Morgunblaðið

Í morgun mættu til vinnu í fyrsta sinn tveir nýir ritstjórar Morgunblaðsins, þeir Davíð Oddsson og Haraldur Johannessen.  Það var ekki að sjá á leiðara blaðsins í dag en verður sennilega á morgun. það sem dagurinn í dag er fyrsti vinnudagur þeirra félaga.  Í gær var ekki hægt að ná sambandi við áskriftardeild blaðsins, þar sem margir voru að segja upp áskrift að blaðinu.  Þar á meðal Sveinn Andri Sveinsson, hæstaréttarlögmaður og sjálfstæðismaður.  Ég ætla að halda minni áskrift áfram á meðan blaðið verður rekið á eðlilegan hátt.  En um leið og blaðinu verður breytt hætti ég að kaupa það.  Það hefur spurst út að til standi að breyta Morgunblaðinu úr frjálsum fjölmiðli í áróðursblað fyrir Sjálfstæðisflokkinn og þá sér staklega þá klíku sem er utan um Davíð Oddsson.  Þorsteinn Már Baldvinsson hjá Samherja hf. á Akureyri á einnig hlut að máli, sem einn af eigendum blaðsins og þá vitum við hvernig blaðið mun fjalla um sjávarútvegsmál og kvótakerfið.  En kvótakerfið gerði Þorsteini kleyft að eignast hlut í blaðinu.

Það er opinbert leyndarmál að Ólafur Stefensen var látinn hætta vegna skoðana sinna á ESB. sem voru aðrar en skoðanir Óskars Magnússonar, sem er skráður útgefandi blaðsins en ekki Árvakur hf., sem er þó eigandi blaðsins.  Fjöldi blaðamanna var sagt upp störfum í gær og er sagt það vera í hagræðingarskini, þótt ástæðan sé augljós.  Þessir blaðamenn höfðu ekki réttar skoðanir og því þurfti að reka þá.  Á meðan Styrmir H. Gunnarsson var ritstjóri Morgunblaðsins tókst honum að gera blaðið vinsælt og allir fengu birtar greinar í blaðinu sem vildu.  En nú á að breyta til og feta í fótspor gamla Þjóðviljans.  Morgunblaðið verður hér eftir áróðursrit fyrir Sjálfstæðisflokkinn og kvótaeigendur og þröngsýni mun ráð för.  Ég get alveg viðurkennt að Davíð Oddsson er mjög vel ritfær maður og orðheppinn, en hann er líka mjög fær í því að ausa skít og drullu yfir fólk sem honum er ekki að skapi.  Ég hélt að Davíð myndi vilja enda sína starfsævi með öðrum hætti en að verða ritstjóri yfir nýjum ÞJÓÐVILJA

Hin sjálfsumglaðafréttakona Agnes Bragadóttir fékk ekki uppsagnarbréf, enda er hún manneskja sem kann að sleikja sig upp við sína yfirmenn og mun með ánægju sleikja fætur Davíðs Oddssonar.  Það er talsvert skrýtin hugsun með þetta blað, til að núverandi eigendur gætu eignast það þá var Íslandsbanki látinn afskrifa um fjóra milljarða af skuldum Árvakurs og fyrri eigendur píndir til að færa sitt hlutafé niður í núll og nú er verkið fullkomnað með ráðningu Davíðs Oddssonar sem ritstjóra, manns, sem er á fullum eftirlaunum hjá ríkinu.

Ég ætla að lokum að óska nýjum ritstjórum til hamingju með nýju störfin og eigendum til hamingju með:

Sinn nýja Þjóðvilja


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jakob Falur Kristinsson
Jakob Falur Kristinsson

Ég er fyrrverandi vélstjóri og útgerðarmaður en er nú 75% öryrki eftir slys á sjó 2003. Bjó lengst af á Bíldudal en flutti til Sandgerðis haustið 2005.  En er nú aftur fluttur á Bíldudal.  Að svo miklu leyti sem myndir á síðunni eru eftir Mats Wibe Lund, þá liggur fyrir tímabundið samþykki hans um birtingu hjá mér og þakka ég honum sérstaklega fyrir.  Mats á að sjálfsögðu hönundaréttin að öllum sínum myndum.  Vilja menn sjá fleiri myndir þá vísast á www.mats.is  Ég  var flokksbundinn í Frjálslynda flokknum og hef starfað þar, en sagði mig úr flokknum 24. apríl og gekk í Samfylkinguna.  Föðurætt mín er úr Arnarfirði og móðurættin frá Jökulfjörðum og Hornströndum og í báðum tilfellum, langt aftur í aldir.  Er ég því ekta Vestfirðingur.

Undir fyrirsögninni Færsluflokkar er flokkur sem heitir Vefurinn og ef smellt er á hann opnast síður þar sem ég er að skrifa ýmsar frásagnir.  Einnig er undir liðnum spaugilegt smá grín ofl. 

Ég leyfi öllum að skrifa athugasemdir við mín skrif.   En af gefnu tilefni hef ég ákveðið að þeir sem ekki kunna sér hófs í athugasemdum og nýta þær til persónulegra árása á mig og mína persónu, með allskonar skömmum og svívirðingum, mun ég hér eftir loka á slíka aðila.  Einnig mun ég henda út nafnlausum athugasemdum.  Því ég einn ber ábyrgð á því sem skrifað er á mína síðu.

jakobkr@internet.is     

GSM: 823-2954

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband