29.9.2009 | 11:14
Neyðarkall frá Vogi
Yfirlæknir Vogs, Þórarinn Tyrfingsson, hefur sent ákall til félaga og velunnara SÁÁ þar sem fram kemur að rekstur sjúkrahússins Vogs sé í hættu. Í kjölfar fjármálahrunsins í fyrra tapaði SÁÁ stærstum hluta af styrkjum sínum frá fyrirtækjum auk þess sem greiðslur ríkisins til Vogs voru lækkaðar.
Það er nóg framboð af fyllibyttum á Íslandi og væri ekki í lagi að láta þá sem fara á Vog greiða eitthvað fyrir í stað þess að hafa allt frítt eins og nú er.
Ákall um hjálp frá Vogi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Færsluflokkar
Eldri færslur
2010
2009
2008
2007
2006
Tenglar
Ýmsir tenglar
- Arnfirðingur
- Bíldudalur
- Bolungarvík
- Bæjarins besta á Ísafirði
- Guðrún Rebekka Jakobsdóttir Edinborg
- Falið vald
- Flateyri
- Frjálslyndi flokkurinn
- Ísafjörður
- Júdit Krista Jakobsdóttir, Bíldudal
- Kristinn Ásgeirsson, Danmörku
- Kristinn H. Gunnarsson
- KVÓTASVINDLIÐ MITT
- Mats Wibe Lund
- Óvinir Ísland
- Skipamyndir Þorgeir Baldursson ljósmyndari
- Suðureyri
- Strandabyggð
- Súðavík
- Tálknafjörður
- Tíðis-fréttavefur
- Vesturbyggð
- VÍSIR.IS
SKIPAMYNDIR
- Fiskistofa Ýmsar upplýsingar
- Gísli Reyisson Aflafréttir
- Hafþór Hreiðarsson Skipamyndir
- Ragnar í Grindavík Skipamyndir
- Skip.is Ýmsar upplýsingar
- Þorgeir Baldursson SKIPAMYNDIR
- http://
Bloggvinir
- Adda bloggar
- Ágúst H Bjarnason
- Albertína Friðbjörg
- Alma Jenny Guðmundsdóttir
- Anna
- Anna Guðný
- Anna Heiða Stefánsdóttir
- Anna Pálsdóttir! :)
- Anna Sigríður Guðmundsdóttir
- Anna Ólafsdóttir Björnsson
- Apamaðurinn
- Arinbjörn Kúld
- Ásgerður Jóna Flosadóttir
- Arnlaugur Helgason
- Arnþór Helgason
- Ársæll Níelsson
- Ásdís Rán
- Ásgeir Jóhann Bragason
- Ásgeir Kristinn Lárusson
- Ásgeir Sveinsson
- Axel Jóhann Axelsson
- Baldur Smári Einarsson
- Baldvin Jónsson
- Bara Steini
- Birgitta Jónsdóttir
- Birna M
- Bjarney Bjarnadóttir
- Bjarni Baukur
- Bjarni Harðarson
- Bjarni Kristjánsson
- Bjarni Kjartansson
- Baldur Hermannsson
- Baldur Kristjánsson
- Bjarki Þór Guðmundsson
- Bjarki Steingrímsson
- Björgvin S. Ármannsson
- Björgvin Guðmundsson
- Björn Leví Gunnarsson
- Björn Finnbogason
- Bragi Sigurður Guðmundsson
- Bragi Sigurðsson
- Hommalega Kvennagullið
- Bwahahaha...
- Davíð Pálsson
- Davíð S. Sigurðsson
- Didda
- Dunni
- Edda Agnarsdóttir
- Edda Sveinsdóttir
- Eggert Þór Aðalsteinsson
- Egill Jón Kristjánsson
- egvania
- Einar B Bragason
- Einar Kristinn Guðfinnsson
- Einar Sveinbjörnsson
- Eiríkur Sjóberg
- Elinóra Inga Sigurðardóttir
- Elsa Rut Jóhönnudóttir
- Emil Örn Kristjánsson
- J. Einar Valur Bjarnason Maack
- Elín Margrét Guðmundsdóttir
- Evrópusamtökin, www.evropa.is
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Eyjólfur Ingvi Bjarnason
- FF
- FLÓTTAMAÐURINN
- Faktor
- Fannar frá Rifi
- Finnur Bárðarson
- Fjarki
- Friðrik Höskuldsson
- Frjálshyggjufélagið
- Fríða Björk Einarsdóttir
- Georg Birgisson
- Gestur Guðjónsson
- Grétar Pétur Geirsson
- Gunnar Skúli Ármannsson
- Gunnar Þór Ólafsson
- Gunnlaugur Halldór Halldórsson
- Guðjón Heiðar Valgarðsson
- Guðjón Sigþór Jensson
- Guðjón Ó.
- Guðmundur St Ragnarsson
- Guðmundur Zebitz
- Guðni Gíslason
- gudni.is
- Guðrún Hafdís Bjarnadóttir
- Guðrún Jónína Eiríksdóttir
- Guðrún Magnea Helgadóttir
- Guðrún María Óskarsdóttir.
- Guðrún Una Jónsdóttir
- Guðrún Helgadóttir
- Guðrún S Hilmisdóttir
- Guðrún Þóra Hjaltadóttir
- Guðrún Sæmundsdóttir
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Gísli Sigurðsson
- Gísli Bergsveinn Ívarsson
- Haffi
- Hafrún Kristjánsdóttir
- Hafsteinn Viðar Ásgeirsson
- Halla Rut
- Halldór Sigurðsson
- Halldór Örn Egilson
- Hallgrímur Guðmundsson
- Hallur Magnússon
- Haraldur Bjarnason
- Haraldur Davíðsson
- Haraldur Haraldsson
- Heimir Lárusson Fjeldsted
- Heiður Helgadóttir
- Helga Dóra
- Helga Sigrún Harðardóttir
- Helga Þórðardóttir
- Helgi Þór Gunnarsson
- Himmalingur
- Hilmar Sæberg Ásgeirsson
- hilmar jónsson
- Hjálmtýr V Heiðdal
- Hjalti Sigurðarson
- Hjartagullin mín
- Hinrik Þór Svavarsson
- Hörður B Hjartarson
- Hlekkur
- Huld S. Ringsted
- Hólmdís Hjartardóttir
- Hrannar Baldursson
- Hrannar Björn Arnarsson
- hreinsamviska
- Hulda Haraldsdóttir
- Hörður Halldórsson
- Hörður Hilmarsson
- Hvíti Riddarinn
- Ingunn Jóna Gísladóttir
- Ingvar Valgeirsson
- Jakob Kristinsson
- Jakobína Ingunn Ólafsdóttir
- Jens Guð
- Jens Sigurjónsson
- Jóhannes Jónsson
- Jóhanna Fríða Dalkvist
- Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir
- Jóhannes Ragnarsson
- Jóhannes Þór Skúlason
- Jón Baldur Lorange
- Jón Halldór Eiríksson
- Jón Kristófer Arnarson
- Jón Finnbogason
- Jón Ingi Cæsarsson
- Jón Snæbjörnsson
- Jón Ólafur Vilhjálmsson
- Jónína Benediktsdóttir
- Kama Sutra
- Karl Tómasson
- Karl V. Matthíasson
- Katrín
- Kjarri thaiiceland
- Kristín Katla Árnadóttir
- Kolbrún Stefánsdóttir
- Konráð Ragnarsson
- Kristinn Sigurjónsson
- Kristinn Theódórsson
- Kristján Pétursson
- Magnús Helgi Björgvinsson
- Kristín Björg Þorsteinsdóttir
- Lilja Skaftadóttir
- Lovísa
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Linda Linnet Hilmarsdóttir
- Lúðvík Lúðvíksson
- Lýður Árnason
- Maddý
- Magnús Þór Friðriksson
- Margrét Sigurðardóttir
- Marinó Hafnfjörð Þórisson
- Magnús H Traustason
- Marinó Már Marinósson
- Marzellíus Sveinbjörnsson
- Morgunblaðið
- Matthilda M. Eyvindsd Tórshamar
- Nanna Katrín Kristjánsdóttir
- Natan Kolbeinsson
- Níels A. Ársælsson.
- Ólafía Margrét Guðmundsdóttir
- Ólafur Þór Gunnarsson
- Ólafur Tryggvason Þorsteinsson
- Ólafur Ragnarsson
- Ólafur Ingi Hrólfsson
- Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir
- Ólafur Tryggvason
- Ólöf Jóhanna Pálsdóttir
- Ólöf de Bont
- Óskar Helgi Helgason
- Óskar Þ. G. Eiríksson
- Paul Nikolov
- Páll Höskuldsson
- Páll Vilhjálmsson
- Pjetur Stefánsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- percy B. Stefánsson
- Predikarinn - Cacoethes scribendi
- Rafn Gíslason
- Ragnar Borgþórs
- Ragnheiður Ólafsdóttir
- Ragnhildur Jónsdóttir
- Ragnhildur Sverrisdóttir
- Regína R
- Ruth
- Rósa Aðalsteinsdóttir
- Rúna Guðfinnsdóttir
- Rögnvaldur Þór Óskarsson
- Samtök Fullveldissinna
- Salvör Kristjana Gissurardóttir
- Samtök sjálfstæðra í sjávarútvegi
- Sigurður Sigurðsson
- Sesselja Fjóla Þorsteinsdóttir
- Sigurgeir Orri Sigurgeirsson
- Sigríður Hafdís Þórðardóttir
- Sigríður Inga Sigurjónsdóttir
- Sigurður Sigurðsson
- Sigurjón Þórðarson
- Sigurlaug Anna Jóhannsdóttir
- Sigurður Haukur Gíslason
- Sigurður Jón Hreinsson
- Sigurður Jónsson
- Sigurður Þórðarson
- Sigrún Jónsdóttir
- Snorri Bergz
- Sigurjón Sveinsson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Þorsteinn Briem
- Steinþór Ásgeirsson
- Svartagall
- Sæmundur Bjarnason
- Sævar Einarsson
- Sæþór Helgi Jensson
- Sólveig Aradóttir
- TARA ÓLA/GUÐMUNDSD.
- TARA
- Tiger
- Tinna Eik Rakelardóttir
- Tinna Gunnarsdóttir Gígja
- Tómas Ibsen Halldórsson
- Tryggvi Gunnar Hansen
- Valbjörn Júlíus Þorláksson
- Valdimar Leó Friðriksson
- Valan
- Vefritid
- Vestfirðir
- Viggó H. Viggósson
- Vilborg Auðuns
- Þórbergur Torfason
- ÞJÓÐARSÁLIN
- Þórhallur Heimisson
- Þórhallur Pálsson
- Þórarinn Þ Gíslason
- Þórður Björn Sigurðsson
- Þórður Helgi Þórðarson
- Þórir Kjartansson
- Þórólfur S. Finnsson
- Þór Jóhannesson
- Anna Sigríður Guðmundsdóttir
- Jón V. Þorsteinsson
- Sigurður Kári Kristjánsson
Spurt er
Hvernig er núverandi ríkisstjórn að standa sig?
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 8
- Frá upphafi: 801056
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 7
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Nýjustu færslur
- 24.1.2010 Jakob Kristinsson er látinn.
- 21.1.2010 Spakmæli dagsins
- 21.1.2010 Obama
- 21.1.2010 Icesave
- 21.1.2010 Mótmælendur ákærðir
- 21.1.2010 Norwegian
- 21.1.2010 Kaninn og RÚV
- 21.1.2010 Látinn laus
- 21.1.2010 Kína
- 21.1.2010 Hvað vill félagsmálaráðherra?
33 dagar til jóla
Nýjustu færslurnar
- Hvar er Miðflokkurinn?
- Knockin' On Heaven's Door
- Fyrstu 20 dagar nóvembermánaðar 2024
- Sósíalistaflokkur Íslands - tilraun númer tvö!
- Viðreisnarhjartað tifar
- Hver ER; LJÓSBERI jarðarbúana þegar að það kemur að heimsóknum gesta frá öðrum stjörnukerfum?
- Hægt með krónunni?
- Er Kína í stríði við Evrópu??
- Karlmannatíska : RALPH LAUREN Polo Holiday 2024
- Hérna kemur NÝJASTA TÆKNITEIKNINGIN af HINU NÝJA GOSI sem að er nú NÝ HAFIÐ: 20.NÓVEMBER 2024:
Athugasemdir
Eru ekki að berast neyðarköll úr öllum áttum ?
hilmar jónsson, 29.9.2009 kl. 11:19
Endilega, látum líka hjartasjúklinga og þetta lið sem þarf að nota nýrnavélarnar þrisvar sinnum í viku borga líka. Ég meina, fyrst þau eru að nota þjónustuna.
Aggi 29.9.2009 kl. 11:29
nýrnabilun er sjúkbómur pöbbarölt ekki, þó einhverjir hafi komið því inn í hausinn á þjóðinni.
Sigurður Helgason 29.9.2009 kl. 11:49
Til upplýsingar fyrir Jakob þá skal það upplýst að óheimilt er að taka greiðslu fyrir sjúkrahúsvist um það gilda heilbrigðislög. Fyllibitturnar sem þú kallar svo greiða síðan sjálfar fyrir eftirmeðferðina. SÁÁ rekur einnig styrktatsjóð sem greiðr fyrir fátæka álkóhólista í meðferð.
Þjónustusamnigur SÁÁ við heilbrygðisráðuneytið byggist á því að ráðuneytið kaupir af SÁÁ ákveðin fjölda innlagna á Vog, sem ráðuneytið vill nú skerða. Það er arfavitlaust að skerða svona einsakar deildir og sjúkrastofnanir því Ríkissjúkrahúsið fær það bara tvöfallt til baka hvort sem um Vog er að ræða eða t.d. skurðdeildir sjúkrahúsanna að ræða.
SSG 29.9.2009 kl. 12:47
Sigurður ég hef misst mjög náinn ættingja vegna ofneyslu hans á áfengi. Alkóhólismi er viðurkenndur sjúkdómur og hefur verið það um áraraðir. Þúsundir Íslendinga og milljónir fólks um allan heim eiga um sárt að binda vegna áfengisdrykkju ættingja og eða vina. Fjölskyldur sundrast og fólk leggur líf sitt í rúst vegna þess að það verður háð áfengi.
Þú hefur greinilega ekki kynnt þér rannsóknirnar og fræðin að baki sjúkdómnum sem oft gengur í erfðir. Þetta er særandi og móðgandi fyrir marga þegar menn taka svona til orða eins og þú gerir þar sem þú segir að þetta sé enginn sjúkdómur heldur eitthvað pöbbarölt....
Gunnar 29.9.2009 kl. 14:19
Þið þurfið ekkert að fræða mig um alkahólisma. Hann þekki ég af eigin raun. Ég misnotaði áfengi lengi vel, sem sundraði minni fjölskyldu. En í vor voru liðin þrjú ár frá því að ég hætti að drekka. Ég féll reyndar tvisvar á því tímabili en gafst ekki upp og hef algerlega hætt að nota áfengi. Þetta gerði ég einn og óstuddur og þetta geta allir gert sem hafa til þess vilja. Ég þekki mörg dæmi um fólk sem fer á Vog, en ætlar ekki að hætta að drekka, heldur kemur til að ná heilsunni aftur til að geta haldið áfram drykkjuskap og að bera þetta saman við hjarta og nýrnasjúkdóma er hreint bull og kjaftæði. Þeir sem vilja hætta að drekka geta það alveg ef þeir vilja á sama hátt og ég. Þetta er enginn sjúkdómur sem gengur í erfðir svo mikið veit ég. Upp til hópa eru þetta fyllibyttur og aumingjar sem þora ekki að horfast í augu við sín vandamál. Í dag er farið að líta á innlögn á Vog með sömu augum og þegar kaþólska kirkjan var að selja fólki syndaaflausnir á sínum tíma.
Jakob Falur Kristinsson, 29.9.2009 kl. 16:32
Ósköp hlítur Þér Jakob að líða illa í salinni þinni, ég vorkenni þér.
SSG 29.9.2009 kl. 16:39
Ég fór einu sinni á Vog og þar var hamrað á því stöðugt að þetta væri ólæknandi sjúkdómur, en hægt að halda honum í skefjum með því að sækja reglulega AA-fundi og játa þar sínar syndir. Einnig var því haldið fram að enginn gæti aðstoðað annan alkahólista nema annar alkahólisti. En þá vaknaði sú spurning;
"Hver læknaði fyrsta alkahólistann?". Ég fór af Vogi eftir nokkra daga því ég sá fljótt að þarna fengi ég ekkert sem gagn væri að. Þórarinn Tyrfingsson hefur rekið þann áróður að allt í lagi sé að falla eftir meðferðina. Það sé bara eðlilegt í bata ferlinum, það liggur við að fólk sé útskrifað frá Vogi með þessum orðum; "Farið þið bara á fyllirí elskurnar mínar, aftur og við tökum svo fagnandi á móti ykkur þegar heilsan leyfir ekki meiri drykkju." Vogur hefur verið rekin sem peningamaskína fyrir nokkra menn og tími komin til að því linni. Vogur nýtir sér eymd aumingjanna til að hagnast og greiða læknum mjög há laun.
Jakob Falur Kristinsson, 29.9.2009 kl. 16:53
Gunnar ...þarf ekki að fræða mig heldur, á nána ættingja sem hafa ekki vit á að drepast hvort sem það er særandi eða ekki,
Samúð mín er ENGIN því miður,,,,,
Sigurður Helgason 29.9.2009 kl. 20:19
Jakop ,,,,,
Er svo hjartalega sammála þér, í meðferð nokkrir dagar í sundi og svo aftur á fyllerí með kunningjunum frá vogi, geta svo ekki meir fara í hvíld,
Og þetta má ekki segja þetta er svo særandi en ef væri verið að tala um reykingar sem er ekki sjúkdómur af einhverri ástæðu myndi allt verða vitlaust.
þekki vel aumingjaskapin og sálarmorðin sem þessir menn stunda og enn og aftur engin samúð,
sigurður helgason 29.9.2009 kl. 20:35
Það er naumast að þú tekur upp í þig Jakob. Ég hef reyndar talað um það stundum að eðlilegt væri að fyrsta meðferð væri ókeypis, önnur á hálfvirði og þriðja á fullu verði. Nú ef menn koma ekki í þriðju þá eru menn annaðhvort hættir eða að drepa sig úr drykkju. Vissulega eru miklar hörmungar vegna ofdrykkju og margir eiga ættingja eins og Sigurður Helgason. Ég hef ekki trú á að þetta sé sjúkdómur heldur er eitrið ríkjandi og kallar á meira eitur. Því hljóta hreinsistöðvar að vera nauðsynlegar til að skólpa það úr skrokknum. Læknir sem ég þekki heldur því fram að ef þú getur hætt sjálfur sértu ekki alki. Ég legg til að við hættum að flytja inn og framleiða áfengi og tóbak. Spara gjaldeyri í leiðinni. Kveðja Kolla.
Kolbrún Stefánsdóttir, 29.9.2009 kl. 21:38
Það er alveg ljóst á ummælum Jakobs og Sigurðar að þeim hlítur að líða herfilega, fastir í neikvæðni og afeitrun og eru greinilega 75% öryrkjar í líðan sinni.
Á s.l. tuttugu árum hef ég þurft að leita þrisvar sinnum á Vog ég er einn þeirra alka sem ekki geta hætt hjálparlaust og SÁÁ hefur bjargað lífi mínu og fjölskyldi minnar.
SSG 29.9.2009 kl. 23:25
Kolla, þú segir að ég hafi ekki verið alki, þótt ég hafi misnotað áfengi í stórum stíl. Það er alltaf hægt að vitna í lækna, þeir hafa jafn margar skoðanir og þeir eru margir. Þetta er ekki neinn ólæknandi sjúkdómur, sem gengur í erfðir. Ég á tvo uppkomna syni annar er 39 ára og hinn 36 og hvorugur þeirra smakkar áfengi í dag. þótt þeir hafi gert það á sínum námsárum. Vilji og hugarfarsbreyting er allt sem þarf og þótt fólk falli þá má ekki líta svo á að það sé eðlilegt og gefast upp, Nei hvert fall á að verða til að styrkja fólk í sinni baráttu en ekki öfugt. Þú talar um að sumir þurfi að koma í þriðja skipti inn á Vog. Ég útskýrði hér fyrr hvers vegna það er, það er vegna áróðurs frá læknum á Vogi að það sé eðlilegt í bataferlinu. Ég reyki mikið og ætla aldrei að hætt því hvað sem allir læknar segja. Ég fer reglulega í læknisskoðanir og hingað til hafa reykingar ekki skaða mig. Að fara oft á Vog er bara til að ná heilsu til að geta drukkið áfram. Boð og bönn leysa engan vanda. Þeir sem vilja raunverulega hætta að drekka geta það auðveldlega. Ég tek undir með Sigurði Helgasyni um aumingjaskap og hef ekki neina samúð með þeim, sem vilja drepa sig á ofdrykkju. Þetta er fyrst og fremst aumingjaskapur og hefur ekkert með læknisfræði að gera. Það mætti frekar flokka þetta sem sálræn veikindi. Mín vegna geta þessir aumingjar verið fullir eins og þeir vilja, en ég ætla ekki að taka þátt í því og fer létt með að forðast áfengi í dag. Hvernig getur þú fullyrt að einhver læknir hafi sjúkdómsgreint mig, læknir sem ég hef aldrei hitt eða talað við. Þvílíkt andskotans kjaftæði.
Jakob Falur Kristinsson, 29.9.2009 kl. 23:47
Hún er nú ekki á háu vitsmunalegu plani þessi umræða hérna. En það er svosem vaninn þegar leikmenn ræða málefni sem þeir hafa hvorki þekkingu né reynslu í. Lesið ykkur bara til.
Allt tal um að Vogur sé hvíldarstöð drykkjumanna er byggt á undarlegum misskilningi sem virðist furðu þrálátur. Ef við skoðum gagnagrunn SÁÁ þá lýgur sú tölfræði ekki. Eftirfarandi er t.d. úr ársskýrslu SÁÁ frá 2006/2007
S.s nánast tíundi hver karlmaður sem maður mætir í Kringlunni eða á Laugaveginum hafa verið á Vogi. Helmingurinn af öllum kemur einu sinni. 80% hafa komið þrisvar eða sjaldnar sem er gott þegar glímt er við langvinna sjúkdóma.
Það dytti engum í hug að skammast í hjartasjúklingi fyrir að fá aftur hjartaáfall! Fyrir að þurfa aftur að leggjast inn á hjartadeild! Ekki einu sinni þótt hann æti beikon í öll mál. Þessi samlíking er ekki fráleit því hjarta- og æðasjúkdómar geta, líkt og alkóhólismi, verið arfgengir eða lífsstílstengdir. Þessi tölfræði sýnir svo ekki verður um villst að þetta tal um fyllibyttur að hvíla sig á ekki við nein rök að styðjast þó vissulega leynist misjafn sauður í mörgu fé.
Ég ætla ekki í neina ritdeilu en oft fullyrðir fólk fjálglega um hluti sem það telur sig hafa vit á. Raunin er því miður sú að alltof fáir hafa eitthvað raunverulegt til málana að legga.
http://en.wikipedia.org/wiki/Alcoholism
http://alcoholism.about.com/od/about/a/alcoholism.htm
http://www.niaaa.nih.gov/FAQs/General-English/
http://www.who.int/topics/alcohol_drinking/en/
http://saa.is/
Páll Geir Bjarnason, 29.9.2009 kl. 23:54
Þú þarna nafnlausi SSG,það er dæmigert fyrir aumingjana að reina að slá undir belti, og það nafnlausir, er ekki bytta hef aldrei verið. en já 75 prósent nei held ekki segjum 100 prósent afeitraður af bikkjumönnum sem lifa í sjálfsánægju og sjá ekki hvað þeir hafa eitrað í kringum sig.
Jakob lenti í slysi, og er því ekki 75 öryrki vegna drykkju eins og margur drykkjumaðurinn :)
ég jafna fyllidettum á heimilum við barnaníðinga, sé engan mun á þeim sálarmorðum sem drykkjumenn valda og koma svo úr meðferðini og aumingja við svo veikir þið eigið að vera góð við okkur hvað svo sem við höfum gert ykkur nei takk þá skal ég verða 1000 prósent neikvæður örirkji :)
sigurður helgason 30.9.2009 kl. 02:16
Ég er algerlega sammála Sigurði Helgasyni, og séstklega varðandi þá sem þora ekki að skrifa undir sínu rétta nafni. Öll nafnlaus skrif eru ekki mark á takandi, ég ætla að leita mér upplýsinga um hvernig ég get hent þeim út. Því ég vil ekki sjá nafnlaus skrif á minni blogg-síðu og þeir sem skrifa undir nafnleysi eru aumingjar sem, ekki þora að það sjáist hver skrifar
Ég er 75% öryrki vegna alvarlegs slys á sjó og skammast ekkert fyrir það. En örorkan ein og sér hjálpaði mér ekki til að hætta að drekka Ég get fullvissað þann Pál Geir Bjarnason, um að ég hef ágætis þekkingu á málinu, eftir mína reynslu af drykkjuskap. Svo hann þarf ekki að vera með fullyrðingar út í loftið. Tölur á blaði segja ekki neitt, því að á Vogi gildir sú regla að aðeins eru skráðir þeir sem ljúka meðferðinni á Vogi Aftur á móti er þeir sem útskrifa sig sjálfir eru ekki skráðir.
Kolla,þú gefur þér þær forsendur að allir þeir sem koma ekki í þriðja sinn hafi drepist úr drykkjuskap, en þú geri ekki ráð fyrir að sennilega hafa þeir hætt drykkju sinni. Í gær varst þú að vitna i einhvern læknir,sem sannfærði þig um að ég hefi aldrei verið alki. Ég ætla að bjóða þér að hringja í mína fyrrverandi eiginkonu, sem Heitir Birna K. Kristinsdóttir og er í síma 456-2128 GSM: 8662128 sem mun staðgesta mitt mál. Ég hef heyrt að um 90% af þeim sem koma á Vog eru að koma til að safna heilsu á ný til að getað haldið áfram að drekka. Í þetta eina skipti sem ég fór á Vog sá maður margt mjög undarlegt. Ég lenti í hóp með mönnum, sem höfðu áður en þeir fóru í meðgerðina, grafið nokkrar vínflöskur rétt fyrir utan Vog. Heldur þú virkilega að þeir menn hefðu farið á Vog til að hætta að drekka. Nei aldeilis ekki og þetta er enginn sjúkdómur, sem er arfgengur. Ég þekki marga sem hafa orðið öryrkjar vegna drykkju og sitja nú á ýmsum börum og drekka fyrir örorkubæturnar.
Jakob Falur Kristinsson, 30.9.2009 kl. 08:44
Sæll Jakob. Ég held að þú sért eitthvað að misskilja mig. Ég er ekki að tala um þig, bara alls ekki. Veit ekkert hvort þú ert alki eða ekki og kemur það ekkert við heldur. Ég hélt að við værum að tala um þennan ágreining um greiðslur fyrir þjónustuna og túlkun á fyrirbærinu, sjúkdómur eða aumingjaskapur (ég vil nú frekar kalla þetta lífsleti) Læknirinn sem fullyrti þetta í mín eyru var heimilislæknir sem sjálfur var alki og mjög upptekinn af því að þetta væri sjúkdómur. Hann var búinn að eiga tvær konur báðar framúrskarandi í sínum fögum og viðskiptum en hann braut þær alveg niður og í dag eru þær taugahrúgur og nánast flök. Ekki óalgengt myndi ég treysta mér til að fullyrða um fyllibyttur.
Páll Geir. Þessar tölur segja ekkert. Er þetta ekki tölur um innlagnir. Sami maðurinn kannski 20 sinnum og svo er því deilt út á þjóðina common. Auðvitað er búið að gera ótal skýrslur og skilgreiningar um þessa sýki. Það er rétt að ég þekki ekki meðferðarferlið og veit að margir hafa náð áttum og orðið nothæfir einstaklingar í þjóðfélaginu en er ekki ódýrt að dæma umræðu og vangaveltur á lágt plan þó þær séu ekki samsvarandi þinni hugmyndafræði. Hver þekkir ekki úr sinni fjölskyldu hörmungar ofnotkunar áfengis. Ég held að nær væri að efla forvarnir og stytta þannig snúruna á Vogi. Með góðri kveðju Kolla.
Kolbrún Stefánsdóttir, 30.9.2009 kl. 08:50
Smá leiðréttingar;
1. Það á að stanfa hann í stað þann Pál odvfrv.
2. Varðandi mína fv. eiginkonu á að standa mrn staðfesta mitt mál en ekk mum staðgeta mitt mál.
Jakob Falur Kristinsson, 30.9.2009 kl. 09:18
Aftur þarf ég að leiðrétta mig og er það varðandi fv. eiginkonu mína þar á að standa mun staðfesta mitt mál.
Jakob Falur Kristinsson, 30.9.2009 kl. 09:26
Kolla ég er ekki að misskilja neitt. Ég var mjög virkur alkahólisti á sínum tíma. Á þeim tíma þegar ég starfaði, sem vélstóri, faldi ég oft bjór og vín í vélarúminu, sem er auðvitað stórhættulegt, með allt að þrjár vélar í gangi í einu. En hvort sem þú trúir því eða ekki þá hætti ég að drekka einn og óstuddur. Í dag er ég óvirkur alki. því þeir sem eitt sinn verða alkar verða það alltaf alla ævi sína. Eins og ég hef áður sagt fór ég einu sinni á Vog en fann þar enga hjálp og varð fljótur að yfirgefa þann stað. Þegar við hjónin skildum var ég sokkin svo djúpt að ég var kominn í Byrgið hjá Guðmundi Jónssyni. Þá fyrst tók ég þá ákvörðun að hætta alveg og það tókst. Þótt ég hafi sagt að þetta hafi ég gert óstuddur er ekki alveg rétt. Því ég leitaði mikið til ákveðins geðlæknis og fékk aðstoð frá prestum. Einnig hafði það mikil áhrif á mig þegar mér varð ljóst að ég hafði eyðilagt mína fjölskyldu. En svo mikið veit ég um áfengisdrykkju, þótt heimskur sé. Að allir geta hætt að drekka sem vilja, fólk þarf bara að finna sér sína leið til þess og ég fann mína leið, sem heppnaðist vel. Ég þekki sjómann, sem drakk mikið og reykti mikið og sótti mikið hinn fræga stað Keisarann. Þegar hann gifti sig tók hann þá ákvörðun að hætta bæði að reykja og drekka og þurfti enga meðferð til. Þótt eiginkona hann sé alki og reyki mikið og freistingarnar sé fyrir framan þennan mann á hverjum degi þegar hann er í landi, þá gefst hann ekki upp og nú eru liðin um 15-20 ár frá því að hann hætti. Vogur gerir engum gagn heldur er það viljinn hjá hverjum og einum sem ræður úrslitum. Á sínum tíma fóru margir Íslendingar í meðferð á Freeport í Bandaríkjunum og í biðskiptalífinu var enginn maður með mönnum nem að hafa farið á Freeport. Þeir félagar Björgólfur Guðmundsson og Binni blómasali fóru í útrás og ætluðu að setja upp meðferðastöð í Danmörk og nota til þess fé frá Vogi. En þá sagði ríkið stopp og þetta ævintýri endaði í stóru gjaldþroti. Þannig að mín skoðun er óbreytt;
Ég tel flesta alka vera aumingja sem ekki nenna að leggja það á sig að segja skilið við áfengið. Svo á ekki að vera að ljúga því að fólki að þetta sé sjúkdómur. Þar eru engin tengsls þar á milli. Vogur er peningavél fyrir fá útvalda, sem reyna allt til að fá peninga frá ríkinu, að hjálpa fólki að hætta að drekka er auka atriði á Vogi.
Jakob Falur Kristinsson, 30.9.2009 kl. 10:14
Enn leiðrétting; þar sem stendur biðskiptalífiu að vera viðskiptalífinu.
Jakob Falur Kristinsson, 30.9.2009 kl. 10:17
Þykir leitt að þurfa að endurtaka mig en svo virðist sem fólk lesi ekki þær upplýsingar sem ég kom á framfæri hér að ofan.
1. Reynsla af drykkjuskap gerir mann ekki að sérfræðingi. Ég er ekki að gera lítið úr þeirri reynslu per se en hún gerir fólk ekki að fagaðilum. Ekki frekar en hjartasjúklingur geti titlað sig hjartasérfræðing. Alkóhólismi er flókinn sjúkdómur að glíma við og þó reynsla hvers og eins veiti ákveðna innsýn er fráleitt að hún geri mann að sérfræðingi eða fagmanni. Ef svo væri væru allir Íslendingar sérfræðingar í áfengissýki því annað hvort hafa allir glímt við hana persónulega eða eiga einhvern nákominn sem hefur glímt við sjúkdóminn.
2. Að taka dæmi af reynslu eins (í þessu tilfelli þín Jakon) og staðfæra á allan hópinn eru vond vísindi. Menn hafa til að mynda læknast af HIV, þ.e. veiran hefur horfið, en samt dettur okkur ekki í hug að alhæfa útfrá því að HIV eða Alnæmi sé ekki sjúkdómur og bara aumingjaskapur að geta ekki losað sig við veiruna. Sjúklingahópurinn á Vogi er mismunandi samsettur á hverjum tíma. Stundum eru þar áberandi menn sem eru að stíga sín fyrstu skref í baráttunni en á öðrum tímum eru meira áberandi þeir sem mesta þyngd bera af sjúkdómnum. Það er nú svo að á flestum sviðum heilbrigðisgeirans eru þeir sjúklingar mest áberandi sem veikastir eru. Því er ekkert öðruvísi farið á Vogi.
3. Borið hefur á misskilningi varðandi tölurnar sem ég setti fram hér að ofan. Kolbrún og Jakob hafa greinilega ekki rýnt af mikilli alvöru í þær og þeim til glöggvunar skal ég útskýra þær. Um er að ræða upplýsingar úr gagnagrunni SÁÁ. Þetta eru ekki tilgátur eða spá út í loftið heldur einfaldar tölfræðilegar staðreyndir. Eftirfarandi ætti aðlaga þennan misskilning:
Ég finn mig knúinn til að svara hérna því ég starfa í þessum geira og finnst alltaf leitt að horfa uppá ófaglega umræðu sem er beinlínis skaðleg. Það er löngu orðið viðurkennt í sérfræðingasamfélaginu að áfengis- og vímuefnasýki sé sjúkdómur en gamlir draugar eru illniðurkveðanlegir. SÁÁ hefur unnið mjög gott starf og aðrar þjóðir öfunda Íslendinga af þeim úrræðum og möguleikum sem alkóhólistar hér á landi hafa úr að moða. Hver einstaklingur sem nær lífi sínu á strik skilar margfalt útí þjóðfélagið þeim kostnaði sem liggur bata hans að baki. Þessi starfsemi er núna í hættu. Það síðasta sem samfélagið þarf er fornaldarhugsanaháttur um "aumingjaskap" og þröngar ófaglegar skoðanir byggðar á einstakri reynslu í þessum efnum. Þá hvet ég fólk frekar til faglegrar málefnalegrar umræðu en setja kjaftasögurnar í salt.
Páll Geir Bjarnason, 30.9.2009 kl. 11:16
Ja hérna.. Þið vitið að skoðanir eru einsog rassgöt ? sem við jú öll höfum..
Hvernig væri að opna AA-Bókina frekar en að vera hérna með ykkar skoðanir á því hvort þetta sé sjúkdómur eður ei ?
Jakob það er hægt að flokka menn einsog mig og þig og það gerir bókin, en mér langaði að segja þér það að ef einhver maður getur hætt drykkjuskap einn og óstuddur þá er hann ekki Alki einsog AA-bókin lýsir.
Allir alkahólistar eru drykkjumenn ekki satt ? En þvímiður þá eru ekki allir drykkjumenn alkar..
Ég get ómögulega stjórnað því hversu mikið ég drekk þegar ég drekk.
Ég er með einskonar vitundarsamband við brennivín þegar ég er ódrukkinn, eða get ekki hugsað um neitt annað en það að vín muni laga allt það sem mér finnst vera að mér og lífi mínu.
Ég upplifi mig einskisnýtan alllltaf, ég er skíthræddur og finnst allir snúast að mér.. Þetta eru svona punktar sem kannski lýsa mér sem alka en ekki endilega þér.
Ég hef ekki þurft að drekka í 8ár, en það er barasta síðast mér að þakka því ég þurfti að stíga ákveðin spor til þess að upplifa algjört frelsi.
Mér finnst reyndar mjög ljótt hvernig þið talið um þennan sjúkdóm hérna og það er eina ástæðan fyrir því afhverju ég er að skrifa hérna.
Kveðja Ingibergur.
P.S Það ætlar sér enginn að verða fýkill.
Ingibergur Þór Ólafarson 30.9.2009 kl. 12:53
AA-bókin er nú ekki nein heilög sannindi og samin af blindfullum mönnum. Það var eins með mig og þig á sínum tíma að ef ég drakk gat ég ekki hætt nema að drekka mig niður á mörgum dögum. Það er gott að fá það staðfest frá sérfræðingi að ég hafi aldrei verið alkahólisti. Aftur á móti vitið þið andskotann ekkert um hvernig ég drakk og hagaði mér.
Páll þú getur velt þér endalaust upp úr tölum, en eins og Kolla benti þér á eru margir sem koma aftur og aftur. Alkahólismi er ekki neinn sjúkdómur það er bara rugl. Hinsvegar ákváðu læknar að skilgreina þetta sem sjúkdóm til að fá aðgang að heilbrigðiskerfinu og peninga þaðan. Þótt reynsla geri menn ekki að sérfræðingum þá gera tölur það ekki heldur. Það er hægt að reikna út allan fjandann og Sölvi Helgason reiknaði nú barn í konu.
Það geta allir hætt að drekka ef þeir vilja. En því miður er til svo mikið af aumingjum sem þora ekki að láta reyna á sinn vilja. Hvað varðar Vog þá er það þeirra hagsmunir að fólk komi þangað aftur og aftur og þeir reka óbeinan áróður á Vogi fyrir því að fólk læknist aldrei og það sé eðlilegast af öllu að falla nógu oft, og koma bara aftur á Vog. Þetta er heilsuhæli fyrir drykkjumenn en ekki sjúkrastofnun.
Í þetta eina skipti sem ég fór á Vog var þar maður í sinni átjándu meðferð og ekkert gekk. Hann fór strax á fyllirí um leið og hann losnaði út. Hann kunni þessa AA-bók utan að og gat þulið upp allt sem í henni stendur, en sú bók hjálpaði honum ekkert. Ég var áður búinn að leiðrétta að ég hætti ekki að drekka einn og óstuddur. Ég fann mér leið hjá geðlæknir og prestum til að hætta.
Jakob Falur Kristinsson, 30.9.2009 kl. 16:13
Ingibergur. Af hverju ekki að opna biblíuna og sjá að guð er til . Þetta sýnir best hvað menn eru trúaðir á bókstafinn að þeir vísa í fræðin sem verið er að efast um. Það ætlar enginn að verða fíkill en það er einmitt það sem þarf að predika fyrir unga fólkinu að með því að taka fyrsta sopann, fyrstu sígarettuna, fyrstu e-töfluna og hvað þetta dóp heitir nú allt saman, þá sé það að taka áhættu sem ekki er auðvelt og kannski ekki hægt að stíga út úr. Hvort skattar sem lagðir eru á mig til að reyna að bjarga mönnum sem sjálfir kalla sig aumingja/alka/eða sérfræðinga er eitthvað sem mér er alveg frjálst að hafa skoðun á. Páll það kemur ekki á óvart að fólk sem vinnur við þennan sjúkdóm taki dæmi í hjartasjúkdóma máli sínu til stuðnings. Það sama á við um alla þá sem koma sér upp veikindum sama hvaða nafni þau nefnast. Fólk ætti að vera ábyrgara varðandi sína heilsu, ekki síst þá sem hafa gerræðisleg áhrif á aðra eins og drykkjusýkin. Ég óska ykkur góðs bata og góðs árangur hvað sem þið eruð að gera. Kveðja Kolla.
Kolbrún Stefánsdóttir, 30.9.2009 kl. 17:23
Jakob. Tölurnar tala sínu máli. Það eru tæplega 3% sjúklingahópsins sem kemur ítrekað til meðferðar. Það er staðreynd. Hafa ber í huga samhliða því að þeim sem verst gengur eiga oft við aðra sjúkdóma að glíma líka. T.d. alvarlega geðsjúkdóma sem gera það að verkum að afar erfitt er fyrir þá að ná bata. Sem fagaðila finnst mér þetta dæmalaus umræða. Auðvitað er AA-stefnan ekki heilög og auðvitað eru dæmi um að alkóhólistar nái bata án meðferðar eða 12 sporasamtaka. Það breytir ekki þeirri staðreynd að meðferð og 12. sporastarf eykur árangur.
Aðalástæða þess að ég er að tjá mig hérna er þessi bábylja um að á Vogi sé alltaf sama fólkið. Að þar sé ekkert nema hvíldarstöð fyrir alkóhólista sem fara svo aftur út að drekka. Ég hef sett fram skotheldar tölfræðilegar upplýsingar til að sýna fram á að svo sé ekki en fæ samt alltaf sama þruglið fram aftur. Staðreyndin er einfold. Helmingur sjúklinganna hefur komið einu sinni. 2/3 hlutar sjúklinganna hafa komið 2var eða sjaldnar og tæp 80% þeirra 3var eða sjaldnar. Það er nú öll hvíldarmennskan. Eins hef ég bent á að þeir fáu sem komi ítrekað til meðferðar eiga í flestum tilfellum við fjölþættan vanda að etja. Þ.e. eitthvað meira en bara áfengissýki og stendur það í vegi fyrir bata.
Allt tal um að starfsfólk Vogs hvetji fólk til að fara út að drekka aftur af gróðahugsjón er raklaus þvæla og í raun ærumeiðandi. Ég starfa sjálfur sem áfengis- og vímuefnaráðgjafi á Vogi og veit frá fyrstu hendi hversu fjarri lagi það er. Að þú fullyrðir raklaust slíka hluti um starfshætti mína er sár móðgun.
Kolbrún. Þér er velkomið að hafa hvaða skoðun sem þú vilt. Spurningarnar sem þú þarft að spyrja sjálfa þig eru einfaldar. Hvaða vitneskju hef ég um málefnið? Hvaða þekkingu byggi ég skoðun mína á? Hvaðan hef ég þá fullvissu að skoðarnir mínar eigi við rök að styðjast? Hef ég leitast við að skoða vandlega þær faglegu upplýsingar sem í boði eru og myndað mér skoðun útfrá nýjustu þekkingu í læknisfræði, sálfræði, geðlækningum og félagsfræði? Og að lokum; Eiga þeir sem glíma við lífstílstengda sjúkdóma ekki rétt á heilbrigðisþjónustu?
Páll Geir Bjarnason, 30.9.2009 kl. 18:55
Ég er ekki að gera mig að neinu fífli, þótt ég hafi ákveðnar skoðanir í þessu máli. Þetta er enginn sjúkdómur og Vogur er aðeins heilsuhæli fyrir drykkjumenn, sem koma þangað aftur og aftur og taka aldrei neitt á sínum málum. Svo skaltu venja þig á að skrifa undir réttu nafni en ekki koma hér og dæma aðra nafnlausi aumingi.
Jakob Falur Kristinsson, 30.9.2009 kl. 23:40
Þú mátt vel hafa þínar skoðanir Jakob, enda ekkert nema eðlilegt. En hvernig stendur á því að þó staðreyndir sem sýna annað séu ítrekað lagðar hér fram að það kemur ekki til greina að endurskoða þetta álit?
Í minni sveit hét slíkt að berja höfðinu við stein og þótti ekki fín pólitík.
Páll Geir Bjarnason, 1.10.2009 kl. 00:00
Þakka þér fyrir Páll. Þér er líka velkomið að hafa þína skoðun en þú breytir ekki minni. Maður þarf semsagt að taka læknisfræði, sálfræði og félagsfræði áður en maður myndar sér skoðanir á þessu málefni. Ósköp finnst mér þetta alkalegt sjónarmið. Hvað finnst þér um fólk sem étur frá sér heilsuna? Eða reykir í sig lungnakrabba? Genatískt ?Ég get svarað þeirri spurningu strax að fólk með lífstílstengda sjúkdóma á að hafa fullan aðgang að heilbrigðisþjónustu en ætti að borga eitthvað fyrir hana þegar um sértæka þjónustu er að ræða. Fólk hefur val og fólk á að bera ábyrgð. Ef menn hafa efni á neyslunni ættu þeir að hafa efni á heilbrigðisþjónustunni líka. Hinir sem veikjast og slasast en höfðu ekki val eiga að fá þjónustuna frítt og öll grunnþjónusta ætti að vera frí. Oft er erfitt að greina þarna á milli og þá eiga menn að njóta vafans. Þekking á málefninu segirðu. Ég hef tapaði ástvini til Bakkusar og sá svörtustu mynd eyðileggingarinnar þar. Bróðir minn er forvarnarfulltrúi og menntaður í fræðunum bæði af reynslu, af eigin neyslu og annarra, og líka af fræðigreinunum sem þú nefndir. Hann er uppi með kreddurnar og kenningarnar í tíma og ótíma þannig að ég hef fengið að heyra sitthvað um drykkjusýkina. Ég hef farið á Al-anon fundi og AA fundi með fyrrverandi. Ég held að okkur greini ekki á um áhrif og afleiðingar heldur efnis- og erfðaþáttinn. Ég held að hann sé áunninn en þú að hann sé genatískur. Vona að ég hafi rétt fyrir mér annars er illa komið fyrir mannkyninu. Kveðja Kolla.
Kolbrún Stefánsdóttir, 1.10.2009 kl. 00:23
Þið ætlið ekki að hætta þessu rugli. En mín orð standa að þetta er EKKI sjúkdómur heldur áunnin aumingjaskapur. Vogur er heilsuhæli fyrir þá sem ekki vilja hætta að DREKKA ÁFENGI. Ég hef aldrei heyrt eða séð það áður að fólk þyrfti einhverja sérmenntun til að hafa skoðanir á ákveðnum málum. Þá yrði nú mikil fækkun í öllum stjórnmálaflokkum. Í dag er hægt að afla sér mikillar þekkingar á mörgum sviðum án þess að fara í háskóla.
Jakob Falur Kristinsson, 1.10.2009 kl. 11:56
Alkahólismi er skelfilegur og lífshættulegur geðsjúkdómur. Hins vegar ef á að eyða meira almannafé í SÁÁ, þarf að skipta um stjórn félagsins. Þórarinn Tyrfingsson og Hjalti Björnsson eru skapofsamenn og ófaglegir í háttum og venjum. Þessum mönnum er ekki treystandi fyrir almannafé. Til þess má geta að ég hef unnið með þeim í 2 ár.
Gunnar Kristinn Þórðarson 1.10.2009 kl. 17:20
Maður þarf ekki sérmenntun til að hafa ákveðnar skoðanir en maður myndar sér skoðanir útfrá slíkri þekkingu þegar hún berst manni eða er lögð fram fyrir mann. Ég hef sýnt þér svart á hvítu ítrekað að endurkomumenn eru ca. 3% af þeim sem leggjast inná Vog. Að 79% sjúklinganna komi í 1-3 skipti. En þú ert hins vegar algerlega ósveigjanlegur í þessari undarlegu staphæfingu þinni að á Vogi séu einungis drykkjumenn að hvíla sig á neyslunni.
Í raun er mér alveg sama hvort þú skiptir um skoðun eða ekki. Það sem ég hef að segja er komið fram og þeir sem lesa þetta blogg fá þá réttar upplýsingar. Gallinn er að alltof margir eru enn að ræða þessi mál með aflóga hugmyndafræði og byggja mál sitt engum rökum.
Páll Geir Bjarnason, 1.10.2009 kl. 17:37
Þú ert greinilega yfir okkur hafinn, með þinni þekkingu og þar með skoðun á málinu. Gallinn við þína skoðun er að hún er röng. Vogur er ekki sjúkrastofnun, heldur heilsuhæli fyrir drykkjumenn, sem EKKI vilja hætta að drekka. Þannig er það og mun alltaf vera. Það voru læknar sem ákváðu að alkahólismi væri sjúkdómur til að Vogur kæmist að í heilbrigðiskerfinu og fengi peninga þaðan. Þetta er staðreynd sem þú veist að er rétt.
Nú ætla ég að ljúka þessum skrifum og þú hefur þína skoðun og ég mína.
Jakob Falur Kristinsson, 2.10.2009 kl. 06:28
Mikinn telurðu mátt Vogs og íslenskra lækna. Allt alþjóðasamfélagið og Alþjóða heilbrigðisstofnunin flokka áfengissýki sem sjúkdóm. Okkar læknar og Vogur komu voða lítið nærri þeirri ákvörðun. Nær allt sem þú fullyrðir um þessi mál hér rangt og tómur þvættingur.
Þú ert gjörsamlega búnn að mála þig út í horn í þessari umræðu hérna. Horfir ítrekað framhjá staðreyndum málsins og byggir málflutning þinn á tilfinningu og einstakri persónubindinni reynslu þinni af Vogi. Það er í sjálfu sér allt í lagi en sem betur fer hefur þessi skoðun verið á hröðu undanhaldi í áratugi og málshefjandi fólk með aukna þekkingu á málefninu.
Það sem ég furða mig þó á er að fullorðinn maður bregðist við eins og barn þegar staðreyndirnar eru lagðar fram fyrir framan hann. Lokar bara augunum og segir "nei, nei" sama hvað raular og tautar. Verður svo bara reiður þegar það er ekki tekið gilt.
Lifðu vel og opnaðu nú augun maður. Það eru ekki allir illmenni að sjúga kerfisspenana.
Páll Geir Bjarnason, 2.10.2009 kl. 12:16
Hvað þarf ég oft að tyggja ofan í þig ákveðnar staðreyndir. VOGUR ER HEILSUHÆLI FYRIR DRYKKJUMENN, SEM GETA EKKI TEKIÐ Á SÍNUM VANDAMÁLUM VEGNA OFDRYKKJU ÁFENGIS. VOGUR ER EKKI SJÚKRASTOFNUN.
ÞETTA HEFUR EKKERT MEÐ SJÚKDÓMA AÐ GERA OG AÐ HALDA ÞVÍ SÍÐAN FRAM AÐ ÞETTA SÉ Í ÁKVEÐNUM GENUM OG ERFIST ER EITT MESTA RUGL SEM ÉG HEF HEYRT OG ÞAÐ FRÁ ÞÉR PÁLL MEÐ ÖLL ÞÍN FRÆÐI.
Jakob Falur Kristinsson, 2.10.2009 kl. 17:03
Þú getur tuggið sömu viteysuna aftur og aftur það gerir hana ekki að einhverju raunverulegu. Skiptir þá engu hvort hún er rituð í hástöfum eða upp á bláan lit. Þú hefur engin rök sem styðja þessar fullyrðingar og það er ekkert skrítið. Þau eru nefninlega ekki til. Gangi þér allt í haginn og haltu áfram að mæta.
Páll Geir Bjarnason, 2.10.2009 kl. 18:31
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.