Akureyri

Lögreglan á Akureyri fékk björgunarsveitina Súlur í lið með sér á Öxnadalsheiðinni í gærkvöldi en fjöldi ökumanna á sumardekkjum festu bifreiðar sínar vegna slæmrar færðar. Nóttin var róleg á Akureyri en þó voru tveir teknir fyrir ölvunarakstur en annar ökumannanna ók bifreið sinni inn í húsagarð og hljóp á brott.

Það fer ekki vel saman ófærð og ölvunarakstur.  Þótt lögreglan segi að vegfarendum hafi ekki stafað hætt af þessum ölvunarakstri, þá er það ekki rétt.  Vegfarendum stafar ALLTAF hætta af ölvunarakstri. Það er líka furðulegt við þessa frétt að ekki er sagt frá því að um aðkomumenn hafi verið að ræða.


mbl.is Ófærð og ölvunarakstur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kolbrún Stefánsdóttir

Jakob. Það þarf ekki að taka það fram að þetta hafi verið utanbæjarmaður því þetta gerðist ekki á Akureyri. En ef eitthvað neikvætt gerist á Akureyri þá hefði málið horft öðruvísi við. kveðja Kolla.

Kolbrún Stefánsdóttir, 26.9.2009 kl. 09:44

2 identicon

Jakob, ef ekki er sagt í fréttinni að um aðkomumenn hafi verið að ræða, hefur þú þá eitthvað fyrir þér í því að svo hafi verið ? Kolla, í fréttinni segir að þetta hafi gerst á Akureyri.  Annars skil ég ekki innihald færslunnar þinnar, en það er önnur saga.

Sindri 26.9.2009 kl. 22:57

3 Smámynd: Anna Dóra Gunnarsdóttir

Ófærðin var á Öxnadalsheiði, ölvunaraksturinn á Akureyri.  Ég verð eiginlega að taka undir með Sindra, hann skilur ekki frekar en ég um hvað Kolla er að skrifa og ég sé heldur ekki neins staðar tekið fram að um aðkomumenn hafi verið að ræða.

Anna Dóra Gunnarsdóttir, 26.9.2009 kl. 23:07

4 Smámynd: Kolbrún Stefánsdóttir

Æ sorrý missti af þessu að fulli bílstjórinn hefði keyrt inn í húsgarð. Það hefur líklega verið á Akureyri þó nóttin hafi verið róleg. Ég var of upptekin af aðstoðinni á Öxnadalsheiðinni og fannst þetta hafa skeð þar. Vona að það hafi ekki valdið of miklum heilabrotum. Undarlegt ef ölvunarakstur innanbæjar veldur ekki hættu. Naumast að það er orðið rólegt á strætum bæjarins.Þetta með aðkomumenn er bara joke sem allir skilja nema Akureyringar og bara góðlátlegt. Aðeins fyrir eldra fólk eins og okkur Jakob að skilja það. Biðst afsökunar og lofa að lesa af meiri athygli næst. Góðar stundir Kolla.

Kolbrún Stefánsdóttir, 27.9.2009 kl. 00:50

5 Smámynd: Jakob Falur Kristinsson

Auðvita var ég að grínast með þetta um aðkomumennina.  Þar sem þetta skeði á Akureyri fá þeir heiðurinn af þessu atviki.

Jakob Falur Kristinsson, 27.9.2009 kl. 09:26

6 Smámynd: Anna Dóra Gunnarsdóttir

Ég er tregur Akureyringur og skil ekki þetta grín með aðkomumenn.  Væri einhver til í að útskýra það fyrir mér upp á grín? 

Þegar ökumaður er drukkinn undir stýri hlýtur hann að vera að bjóða heim hættu fyrir sig og alla þá sem á vegi hans verða.  Í þessu tilviki urðu engir á vegi hans (ég veit það) og það er trúlega það sem lögreglan á við.  Það má samt aldrei gera lítið úr því sem hlotist getur af slíku háttalagi.

Anna Dóra Gunnarsdóttir, 27.9.2009 kl. 20:52

7 Smámynd: Kolbrún Stefánsdóttir

Jakob

Kolbrún Stefánsdóttir, 27.9.2009 kl. 23:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jakob Falur Kristinsson
Jakob Falur Kristinsson

Ég er fyrrverandi vélstjóri og útgerðarmaður en er nú 75% öryrki eftir slys á sjó 2003. Bjó lengst af á Bíldudal en flutti til Sandgerðis haustið 2005.  En er nú aftur fluttur á Bíldudal.  Að svo miklu leyti sem myndir á síðunni eru eftir Mats Wibe Lund, þá liggur fyrir tímabundið samþykki hans um birtingu hjá mér og þakka ég honum sérstaklega fyrir.  Mats á að sjálfsögðu hönundaréttin að öllum sínum myndum.  Vilja menn sjá fleiri myndir þá vísast á www.mats.is  Ég  var flokksbundinn í Frjálslynda flokknum og hef starfað þar, en sagði mig úr flokknum 24. apríl og gekk í Samfylkinguna.  Föðurætt mín er úr Arnarfirði og móðurættin frá Jökulfjörðum og Hornströndum og í báðum tilfellum, langt aftur í aldir.  Er ég því ekta Vestfirðingur.

Undir fyrirsögninni Færsluflokkar er flokkur sem heitir Vefurinn og ef smellt er á hann opnast síður þar sem ég er að skrifa ýmsar frásagnir.  Einnig er undir liðnum spaugilegt smá grín ofl. 

Ég leyfi öllum að skrifa athugasemdir við mín skrif.   En af gefnu tilefni hef ég ákveðið að þeir sem ekki kunna sér hófs í athugasemdum og nýta þær til persónulegra árása á mig og mína persónu, með allskonar skömmum og svívirðingum, mun ég hér eftir loka á slíka aðila.  Einnig mun ég henda út nafnlausum athugasemdum.  Því ég einn ber ábyrgð á því sem skrifað er á mína síðu.

jakobkr@internet.is     

GSM: 823-2954

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband