Málningu slett

Málningu var slett á hús Hreiðars Más Sigurðssonar, fyrrverandi forstjóra Kaupþings í nótt. Er þetta ekki í fyrsta skipti sem slík skemmdarverk eru unnin á heimili Hreiðars Más og líkt og oft áður er sendur póstur á fjölmiðla frá einhverjum sem nefnir sig Skap ofsi til þess að vekja athygli á skemmdarverkunum.

Hvað gengur þessum Skap-ofsa til með öllum þessum málningarslettum á ýmis hús.  Þarna er verið að ráðast á dauða hluti.  Ef þessi Skap-ofsi á eitthvað óuppgert við Hreiðar Má Sigurðsson, þá á hann auðvita að ræða það við Heiðar.  Málningarslettur leysa engan vanda, nema síður sé.


mbl.is Rauðri málningu slett á hús Hreiðars Más
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Húsið er dauður hlutur, rétt er það.  En ég skil Skap-ofsa mjög vel.  Við skulum ekki gleyma að Hreiðar Már er með réttarstöðu grunaðs í máli Sjeiksins Mohamed Bin Khalifa Al-Thani, og sé Skap-ofsi að borga af lánum sem tengd eru vísitölum á íslandi eða gjaldmiðli, þá skil ég Skap-ofsa enn betur.  Ég vona að fyrr eða síðar munu sakir verða gerðar upp.  Þá fyrst er hægt að vorkenna Hreiðari Má.

Kári K 24.9.2009 kl. 08:45

2 Smámynd: Ignito

Þó skipti mér ekkert af verknaðinum sem slíkum né hvað lyggur að baki...þá líst mér betur á að málingunni sé slett á dauðan hlut heldur en beint á Hreiðar

Hitt er annað að rögræða við menn í afneitun ('ég gerði ekkert rangt' kallarnir) myndi tæplega ganga heldur.  Samanber viðtöl við þá í fjölmiðlum þar sem þeir skella skuldinni á aðra en horfa aldrei í eigin barm.

Ignito, 24.9.2009 kl. 08:50

3 identicon

Ráðast á dauðahluti já þá er nú munur að ráðst á lifandi fólk og lífsafkomu þess. Árni Hó

Árni H Kristjánsson 24.9.2009 kl. 08:53

4 identicon

,, Ef þessi Skap-ofsi á eitthvað óuppgert við Hreiðar Má Sigurðsson ". Það er nú einmitt málið ágæti Jakob, að öll þjóðin á ýmislegt óuppgert við Hreiðar Má og FME er einmitt með mikla rannsókn í gangi núna á ógæfuverkum þessa fyrrum útrásarvíkings. Móðir Hreiðars Más mun hafa fengið dóm fyrir tíu milljón króna þjófnað samkvæmt fjölmiðlum um daginn og mér sýnist stefna í það að sonurinn sé á leið í fangelsi fyrir gífurlega markaðsmisnotkun hjá Kaupþingi.    

Stefán 24.9.2009 kl. 08:55

5 Smámynd: Brynjar Jóhannsson

Ég held að við gerum okkur ekki grein fyrir hvað við íslendingar erum í raun friðsamir. sjálfu sér er mér ekki vel við að sletta málningu á eigur þessara manna en ég gæti hæglega séð fyrir mér að það vær gerð miklu alvarlegri aðför en þetta að þessum mönnum sem lögðu efnahag landsins í rúst.

Ég vil ítreka ... að ég er á því að dómstólar eiga að sjá um þessa menn en ekki fólkið í landinu.  

Brynjar Jóhannsson, 24.9.2009 kl. 09:35

6 identicon

En Brynjar, treystir almenningur dómstólum landsins ?

Stefán 24.9.2009 kl. 09:45

7 identicon

Stefán, ég er  sammála þér varðandi þetta.  Almenningur í dag treystir ekki dómstólunum, nægir mér að nefna olíusamráðsmálið... það mál var látið dangla inn í kerfinu þar til það datt um sjálf sig vegna fyrningar þeas of langur tími er liðinn frá því brotið átti sér stað.

Kannski er besta leiðinn að fara að mála á fullu, þá verða dómstólar að hífa upp um síg buxurnar.  Þetta land er nefnilega í eigu glæpamanna eins og er, og enginn breyting var á í síðustu kosningum.... það er staðreynd.

Kári K 24.9.2009 kl. 10:02

8 Smámynd: Jakob Falur Kristinsson

Hreiðar Már Sigurðsson hefur réttarstöðu grunaðs í þeim málum, sem tengjast Kaupþingi fyrir fall bankans.  Hann fær örugglega einhvern dóm fyrir sín afbrot.  Hvort sá dómur verður sanngjarn eða ekki mun tíminn leiða í ljós.  Það er dómstólanna að dæma menn eða sýkna og ef dómstóll götunnar ætlar að taka lögin í sínar hendur og gerast dómarar er alltaf sú hætta fyrir hendi að saklausir verði  dæmdir ranglega og að mínu mati er betra að einn sekur gangi laus en einn saklaus sitji í fangelsi.

Ef skap-ofsi fær réttlætisþörf sinni fullnægt með því að sletta málningu á hús bankamann, er ekkert við því að segja.  Kannski hefur þessi maður farið illa út úr bankahruninu. En ég efa að slík aðgerð bæti honum neitt.

Jakob Falur Kristinsson, 24.9.2009 kl. 15:38

9 Smámynd: Jakob Falur Kristinsson

Smá leiðrétting þar sem stendur hús bankamann, á að vera hús bankamanna.  Stafsetningarvillur fara svo mikið í taugarnar á mér að ég vildi leiðrétta þetta strax.

Jakob Falur Kristinsson, 24.9.2009 kl. 15:47

10 identicon

endilega hættið að nota málingu hún kostar mikla peninga hvernig væri að spara og fara út í apótek og kaupa saltsýru hún er miklu áhrifa ríkari og kostar mun minna  segi bara svona þessir glæpamenn ega enga samúð hjá mér og ekki heldur íslenskir þingmenn sem eru ekkert skárri

björn karl þórðarson 24.9.2009 kl. 17:30

11 Smámynd: Jakob Falur Kristinsson

Ég vil aðeins ítreka það sem ég hef sagt áður um þetta mál, sem er að láta dómstólana um það verk að dæma þessa bankamenn.  Það er alltaf hætt við að þegar dómstóll götunnar fer að dæma mann og annan, þá verða margir dæmdir fyrir annarra verk.  Það er mun skárra þótt ein sekur gangi laus, frekar en saklaust fólk sitji í fangelsi, sem mikil hætta er á ef dómstóll götunnar ræður för.

Jakob Falur Kristinsson, 25.9.2009 kl. 07:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jakob Falur Kristinsson
Jakob Falur Kristinsson

Ég er fyrrverandi vélstjóri og útgerðarmaður en er nú 75% öryrki eftir slys á sjó 2003. Bjó lengst af á Bíldudal en flutti til Sandgerðis haustið 2005.  En er nú aftur fluttur á Bíldudal.  Að svo miklu leyti sem myndir á síðunni eru eftir Mats Wibe Lund, þá liggur fyrir tímabundið samþykki hans um birtingu hjá mér og þakka ég honum sérstaklega fyrir.  Mats á að sjálfsögðu hönundaréttin að öllum sínum myndum.  Vilja menn sjá fleiri myndir þá vísast á www.mats.is  Ég  var flokksbundinn í Frjálslynda flokknum og hef starfað þar, en sagði mig úr flokknum 24. apríl og gekk í Samfylkinguna.  Föðurætt mín er úr Arnarfirði og móðurættin frá Jökulfjörðum og Hornströndum og í báðum tilfellum, langt aftur í aldir.  Er ég því ekta Vestfirðingur.

Undir fyrirsögninni Færsluflokkar er flokkur sem heitir Vefurinn og ef smellt er á hann opnast síður þar sem ég er að skrifa ýmsar frásagnir.  Einnig er undir liðnum spaugilegt smá grín ofl. 

Ég leyfi öllum að skrifa athugasemdir við mín skrif.   En af gefnu tilefni hef ég ákveðið að þeir sem ekki kunna sér hófs í athugasemdum og nýta þær til persónulegra árása á mig og mína persónu, með allskonar skömmum og svívirðingum, mun ég hér eftir loka á slíka aðila.  Einnig mun ég henda út nafnlausum athugasemdum.  Því ég einn ber ábyrgð á því sem skrifað er á mína síðu.

jakobkr@internet.is     

GSM: 823-2954

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband