Hraðakstur

Bensínfætur nokkurra ökumanna á Reykjanesbraut reyndust þungir í nótt. Lögreglan á Suðurnesjum stóð tvo ökumenn að því að aka allt of hratt en annar ók á 127 km hraða og hinn á 130 þar sem hámarkshraði er 90 km á klukkustund.

Þetta kalla ég nú ekki alvarlegt því á Reykjanesbrautinni aka fáir undir 100 km. hraða.  Þar sem á Reykjanesbrautinni er komið tvær aðskildar akreinar í báðar áttir væri rétt að hafa hámarkshraða þarna 120 km. á klst.  Þá er mjög líklegt að flestir ækju á þeim hraða.  Það sýna alla veganna sýna kannanir frá Danmörku slíkt.  90 km. á klst. er sami hraði og leyfður er á snarbröttum fjöllum Vestfjarða.  Þarna er ekkert samræmi og því brjóta menn margoft löginn.  Það sýnir hvað lítið samræmi er á þessum hámarkshraða hér á landi.


mbl.is Þungir bensínfætur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Predikarinn  -  Cacoethes scribendi

Ég tek undir með þér.

Það er með ólíkindum að fréttamenn skuli telja það frétt að einhverjir hafi verið gripnir á 110 -> 135 km hraða á Reykjanesbrautinni. Á þessari braut er 90 km hámarkshraði og eins og kunnugt er þá táknar það í raun um 100 km hraða flestra sem þarna aka. Auka 22 -> 35 km er nú lítið mál ef það er á tvöfaldri brautinni og við góðar aðstæður.

Hefði þetta verið í ibúðargötu þá væri um fréttnæm atvik að ræða.

Er lögreglan búin að finna einhverja morðingja og nauðgara, sem og barnaníðinga nýlega ? Hvernig væri að þeir einbeittu sér að því  sem og að skipta sér af þeim sem aka of hægt svo að hætta stafi af og eins þeir sem aka á röngum vegarhelmingi o.s.frv. en að vera að rella í mönnum vegna svona smáræðis.

GERIR ÞÚ ÞÉR GREIN FYRIR ALVARLEIK LÖGBROTS  ÞÍNS ? ! ?

Predikarinn - Cacoethes scribendi , 3.10.2009 kl. 13:37

2 Smámynd: Ásgeir Kristján Mikkaelsson

Með lögum skal land byggja! 

Ef hámarkshraði á Reykjanesbraut er 90 km þá er eðlilegt að lögreglan framfylgi reglunum og stöðvi þá sem aka hraðar en löglegt er.

Ég hef tvívegis gerst brotlegur við lögin hvað hraðakstur varðar og voru það myndavélar sem náðu mér í mynd í bæði skiptin.

Ég ók á 99 km hraða þar sem leyfilegur hámarkshraði er 90 km /klst

Viðmörk eru  3 km þannig að ég var dæmdur til að greiða 10.000 kr í hvort skipti þar sem sannað þótti að ég hefði ekið á 96 km hraða í bæði skiptin.

Í dag stilli ég crusið á 93 km/klst og slepp þar með við myndavélaeftirlitið. Heppinn

Við verðum að virða lögin hvort sem okku finnast þau röng eða rétt. ÞAÐ ER MÁLIÐ

Ásgeir Kristján Mikkaelsson, 3.10.2009 kl. 23:36

3 Smámynd: Jakob Falur Kristinsson

Það er nú alltaf hægt að breyta lögum, en reyndar er ég ekki viss hvort þetta er bundið í lög eða ákveðið með reglugerð.  Það sem ég var að benda á er þetta ósamræmi á hinum ýmsu vegum.  Reykjanesbrautin er með tvær aðskildar akreinar í hvora átt og þar er sami hámarkshraði og á fjallvegum á Vestfjörðum. sem eru varla einakrein og hlykkjast upp og niður heiðarnar.  Síðan má aka á 80 km á malarvegum og í lausamöl.

Jakob Falur Kristinsson, 10.10.2009 kl. 11:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jakob Falur Kristinsson
Jakob Falur Kristinsson

Ég er fyrrverandi vélstjóri og útgerðarmaður en er nú 75% öryrki eftir slys á sjó 2003. Bjó lengst af á Bíldudal en flutti til Sandgerðis haustið 2005.  En er nú aftur fluttur á Bíldudal.  Að svo miklu leyti sem myndir á síðunni eru eftir Mats Wibe Lund, þá liggur fyrir tímabundið samþykki hans um birtingu hjá mér og þakka ég honum sérstaklega fyrir.  Mats á að sjálfsögðu hönundaréttin að öllum sínum myndum.  Vilja menn sjá fleiri myndir þá vísast á www.mats.is  Ég  var flokksbundinn í Frjálslynda flokknum og hef starfað þar, en sagði mig úr flokknum 24. apríl og gekk í Samfylkinguna.  Föðurætt mín er úr Arnarfirði og móðurættin frá Jökulfjörðum og Hornströndum og í báðum tilfellum, langt aftur í aldir.  Er ég því ekta Vestfirðingur.

Undir fyrirsögninni Færsluflokkar er flokkur sem heitir Vefurinn og ef smellt er á hann opnast síður þar sem ég er að skrifa ýmsar frásagnir.  Einnig er undir liðnum spaugilegt smá grín ofl. 

Ég leyfi öllum að skrifa athugasemdir við mín skrif.   En af gefnu tilefni hef ég ákveðið að þeir sem ekki kunna sér hófs í athugasemdum og nýta þær til persónulegra árása á mig og mína persónu, með allskonar skömmum og svívirðingum, mun ég hér eftir loka á slíka aðila.  Einnig mun ég henda út nafnlausum athugasemdum.  Því ég einn ber ábyrgð á því sem skrifað er á mína síðu.

jakobkr@internet.is     

GSM: 823-2954

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband