 21.1.2010 Mótmælendur ákærðir
- 21.1.2010 Norwegian
- 21.1.2010 Kaninn og RÚV
- 21.1.2010 Látinn laus
- 21.1.2010 Kína
- 21.1.2010 Hvað vill félagsmálaráðherra?
32 dagar til jóla
Nýjustu færslurnar
- Stríð og friður á Samstöðinni
- Heimssýn á Samstöðinni
- Ranghugmynd dagsins - 20241122
- Syndafallið í Biblíunni - Aldingarðurinn Eden tilraunastofa, höggormurinn var sennilega sprauta með erfðabreytiefni - eins og Covid sprauturnar.
- Píratar
- Ingu Sælands ríma
- Djúp lægð
- Geti ekki brotið verkfallslög
- Vinstri hreyfingin sjálfstætt kvennaframboð.....
- Við eigum að gera betur.
Athugasemdir
Hver er tilgangur með umhverfismati ?
"[1] Lögum um mat á umhverfisáhrifum er ætlað að tryggja að umhverfisáhrif þeirra framkvæmda, sem kunna að hafa umtalsverð umhverfisáhrif í för með sér, hafi verið metin áður en leyfi er veitt fyrir þeim.
[ 2 ] Matinu er einnig ætlað [að] draga eins og kostur er úr neikvæðum umhverfisáhrifum framkvæmda og stuðla að samvinnu þeirra aðila sem hafa hagsmuna að gæta eða láta sig málið varða.
[ 3 ] Ennfremur að kynna umhverfisáhrif framkvæmda fyrir almenningi og stuðla að því að almenningur komi að athugasemdum og upplýsingum áður en álit Skipulagsstofnunar um mat á umhverfisáhrifum liggur fyrir."
Af vef Skipulagsstofnunar.
GRÆNA LOPPAN, 19.9.2009 kl. 11:18
En umhverfismatið sem er auðvitað nauðsynlegt, má ekki tefja svo fyrir framkvæmdum að ekkert sé gert.
Jakob Falur Kristinsson, 19.9.2009 kl. 11:51
Það er vitað að umhverfismat tekur ekki korter og því verða framkvæmdaraðilar að gera ráð fyrir því og þeim tíma sem það tekur.
Við höfum öll hag af því að vandað sé til verka og að ekki sé rasað um ráð fram. Heilsa okkar og umhverfi (vatn, loft, jarðvegur, landslag) skipta það miklu máli.
GRÆNA LOPPAN, 19.9.2009 kl. 12:34
Þetta er svipuð hugsun og olli gjaldþroti þjóðarinnar þegar bankarnir voru einkavæddir. Þá mátti heldur ekki gefa tíma til að setja almennilegar reglugerðir og undirbúa ferlin nægilega vel. Í kjölfarið enduðum við með handónýtt fjármálaeftirlit og reglugerð sem ekkert hald er í. Hvað er að því að skoða alla fleti málsins áður en lagt er af stað? Náttúra Íslands er ekki endurnýjanleg auðlind og hlýtur það því að vera kappsmál að vega og meta kosti og galla við framkvæmdir áður en hafist er handa? Það er allavega erfitt að gera það eftir á. Hefðu menn verið duglegri að meta kosti og galla Kárahnjúkavirkjunnar áður en fyrsta skóflustungan var tekin væri Landsvirkjun t.a.m kannski ekki á hausnum í dag.
Hjörleifur Jónsson 19.9.2009 kl. 12:41
Landsvirkjun er ekkert á hausnum í dag. Kárahnjúkavirkjun malar gull fyrir þjóðarbúið. Það á að virkja miklu meira til að auka atvinnu og tekjur. Ef ekki má snerta náttúru Íslands, þá væri aumt ástand á Íslandi. Ekkert rafmagn, engin hitaveita til, enginn fiskur veiddur, engir bílar og engin landbúnaður stundaður. Við byggjum enn í moldarkofum og læpun dauðan úr skel. Er þetta sem náttúruverndarsinnar vilja að verði okkar framtíð. NEI TAKK við eigum að nýta okkur gæði landsins, sem eru mikil.
Jakob Falur Kristinsson, 19.9.2009 kl. 17:55
Það er skammt öfganna á milli hjá þér. Hverjar eru skuldir Landsvirkjunar? Miklar ? Litlar ? Engar ?
Dýrkeypt eru þau störf sem þú talar fyrir. Lán frá útlöndum á lán ofan... til að virkja út um allar trissur...
Auðlindirnar eru ekki óendanlegar og við komum einmitt til með að deyja úr kulda vegna þess að við sjálf gleymumst við í asanum. Rafmagnið verður dýrara fyrir okkur en ekki hina stóru. Auðlindirnar hverfa í gjörnýtingarstefnu þinni.
GRÆNA LOPPAN, 19.9.2009 kl. 22:35
Skuldir Landsvirkjunar til erlendra lánadrottna eru nú um 380 milljarðar króna takk fyrir en á mínum heimabæ telst það nú vera drjúgur skildingur. Auk þess er ómögulegt að segja til um hversu vænlegar fjárfestingarnar voru þar sem orkuverðið er trúnaðarmál. Ólíklegt þykir mér þó að verið sé að mala gull á Kárahnjúkum en eitt tel ég öruggt og það er að ef Landsvirkjun stendur ekki í skilum verðum það við sem borgum brúsann.
Hjörleifur Jónsson 20.9.2009 kl. 03:36
Varmaorkan
"Jarðvarmaorkuver eru hagkvæmari en jarðgufuvirkjanir. Í þeim fyrrnefndu er framleitt bæði heitt vatn til upphitunar og raforka, sbr. orkuverin í Svartsengi og á Nesjavöllum, og þá er auðlindin líka best nýtt og á sem umhverfisvænastan hátt. Jarðgufuvirkjanir eins og þær í Kröflu, á Hellisheiði og Reykjanesi framleiða eingöngu raforku, nýta varmaorkuna mun verr og eru ekki eins vistvænar." Stefán Arnórsson, prófessor í jarðefnafræði og hefur starfað að jarðhitarannsóknum og -nýtingu í 40 ár. Fbl. 18. okt. 2007, bls. 32.
12%
"Þorsteinn benti á að við raforkuframleiðsla með jarðhita nýtist um 12% af orkunni sem kemur úr iðrum jarðar. Hin 88% fari út í umhverfið, fyrst og fremst í mynd varmaorku. "Mér finnst þetta ekki forsvaranleg nýting á auðlindinni," sagði Þorsteinn [Ingi Sigfússon, prófessor og forstjóri Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands]". Mbl. 18. okt. 2007.
Að hugsa langt fram í tímann
"Jóhannes Zoëga, fyrrverandi hitaveitustjóri Hitaveitu Reykjavíkur, leit svo á starfsskyldur sínar að honum sem hitaveitustjóra bæri að hugsa langt fram í tímann og tryggja íbúum og fyrirtækjum borgarinnar, og síðar höfuðborgarsvæðinu öllu, heitt vatn til húshitunar um ókomna framtíð og á eins hagstæðu verði og mögulegt væri. Hann vildi varðveita Hengilssvæðið sem framtíðarjarðhitasvæði fyrir Hitaveitu Reykjavíkur. Síðasta verk hans í þessu lífi var að skrifa um þessi mál. Hugsjónir Jóhannesar og viðhorf eru til fyrirmyndar og eftirbreytni, sjálfstæðismönnum líka." Stefán Arnórsson, prófessor í jarðefnafræði og hefur starfað að jarðhitarannsóknum og -nýtingu í 40 ár. Fbl. 18. okt. 2007, bls. 32.
Vatnsveitur og hitaveitur landsmanna
"Neysluvatn og jarðhitavatn eru staðarverndaðar auðlindir. Hvorugt verður flutt mjög langar vegalengdir. Á Íslandi getur enginn orkugjafi keppt við jarðhitavatn fyrir upphitun húsa. Samkeppni verður því ekki við komið. Einkaaðili sem ræður yfir slíkri auðlind hefur einokunaraðstöðu (einokun þýðir að einn getur kúgað annan). Þegar um er að ræða þjónustufyrirtæki í lýðræðisþjóðfélagi eins og vatnsveitu og hitaveitu er einokunaraðstaða ekki fyrir hendi. Hún er aðeins fyrir hendi hjá einkaaðila í þessu sambandi. Opinberu þjónustufyrirtæki er veitt aðhald af kjósendum og opinberri umræðu um hið opinbera fyrirtæki. Nákvæmlega þetta á sér nú stað um hlutverk Orkuveitu Reykjavíkur. Samkeppni er ekki eina leiðin til aðhalds. Af öllu þessu leiðir að hvorki má einkavæða vatnsveitur né hitaveitur sem þjóna sveitarfélögum eða þær auðlindir sem þær byggja á." Stefán Arnórsson, Fbl. 18. okt. 2007, bls. 32
Það kemur síðan í ljós næstu tíu daga hverjir hlaupa apríl fyrir stóriðjuna með tafar- og atvinnuþemunum. Munu fjölmiðlar dansa í takt við samfélags- og upplýsingateymi alcoa... eða hugsa til þegna þessa lands með notalega heit hús til framtíðar og ódýru rafmagni.GRÆNA LOPPAN, 20.9.2009 kl. 08:15
Það hefur hvergi á Íslandi verið uppi hugmyndir að selja einkaaðilum íslenskar auðlindir. Það verður að gera skýran mun á eign og afnotarétti. Þótt Landsvirkjum skuldi 380 milljarða eru til miklar eignir á móti og tekjustreymið er mjög gott. Fyrirtæki teljast ekki vera gjaldþrota fyrr en skuldir eru otðnar hærri en eignir og fyrirtækið geti ekki staðið við sínar skuldbindingar. Hvorugt þessara atriða er til staðar hjá Landsvirkjun.
Auðlindirnar hverfa ekkert, þær eru endunýjanlegar. Jarðhitinn er endurnýttur með því að vatni er dælt niður um borholur og síðan sér hitinn í jarðkvikunni um að hita vatnið aftur. Það sama á við um fallvötnin. Hiti sjávar stígur upp og verður að rigningu, sem viðheldur okkar fallvötnum. Mikið af þessari umhverfisstefnu er hræsni oh til þess gerð að einhver fái greitt fyrir aðgang að náttúru landsins. Ég get nefnt sem dæmi að á Vestfjörðum á að stytta vegalengdir með nýjum vegi, sem á að liggja þvert yfir Þorskafjörð og í gegnum svokallaðan Teigaskóg, þannig er hægt að sleppa við að aka umhverfis tvo firði. Þetta er gríðarleg samgöngubót fyrir sunnanverða Vestfirði. En hvað skeður þá? Fólk sem aldrei hefur búið á þessu svæði en hefur eignast það í gegnum erfðir og á þar sumarhús, heimtar nú að þetta verði að fara í umhverfismat og ekki meigi snert að við þessum skógi. Auðvitað fór þetta í umhverfismat og tafði alla framkvæmdir við nýjan veg. Þetta fólk hefur ekkert sinnt þessum skógi og ALDREI gróðursett þar eina einustu plöntu Þegar umhverfismatið loksins kom var veglínunni breytt örlítið en samt farið í gegnum Teigaskóg, sem eru ekki merkilegur skógur bara nokkrar hríslur hér og þar. Þar sem landeigendur voru ekki sáttir við umhverfismatið fóru þeir í mál við ríkið og vildu fá bætur. Þeim málaferlum er ekki lokið og því bíður enn þessi vegagerð. Umhverfisnefnarsjónarmiðið var ekki meira en svo að allt í lagi var að leggja veg gegnum Teigaskóg ef greitt yrði fyrir.
Þetta kalla ég hræsni en ekki umhverfisvernd.
Jakob Falur Kristinsson, 20.9.2009 kl. 10:01
Ég ætla að bæta aðeins við fyrri skrif; Það er deginum ljósara að Íslendingar fengju ekki hitaveitu og rafmagn á jafn hagstæðu verði og er í dag. Ef ekki hefði komið öll stóriðjan, sem flestar virkjanir byggjast á. Það hefði aldrei verið ráðist í allar þessar stóru virkjanir nema vegna stóriðju. Það er alveg ótrúlegt að til skuli vera fólk á Íslandi sem er á móti framförum og vill snúa aftur til fortíðar.
Jakob Falur Kristinsson, 20.9.2009 kl. 10:11
Mér þykir það leitt en þú bullar aftur á bak.
Segðu mér, var hvorki rafmagn né hiti á Íslandi fyrir 1965?
Það var ekki fyrr en 1965 sem tími stórvirkjana og orkuvinnslu til stóriðju hófst og opinbert fyrirtæki, Landsvirkjun, var stofnað til að reisa og reka þessar virkjanir. Búrfellsvirkjun var gangsett árið 1969.
Þú mælir með flýtimeðferð, blótar þeim sem áhyggjur hafa af umhverfinu og telur það framfarir að vaða yfir allt og alla...
GRÆNA LOPPAN, 20.9.2009 kl. 12:16
Jú auðvitað var bæði rafmagn og hiti fyrir 1965 en hvortveggja var frekar dýrt. Það fór ekki að lækka fyrr en stóru virkjanirnar komu. Já ég vill flýtimeðferð á þessum umhverfisrannsóknum svo hægt sé að ráðast í miklar framkvæmdir til að bjarga okkar efnahag og skapa fólki atvinnu. Ég græt það ekkert þótt einhverjar kræklóttar og forljótar hríslur hverfi úr náttúrunni.
Þessi umhverfisvitleysa er gjörsamlega komin úr öllum böndum.
Jakob Falur Kristinsson, 20.9.2009 kl. 12:55
Umhverfisrannsóknir taka tíma og það vita framkvæmdaraðilar. Rannsóknirnar skapa vinnu, bæta þekkingu okkar, endurbæta fyrirætlanir og koma í veg fyrir umhverfisslys. Það er allra hagur. Ég mæli með varúð og endurtek :
Heilsa okkar og umhverfi (vatn, loft, jarðvegur, landslag) skipta okkur miklu máli.
Ég fyrir mitt leyti votta Náttúru Íslands virðingu mína.
GRÆNA LOPPAN, 20.9.2009 kl. 13:59
Þú hú hefur þína akoðun og ég mína. TAKK
Jakob Falur Kristinsson, 20.9.2009 kl. 16:18
Það á auðvitað að vera s í orðinu skoðun en ekki a, sem óvart fór þannig hjá mér.
Jakob Falur Kristinsson, 20.9.2009 kl. 16:50
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.