Ýsukvóti

Þriðjungs niðurskurður veiðiheimilda í ýsu er farinn að segja til sín og segja talsmenn smábátaeigenda nánast ómögulegt að fá leigðan ýsukvóta. Framboð á línuveiddri ýsu hefur minnkað og ekki er hægt að stunda þorskveiðar með eins mikilli hagkvæmni og verið hefur.

Á meðan Barentshafið er yfir fullt af fiski, bæði þorski og ýsu og fiskifræðingar í Noregi og Rússlandi þakka hlýnun sjávar.  Þá fást íslenskir fiskifræðingar ekki til að viðurkenna. Að það sama gildi á Íslandsmiðum.  Það er ekki liðinn 1 mánuður af kvótaárinu, en samt eru menn komnir í vanda með kvóta.  Þannig að öruggt er að eftir næstu áramót verða vandræðin orðin slík að útgerðarmenn neyðast til að leggja skipum sínum í stórum stíl.  Nú verður Hr. Jón Bjarnason, sjávarútvegsráðherra að taka hraustlega á þessum málum og tvöfalda allar veiðiheimildir á þessu fiskveiðiári.  Þá yrði þorskkvótinn 300 þúsund tonn og aðrir aflakvótar í samræmi við það.  Það er fullt af fisktegundum í kvótakerfinu sem er óþarft að hafa þar.  Til hvers er verið að úthluta ákveðnum skipum úthafsrækjukvóta ár eftir ár án þess að sá kvóti sé veiddur.  Það sama má segja með skötuselinn að útbreiðsla hans er orðinn allt önnur og meiri en þegar kvóti á skötusel var ákveðinn.  Ástæðan fyrir úthlutun á úhafsrækjukvóta og rækjukvóti á Flæmska Hattinum er einungis gert til að útgerðin hafi meira magn til að veðsetja.

Núverandi ríkisstjórn lofaði því fyrir kosningar að taka allt þetta kerfi til endurskoðunar og nú er komið að því að standa við það loforð.

Svikin kosningaloforð gleymast aldrei.


mbl.is Illmögulegt að leigja ýsukvóta
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jakob Falur Kristinsson
Jakob Falur Kristinsson

Ég er fyrrverandi vélstjóri og útgerðarmaður en er nú 75% öryrki eftir slys á sjó 2003. Bjó lengst af á Bíldudal en flutti til Sandgerðis haustið 2005.  En er nú aftur fluttur á Bíldudal.  Að svo miklu leyti sem myndir á síðunni eru eftir Mats Wibe Lund, þá liggur fyrir tímabundið samþykki hans um birtingu hjá mér og þakka ég honum sérstaklega fyrir.  Mats á að sjálfsögðu hönundaréttin að öllum sínum myndum.  Vilja menn sjá fleiri myndir þá vísast á www.mats.is  Ég  var flokksbundinn í Frjálslynda flokknum og hef starfað þar, en sagði mig úr flokknum 24. apríl og gekk í Samfylkinguna.  Föðurætt mín er úr Arnarfirði og móðurættin frá Jökulfjörðum og Hornströndum og í báðum tilfellum, langt aftur í aldir.  Er ég því ekta Vestfirðingur.

Undir fyrirsögninni Færsluflokkar er flokkur sem heitir Vefurinn og ef smellt er á hann opnast síður þar sem ég er að skrifa ýmsar frásagnir.  Einnig er undir liðnum spaugilegt smá grín ofl. 

Ég leyfi öllum að skrifa athugasemdir við mín skrif.   En af gefnu tilefni hef ég ákveðið að þeir sem ekki kunna sér hófs í athugasemdum og nýta þær til persónulegra árása á mig og mína persónu, með allskonar skömmum og svívirðingum, mun ég hér eftir loka á slíka aðila.  Einnig mun ég henda út nafnlausum athugasemdum.  Því ég einn ber ábyrgð á því sem skrifað er á mína síðu.

jakobkr@internet.is     

GSM: 823-2954

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband