Greyðslubirgði lána

Mánaðarleg greiðslubyrði íbúða- og bílalána gæti lækkað um tugþúsundir króna. Óljóst er hver kostnaðurinn verður fyrir ríki og fjármálafyrirtæki.

Loksins virðist eitthvað vera að ske hjá ríkisstjórninni enda komin tími til.  En það vakti athygli mína í fréttum í gær að Íslandsbanki er að bjóða upp á góða leið fyrir fólk í vanda.  En hinir bankarnir ekki, þótt ríkið eigi þá alla þrjá.


mbl.is Greiðslubyrði allra lána lækkuð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Er Íslandsbankaleiðin góð?

Gísli Baldvinsson 29.9.2009 kl. 11:25

2 Smámynd: Arnar Bergur Guðjónsson

Tel þetta bara rusl.

á lánið mitt að lengjast um 3 ár en í staðinn borga ég það sama og ég borgaði í maí fyrir ári síðan?

ég sætti mig ekkert við að lánið lengist í 3 ár þegar ég á innan við 2,5 ár eftir af því

Arnar Bergur Guðjónsson, 29.9.2009 kl. 11:30

3 Smámynd: Maelstrom

Tillaga ríkisstjórnarinnar er ömurleg!  Hún virkar bara fyrir þá sem eru komnir í gjaldþrot.  Þeir geta setið í húsum sínum áfram og aldrei eignast krónu á ævinni.

Fyrir hina er ekki króna afskrifuð og afborganir lækkaðar þannig að aldrei er greitt inn á höfuðstólinn.  Lánið mun því hækka og hækka og éta upp allt eigið fé þeirra sem eitthvað eiga eftir.  Síðan verður lánið framlengt að lánstímanum loknum og síðan kannski, mögulega, hugsanlega hugsað um að afskrifa eftir það.

Eftir 50 ár!  Fáránlegt!

Maelstrom, 29.9.2009 kl. 12:49

4 Smámynd: Jakob Falur Kristinsson

Þið hafið greinilega ekki lesið alla fréttina.  Það sem á að gera er að 1. nóvember lækkar höfuðstóll húsnæðis- og bílalána um 25%.  Greiðslubirgði verði sú sama í krónum talið og var í maí 2008.  Vísitölutengingin verður tekin úr sambandi þannig að höfuðstóllinn hækkar ekkert.  Þróun greiðslubirgðar verður síðan tengt við launavísitöluna.  Þannig að hver greiðir í samræmi við sína getu og þeir sem hafa verið með húsnæðislán til 40 ára, sem er mjög algengt fá eftirstöðvarnar felldar niður ef lánið hefur ekki greiðst upp á þessum 40 árum.  Þetta á að standa öllum til boða hvort sem þeir eru að verða gjaldþrota eða ekki.

Frumvarp varðandi þetta mun Árni Páll Árnason, félagsmálaráðherra leggja fram í byrjun haustþings, sem hefst 1. október n.k.  Að kalla þetta ömurlegt er mér með öllu óskiljanlegt.  Hvað vill fólk?  Telur það að hægt sé að færa öll lán niður í 0 og engin þurfi að greiða neitt.  Þetta er sú skynsamasta leið sem ég hef séð koma fram.  Fólk verður líka að átta sig á því að það var ekki pínt til að taka öll þessi lán, það gerði það af fúsum og frjálsum vilja.

Jakob Falur Kristinsson, 29.9.2009 kl. 17:17

5 identicon

Sæll Jakob

"Vísitölutengingin verður tekin úr sambandi þannig að höfuðstóllinn hækkar ekkert."

Þessi lína er tekin úr færslu sem skrifuð er 29.09.09 kl 17:17 af þér

Hvar hefur þú séð frétt, þar sem afnám verðtrygginar á höfuðstól lána er afnumin? Það væri gleðiefni ef þetta er staðreyndin, því væri gott að þú vísaðir mér á þessa frétt, svo hægt sé að halda upp á þetta

Bk

Birkir

Birkir Hjálmarsson 29.9.2009 kl. 18:27

6 Smámynd: Jakob Falur Kristinsson

Þessi frétt er tekin beint upp úr Morgunblaðinu, þegar Árni Páll Árnason kynnti sínar tillögur.

Jakob Falur Kristinsson, 29.9.2009 kl. 23:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jakob Falur Kristinsson
Jakob Falur Kristinsson

Ég er fyrrverandi vélstjóri og útgerðarmaður en er nú 75% öryrki eftir slys á sjó 2003. Bjó lengst af á Bíldudal en flutti til Sandgerðis haustið 2005.  En er nú aftur fluttur á Bíldudal.  Að svo miklu leyti sem myndir á síðunni eru eftir Mats Wibe Lund, þá liggur fyrir tímabundið samþykki hans um birtingu hjá mér og þakka ég honum sérstaklega fyrir.  Mats á að sjálfsögðu hönundaréttin að öllum sínum myndum.  Vilja menn sjá fleiri myndir þá vísast á www.mats.is  Ég  var flokksbundinn í Frjálslynda flokknum og hef starfað þar, en sagði mig úr flokknum 24. apríl og gekk í Samfylkinguna.  Föðurætt mín er úr Arnarfirði og móðurættin frá Jökulfjörðum og Hornströndum og í báðum tilfellum, langt aftur í aldir.  Er ég því ekta Vestfirðingur.

Undir fyrirsögninni Færsluflokkar er flokkur sem heitir Vefurinn og ef smellt er á hann opnast síður þar sem ég er að skrifa ýmsar frásagnir.  Einnig er undir liðnum spaugilegt smá grín ofl. 

Ég leyfi öllum að skrifa athugasemdir við mín skrif.   En af gefnu tilefni hef ég ákveðið að þeir sem ekki kunna sér hófs í athugasemdum og nýta þær til persónulegra árása á mig og mína persónu, með allskonar skömmum og svívirðingum, mun ég hér eftir loka á slíka aðila.  Einnig mun ég henda út nafnlausum athugasemdum.  Því ég einn ber ábyrgð á því sem skrifað er á mína síðu.

jakobkr@internet.is     

GSM: 823-2954

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband