22.9.2009 | 10:32
Þorskkvótinn
Auðvitað á að auka þorskkvótann og einnig alla aðrar tegundir. Því allt umhverfis Ísland er fullt af fiski og einmitt nú þegar þjóðin rambar á barmi gjaldþrots. Þá skiluðu auknar veiðar sér fljótt í erlendum gjaldeyrir í þjóðarbúið.
Í Barentshafi er svo mikil fiskgengd að við liggur að fiskurinn stökkvi um borð í veiðiskipin. Þetta þakka norskir og rússneskir, fiskifræðingar meiri hlýnun sjávar og þar með aukið framboð af æti. Sjórinn hefur líka hlýnað verulega á Íslandsmiðum. En íslenskir fiskifræðingar telja að það hafi enginn áhrif hér á fiskgengd. Hver er munurinn á sjónum í Barentshafi og á Íslandsmiðum? SVAR: ENGINN. Fisgengd hefur aukist á Íslandsmiðum á sama hátt og í Barentshafi. Ég man þá tíð að þegar fiskifræðingar okkar drógu lappirnar eitt árið, við að úthluta loðnukvóta á Íslandsmiðum og fullyrtu að engin loðna væri til. Þá skeði það að loðnu rak í stórum stíl upp í fjöruna fyrir neðan Hafrannsóknarstofnunarhúsið. Þá var strax farið í leiðangur til að leita að loðnu, sem auðvitað fannst og út var gefinn verulegur loðnukvóti. Ef þetta hefði ekki skeð þá hefði engin loðnuvertíð orðið þann vetur, vegna þröngsýni fiskifræðinganna og þeirra reiknilíkans, sem öllu á að stjórna.
Ég skora á Jón Bjarnason hæstvirtan, Sjávarútvegsráðherra að tvöfalda allar aflaheimildir á Íslandsmiðum;
STRAX.Í DAG
Vilja láta auka þorskkvóta | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Færsluflokkar
Eldri færslur
2010
2009
2008
2007
2006
Tenglar
Ýmsir tenglar
- Arnfirðingur
- Bíldudalur
- Bolungarvík
- Bæjarins besta á Ísafirði
- Guðrún Rebekka Jakobsdóttir Edinborg
- Falið vald
- Flateyri
- Frjálslyndi flokkurinn
- Ísafjörður
- Júdit Krista Jakobsdóttir, Bíldudal
- Kristinn Ásgeirsson, Danmörku
- Kristinn H. Gunnarsson
- KVÓTASVINDLIÐ MITT
- Mats Wibe Lund
- Óvinir Ísland
- Skipamyndir Þorgeir Baldursson ljósmyndari
- Suðureyri
- Strandabyggð
- Súðavík
- Tálknafjörður
- Tíðis-fréttavefur
- Vesturbyggð
- VÍSIR.IS
SKIPAMYNDIR
- Fiskistofa Ýmsar upplýsingar
- Gísli Reyisson Aflafréttir
- Hafþór Hreiðarsson Skipamyndir
- Ragnar í Grindavík Skipamyndir
- Skip.is Ýmsar upplýsingar
- Þorgeir Baldursson SKIPAMYNDIR
- http://
Bloggvinir
- Adda bloggar
- Ágúst H Bjarnason
- Albertína Friðbjörg
- Alma Jenny Guðmundsdóttir
- Anna
- Anna Guðný
- Anna Heiða Stefánsdóttir
- Anna Pálsdóttir! :)
- Anna Sigríður Guðmundsdóttir
- Anna Ólafsdóttir Björnsson
- Apamaðurinn
- Arinbjörn Kúld
- Ásgerður Jóna Flosadóttir
- Arnlaugur Helgason
- Arnþór Helgason
- Ársæll Níelsson
- Ásdís Rán
- Ásgeir Jóhann Bragason
- Ásgeir Kristinn Lárusson
- Ásgeir Sveinsson
- Axel Jóhann Axelsson
- Baldur Smári Einarsson
- Baldvin Jónsson
- Bara Steini
- Birgitta Jónsdóttir
- Birna M
- Bjarney Bjarnadóttir
- Bjarni Baukur
- Bjarni Harðarson
- Bjarni Kristjánsson
- Bjarni Kjartansson
- Baldur Hermannsson
- Baldur Kristjánsson
- Bjarki Þór Guðmundsson
- Bjarki Steingrímsson
- Björgvin S. Ármannsson
- Björgvin Guðmundsson
- Björn Leví Gunnarsson
- Björn Finnbogason
- Bragi Sigurður Guðmundsson
- Bragi Sigurðsson
- Hommalega Kvennagullið
- Bwahahaha...
- Davíð Pálsson
- Davíð S. Sigurðsson
- Didda
- Dunni
- Edda Agnarsdóttir
- Edda Sveinsdóttir
- Eggert Þór Aðalsteinsson
- Egill Jón Kristjánsson
- egvania
- Einar B Bragason
- Einar Kristinn Guðfinnsson
- Einar Sveinbjörnsson
- Eiríkur Sjóberg
- Elinóra Inga Sigurðardóttir
- Elsa Rut Jóhönnudóttir
- Emil Örn Kristjánsson
- J. Einar Valur Bjarnason Maack
- Elín Margrét Guðmundsdóttir
- Evrópusamtökin, www.evropa.is
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Eyjólfur Ingvi Bjarnason
- FF
- FLÓTTAMAÐURINN
- Faktor
- Fannar frá Rifi
- Finnur Bárðarson
- Fjarki
- Friðrik Höskuldsson
- Frjálshyggjufélagið
- Fríða Björk Einarsdóttir
- Georg Birgisson
- Gestur Guðjónsson
- Grétar Pétur Geirsson
- Gunnar Skúli Ármannsson
- Gunnar Þór Ólafsson
- Gunnlaugur Halldór Halldórsson
- Guðjón Heiðar Valgarðsson
- Guðjón Sigþór Jensson
- Guðjón Ó.
- Guðmundur St Ragnarsson
- Guðmundur Zebitz
- Guðni Gíslason
- gudni.is
- Guðrún Hafdís Bjarnadóttir
- Guðrún Jónína Eiríksdóttir
- Guðrún Magnea Helgadóttir
- Guðrún María Óskarsdóttir.
- Guðrún Una Jónsdóttir
- Guðrún Helgadóttir
- Guðrún S Hilmisdóttir
- Guðrún Þóra Hjaltadóttir
- Guðrún Sæmundsdóttir
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Gísli Sigurðsson
- Gísli Bergsveinn Ívarsson
- Haffi
- Hafrún Kristjánsdóttir
- Hafsteinn Viðar Ásgeirsson
- Halla Rut
- Halldór Sigurðsson
- Halldór Örn Egilson
- Hallgrímur Guðmundsson
- Hallur Magnússon
- Haraldur Bjarnason
- Haraldur Davíðsson
- Haraldur Haraldsson
- Heimir Lárusson Fjeldsted
- Heiður Helgadóttir
- Helga Dóra
- Helga Sigrún Harðardóttir
- Helga Þórðardóttir
- Helgi Þór Gunnarsson
- Himmalingur
- Hilmar Sæberg Ásgeirsson
- hilmar jónsson
- Hjálmtýr V Heiðdal
- Hjalti Sigurðarson
- Hjartagullin mín
- Hinrik Þór Svavarsson
- Hörður B Hjartarson
- Hlekkur
- Huld S. Ringsted
- Hólmdís Hjartardóttir
- Hrannar Baldursson
- Hrannar Björn Arnarsson
- hreinsamviska
- Hulda Haraldsdóttir
- Hörður Halldórsson
- Hörður Hilmarsson
- Hvíti Riddarinn
- Ingunn Jóna Gísladóttir
- Ingvar Valgeirsson
- Jakob Kristinsson
- Jakobína Ingunn Ólafsdóttir
- Jens Guð
- Jens Sigurjónsson
- Jóhannes Jónsson
- Jóhanna Fríða Dalkvist
- Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir
- Jóhannes Ragnarsson
- Jóhannes Þór Skúlason
- Jón Baldur Lorange
- Jón Halldór Eiríksson
- Jón Kristófer Arnarson
- Jón Finnbogason
- Jón Ingi Cæsarsson
- Jón Snæbjörnsson
- Jón Ólafur Vilhjálmsson
- Jónína Benediktsdóttir
- Kama Sutra
- Karl Tómasson
- Karl V. Matthíasson
- Katrín
- Kjarri thaiiceland
- Kristín Katla Árnadóttir
- Kolbrún Stefánsdóttir
- Konráð Ragnarsson
- Kristinn Sigurjónsson
- Kristinn Theódórsson
- Kristján Pétursson
- Magnús Helgi Björgvinsson
- Kristín Björg Þorsteinsdóttir
- Lilja Skaftadóttir
- Lovísa
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Linda Linnet Hilmarsdóttir
- Lúðvík Lúðvíksson
- Lýður Árnason
- Maddý
- Magnús Þór Friðriksson
- Margrét Sigurðardóttir
- Marinó Hafnfjörð Þórisson
- Magnús H Traustason
- Marinó Már Marinósson
- Marzellíus Sveinbjörnsson
- Morgunblaðið
- Matthilda M. Eyvindsd Tórshamar
- Nanna Katrín Kristjánsdóttir
- Natan Kolbeinsson
- Níels A. Ársælsson.
- Ólafía Margrét Guðmundsdóttir
- Ólafur Þór Gunnarsson
- Ólafur Tryggvason Þorsteinsson
- Ólafur Ragnarsson
- Ólafur Ingi Hrólfsson
- Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir
- Ólafur Tryggvason
- Ólöf Jóhanna Pálsdóttir
- Ólöf de Bont
- Óskar Helgi Helgason
- Óskar Þ. G. Eiríksson
- Paul Nikolov
- Páll Höskuldsson
- Páll Vilhjálmsson
- Pjetur Stefánsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- percy B. Stefánsson
- Predikarinn - Cacoethes scribendi
- Rafn Gíslason
- Ragnar Borgþórs
- Ragnheiður Ólafsdóttir
- Ragnhildur Jónsdóttir
- Ragnhildur Sverrisdóttir
- Regína R
- Ruth
- Rósa Aðalsteinsdóttir
- Rúna Guðfinnsdóttir
- Rögnvaldur Þór Óskarsson
- Samtök Fullveldissinna
- Salvör Kristjana Gissurardóttir
- Samtök sjálfstæðra í sjávarútvegi
- Sigurður Sigurðsson
- Sesselja Fjóla Þorsteinsdóttir
- Sigurgeir Orri Sigurgeirsson
- Sigríður Hafdís Þórðardóttir
- Sigríður Inga Sigurjónsdóttir
- Sigurður Sigurðsson
- Sigurjón Þórðarson
- Sigurlaug Anna Jóhannsdóttir
- Sigurður Haukur Gíslason
- Sigurður Jón Hreinsson
- Sigurður Jónsson
- Sigurður Þórðarson
- Sigrún Jónsdóttir
- Snorri Bergz
- Sigurjón Sveinsson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Þorsteinn Briem
- Steinþór Ásgeirsson
- Svartagall
- Sæmundur Bjarnason
- Sævar Einarsson
- Sæþór Helgi Jensson
- Sólveig Aradóttir
- TARA ÓLA/GUÐMUNDSD.
- TARA
- Tiger
- Tinna Eik Rakelardóttir
- Tinna Gunnarsdóttir Gígja
- Tómas Ibsen Halldórsson
- Tryggvi Gunnar Hansen
- Valbjörn Júlíus Þorláksson
- Valdimar Leó Friðriksson
- Valan
- Vefritid
- Vestfirðir
- Viggó H. Viggósson
- Vilborg Auðuns
- Þórbergur Torfason
- ÞJÓÐARSÁLIN
- Þórhallur Heimisson
- Þórhallur Pálsson
- Þórarinn Þ Gíslason
- Þórður Björn Sigurðsson
- Þórður Helgi Þórðarson
- Þórir Kjartansson
- Þórólfur S. Finnsson
- Þór Jóhannesson
- Anna Sigríður Guðmundsdóttir
- Jón V. Þorsteinsson
- Sigurður Kári Kristjánsson
Spurt er
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 6
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 5
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Nýjustu færslur
- 24.1.2010 Jakob Kristinsson er látinn.
- 21.1.2010 Spakmæli dagsins
- 21.1.2010 Obama
- 21.1.2010 Icesave
- 21.1.2010 Mótmælendur ákærðir
- 21.1.2010 Norwegian
- 21.1.2010 Kaninn og RÚV
- 21.1.2010 Látinn laus
- 21.1.2010 Kína
- 21.1.2010 Hvað vill félagsmálaráðherra?
32 dagar til jóla
Af mbl.is
Innlent
- Hópur fólks reyndi að komast að eldgosinu
- Nyrstu hrauntungurnar dreifa úr sér
- Dró upp skæri og hótaði íbúum
- Teknir við akstur undir áhrifum
- Hraun kemur úr þremur gígum: Virknin stöðug
- Að mestu bjart sunnan- og vestantil
- Nýtt fangelsi í landi Stóra-Hrauns tilbúið 2028
- Sólveig Anna furðar sig á aðferðum kennara
Athugasemdir
menn hlusta of mikið á Hafró. það er engin séns að núverandi stjórnvöld fari gegn Hafró. þingmenn eins og t.d. Ólína eru hafró trúar og munu aldrei fara gegn trúakenningum þeim sem þessi grottnaða ríkisstofnum kemur með.
Fannar frá Rifi, 22.9.2009 kl. 10:46
Það ætti nú bara að leggja Hafró niður í nokkur ár. Ólína Þorvarðardóttir er ekki nein sérstök talsmanneskja Hafró, það er frekar á hinn veginn. Alla veganna vill hún stokka upp núverandi kvótakerfi.
Jakob Falur Kristinsson, 22.9.2009 kl. 11:20
ég spurði hana beint út um það.
"Fannar - til þess að gagnrýna veiðráðgjöf Hafró þyrfti ég að vita betur. Ég þyrfti að hafa aðrar rannsóknir og tölfræði til að bera saman við rannsóknir þeirra. Það hef ég ekki.
Ég virði vissulega þær upplýsingar sjómanna að sjaldan hafi sést eins mikið af þorski á Íslandsmiðum og undanfarin misseri. Hafró viðurkennir þetta líka, og bendir á, að þetta sé bein afleiðing af veiðiráðgjöf undanfarinna ára."
hún er bara ein af þeim sem þorir ekki að gagnrýna Hafró eins og þeir sem þekkja til fiskveiða. Þeir sem eru óvilhallir kvótakerfinu bera hinsvegar blak af henni vegna andstöðu hennar við téð kerfi. Hann það er gagnlaust blaður.
Jakob munum veiða eitthvað meira undir einhverju öðru fiskveiðistjórnunar kerfi sem Hafró mun stjórna?
Fannar frá Rifi, 22.9.2009 kl. 12:12
Ekki endilega meira en fleiri kæmust að útgerð og auðveldara yrði að samhæfa veiðar og vinnslu.
Jakob Falur Kristinsson, 22.9.2009 kl. 12:33
nei nú ertu að bulla. kvótakerfið er það kerfi sem samhæfir lang best veiðar og vinnslu. ekki reyna að halda fram öðru.
og hverju skiptir það hvort að fleiri kæmust að ef þeir verða bara í sumarstörfum eða hlutastörfum?
er betra að hafa helmingi fleiri sjómenn og báta sem eru með helmingi minni ágóða og helmingi minni laun?
Fannar frá Rifi, 22.9.2009 kl. 13:19
Það yrðu ekki helmingi fleiri sjómenn eða bátar við veiðar, þótt fleirum yrði veittur aðgangur að þessu kerfi. Það yrði bara eðlileg endurnýjun og nýliðun í greininni, sem er öllum atvinnugreinum nauðsynleg. Í dag er þetta eins og lokaður frímúraklúbbur. Hvað heldur þú að verði meðalaldur sjómanna eftir 10-20 ár ef engu verður breytt.? Mér skilst að meðalaldur skipstjóra á nótaveiðiflotanum sé kominn yfir 70 ár. Með nýliðun koma nýjungar, sem ekki koma við núverandi ástand.
Jakob Falur Kristinsson, 22.9.2009 kl. 16:13
hvað kallaru eðlilega nýliðun og endurnýjun? hvað eru það margar nýjar útgerðir á ári? hvað verður þá um þær gömlu? eiga öll fyrirtæki sem eru 20 ára og eldir að vera lokað? er endurnýjun ekki eðlileg þegar nýtt fyrirtæki verður til þegar annað fer á hausinn, þegar barn tekur við af foreldrum sínum? eða þegar einn aðili kaupir sig inn í grein af öðrum. svona eins og gerist í öllum öðrum atvinnugreinum sem eru stundaðar?
vilt þú að það séu aðrar reglur í sjávarútvegi en í öðrum atvinnugreinum? varðandi nótaveiðarnar. hvað eru margir með stýrimanns réttindi? og er þetta vandamál? þegar þessir skipstjórar hætta verður þá ekki til pláss fyrir nýja menn? eða heldurðu að þeir taki starfið með sér í land þegar þeir hætta?
en ég myndi vilja fá skilgreiningu á því hvað sé eðlileg endurnýjun í tölum. ef ekki er hægt að koma með þetta í tölum þá er þetta bara bull hugtak sem slett er fram af kæruleysi.
Fannar frá Rifi, 22.9.2009 kl. 18:19
Eðlileg endurnýjun telst vera um 10-20% á ári í hverri atvinnugrein. Það er ótrúleg þrjóska að halda því fram að nýir aðilar séu að koma inn í þessa grein á hverju ári. Sá sem ætlar að kaupa sig inn í greinina þarf að eiga nokkur hundruð milljónir til að greiða ákveðnum aðila fyrir kvóta sem viðkomandi á ekkert í. Hefur aðeins nýtingarétt eitt ár í einu. Þetta kvótakerfi verður stokkað upp hvort sem þú eða aðrir eru sáttir við það eða ekki.
Jakob Falur Kristinsson, 23.9.2009 kl. 00:18
geturu bent mér á einhverja atvinnugrein sem slíkt viðgengst? hvað þarft þú að eiga mikið til að stofna t.d. Vélsmiðju? eða litla búð?
Viðkomandi aðili sem þú keyptir kvótann af hefur keypt hann sjálfur. þú veist kannski að úthlutaður kvóti 1986 er þannig að 1 tonn þá er rétt 400kg í dag. þannig þeir sem ekki hafa bætt við sig síðan þá eru hættir.
hugmyndin sem þú leggur til er að menn sem byrja í sjávarútvegi verði fangar í greininni. það sást bersýnilega þegar kvóti var settur á smábátana. þá voru gamlir menn sem ekki höfðu séð fram á að geta komist út úr greininni fyrr en á há nírætt, leið út.
af tæplega 1400 skipum og bátum hér á Íslands miðum, þá vilt þú að 10 til 20% þeirra skipti um eigendur á hverju ári. þú vilt semsagt að engin megi stunda útgerð lengur en í 5 til 10 ár? það er ekki hægt að skilja þig öðruvísi. einnig er ekki hægt að vera með 10 til 20% endurnýjun nema að reka jafn mikið hlutfall af þeim sem eru fyrir út úr greininni.
þeir sem helst leggjast gegn öllum breytingum á kvótakerfinu eru þeir sem vinna í sjávarútvegi. sjómenn og landverkafólk. ef kvótakerfið verður stokkað upp þá munu öll útgerðarfélög landsins fara á hausinn. jafnvel þó að hægt væri að koma í veg fyrir að skuldirnar myndu lenda á bönkunum eða ríkinu, þá myndu áhrif gjaldþrotanna setja alla þá sem þjónusta sjávarútveg á hausinn. jú jú það yrðu stofnaðar nýjar útgerðir og ný fyrirtæki, en það tekur tíma. sérð þetta í kringum bankana, búið að taka ár og ekkert en öruggt. að koma yfir 1000 skipum út á sjó og í rekstur tekur mun lengri tíma.
nei Jabob þú ert að gefa þér eitthvað sem á sér ekki stoð í raunveruleikanum. endurnýjun og nýliðun sem þú vilt fá er hvergi til í nokkuru atvinnugrein sem stunduð er á þessari plánetu. hún virkari ekki. hver heldurðu að myndi lána nýju sjávarútvegs fyrirtæki fyrir nýsmíði á frystitogara eða stórum nótabát? fyrirtæki sem þyrfti að hætta eftir 10 ár? ekki einn einasti banki sem ekki væri rekinn af íslenska ríkinu með hætti sem var fyrir 30 árum.
eina sem þú kemur með er að sjávarútvegur á Íslandi fari úr því að vera háþróuð, hátæknileg og vellaunuð vinna yfir í það að vera félagsmálaatvinnubótarvinna.
fiskurinn er verðlaus þangað til það er búið að selja hann til neytandans.
Fannar frá Rifi, 23.9.2009 kl. 07:10
Það sem átt er við um uppstokkun á kvótakerfinu er það að innkalla allan kvótann og setja á stofn Uppboðsmarkað fyrir kvótann, þar sem miðað yrði við leigugjald á ári væri um 10% af söluandvirði aflans hverju sinni. Núverandi kerfi er óréttlátt að því leyti að það felur í sér mikla mismunun og takmarkanir á atvinnufrelsi. Samanber álit Mannréttindanefndar Sameinuðu Þjóðanna. Ég er ekki að tala um að ákveðinn fjöldi báta skipti um eigendur á hverju ári. Ég vill aðeins opna þetta kerfi svo fleirum verði gert kleyft að stunda þessa atvinnugrein en nú er. Við uppboð á aflaheimildum vinnst tvennt, ríkið fær auknar tekjur og nýir aðilar geta komið að fiskveiðum. Það er aum útgerð sem fer á hausinn á nokkrum árum af því að greiða smágjald af nýtingu auðlindarinnar. Ef þetta verður ekki gert eru þeir aðilar sem nú stunda fiskveiðar lokaðir inni í kerfi, sem þeir vilja kannski ekki vera í. Þú segir að nýliðun sé hvergi til í nokkrum atvinnuvegi og geti ekki virkað, þarna ert þú á algerum villigötum, því að í nær öllum atvinnugreinum hefur orðið nýliðun og virkað vel. Eða heldur þú virkilega að þeir sem smíðuðu fyrstu fiskiskipin hér á landi séu ennþá að smíða fiskiskip.? Ég er t.d. menntaður bæði sem skipstjóri (2. stig ) og vélstjóri (2. stig) en ég get ekki farið í útgerð, þar sem ég á ekki til nokkur hundruð milljónir og enginn vill lána mér þær.
Jakob Falur Kristinsson, 23.9.2009 kl. 09:29
enn er vitnað í þessa kokteiboðssamkomu sem finnst í lagi í að Arabar í Súdan fremji fjöldamorð á svörtum samlöndum sínum. og hvað sagði nefndin síðan? eina sem hún sagði að upphafleg úthlutun hafði ekki alveg verið sanngjörn. allt annað er tilbúningur af hálfu ykkar kvótaandstæðinga.
við uppboð á aflaheimildum verður langtíma stöðugleika kastað út í hafsauga. hvað ætlaru að gera við þær skuldir sem eru á útgerðum í dag? það er ekki hægt að taka upp kvótann nema að ríkið taki skuldirnar líka. Ríkið á ekki að koma nálægt þessu. er ekki nóga slæm aðkoma ríkisins í gegnum Hafró? viltu að stjórnmálamenn fari að úthluta afla í kjördæmapoti líka? því það er eina sem verður. nema þá að það verða bara nokkrir stórir sem leigja allt til sín í krafti stærðar sinnar.
hvað ertu að bulla að þeir séu lokaðir inni? þeir sem stunda fiskveiðar geta komist út ef þeir selja. vandamál dagsins í dag er sama og allir glíma við. við erum ekki með starfandi bankakerfi. það er allt annað vandamál.
nei, ég segi að nýliðun eins og þú heldur fram að eigi að vera í Sjávarútvegi sé ekki til í nokkur atvinnugrein.
það hefur alltaf verið erfitt að byrja í útgerð. það var erfitt fyrir 67 árum og er það enn í dag. einu skiptin sem hefur verið frekar auðveld að komast í útgerð var þegar smábátar voru í frjálsum veiðum. þegar þeir fóru úr því að vera smábátar yfir í að vera yfirbyggðir, með beitningarvél og +300 hestaflavélar. á þeim tíma var líka gríðarleg offjárfesting í sóknargetu smábáta. alveg eins og var hér áður þegar troðið var niður einum eða tveimur frystitogurum í 300-400 manna þorp.
þetta er grunndvallarspruning. vilt þú að sjávarútvegur sé atvinnugrein sem borgar sjómönnum mjög há laun? viltu að sjómennska sé vel borguð? viltu að landverka fólki sé vel borgað? viltu að sjávarafurðir seljist fyrir hæsta hugsanlega verð á mörkuðum erlendis? þá er bara eitt svar: kvótakerfið.
kvótakerfið er hagkvæmasta kerfið til þess að hámarka verðmæti úr fiski. afhverju? aðal ástæðan er að það er hægt að tryggja afhentingu á fiskinum til erlendra kaupanda. númer 2 er að það er hægt að stunda veiðarnar eftir þörfum, hægt að lágmarka kostnað við að ná í hvern fisk. hægt að gera út eftir þörfum t.d. Landvinnslunar, hvenær bátar eiga að koma og með hvað mikið.
þín hugmynd er að hér verði algjör óvissa í öllum málum og menn muni ekki vita hvort þeir verði í útgerð að ári liðnu eða ekki. hefuru aldrei velt fyrir þér afhverju svo margar útgerðir eru lagðar niður og seldar í kringum kosningar? 4 ára óvissan. útgerðarmenn hafa aldrei vitað hvort að þeir verði á lífi eftir 4 ár eða ekki. þannig að við hverjar kosningar selur slatti sig út því þeir þora ekki að stunda útgerð lengur. góðir menn og góðar konur sem eru eitthvað hæfasta fólkið sem hefur verið í greininni selur sig út því það er hrætt við menn eins og þig? til hamingju, þú ert einn af þeim sem stuðlað hefur að samþjöppun á eignar haldi á kvóta.
Fannar frá Rifi, 23.9.2009 kl. 10:08
og eins og allir sem hafa byrjað í útgerð á undan þér, þá byrjuðu þeir smátt eða fengu marga aðra með sér í útgerð.
Fannar frá Rifi, 23.9.2009 kl. 10:08
Það þarf engar áhyggjur að hafa af skuldunum, þótt aflaheimildirnar færu á uppboð. Þeir sem eru nú þegar í útgerð hefðu visst forskot vegna þess að þeir eiga skip og hafa sjómenn og gætu auðveldlega tryggt sér svipaðar veiðiheimildir og eru í dag. Ég geri ráð fyrir að þeir sem nú eru í útgerð ætli sér að greiða sínar skuldir með sínum rekstri. Ég veit ekki hvernig Súdan kemur okkar fiskveðum neitt við. Já nefndin sagði einmitt að UPPHAFLEGA ÚTHLUTUNIN hefði ekki verið sanngjörn og falið í sér mismunun á atvinnurétti manna. Sá mismunur er enn til staðar í kerfinu, þótt veiðiheimildir hafi skipt um notendur. Því allar aflaheimildir eru aðeins veittar til ákveðinna aðila, sem nýtingarréttur. Nýtingaréttur getur ALDREI skapað eignarétt, þótt margir vilja halda því fram. Ég hef aldrei verið hlynntur því að ríkið færi í útgerð. Þótt ég sé hlynntur því að ríkið ráðstafi nýtingaréttinum með öðrum hætti en nú er gert. Lengi vel börðust eigendur smábáta fyrir því að allar krókaveiðar væru frjálsar en þær raddir þögnuðu um leið og aflakvóti var settur á smábátana. Þá sáu menn allt í einu að þeir voru komnir með verðmæti í hendur og þar sannaðist máltækið;
"Margur verður af aurum api".
En kvótakerfið verður stokkað upp hvort sem útgerðarmönnum líkar það betur eða vel og eins gott að sætta sig við það strax. Ég hef gert út um ævina um 10 fiskiskip allt frá trillum upp í togara en þar sem ég var aðeins framkvæmdastjóri fyrir þeim útgerðum á ég ekki neinn rétt á aflakvóta þrátt fyrir að hafa starfað í sjávarútvegi í yfir 20 ár.
Jakob Falur Kristinsson, 23.9.2009 kl. 11:40
haaa? engar áhyggjur af skuldunum? heldurðu að þeir sem eru skuldugir muni ekki setja fyrirtækin í þrot og stofna ný ef allt yrði tekið af þeim? ertu virkilega svo bláeygður? Ef alfaheimildirnar eru teknar af þeim þá munu þeir ekki greiðar skuldirnar. að halda öðru fram er veruleika firring.
Sama nefnd og þú vísar og forveri hennar sögðu t.d. að það væri um ekkert þjóðarmorð að ræða í Rúanda. þeir fulltrúar þessarar kokteilboðs nefndar sem greiddu atkvæði um ályktun að upphafleg úthlutun hafi verið ósanngjörn eru fulltrúar þjóða þar sem mannréttindi borgar þeirra eru engin. pyntingar og morð á pólitískum andstæðingum mjög algeng. og þú tekur mark á einhverju sem kemur frá slíku liði?
Hvernig átti upphafleg úthlutun að vera? áttu þeir sem stunduðu útgerð og höfðu fjárfest í útgerð að fá ekkert og allt átti að vera til kaupmanns í Reykjavík? innan við 10% veiðiheimilda má flokka sem gjafakvóta.
smábátasjómenn gátu farið að stunda veiðar eftir því hvernig best hentar og viðrar en ekki eftir því hvort að dagarnir séu að klárast eða ekki.
Ef kvótakerfið verður stokkað upp mun þetta land fara í gjaldþrot. það þolir ekki að útgerðirnar fara á hausin. við það munu tapast margmilljarða sölu samningar við erlenda aðila sem munu seint vinnast aftur. og þessu ertu öllu tilbúinn að fórna því þú ert sár og svektur yfir úthlutun sem átti sér stað fyrir meir en einni kynslóð síðan?
nei, úthlutunin fór fram fyrir yfir 25 árum síðan. eina leiðin til þess að afnema kvótakerfið án þess að ríkið taki yfir skuldir sjávarútvegsins eða hann fari allur í gjaldþrot, er að gefa veiðar frjálsar öllum skipum á ný.
Fannar frá Rifi, 23.9.2009 kl. 11:53
annars ertu bara að leggja til að kvótinn verður færður úr einum vasa sem þér líkar ekki við yfir annan vasa sem er þér þóknanlegur.
Fannar frá Rifi, 23.9.2009 kl. 11:53
Ef þú hefðir lesið aðeins betur sem ég skrifaði, þá myndir þú vonandi skilja þetta betur. Ég sagði að þó að aflaheimildir færu á uppboð hefðu þeir sem nú eru starfandi í greininni forskot vegna þess að þeir ráða bæði yfir skipum og sjómönnum. Þannig að auðvelt væri fyrir núverandi útgerðir að ná sér í sama magn af aflaheimildum og þeir hafa nú. Ég geri ráð fyrir að núverandi útgerðir ætli að greiða sínar skuldir af sínum rekstri. Það eina sem breytist hjá þeim að þeir þyrftu að greiða 10% í Auðlindasjóð. Ef slíkt reynist útgerðinni ofviða þá fer hún bara á hausinn enda hlýtur slík útgerð að vera illa rekinn. Frá þeim sem standa sig vel í útgerðinni mun ekkert verða tekið frá, hvorki aflaheimildir eða annað. Það eina sem skeður er að nýjum aðilum verður gefinn kostur á að taka þátt í útgerð án þess að drekkja sér í skuldum. Ég er ekki að leggja til að aflaheimildir verði færðar eitt né neitt, aðeins að þær fari á frjálst uppboð á hverju ári. Það hefur þann kost að útgerðin leigir einungis þær tegundir sem hún ætlar að veiða og ekkert umfram það. Til að greiða fyrir þær heimildir sem viðkomandi hefur keypt á uppboði mun gjaldið 10% af söluverði aflans ekki verða greitt fyrr en útgerðin er bæði búinn að veiða fiskinn og fá hann greiddan. Þetta hagræðir í greininni og kemur í veg fyrir brask með kvóta og brottkast verður ekkert. Allt tal um að verið sé að færa frá einum vasa í annan er bull.
Jakob Falur Kristinsson, 23.9.2009 kl. 13:59
Þessi sífellda klisja ykkar útgerðarmanna um að allt verði tekið af ykkur og þið skildir eftir með skuldirnar, er orðin svo úrsér þvæld að enginn tekur mark á ykkur. Við endurskoðun á fiskveiðistjórnunarkerfinu var ætlunin að hafa útgerðamenn með í ráðum, en mér sýnist þið vera að dæma ykkur úr leik með stöðugum ósannindum.
Trúir þú því Fannar, að nokkur ríkisstjórn myndi láta sér detta í hug að taka af ykkur allar veiðiheimildir og skilja ykkur eftir með allar skuldirnar?
Jakob Falur Kristinsson, 23.9.2009 kl. 14:06
borga 10% auðlinda skatt? þú veist hverjir munu á endanum borga þann skatt er það ekki Jakob? Hann vera tekinn af hluta sjómanna. er það það sem þú vilt. að sjómenn fái lægri laun? þú hlýtur nú að gera þér grein fyrir sjávarútveg og rekstri á honum eftir þína tíð úti á sjó. 10% skattur er hrykalega hár ofan á allt hitt. þú ert að leggja 10% auka skatt á sjávarútveg umfram aðra atvinnuvegi. heldurðu að sjávarútvegurinn geti keppt við aðra atvinnustarfsemi um hæft vinnuafl? þrátt fyrir að vera nokkuð hagstæður þá gat hann það ekki í góðærinu.
fyrirtæki eru búin að borga fyrir aflaheimildir. ef þær eru af þeim teknar þá fara fyrirtækin í þrot. þetta er engin klisja, þetta er bara bláköld staðreynd sem þú og aðrir vilja ekki heyra minnst á því þið vitið að þegar fólk gerir sér grein fyrir afleiðingunum mun ekki nokkur lifandi sála hlusta á ykkur.
ég held að þú gerir þér ekki grein fyrir þessu. núverandi aðilar í útgerð eru þeir sem reka hana best. ef þeir fara á hausinn, nú þá geta nýjir aðilar komist að. svona eins og gengur og gerist alstaðar annarstaðar þar sem nýttar eru takmarkaðar auðlindir. hugmyndin þín er upp á óvissu og launaskerðingu til handa sjómönnum. 10% skatturinn yrði tekin af aflaverðmætum sem myndi skila sér í 10% launaskerðingu sjómanna.
Fannar frá Rifi, 23.9.2009 kl. 14:21
Hvaða kjaftæði er þetta, auðlindagjaldið verður að sjálfsögðu greitt af útgerðinni en ekki sjómönnum. Það er einfaldlega bannað. Ég hef sagt það áður og get endurtekið það hér enn. "Að sú útgerð sem ekki getur greitt 10% auðlindagjald án vandræða er illa rekinn útgerð." Þið eru alltaf með þennan hræðsluáróður um að allir fari á hausinn og svo er komið að á ykkur tekur engin mark lengur hvað varðar útgerð.
Jakob Falur Kristinsson, 23.9.2009 kl. 15:24
og af hverju á að taka?
illa rekin? 10% aukning á skatt? geturu ekki þá sagt það sama að öll þau heimili sem ekki þoli 10% aukningu á tekjuskatt séu illa rekin heimili?
nei þetta verður ekki greitt beint af sjómönnum. hlutur þeirra minnkar bara þar sem stærri sneið fer til ríkisins í formi skatta af heildar aflaverðmætum landaðs afla. ef þú heldur að 10% auðlinda gjald eigi allar útgerð að þola annar séu þær illa reknar, þá ertu haldin einhverjum ranghugmyndum um rekstur.
nei, þú og fleiri munuð ekki taka mark á þessu. þið verðið þá bara að upplifa þetta þá þegar þar að kemur ef svo verður að kvótinn verður gerður upptækur.
Fannar frá Rifi, 23.9.2009 kl. 15:42
Nú ertu farinn að bulla með því að bera saman illa stödd heimili og útgerð. Sem bendir til þess að þú ert í vandæðum með rök til að styðja þinn málstað. Eins og ég sagði áður þá hef ég gert út 10 fiskiskip um ævina og þekki rekstur útgerðar mjög vel. því ég starfaði í þessari grein í rúm 20 ár. Það verður enginn sérfræðingur í útgerð við það eitt að ráða yfir veiðiheimildum. Annars held ég að þessi umræða leiði ekki til neinnar niðurstöðu.
Þú hefur þína skoðun, sem ég virði og ég hef mína og ætla að ljúka þessu hér með. En kvótakerfið verður stokkað upp, um það höfum við hvorugir áhrif.
Jakob Falur Kristinsson, 23.9.2009 kl. 15:59
Jakob. vertu raunsær. 10% skattur er óraunsær. það hefur engin efni á því ofan það sem þeir þurfa að borga fyrir. þú gætir sett 10% skatt af hagnaði eftir aðra skatta og gjöld, en ekki annað. annars ertu bara að taka af launum sjómanna með einum eða öðrum hætti og veit að það viltu ekki.
Fannar frá Rifi, 23.9.2009 kl. 16:18
Kannski er þetta of mikið og í mínum augum er þetta hlutfall ekkert heilagt. Eins mætti alveg hugsa sér að þetta yrði hlutfall af hagnaði eftir skatta og fjármagnsliði. En það yrði þægilegra að innheimta þetta þegar aflinn er greiddur og þegar kvótaárið er liðið ættu útgerðir annað hvort inni eða skulduðu.
Jakob Falur Kristinsson, 23.9.2009 kl. 17:39
Þú mátt alls ekki taka orð mín svo Fannar, að mér sé eitthvað í nöp við útgerðamenn, þeir eru yfirhöfuð góðir og heiðarlegir menn, enda hefur alltaf staðið til að samráð við þá yrði haft við endurskoðun á kvótakerfinu.
Jakob Falur Kristinsson, 23.9.2009 kl. 17:48
einfaldast væri að halda bara auðlindaskattinum sem er í dag (oft kallaður landsbyggðar skattur) og setja á skatt á sölu og leigu á kvóta. þá yrði ekkert brask.
Fannar frá Rifi, 23.9.2009 kl. 17:49
Það er rétt og loksins urðum við þó sammála um eitthvað.
Jakob Falur Kristinsson, 23.9.2009 kl. 18:19
ég er nokkuð viss um að ef skattur yrði settur á sölu á kvóta og leigu, þá myndi það bæta greinina mjög. þá myndu tekjur af öllu braski renna til ríkisins í formi skatttekna. þá væri hægt að mynda sáttargrundvöll í greininni því þá vita allir að þeir eru í þessu, eru í því til að gera út, ekki leigja eða selja frá sér á víxl.
Fannar frá Rifi, 23.9.2009 kl. 18:43
Ég veit það alveg að flestir sem nú eru í útgerð eru bara að veiða fisk og selja. Hinsvegar leynist alltaf svartur sauður í mörgu fé. Ég tek undir með þér ð ef settur yrði skattur á leigu þá hætti kvótabraskið. En það er sá þáttur sem mest er gagnrýndur. En ágæt sátt ætti að nást um þetta atriði. Hvaða vit er í því að stór hluti úthafskvótans skuli vera á beitningavélarbát frá Grindavík, það er bara til að braska með. Því rækja hefur aldrei verið veidd á línu. Eins eru nú í kvótanum tegundir sem ekki eru nýttar og ætti að taka þær út eins og með skötusel en útbreiðsla hans er allt önnur í dag en var þegar kvóti var settur á þá tegund.
Jakob Falur Kristinsson, 24.9.2009 kl. 08:00
það átti aldrei að setja skötusel í kvóta. aðkomu fiskur sem stunda rányrkju á ungviði annarra fiska. menn hlustuðu of mikið á Hafró.
Fannar frá Rifi, 24.9.2009 kl. 09:07
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.