Bloggfærsla

Fullyrt er í bloggfærslu á vefnum blog.is, að Indriði H. Þorláksson, einn samninganefndarmanna Íslands í Icesave-málinu, hafi skrifað minnisblað um viðræður við breska og hollenska embættismenn þar sem hann var í flugvél á leið til Íslands að kvöldi 2. september. Þeir sem sátu nálægt Indriða eða gengu framhjá sæti hans hafi getað lesið minnisblaðið og þar hafi m.a. komið fram að viðsemjendurnir myndu aldrei sætta sig við að heildarskuldin vegna Icesave yrði ekki greidd.

Ég tek þessu nú með fyrirvara og efast um að þetta sé rétt.  Að farþegar í flugvél geti verið að lesa trúnaðarskjöl.  

NEI TAKK


mbl.is Trúnaðarskjal skrifað fyrir opnum tjöldum?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Carl Jóhann Granz

Það voru víst teknar myndir þessu til sönnunar og var ein þeirra birt á umræddri bloggsíðu.

Carl Jóhann Granz, 24.9.2009 kl. 09:04

2 identicon

Myndin sem fylgir þessari bloggfærslu sannar ekki neitt. Hún sýnir hvorki Indriða H. Þorláksson né neitt minnisblað og gæti verið tekin í hvaða flugvél sem er.

Kristinn 24.9.2009 kl. 09:29

3 Smámynd: Carl Jóhann Granz

Enda talaði ég um að einungis ein þeirra var birt, og rétt er það að sú mynd sannar ekki mikið þannig að ég vona að hinar myndirnar sem þeir tala um geti fært einhverjar betri sönnur á málið.

Því ef rétt reynist þá er þetta alvarlegt mál, bæði hvernig Indriði meðhöndlar trúnaðargögn og svo hvernig ríkisstjórnin enn og aftur reynir að leyna þjóðina sannleikanum og heldur hlutum undir borðum.

Höldum þó fyrirvara á málinu þangað til sannleikurinn er kominn í ljós.

Carl Jóhann Granz, 24.9.2009 kl. 09:38

4 Smámynd: Jakob Falur Kristinsson

Er ekki betra að það sanna komi í ljós áður en farið er að blogga um hluti sem eru kannski ekki réttir.

Jakob Falur Kristinsson, 24.9.2009 kl. 15:44

5 Smámynd: Carl Jóhann Granz

Þeir segjast að þetta sé rétt og segjast einnig hafa myndir og video því til sönnunar. Þar af leiðandi blogguðu þeir um málið.

Sá inni á dv.is að haft var samband við Indriða og viðurkenndi hann að hafa verið í þessu flugi en þóttist ekkert muna hvað hann gerði á meðan á flugi stóð.

Bendir eilítið til að rétt sé hjá bloggara.

Carl Jóhann Granz, 24.9.2009 kl. 17:44

6 Smámynd: Jakob Falur Kristinsson

Gæti verið en ekki trúi ég því enn og hef ekki mikið álit á DV.  En hið sanna hlýtur að koma í ljós fljótlega.  Ef þetta reynist vera rétt verður Indriði tafarlaust að segja sínu starfi lausu, því svona meðferð á trúnaðarupplýsingum gera það að verkum að hann getur ekki sinnt sínu starfi.  Því allt traust verður farið á þessum manni.

Jakob Falur Kristinsson, 25.9.2009 kl. 07:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jakob Falur Kristinsson
Jakob Falur Kristinsson

Ég er fyrrverandi vélstjóri og útgerðarmaður en er nú 75% öryrki eftir slys á sjó 2003. Bjó lengst af á Bíldudal en flutti til Sandgerðis haustið 2005.  En er nú aftur fluttur á Bíldudal.  Að svo miklu leyti sem myndir á síðunni eru eftir Mats Wibe Lund, þá liggur fyrir tímabundið samþykki hans um birtingu hjá mér og þakka ég honum sérstaklega fyrir.  Mats á að sjálfsögðu hönundaréttin að öllum sínum myndum.  Vilja menn sjá fleiri myndir þá vísast á www.mats.is  Ég  var flokksbundinn í Frjálslynda flokknum og hef starfað þar, en sagði mig úr flokknum 24. apríl og gekk í Samfylkinguna.  Föðurætt mín er úr Arnarfirði og móðurættin frá Jökulfjörðum og Hornströndum og í báðum tilfellum, langt aftur í aldir.  Er ég því ekta Vestfirðingur.

Undir fyrirsögninni Færsluflokkar er flokkur sem heitir Vefurinn og ef smellt er á hann opnast síður þar sem ég er að skrifa ýmsar frásagnir.  Einnig er undir liðnum spaugilegt smá grín ofl. 

Ég leyfi öllum að skrifa athugasemdir við mín skrif.   En af gefnu tilefni hef ég ákveðið að þeir sem ekki kunna sér hófs í athugasemdum og nýta þær til persónulegra árása á mig og mína persónu, með allskonar skömmum og svívirðingum, mun ég hér eftir loka á slíka aðila.  Einnig mun ég henda út nafnlausum athugasemdum.  Því ég einn ber ábyrgð á því sem skrifað er á mína síðu.

jakobkr@internet.is     

GSM: 823-2954

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband