Slys

Kristín Sigurðardóttir var nýfarin að vinna í álverinu á Reyðarfirði þegar hún lenti í bílslysi sl. haust og líf hennar umturnaðist. Að lokinni spítalavist tók við nokkurra vikna dvöl á legudeild Grensáss með strangri endurhæfingu sem m.a. beindist að því að þjálfa Kristínu í að umgangast fólk úr hjólastólnum sem hún var nú komin í.  Kannski fékk hún ekki að vera nema nokkrar vikur á Grensás vegna álags á þá deild.  Því er nauðsynlegt að stækka deildina og koma þar fyrir sundlaug ofl.  Fyrst ríkið hrefur ekki peninga í þetta verkefni þá verum við íbúar þessa lands að safna fyrir þessum framkvæmdum.

Eins og ég skrifaði um í gær gera slysin ekki boð á undan sér, þau koma bara alveg óvænt.  Ég samgleðst þessari konu að hafa náð fyrri heilsu til baka að hluta (Því hún er enn í hjólastól)  Þetta litla dæmi sýnir okkur vel kvað mikil þörf er fyrir endurhæfingu eftir slys og við eigum öll að leggjast á eitt , sem er að safna fé fyrir Grensás.  Ég var þó heppnari en þessi kona því ég losnaði alveg við hjólastólinn, þótt ákveðin fötlun sé enn til staðar.  Enda var ég í endurhæfingu á Reykjalundi í alls 5 mánuði.  Þar var líka góð sundlaug sem ég notaði mikið og gerði margar æfingar í sundlauginni.  En Kristín var bara nokkrar vikur á Grensás og vonandi fær hún meiri þjálfun og losni við hjólastólinn.  Ég þekki vel hvernig það er að vera bundin við hjólastól og geta ekkert nema með aðstoð annarra.  Ég fann fyrir talsverðum fordómum í minn garð þegar ég var í hjólastólnum, bæði frá starfsfólki í verslunum og víðar í samfélaginu.  Eftir að ég fór að keyra bifreið sárnaði mér oft þegar heilbrigt fólk var að leggja bílum sínum í stæði fyrir fatlaða.  Því þótt ég geti gengið get ég það ekki langar vegalengdir.  Þegar ég var á Reykjalundi var þar maður, sem var algerlega bundinn við hjólastólinn.  En hann gat ágætlega ekið bíl og þessi maður lét prenta fyrir sig nokkrar rúllur sem á stóð; "Þetta bílastæði er ætlað líkamlega fötluðu fólki." Þessa miða límdi hann síðan á alla bíla sem lagt var í stæði fyrir fatlaða og höfðu ekki fatlaða-merkið í bílglugganum.  Íslendingar hafa alltaf sýnt það að þegar einhver söfnun fer í gang þá tekst það alltaf mjög vel.


mbl.is „Geri flest sem ég vil“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jakob Falur Kristinsson
Jakob Falur Kristinsson

Ég er fyrrverandi vélstjóri og útgerðarmaður en er nú 75% öryrki eftir slys á sjó 2003. Bjó lengst af á Bíldudal en flutti til Sandgerðis haustið 2005.  En er nú aftur fluttur á Bíldudal.  Að svo miklu leyti sem myndir á síðunni eru eftir Mats Wibe Lund, þá liggur fyrir tímabundið samþykki hans um birtingu hjá mér og þakka ég honum sérstaklega fyrir.  Mats á að sjálfsögðu hönundaréttin að öllum sínum myndum.  Vilja menn sjá fleiri myndir þá vísast á www.mats.is  Ég  var flokksbundinn í Frjálslynda flokknum og hef starfað þar, en sagði mig úr flokknum 24. apríl og gekk í Samfylkinguna.  Föðurætt mín er úr Arnarfirði og móðurættin frá Jökulfjörðum og Hornströndum og í báðum tilfellum, langt aftur í aldir.  Er ég því ekta Vestfirðingur.

Undir fyrirsögninni Færsluflokkar er flokkur sem heitir Vefurinn og ef smellt er á hann opnast síður þar sem ég er að skrifa ýmsar frásagnir.  Einnig er undir liðnum spaugilegt smá grín ofl. 

Ég leyfi öllum að skrifa athugasemdir við mín skrif.   En af gefnu tilefni hef ég ákveðið að þeir sem ekki kunna sér hófs í athugasemdum og nýta þær til persónulegra árása á mig og mína persónu, með allskonar skömmum og svívirðingum, mun ég hér eftir loka á slíka aðila.  Einnig mun ég henda út nafnlausum athugasemdum.  Því ég einn ber ábyrgð á því sem skrifað er á mína síðu.

jakobkr@internet.is     

GSM: 823-2954

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband