Man lítið

„Ég man voðalega lítið eftir því sem gerðist. Ég man eiginlega fyrst eftir mér uppi á spítala,“ segir Jónína Klara Pétursdóttir við Morgunblaðið, en hún var á leiðinni í skólann í gærmorgun þegar hliðarhleri flutningabifreiðar skall á þaki fólksbifreiðarinnar sem hún ók, með þeim afleiðingum að framrúðan mölbrotnaði og þakið flettist að mestu af fólksbílnum.

Ætla ökumenn flutningabíla aldrei að læra að meta hæð á þeim bíl sem þeir aka.  Þetta er ekki fyrsta slysið vegna þess að bílstjórar taka ekki tillit til hæðar bifreiðarinnar sem þeir aka.   Dæmin eru fjölmörg og hún er mjög heppinn að sleppa lifandi þessi unga stúlka.


mbl.is „Glöð hvað ég slapp vel"
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það virðist vera sem sumir atvinnubílstjórar séu hreinlega vangefnir.

Stefán 23.9.2009 kl. 13:04

2 Smámynd: Jakob Falur Kristinsson

Það mætti halda það.

Jakob Falur Kristinsson, 23.9.2009 kl. 14:17

3 Smámynd: Stefán Stefánsson

Farðu nú aðeins varlega í það að telja okkur vangefna Jakob Falur Kristinsson. Þú kvartar ekkert yfir þessum nafnlausa þarna núna eins og stundum.
Miðað við fylliríssögurnar sem þú lýsir af þér hér á síðunni myndu nú sumir efast um það hvort þú værir......... samt skemmtileg lesning og miklar frægðarsögur hahahaaa.

Stefán Stefánsson, 23.9.2009 kl. 18:08

4 identicon

Skrítið hvað þarf alltaf að velta sér upp úr öllu sem við kemur slysum og óhöppum sem stórir bílar lenda í.

Það virðist vera sem fólksbílar lendi aldrei í óhöppum, allavega er ekki drullað yfir þá bílstjóra sem lenda í slysum á litlum bílum sem eru þó nokkuð oftar en þeir stærri.

Einn sem er pirraður á vitgrönnum bloggurum 23.9.2009 kl. 22:43

5 Smámynd: Gísli Sigurður

Akkúrat..

Það fýkur alltaf í mig þegar ég sé og heyri fólk atast út í meiraprófsbílstjóra fyrir aksturslag og slys þeirra.

Slys meiraprófsbíla á Íslandi eru fáránlega fá í hlutfalli við aðra árekstra, jafnvel þó tekið sé tillit til hlutfalls þeirra í umferðinni.

Mannleg mistök eru mannlegt eðli og gera fólk ekki þroskaheft, vangefið, aumingja, fávita, vitleysinga og þar fram eftir götunum.

Ég væri til í að sjá hvort þú, Stefán, segðir þetta aftur við næsta banaslys sem verður hér á Íslandi, því undir flestum banaslysum á Íslandi, liggja ástæður sem eru jafn fáránlegar og ástæða þessa slyss.

Gísli Sigurður, 24.9.2009 kl. 10:40

6 Smámynd: Stefán Stefánsson

Segði hvað aftur Gísli? Ég er ekki að fatta hvað þú meinar.

Stefán Stefánsson, 24.9.2009 kl. 20:49

7 Smámynd: Stefán Stefánsson

Ó, ég var fullfljótur á mér og mundi ekki eftir nafnleysingjanum sem var þarna efstur.

Stefán Stefánsson, 24.9.2009 kl. 20:51

8 Smámynd: Jakob Falur Kristinsson

Ég er mjög gagnrýnin á að menn séu að gera athugasemdir við skrif annarra undir nafnleysi og viðurkenni að ég var fullfljótur á mér að taka undir með honum.  Ég tók hreinlega ekki eftir nafnleysinu.  Ég hef ekkert á móti vörubílstjórum. nema síður sé.  Það sem ég var að gagnrýna var það atriði að oft er hæð bílanna meiri en löglegt er og þá koma til slys.  Í flestum tilfellum er um mannleg mistök að ræða en líka kemur til ákveðið kæruleysi.

Jakob Falur Kristinsson, 25.9.2009 kl. 08:27

9 Smámynd: Gísli Sigurður

Haha, Stefán Falur, ég var akkúrat að spá í af hverju ég hefði sjálfur sagt þetta, tók þá eftir nafnleysingjanum :)

Jakob, ég er akkúrat sammála þér. Mannleg mistök eru mannleg :)

Gísli Sigurður, 25.9.2009 kl. 17:06

10 Smámynd: Stefán Stefánsson

Mannleg mistök eru fyrirgefanleg, en þarf samt að ræða.
Kæruleysi er ófyrirgefanlegt, en hvort tveggja veldur slysunum.
Og að sjálfsögðu er ég vörubílstjóri.
Takk fyrir góða síðu Jakob Falur, margar bráðskemmtilegar sögur ofl.

Stefán Stefánsson, 25.9.2009 kl. 18:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jakob Falur Kristinsson
Jakob Falur Kristinsson

Ég er fyrrverandi vélstjóri og útgerðarmaður en er nú 75% öryrki eftir slys á sjó 2003. Bjó lengst af á Bíldudal en flutti til Sandgerðis haustið 2005.  En er nú aftur fluttur á Bíldudal.  Að svo miklu leyti sem myndir á síðunni eru eftir Mats Wibe Lund, þá liggur fyrir tímabundið samþykki hans um birtingu hjá mér og þakka ég honum sérstaklega fyrir.  Mats á að sjálfsögðu hönundaréttin að öllum sínum myndum.  Vilja menn sjá fleiri myndir þá vísast á www.mats.is  Ég  var flokksbundinn í Frjálslynda flokknum og hef starfað þar, en sagði mig úr flokknum 24. apríl og gekk í Samfylkinguna.  Föðurætt mín er úr Arnarfirði og móðurættin frá Jökulfjörðum og Hornströndum og í báðum tilfellum, langt aftur í aldir.  Er ég því ekta Vestfirðingur.

Undir fyrirsögninni Færsluflokkar er flokkur sem heitir Vefurinn og ef smellt er á hann opnast síður þar sem ég er að skrifa ýmsar frásagnir.  Einnig er undir liðnum spaugilegt smá grín ofl. 

Ég leyfi öllum að skrifa athugasemdir við mín skrif.   En af gefnu tilefni hef ég ákveðið að þeir sem ekki kunna sér hófs í athugasemdum og nýta þær til persónulegra árása á mig og mína persónu, með allskonar skömmum og svívirðingum, mun ég hér eftir loka á slíka aðila.  Einnig mun ég henda út nafnlausum athugasemdum.  Því ég einn ber ábyrgð á því sem skrifað er á mína síðu.

jakobkr@internet.is     

GSM: 823-2954

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband