Utanríkisþjónustan

Kostnaður við kaup og endurbætur á nýjum sendiherrabústað Íslands í Danmörku nam 256 milljónum króna. Bústaðurinn, þar sem Svavar Gestsson sendiherra býr ásamt eiginkonu sinni, er á Fuglebakkevej á Friðriksbergi í Kaupmannahöfn, alls 680 metrar að flatarmáli.  Það munaði ekki um það og svo er sjálft sendiráðið eftir, sem ég veit ekki hvað er stórt í fm.

Enn eitt dæmið um bruðl í okkar utanríkisþjónustu.  Það mætti að skaðlausu leggja niður flest okkar sendiráð erlendis.  Með nútíma tækni er nóg að leigja eitt skrifstofuherbergi með aðgangi að fundarsal og allir sendiherrar gætu búið hér á landi.  Það tekur ekki nema um tvo klukkutíma að fljúga til Danmerkur og eitthvað lengra á aðra staði þar sem við erum með sendiráð.  Þetta er flottræfilsháttur, sem við höfum engin efni á í dag. 

Eru stjórnvöld jafn veruleikafyrt og útrásarvíkingarnir okkar voru?


mbl.is 400 milljónir fengust með sölu á sendiherrabústað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég held nú ekki að þessi sendiráðsbústaður sé bara til að geyma Svavar Gests heldur er þetta líka spurning um þjónustu við þær þúsundir Íslendinga sem búa í Danmörku.

Það væri bruðl að fara að fljúga sendiherranum oft á viku út til að þjónusta þetta fólk og léleg aðstaða að redda hlutunum á flugvellinum og á veitingastöðum eða hvar sem þú vilt láta vinnu sendiráðanna fara fram...

Bjarni Ben 11.10.2009 kl. 05:10

2 Smámynd: Örn Smith

Er ekki þessi sendiherra búinn að valda þjóðinni nægjanlegum kostnaði: Nær að einangra svona fólk...........................

Örn Smith, 11.10.2009 kl. 05:54

3 Smámynd: Jakob Falur Kristinsson

Ég geri mér alveg grein fyrir því að Sendiráðið veitir mörgum íslendingum þjónustu.  Ég nefndi aldrei að redda ætti hlutunum á flugvelli eða veitingastöðum.  Ég sagði að, það mætti leigja skrifstofurými með aðgangi að fundarsal.  Endurbæturnar á þessum bústað kostuðu 286 milljónir og miðað við söluna á hinum eldri, sem seldur var fyrir 400 milljónir, má ætla að eftir svona miklar endurbætur væri þessi bústaður ekki minna virði.  Gæti hugsanlega verið 500 milljónir en látum það liggja á milli hluta og miðum við 400 milljónir.  Hvað heldur þú að hægt væri að kaupa marga flugmiða fyrir vextina af þeirri upphæð með föstum samningum við Icelandair.  Það væru sennilega á milli 2.000,- til 3.000,- flugmiðar á mánuði.  Það er fullt af fólki sem þarf að aka með rútu frá Reykjavík til Flugstöðvarinnar á Miðnesheiði og eins til vinnu í verksmiðjunum á Grundartanga.  Þessar ferðir taka 1-2 klukkutíma eða litlu styttri tími en flugtíminn er til Danmerkur og Bretlands.  Svo má líka minna á að hvert Sendiráð sinnir nokkrum löndum, svo Sendiherrarnir verða að fljúga hvort sem er og ekkert verra að fljúga beint frá Íslandi.  Síðan eru mörg mál sem auðveldlega má vinna í gegnum internetið með fjarfundabúnaði.  Hvað heldur þú að liggi miklir peningar í húsum Sendiherra í New York, Berlín, London, Tokyo, París og víðar.  Þær upphæðir hlaupa á milljörðum.

Jakob Falur Kristinsson, 11.10.2009 kl. 06:16

4 identicon

Í fréttinni stendur að kostnaður við KAUP OG ENDURBÆTUR á nýjum sendiherrabústað hafi verið 256 milljónir og mismunurinn á því og söluverðmæti þess gamla hafi verið um 400 milljónir sem runnu í ríkissjóð. Ef þú telur að íslenska ríkið geti keypt og endurbætt hús fyrir 256 milljónir og selt svo aftur fyrir 400 milljónir eins og þú segir hér að ofan þá er greinilega komin lausn á vandamálum landans, kaupa bara og endurbæta sendiherrabústaði og selja aftur með massívum gróða!!!

Hjalti Finnsson 11.10.2009 kl. 07:32

5 Smámynd: Jakob Falur Kristinsson

Ég biðst afsökunar Hjalti, ég hélt að þessar 400 milljónir hefðu verið söluverð þess gamla en ekki mismunur á söluverði og endurbótunum.  Það leiðréttist þá hér með.  En að öðru leyti standa mín skrif sem mín skoðun.  En því miður verð ég að kasta þinni athugasemd út því ég hef tekið þá ákvörðun að þeir sem gera athugasemdir undir einhverju nafni og IP-tölu mun ég kasta úr.  Það er lámarks kurteisi að ég geti séð hvernig viðkomandi bloggar sjálfur til að læra af meisturunum.  En það verður einhver bið á því vegna þess að ég kann ekki að eyða athugasemdum.  Sá sem gerir athugasemdir við skrif annarra verður að þora að skrifa undir réttu nafni annað er aumingjaskapur.

Jakob Falur Kristinsson, 11.10.2009 kl. 08:35

6 identicon

Bjó eitt sinn erlendis og man eftir því að sendiherrarnir voru iðnir við að mæta ef eitthvað var um að vera hjá íslendingum. Hitti oft Einar Ben og Eið Guðnason í Oslo Þeir voru líka iðnir við að hjálpa íslenskum námsmönnum erlendis, koma á samböndum og alls konar fjáröflunarleiðum. Mér skilst, af íslendingum búsettum erlendis núna, að þetta sé liðin tíð. Fólk viti lítið sem ekkert um sendiráð eða sendiherra sem aldrei sjást eða gera neitt til gagns. Líklega er það veraldarvefurinn sem hefur gert sendiráðin óþörf.

Húnbogi Valsson 11.10.2009 kl. 11:13

7 Smámynd: Jakob Falur Kristinsson

Það er einmitt þetta sem ég var að meina Húnbogi, með mínum skrifum og benda jafnframt á sparnaðarleið fyrir ríkissjóð. Sem virðist hafa farið illa í suma.

Jakob Falur Kristinsson, 11.10.2009 kl. 11:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jakob Falur Kristinsson
Jakob Falur Kristinsson

Ég er fyrrverandi vélstjóri og útgerðarmaður en er nú 75% öryrki eftir slys á sjó 2003. Bjó lengst af á Bíldudal en flutti til Sandgerðis haustið 2005.  En er nú aftur fluttur á Bíldudal.  Að svo miklu leyti sem myndir á síðunni eru eftir Mats Wibe Lund, þá liggur fyrir tímabundið samþykki hans um birtingu hjá mér og þakka ég honum sérstaklega fyrir.  Mats á að sjálfsögðu hönundaréttin að öllum sínum myndum.  Vilja menn sjá fleiri myndir þá vísast á www.mats.is  Ég  var flokksbundinn í Frjálslynda flokknum og hef starfað þar, en sagði mig úr flokknum 24. apríl og gekk í Samfylkinguna.  Föðurætt mín er úr Arnarfirði og móðurættin frá Jökulfjörðum og Hornströndum og í báðum tilfellum, langt aftur í aldir.  Er ég því ekta Vestfirðingur.

Undir fyrirsögninni Færsluflokkar er flokkur sem heitir Vefurinn og ef smellt er á hann opnast síður þar sem ég er að skrifa ýmsar frásagnir.  Einnig er undir liðnum spaugilegt smá grín ofl. 

Ég leyfi öllum að skrifa athugasemdir við mín skrif.   En af gefnu tilefni hef ég ákveðið að þeir sem ekki kunna sér hófs í athugasemdum og nýta þær til persónulegra árása á mig og mína persónu, með allskonar skömmum og svívirðingum, mun ég hér eftir loka á slíka aðila.  Einnig mun ég henda út nafnlausum athugasemdum.  Því ég einn ber ábyrgð á því sem skrifað er á mína síðu.

jakobkr@internet.is     

GSM: 823-2954

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband