SÁÁ

Varlega áætlað þá neyta Íslendingar eins tonns af kannabis-efnum árlega, að því er fram kemur á vef SÁÁ. Þar segir að götuverðið á þeirri neyslu sé um 3,5 milljarður króna. Undanfarin 6 ár hafa á milli 600-700 einstaklingar leitað sér hjálpar vegna kannabisfíknar á ári hverju á Sjúkrahúsið Vog, það er um helmingi fleiri en komu á hverju ári 1990-1995.

Þeir eru alltaf með tölfræðina á hreinu á Vogi.  Ég tel að svona fréttir um verð og magn á kannabis-efnum geti verið skaðlegar og jafnvel ýtt undir að fleiri fara að nota þessi efni.  Því staðreyndin er sú að þeir hjá Vogi hafa ekki minnstu hugmynd um hvað mikið er neytt af fíkniefnum hér á landi árlega.  Þetta eru allt skot út í loftið og mikið byggðar á viðtölum við fólk sem kemur á Vog og auðvitað ýkir það fólk alla þessa neyslu til að afsaka sína eigin neyslu.


mbl.is SÁÁ: Neyta 1 tonns af kannabis á ári
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: J. Einar Valur Bjarnason Maack

Götuverð á kannabisefnum í dag er um 5000 kr fyrir grammið.

Þessi grein á álíka mikið skilt við sannleika og orsakatengsl eru á milli hlustunar á Enya-plötur og hryðjuverka.

Ekki ýkja mikið skal ég þér segja.

J. Einar Valur Bjarnason Maack , 12.10.2009 kl. 13:19

2 Smámynd: Jakob Falur Kristinsson

Það er bara svona, en því miður skil ég ekki þína athugasemd og er nákvæmlega sama hver götuverð á þessu efni er.

Jakob Falur Kristinsson, 12.10.2009 kl. 21:00

3 Smámynd: J. Einar Valur Bjarnason Maack

Það sem ég er að segja er einfaldlega að þessi grein frá SÁÁ er lygar á lygar ofan hvar látið er líta út fyrir að kannabisneytendur séu almennt sprautufíklar með lifrarbólgu á meðan lang flestir neytendur þessara efna eru eðlilegt fólk sem lifir eðlilegu lífi þrátt fyrir neyslu á þessum efnum.

Það er sett upp orsakasamhengi sem ekki á við rök að styðjast og látið líta út sem þeir fíklar sem leiti sér aðstoðar á Vogi séu almennt að leita sér hjálpar við Kannabisfíkn á meðan þeir eru í neyslu á hörðum efnum sbr Amfetamíni, Morfínefnum eða Kókaíni.

Það er frekar að fólk sem er að leita sér meðferðar við þeim efnum neyti líka kannabis, en það er ekki minnst á það einu orði að nær allt þetta fólk drekkur líka áfengi...

...hvers vegna er þetta sett upp á þennan máta?

Jú. Sökum þess að lögleiðingahreyfingar hafa komið upp á yfirborðið og spurt um réttmæti þeirrar fíkniefnalögjafar sem nú er ráðandi en SÁÁ græðir á núverandi löggjöf.

J. Einar Valur Bjarnason Maack , 12.10.2009 kl. 22:49

4 Smámynd: Jakob Falur Kristinsson

Ég þakka þér fyrir upplýsingarnar Einar og skil nú málið betur. Ég vil taka fram að ég tel að besta leiðin í þessum málum sé lögleiðing þessara efna, sem mér skilst að séu ekkert hættulegri en áfengið og tóbak.  Sjálfur hef ég aldrei prufað þessi efni, en farið illa með misnotkun á áfengi.  Ég hætti að drekka fyrir rúmum þremur árum og af því að ég hætti án aðstoðar frá Vogi er ég ekki skilgreindur sem alkahólisti.  Þannig að þótt ég hafi drukkið frá mér mína fjölskyldu og misst allt sem ég átti, vantar mig stimpilinn frá Vogi um að ég hafi verið alkahólisti.  Með því að gera þessi fíkniefni, lögleg sem nú eru ólögleg.  Vinnst margt þá kemur þessi neysla upp á yfirborðið og ríkið fær auknar tekjur og sparar útgjöld hjá lögreglu við að eltast við þá sem eru að nota þessi efni í dag.  Þá mætti leggja niður fíkniefnalögregluna.  Ég tel að neyslan muni ekkert aukast, því þeir sem nota efnin nú i dag fara ekki að auka sína neyslu.

Jakob Falur Kristinsson, 13.10.2009 kl. 08:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jakob Falur Kristinsson
Jakob Falur Kristinsson

Ég er fyrrverandi vélstjóri og útgerðarmaður en er nú 75% öryrki eftir slys á sjó 2003. Bjó lengst af á Bíldudal en flutti til Sandgerðis haustið 2005.  En er nú aftur fluttur á Bíldudal.  Að svo miklu leyti sem myndir á síðunni eru eftir Mats Wibe Lund, þá liggur fyrir tímabundið samþykki hans um birtingu hjá mér og þakka ég honum sérstaklega fyrir.  Mats á að sjálfsögðu hönundaréttin að öllum sínum myndum.  Vilja menn sjá fleiri myndir þá vísast á www.mats.is  Ég  var flokksbundinn í Frjálslynda flokknum og hef starfað þar, en sagði mig úr flokknum 24. apríl og gekk í Samfylkinguna.  Föðurætt mín er úr Arnarfirði og móðurættin frá Jökulfjörðum og Hornströndum og í báðum tilfellum, langt aftur í aldir.  Er ég því ekta Vestfirðingur.

Undir fyrirsögninni Færsluflokkar er flokkur sem heitir Vefurinn og ef smellt er á hann opnast síður þar sem ég er að skrifa ýmsar frásagnir.  Einnig er undir liðnum spaugilegt smá grín ofl. 

Ég leyfi öllum að skrifa athugasemdir við mín skrif.   En af gefnu tilefni hef ég ákveðið að þeir sem ekki kunna sér hófs í athugasemdum og nýta þær til persónulegra árása á mig og mína persónu, með allskonar skömmum og svívirðingum, mun ég hér eftir loka á slíka aðila.  Einnig mun ég henda út nafnlausum athugasemdum.  Því ég einn ber ábyrgð á því sem skrifað er á mína síðu.

jakobkr@internet.is     

GSM: 823-2954

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband