Landsvirkjun

Friðrik Sophusson mun formlega lýsa yfir verklokum á framkvæmdasvæðinu við Kárahnjúka í dag. Það verður síðasta verk hans sem forstjóri Landsvirkjunar, því hann átti sinn síðasta vinnudag í gær og sat þá einnig sinn síðasta stjórnarfund í Samorku.

Þótt ég hafi ekki verið hrifinn af Friðrik, þegar hann var í stjórnmálunum.  Þá hefur hann staðið sig vel sem forstjóri Landsvirkjunar og þar stendur hæst Kárahnjúkavirkjun, sem kemur til með að auka ferðamannastrauminn á þessu svæði.  Því marga langar að sjá með eigin augum einu mestu framkvæmd i sögu Íslands.  Friðrik getur því stoltur staðið upp úr stóli forstjóra Landsvirkjunar.  Það hefur eftir því tekið í forstjóratíð Friðriks, að allstaðar þar sem Landsvirkjun hefur verið með framkvæmdir er skilið við framkvæmdasvæðið  eins snyrtilegt og mögulegt er.


mbl.is Lýsir yfir verklokum og lætur af störfum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ólafur Ingi Hrólfsson

Friðrik var fjármálaráðherrann sem innleiddi festu og aðhald - undir hans stjórn voru skuldir ríkisins greiddar niður - m.a. skuldir við lífeyrissjóð opinberra starfsmanna upp á óheyrilegar upphæðir sem hefðu getað sett ríkisstjóð á hausinn. samráðherrar hans fundu vel fyrir því að hann ætlaði sér að koma ríkissjóði á réttan kjöl - og það tókst.

Og jú - hann er líka búinn að skila frábæru verki hjá Landsvirkjun - og þakkir til hans.

Ólafur Ingi Hrólfsson, 2.10.2009 kl. 08:12

2 identicon

Það væri gott að haf slíkan fagmann við völinn í dag .

axel 2.10.2009 kl. 08:27

3 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Sammála

Gunnar Th. Gunnarsson, 2.10.2009 kl. 13:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jakob Falur Kristinsson
Jakob Falur Kristinsson

Ég er fyrrverandi vélstjóri og útgerðarmaður en er nú 75% öryrki eftir slys á sjó 2003. Bjó lengst af á Bíldudal en flutti til Sandgerðis haustið 2005.  En er nú aftur fluttur á Bíldudal.  Að svo miklu leyti sem myndir á síðunni eru eftir Mats Wibe Lund, þá liggur fyrir tímabundið samþykki hans um birtingu hjá mér og þakka ég honum sérstaklega fyrir.  Mats á að sjálfsögðu hönundaréttin að öllum sínum myndum.  Vilja menn sjá fleiri myndir þá vísast á www.mats.is  Ég  var flokksbundinn í Frjálslynda flokknum og hef starfað þar, en sagði mig úr flokknum 24. apríl og gekk í Samfylkinguna.  Föðurætt mín er úr Arnarfirði og móðurættin frá Jökulfjörðum og Hornströndum og í báðum tilfellum, langt aftur í aldir.  Er ég því ekta Vestfirðingur.

Undir fyrirsögninni Færsluflokkar er flokkur sem heitir Vefurinn og ef smellt er á hann opnast síður þar sem ég er að skrifa ýmsar frásagnir.  Einnig er undir liðnum spaugilegt smá grín ofl. 

Ég leyfi öllum að skrifa athugasemdir við mín skrif.   En af gefnu tilefni hef ég ákveðið að þeir sem ekki kunna sér hófs í athugasemdum og nýta þær til persónulegra árása á mig og mína persónu, með allskonar skömmum og svívirðingum, mun ég hér eftir loka á slíka aðila.  Einnig mun ég henda út nafnlausum athugasemdum.  Því ég einn ber ábyrgð á því sem skrifað er á mína síðu.

jakobkr@internet.is     

GSM: 823-2954

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband