Dómur

Hæstiréttur hefur staðfest dóm Héraðsdóms Reykjavíkur um að fyrirtækið Alhjúkrun ehf. greiða fyrrverandi sjúkraliða hjá fyrirtækinu rúmlega 1200 þúsund krónur en í ljós kom að launagreiðslur sjúkraliðans höfðu ekki verið í samræmi við kjarasamning.

Þetta sýnir best hvað verður þegar sjúkraþjónustan er einkavædd og eigendur fyrirtækja á því sviði, nota allt sem hægt er til að ná fram hagnaði.  Svona atvik eru ekkert frekar bundnar við sjúkraþjónustu.

Ég veit að hér á Suðurnesjum eru starfandi nokkur hundruð erlendra starfsmanna í fiskvinnslu.  Það er ástandið mjög slæmt.  Hér er atvinnuleysi mest á landinu öllu og margir halda að sumt atvinnulaust fólk leiti sér ekki að vinnu.  Staðan er einfaldlega þannig að fiskverkendur vilja ekki íslengst fólk í vinnu, því þá þyrfti að greiða eðlileg laun.

Ég ætla að nefna eitt dæmi hjá fiskvinnslu hér í Sandgerði, sem ég þekki nokkuð vel.  Hjá þessu fyrirtæki starfa um 30-40 manns.  Allt erlent fólk, það eru pólverjar,lettar,rússar ofl.  Þegar næg verkefni eru vinnur þetta fólk á vöktum allan sólahringinn og fær greitt kr: 950,- á tímann, jafnt hvort sem er að nóttu eða degi.  En það fá ekki allir þessi háu laun, því þeir sem hafa unnið minna en 2 ár fá heilar kr: 850,-  á tímann, og ef engin verkefni eru fyrir hendi þá fær fólkið engin laun greidd þann tíma.  Nær allt þetta fólk býr í verbúð fyrir ofan fiskverkunina og greiðir að sjálfsögðu húsaleigu, sem miðuð er við verð á gistiheimilum.  Leigan er dreginn af fólkinu vikulega, en þetta er ekki nema hálf sagan því margt af þessu fólki hefur ekki verið skráð og fær því ekki kennitölu.  Þess vegna greiðir kennitölulausa fólkið hvorki skatta, né í lífeyrissjóð eða til stéttarfélags.  Það er því hreinlega ekki til samkvæmt opinberum gögnum.  Ef það veikist eða slasast getur það ekki leitað til læknis því það er ekki til.  Allt þetta fólk þarf sjálft að greiða ferðakostnað sinn til landsins og einnig ef það hættir.  Ég spurði eitt sinn framkvæmdastjóra fyrirtækisins og eiganda hvernig hann kæmist upp með þetta gagnvart verkalýðsfélaginu og svarið var þetta;

Verkalýðsfélagið getur ekkert gert því svona ástand er í nær öllum fiskvinnslufyrirtækjum hér í Sandgerði og ef ætti að fara að hreifa við þessu myndu fyrirtækin öll loka.


mbl.is Ráðningarkjör langt undir lágmarkskjörum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jakob Falur Kristinsson
Jakob Falur Kristinsson

Ég er fyrrverandi vélstjóri og útgerðarmaður en er nú 75% öryrki eftir slys á sjó 2003. Bjó lengst af á Bíldudal en flutti til Sandgerðis haustið 2005.  En er nú aftur fluttur á Bíldudal.  Að svo miklu leyti sem myndir á síðunni eru eftir Mats Wibe Lund, þá liggur fyrir tímabundið samþykki hans um birtingu hjá mér og þakka ég honum sérstaklega fyrir.  Mats á að sjálfsögðu hönundaréttin að öllum sínum myndum.  Vilja menn sjá fleiri myndir þá vísast á www.mats.is  Ég  var flokksbundinn í Frjálslynda flokknum og hef starfað þar, en sagði mig úr flokknum 24. apríl og gekk í Samfylkinguna.  Föðurætt mín er úr Arnarfirði og móðurættin frá Jökulfjörðum og Hornströndum og í báðum tilfellum, langt aftur í aldir.  Er ég því ekta Vestfirðingur.

Undir fyrirsögninni Færsluflokkar er flokkur sem heitir Vefurinn og ef smellt er á hann opnast síður þar sem ég er að skrifa ýmsar frásagnir.  Einnig er undir liðnum spaugilegt smá grín ofl. 

Ég leyfi öllum að skrifa athugasemdir við mín skrif.   En af gefnu tilefni hef ég ákveðið að þeir sem ekki kunna sér hófs í athugasemdum og nýta þær til persónulegra árása á mig og mína persónu, með allskonar skömmum og svívirðingum, mun ég hér eftir loka á slíka aðila.  Einnig mun ég henda út nafnlausum athugasemdum.  Því ég einn ber ábyrgð á því sem skrifað er á mína síðu.

jakobkr@internet.is     

GSM: 823-2954

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband