Mótmælt

Viðskiptaráð Íslands mótmælir harðlega skattastefnu stjórnvalda, sem það segir að vinni gegn markmiðum um endurreisn hagkerfisins, auknu atvinnustigi og uppbyggingu sterks og sjálfbærs velferðarkerfis.

Ég er algerlega sammála Viðskiptaráði í þessu máli.  Það er alveg furðulegt af ríkisstjórninni að ætla að leysa fjárlagahallann með hækkun skatta.  Þetta tengist allt saman, því hækkun skatta dregur úr kaupmætti fólks og þá kemur minni tekjur af óbeinu sköttunum.  Eins er sú afstaða ríkisstjórnarinnar að nánast stöðva framkvæmdir við nýtt álver, nýja aflþynnuverksmiðju í Helguvík og nýtt gagnaver á gamla varnarsvæðinu, mér óskiljanleg.  Ég hefði haldið að báðar þessar framkvæmdir komi til með að skila drjúgum tekjum í ríkissjóð.  Hér á Suðurnesjum er mesta atvinnuleysi á landinu og með þessum framkvæmdum mun atvinnuleysið hverfa að mestu.  Því þarna er gert ráð fyrir mörg hundruð beinum störfum og með afleiddu störum væri verið að skapa nokkur þúsund nýrra starfa.  Ríkissjóður myndi spara miklar atvinnuleysisbætur og fengi auknar skatttekjur.  Nei þá hengir umhverfismálaráðherra sig í að lagning háspennulínu til að flytja orku til þessara staða, þurfi að fara í umhverfismat og stoppar þannig málið.  Er nú virkilega verið að meina að háspennulínur séu hættulegar umhverfi sínu.  Nei það er ekki talið enda eru þær um allt land.  Nú er það sjónmengun sem er vandamálið, hvílíkt andskotans kjaftæði og rugl.  Verður þá ekki að banna ófríðu fólki að fara út fyrir hússins dyr vegna sjónmengunar?  Að ætla að leggja þessar línur jörð er varla framkvæmanlegt vegna kostnaðar.  Gerir umhverfisráðherra sér grein hvað kostar að leggja hvern metir í háspennulínum í jörð.  Sá kostaður hleypur á miljónum á hvern metir.  Hver á síðan að borga þann kostnað?  Ef hann á að falla á viðkomandi fyrirtæki þá er málinu sjálfhætt því þeirra rekstur mun ALDREI sanda undir slíku.


mbl.is Skattastefnu stjórnvalda harðlega mótmælt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jakob Falur Kristinsson
Jakob Falur Kristinsson

Ég er fyrrverandi vélstjóri og útgerðarmaður en er nú 75% öryrki eftir slys á sjó 2003. Bjó lengst af á Bíldudal en flutti til Sandgerðis haustið 2005.  En er nú aftur fluttur á Bíldudal.  Að svo miklu leyti sem myndir á síðunni eru eftir Mats Wibe Lund, þá liggur fyrir tímabundið samþykki hans um birtingu hjá mér og þakka ég honum sérstaklega fyrir.  Mats á að sjálfsögðu hönundaréttin að öllum sínum myndum.  Vilja menn sjá fleiri myndir þá vísast á www.mats.is  Ég  var flokksbundinn í Frjálslynda flokknum og hef starfað þar, en sagði mig úr flokknum 24. apríl og gekk í Samfylkinguna.  Föðurætt mín er úr Arnarfirði og móðurættin frá Jökulfjörðum og Hornströndum og í báðum tilfellum, langt aftur í aldir.  Er ég því ekta Vestfirðingur.

Undir fyrirsögninni Færsluflokkar er flokkur sem heitir Vefurinn og ef smellt er á hann opnast síður þar sem ég er að skrifa ýmsar frásagnir.  Einnig er undir liðnum spaugilegt smá grín ofl. 

Ég leyfi öllum að skrifa athugasemdir við mín skrif.   En af gefnu tilefni hef ég ákveðið að þeir sem ekki kunna sér hófs í athugasemdum og nýta þær til persónulegra árása á mig og mína persónu, með allskonar skömmum og svívirðingum, mun ég hér eftir loka á slíka aðila.  Einnig mun ég henda út nafnlausum athugasemdum.  Því ég einn ber ábyrgð á því sem skrifað er á mína síðu.

jakobkr@internet.is     

GSM: 823-2954

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband