Greiðsluverkfall

Greiðsluverkfallsstjórn Hagsmunasamtaka heimilanna segir að úrræði sem félagsmálaráðherra, Árni Páll Árnason, hefur kynnt um lausn á skuldavanda heimilanna, breyti ekki áður boðuðu verkfalli. Samtökin hafa boðað greiðsluverkfall frá og með morgundeginum til 15. október.

Greiðsluverkfall gerir bara ill verra, fyrir flesta og ég tel að frumvarp félagsmálaráðherra muni duga til að laga stöðu nær allra heimila í landinu.  Hvað vill þetta fólk láta gera, vill það að öll lán séu afskrifuð og enginn þurfi að greiða krónu og því jafnframt hefnir peningar.  Hver króna sem verður afskrifuð kemur síðan til baka í formi hærri skatta.  Eða er enn til fólk sem heldur að allir peningar verði til í Seðlabanka Íslands og þar sé að finna einhverja peningauppsprettu, sem gýs peningum af og til.


mbl.is Ekki hætt við greiðsluverkfall
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

"Hvað vill þetta fólk láta gera, vill það að öll lán séu afskrifuð og enginn þurfi að greiða krónu og því jafnframt hefnir peningar. "  Nei, fólk vill ekki gefna peninga, nei fólk vill ekkert afskrifað, fólk vill ráni skilað.

Held þú ættir að kynna þér það sem fólkið hefur verið að segja og skrifa.  Þú getur lesið allt um það í vefsíðu HH og bloggsíðu Marinós G. Njálssonar líkl. yfir heilt ár aftur í tímann. 

ElleE 30.9.2009 kl. 11:33

2 Smámynd: Axel Pétur Axelsson

Hvað vill þetta fólk láta gera ?

Kröfugerð Hagsmunasamtaka heimilanna

Markmið greiðsluvekfallsins er að ná fram eftirfarandi kröfum:

1.Lán sem hvíla á íbúðarhúsnæði með viðmiðun við gengi erlendra gjaldmiðla verði leiðrétt og yfirfærð í íslenskar krónur frá lántökudegi á gengi þess tíma.

2.Verðtryggð lán sem hvíla á íbúðarhúsnæði verði leiðrétt þannig að að verðbætur verði að hámarki 4% á ári frá 1. janúar 2008.

3.Lagabreyting leiði til þess að ekki verði gengið lengra í innheimtu veðlána en að leysa til sín veðsetta eign.

4. Lagabreyting leiði til þess að við uppgjör skuldar fyrnist eftirstöðvar innan 5 ára og verði ekki endurvakin.

5.Gerð verði tímasett áætlun um afnám verðtryggingar lána innan skamms tíma og vaxtaokur verði aflagt.

Kröfugerð þessi er byggð á ályktun funda um greiðsluverfall á vegum Hagsmunasamtaka heimilanna 23. júní 2009

Axel Pétur Axelsson, 30.9.2009 kl. 11:35

3 identicon

Varðandi peningauppsprettuna að þá trúum við því einmitt ekki að Seðlabankinn sé uppspretta peninga þ.e. alvöru verðmæta. Fólkið í landinu er hin raunverulega uppspretta og HH mun koma í veg fyrir að of mikið sé tekið af þeirri uppsprettu til að greiða fyrir glæpi banka og stjórnmálamanna. Við skuldum hneppa þá í verðhald og þeir sem lánuðu þeim með óábyrgum hætti verða að sætta sig við tapið. Það verður ekki greitt af okkur.

Ólafur Garðarsson 30.9.2009 kl. 15:01

4 Smámynd: Jakob Falur Kristinsson

Ég fæ ekki betur séð en nær allt þetta rúmist innan þeirra aðgerða, sem félagsmálaráðherra er að boða og eiga að koma til framkvæmda þann 1. nóvember n.k.  Hvað varðar þá sem rændu öllu úr bönkunum verður erfitt að fá til baka.  Því búið er að fela allt það fé í bönkum erlendis.  Þótt bankarnir hafi gert margt slæmt, þá má ekki gleyma því að á góðæristímanum var nær öll þjóðin á eyðslufylliríi.  Fólk var ekki pínt til að taka öll þessi lán.  Það gerði það af fúsum og frjálsum vilja og tók lán á lán ofan fyrir öllu sem það langaði í.  Það verður hver að bera ábyrgð á sínum fjármálum og ekki hægt að kenna öðrum um allt.  Því þá eru lántakendur komnir í nákvæmlega sömu stöðu og bankastjórar gömlu bankanna. sem segja allt öðrum að kenna.  Þið viljið kannski komast í þann félagsskap, en ekki ég.

Jakob Falur Kristinsson, 30.9.2009 kl. 15:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jakob Falur Kristinsson
Jakob Falur Kristinsson

Ég er fyrrverandi vélstjóri og útgerðarmaður en er nú 75% öryrki eftir slys á sjó 2003. Bjó lengst af á Bíldudal en flutti til Sandgerðis haustið 2005.  En er nú aftur fluttur á Bíldudal.  Að svo miklu leyti sem myndir á síðunni eru eftir Mats Wibe Lund, þá liggur fyrir tímabundið samþykki hans um birtingu hjá mér og þakka ég honum sérstaklega fyrir.  Mats á að sjálfsögðu hönundaréttin að öllum sínum myndum.  Vilja menn sjá fleiri myndir þá vísast á www.mats.is  Ég  var flokksbundinn í Frjálslynda flokknum og hef starfað þar, en sagði mig úr flokknum 24. apríl og gekk í Samfylkinguna.  Föðurætt mín er úr Arnarfirði og móðurættin frá Jökulfjörðum og Hornströndum og í báðum tilfellum, langt aftur í aldir.  Er ég því ekta Vestfirðingur.

Undir fyrirsögninni Færsluflokkar er flokkur sem heitir Vefurinn og ef smellt er á hann opnast síður þar sem ég er að skrifa ýmsar frásagnir.  Einnig er undir liðnum spaugilegt smá grín ofl. 

Ég leyfi öllum að skrifa athugasemdir við mín skrif.   En af gefnu tilefni hef ég ákveðið að þeir sem ekki kunna sér hófs í athugasemdum og nýta þær til persónulegra árása á mig og mína persónu, með allskonar skömmum og svívirðingum, mun ég hér eftir loka á slíka aðila.  Einnig mun ég henda út nafnlausum athugasemdum.  Því ég einn ber ábyrgð á því sem skrifað er á mína síðu.

jakobkr@internet.is     

GSM: 823-2954

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband